Morgunblaðið - 12.08.2005, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.08.2005, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 2005 31 UMRÆÐAN Á morgun hefst keppnistímabilið í ensku knattspyrnunni Hafðu undirbúninginn í lagi með sérblað Moggans, Ensku knattspyrnuna, við höndina - alla helgina Leikir helgarinnar - Þekktir stuðningsmenn velja draumaliðið - Staðan - Athyglisverðir leikmenn í enska boltanum Fjallað um helstu viðureignir - Nýjustu fréttir Markahæstu menn Íslenskir leikmenn í Englandi spá í spilin Enska knattspyrnan er í Mogganum á laugardögum! HERLIST þrýstihópa er ekki margslungin en að sama skapi er ár- angurinn vís. Nokkrir stafnbúar nýrra lífshátta gera kúnstir sínar óá- reittir um skeið og án vitundar annarra en sinna nánustu uns þeim lýstur saman við sam- félagið óvart og und- irbúningslaust. Um leið upphefst sónninn um „aðstöðuleysi“ og „skilningsleysi stjórn- valda“. Maður vorkenn- ir oft stjórnvöldum sem líkt og hetjur í grískum harmleik verða að ganga á hólm við örlög sem einhverjum gól- kórnum hefur tekist að þvæla í fang þeim. Það er úr vöndu að ráða og eng- in ráð eru góð: því oft hrapað að flót- virkri lausn, til bölvunar fyrir alla. Glæsilegt dæmi um árangur á þessu sviði er áróðursherferð tor- færuhjólamanna í vor og sumar. Ár- um saman hefur útivistarfólki gram- ist að sjá aðfarir þessa ógæfufólks sem í leiðindum sínum spólar upp brekkur og hóla hér í fjöllunum í kringum Reykjavík. Þegar vakið var máls á þessum glæpaverkum nú síðla vetrar stóð ekki á svörunum: Að- stöðuleysið sem stjórnvöld höfðu ekki leyst úr var stóri skandallinn. Mikil barátta hófst á síðum staðarblaðanna og sýnist þar sitt hverjum en ef marka má ritstjórnargrein Morg- unblaðsins nú síðla í júlí hefur stóra torfærumálið verið til lykta leitt. Nú á að fórna einum dularfyllsta reit hér í Reykjanesskagafjöllunum Jósefsdal fyrir það sem nefnt er „skipulagður akstur“. Þetta er náttúrlega grá- broslegt öfugmæli því vélhjólamenn hafa notað ekki aðeins Jósefsdal, heldur alla hóla og hæðir í nágrenn- inu, til afskaplega óskipulagðs akst- urs löng undangengin ár. Það heyrir til undantekninga ef maður er þarna á ferð fótgangandi að sjá ekki einn af þessum aumingjans aðstöðuleys- ingjum tæta upp á Sauðdalahnúka eða gera hetjulega tilraun til að vega sig upp á Vífilfell úr dalskjafti Jós- efsdals. Í vesturhlíðum Vífilsfells hefur einnig farið fram óskipulögð landmótun. Þar er nú myndarlegur slóði sem vélhjólamenn hafa spænt upp á ferðum sín- um, sjálfsagt í gremju- kasti yfir að hafa ekki fengið neina aðstöðu frá hinu opinbera. Nú í vor gat ég skemmt mér þar við að fylgjast lengi með tveimur hjálmklæddum mönnum gera ítrekaðar tilraunir til að spóla sig upp úr gils- lakka, renna niður, spóla aftur upp … út í hið óendanlega. Ekki þarf að taka fram að margvísleg úrræði önnur eru til fyrir fólk með áráttuhegðun af þessu tagi. En sum sé, sveitarfélagið Ölf- ushreppur hefur að sögn Morg- unblaðsins undirritað samstarfs- samning við vélahjólamenn undir blessun umhverfisráðherra og Roll- ing Stones-aðdáanda númer eitt, sýslumanns Árnessýslu, og er ætl- unin að leggja Draugahlíðar og Jós- efsdal undir „skipulagðan akstur“ vél- hjólamanna næstu 15 árin í það minnsta. Torfærumönnum tókst að komast upp með að spóla og spæna eins og þá lysti á sínum óskráðu hjól- um árum saman í trássi við lög og góða siði og eru nú verðlaunaðir fyrir lögbrotin með því að útsvarsgreið- endur í Þorlákshöfn púkka undir þá akbraut yst við endimörk sveitarfé- lagsins. Hundarökfræðin er þessi: Það er hvort eð er búið að eyðileggja landið. Ölfusingum er reyndar vor- kunn því það eru þéttbýlisbúarnir sem teygja nú arma borgarinnar sí- fellt lengra inn í óbyggðirnar hér í kring. Bygging Hellisheiðarvirkj- unar, vegalagning