Morgunblaðið - 12.08.2005, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 12.08.2005, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 2005 45 MENNING Einhvern tíma á sjötta ára-tugnum eftir fund í rit-stjórn Birtings fengum við Thor Vilhjálmsson næði til að ræða sameiginlegt áhugamál, suð- rænan skáldskap, einkum spænsk- an og ítalskan. Thor fór með ljóð eftir Antonio Machado sem hann kunni og dáðist að og umræðurnar snerust líka um Salvatore Quasi- modo og bók hans Lífið er ekki draumur. Fyrstu bók sína, Maðurinn er alltaf einn (1950), skrifaði Thor að mestu í París. Einkunnarorð sækir hann til T.S. Eliots og frá honum fær hann titilinn. Fyrsta sagan eða þátturinn nefnist Hin veglausa ferð og er frá 1949: „Þeir eru tveir að ganga. Það er ýmist dagur eða nótt, þó er aldrei sól en ljósgrá birta um daga lík nýju blikki en um nætur tungl með hrjúfari steinlitan gráma en það skiptir engu máli. Annar er á und- an hinum, hinn á eftir. Stundum ganga þeir hratt, stundum ganga þeir hægt. Það dregur ýmist sund- ur með þeim eða saman og það er eins og þeir séu að reyna að ná saman en háðir einhverju hindr- andi lögmáli, einhverjum álögum sem banna.“ Undir lokin er sagt að menn- irnir tveir fari stöðugt um „hina veglausu landslagslausu auðn tveir menn á tilgangslausri ferð: þú og líf þitt“. Eru þetta í raun tveir menn eða maðurinn og skuggi hans? Því verður lesandinn að svara.    Nú þegar Thor Vilhjálmsson erorðinn áttræður eru margar bækur að baki og viðburðaríkur ferill. Frá hinum einmanalega og firrta heimi sem Thor lýsti oft lá leið hans frá hinu sjálfhverfa til örlaga þess fólks sem hann segir frá í Grámosinn glóir (1986) og hann nær enn nýrri hæð með Morgunþulu í stráum (1998) en þar tileinkar hann sér forn minni. Thor var stundum undir áhrif- um nýskáldsögunnar frönsku í bókum sínum. Kostir hans voru hve athugull hann var, skyggn á fólk og myndríkur stíllinn sem stundum minnir á kvikmyndir. Það sem hann hefur skrifað um listir, ferðalög og málefni dagsins er stór hluti æviverks hans, minni ég sérstaklega á Regn á rykið (1960). Ákafamaður eins og Thor er sést ekki alltaf fyrir og það er auð- velt að vera ósammála honum á köflum en það sem hann hefur fram að færa vekur eftirtekt, ekki síst vegna fjörlegs stílsins. Thor var einn þeirra sem beittu sér fyrir Bókmenntahátíð á Ís- landi og hann hefur látið fé- lagsmál rithöfunda til sín taka. Hann er formaður PEN-félagsins hér heima. Án efa mun Thor njóta þess að hann var brautryðjandi í íslensk- um prósa og hefur farið sínar eig- in leiðir í þeim efnum. Seiður stíls- ins er þegar best lætur svo mikill hjá honum að lesandinn fyrirgefur honum hve stundum reynist erfitt að fylgja efnisþræðinum eftir. Stíllinn lifir sínu eigin lífi.    Nefna má Fljótt fljótt sagðifuglinn (1968) og Óp bjöll- unnar (1970) í þessu samhengi en einnig margar fleiri bækur. Andlit í spegli dropans (1957) er meðal aðgengilegri bóka Thors, sögur og þættir. Þetta eru nokkr- ar litlar myndir af manneskjunni í þeim stóra heimi eins og Thor kemst að orði í undirtitli einnar sögunnar. Í bókum sínum hefur Thor Vil- hjálmsson blandað saman ýmsum stíltegundum, ljóði og frásögn meðal annars, einnig verið ófeim- inn að nýta sér aðrar listgreinar með góðum árangri. Til hamingju, Thor. Andlit í spegli ’Án efa mun Thor njóta þess að hann var brautryðjandi í íslensk- um prósa og hefur farið sínar eigin leiðir í þeim efnum. ‘AF LISTUM Jóhann Hjálmarsson Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson Thor Vilhjálmsson rithöfundur er áttræður í dag. johj@mbl.is FJÓRIR fyrrverandi verðlaunahafar og þrír nýir skáldsagnahöfundar eru meðal annarra á lista yfir sautján til- nefningar til Man Booker-verðlaun- anna að þessu sinni en listinn var gerður heyr- inkunnur í fyrra- dag. Að mati dóm- nefndar hefur sjaldan eða aldrei verið um auðugri garð að gresja frá því verðlaununum var komið á fót fyrir 36 árum. Árið hafi verið „ein- staklega gott“. Tilnefningu hlutu: Tash Aw fyrir bókina The Harmony Silk Factory, John Banville fyrir bókina The Sea, Julian Barnes fyrir bókina Arthur & George, Sebastian Barry fyrir bókina A Long Long Way, J.M. Coetzee fyr- ir bókina Slow Man, Rachel Cusk fyr- ir bókina In the Fold, Kazuo Izhiguro fyrir bókina Never Let Me Go, Dan Jacobson fyrir bókina All For Love, Marina Lewycka fyrir bókina A Short History of Tractors in Ukrain- ian, Hilary Mantel fyrir bókina Beyond Black, Ian McEwan fyrir bókina Saturday, James Meek fyrir bókina The People’s Act of Love, Salman Rushdie fyrir bókina Shalim- ar the Clown, Ali Smith fyrir bókina The Accidental, Zadie Smith fyrir bókina On Beauty, Harry Thompson fyrir bókina The Thing Of Darkness og William Hall fyrir bókina This Is the Country. Alls voru 109 bækur lagðar fram. Tilkynnt verður hver hlýtur verð- launin 10. október næstkomandi. Tilnefning- ar til Man Booker Kazuo Ishiguro

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.