og námugröftur, borholur Hitaveitu Suðurnesja, upp- bygging skíðasvæða í snjóleysinu, ágangur vélhjóla auk „villtra drauma“ um að bora holu inn í Þríhnúk eða göng í gegnum Hengilinn eru allt skýr dæmi um hvernig búið er að skil- greina allt umhverfi höfuðborg- arsvæðisins sem leikvöll fyrir at- hafnafólk, algerlega óháð því hvort viðkvæm náttúran þoli allt þetta rask. Andspænis þessari athafnaþrá býðst eiginlegu útivistarfólki sá kostur einn að drífa sig upp á hálendi til fundar við næsta stíflulón. Þar við mishæðótt vatnsborðið má svo hugleiða hvernig mannskepnan sé eiginlega innréttuð. Því stundum flögrar það að manni að við hötum einfaldlega náttúruna. Aðr- ar skýringar eru einfaldlega of lang- sóttar. Jósefsdalur er að vísu eyðilegur en þeir gömlu töldu sig skilja að þetta stórhrífandi „ekkert“ væri þarna ekki að ástæðulausu. Sú sögn hefur geymst að Jósef hafi verið blótgjarn listasmiður sem bölvaði undan sér bænum og gróandanum svo eftir stóð sviðin jörð. Um þetta orti Grímur Thomsen gott kvæði sem margir þekkja og segir þar: „sjálf hjá dalnum sauðkind sneiðir / svo er hann gjör- samlega í eyði“. Þessu vilja Ölfus- ingar nú breyta. Eina vonin er að það rætist sem Grímur gamli sagði líka að þessi slóð sé svo óhrein að illir straumar blótvargsins Jósefs flæmi á brott hvern sem þar kemur. Vonandi gildir það líka um torfæruvarginn. Óhreinar slóðir Kristján B. Jónasson fjallar um akstur torfæruhjóla ’… og er ætlunin aðleggja Draugahlíðar og Jósefsdal undir „skipu- lagðan akstur“ vélhjóla- manna næstu 15 árin í það minnsta.‘ Kristján B. Jónasson Höfundur er bókmenntafræðingur og áhugamaður um útivist. BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is NÚ Í lok júlí var viðtal í Morg- unblaðinu, við forstjóra Björgunar hf. vegna strandrofs sem virðist hafa farið vaxandi í nágrenni Reykjavíkur, einkum við Hval- og Kollafjörð. Forstjórinn hélt því fram í nefndu viðtali að almættið réði því hvaða land færi undir sjó og hvaða land héldi áfram að vera land. Þetta er ekki lengur svona, þetta er orðin þróuð vísindagrein sem heitir á er- lendu máli „coastal engineering“ (strandverkfræði) og Íslendingar eru t.d. taldir nokkuð seigir í þess- um vísindum. Greinin snýst svolítið um það hvernig öldur myndast á yf- irborði vatns (sjávar) og hvernig öldurnar berast upp að ströndinni. Á meðan dýpið er meira en hálf öldulengd ferðast aldan beint undan vindi en þegar grynnkar fer aldan að hægja á sér, öldulengdin verður hlutfall af dýpinu og hún sveigir upp að ströndinni. Alda í mesta suðvest- an hvassviðri, sem kemur að jafnaði einu sinni á ári, er ca 12 metra há út af Garðskaga. Mælingar sem gerðar voru við vesturenda Viðeyjar í byrj- un áttunda áratugarins sýndu að aldan hafði lækkað í 10% af því sem hún hafði verið á fríum sjó. Sá ötuli Viðeyingur Örlygur Hálfdanarson hefir bent á að landrof við Viðey kunni að orsakast af sandnámi af sjávarbotni á sundunum. Dýpkun við Engey minnkar öldusveigju upp í Engeyjartaglið og það veldur því að hærri úthafsalda fer inn Viðeyj- arsund. Ummerki við Sundbakka og Kríusand benda til þess að hæð strandmótandi öldu hafi tvöfaldast eftir að hafnargerð og sandnám hófst þarna við sundin. Einnig benda ummerkin til þess að hluti þessarar hækkuðu öldu komi utan af hafi. Nú eru til tölvuforrit sem teikna upp ölduferla miðað við dýpi og ætti að vera einfalt fyrir fyrirtæki eins og Björgun að kaupa eitt slíkt til þess að sjá hvar hægt er að dæla án þess að skaða nágrannann. GESTUR GUNNARSSON, tæknifræðingur, Flókagötu 8, Reykjavík. Almættið Frá Gesti Gunnarssyni: ER NEFIÐ STÍFLAÐ? Fæst í apótekum og lyfjaverslunum STERIMAR Skemmir ekki slímhimnu er náttúrulegur nefúði sem losar stíflur og léttir öndun. Fyrir 0-99 ára. Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.