Morgunblaðið - 17.10.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.10.2005, Blaðsíða 2
2 F MÁNUDAGUR 17. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is/fasteignir/fastis VANTAR STRAX! A)3-4 HERB. Í HAMRABORG Í KÓPAVOGI B)3-4 HERB. Í GRAFARVOGI, GRAFARHOLTI C)EÐA MOSF.BÆ MEÐ BÍLSKÚR/BÍLSKÝLI D)SÉRBÝLI Í VESTURBÆ EÐA Á SELTJ.NESI E) RAÐH., PARH. EÐA EINBÝLI Í GARÐABÆ HJÁ OKKUR FÆRÐU PERSÓNU- LEGA OG TRAUSTA ÞJÓNUSTU 3JA HERBERGJA ORRAHÓLAR - LAUS - ÚTSÝNI Vorum að fá í einkasölu stóra og fallega 3ja herbergja íbúð í lyftuhúsi með glæsilegu útsýni til suðurs og norðurs. Stofa með yf- irbyggðum svölum í suður. Tvö svefnher- bergi og baðherbergi í sér svefnálmu. Lagt fyrir þvottavél á baði, sam. þurrkherbergi er á hæðinni. Laus fljótlega. Verð 16,9 millj. 4RA-6 HERBERGJA BOGAHLÍÐ - LAUS STRAX Vorum að fá í einkasölu góða 4ra herbergja íbúð á 1. hæð í góðu fjölbýli. Stofa með vestursvölum, 3 svefnherb., eldhús og baðh. Hús nýl. yfirfarið að utan og málað, gler og gluggar endurnýjuð. Íbúðin er með nýjum gólfefnum og er nýmáluð. LAUS STRAX. Opið mán-fimmtud. 9-17:30 föstudaga 9-17 2JA HERBERGJA SPÓAHÓLAR - LAUS Vorum að fá í einkasölu góða 2ja herb. íbúð á 2. hæð í litlu og vel staðsettu fjöl- býli. Baðherbergi nýl. endurnýjað. Parket og flísar á gólfum. Suðvestursvalir. LAUS FLJÓTLEGA. Verð 12,4 millj. ÁLFTAMÝRI Vorum að fá í einkasölu góða 2ja herb. íbúð í fjölbýli á þessum góða stað. Eldhús, herbergi, baðh. og stofa með suðursvölum. Hús nýl. múrvið- gert og málað að utan og sameign máluð og teppalögð að innan. Stutt í þjónustu, m.a. Kringluna, HR og Versló. LAUS FLJÓTLEGA. Verð 12,9 millj. FOSSVOGUR - LAUS Vorum að fá í einkasölu góða einstaklings- íbúð á þessum góða stað í Fossvogsdaln- um. Sam. þvottahús á hæðinni. Laus strax. Verð 6,5 millj. LAUGAVEGUR Vorum að fá í sölu fallega og mikið endurnýjaða 2ja herbergja íbúð í góðu steinhúsi ofarlega á Laugaveg- inum. Íb. snýr að mestu frá Laugav. Parket á gólfum. Bílastæði. HÆÐIR INGÓLFSSTRÆTI Voru að fá í sölu fallega, mikið endurnýj- aða um 143 fm hæð í þessu fallega og virðulega steypta húsi í hjarta Reykjavíkur. Sérinngangur. Eignin skiptist m.a. í stofu, sjónvarpsherbergi og 4 svefnherbergi. Parket og flísar á gólfi. ÞETTA ER EIGN FYRIR ÞÁ SEM VILJA VERA MIÐSVÆÐIS. Nánari uppl. á skrifstofu F.Í. EINBÝLI-RAÐHÚS GRJÓTAÞORP - EINBÝLI Vorum að fá í einkasölu fallegt einbýlish. á þess- um frábæra stað. Húsið, sem er hæð og ris, skiptist í anddyri, eldhús með gas- helluborði, stofu og borðstofu, þvotta- hús/geymslu, vinnuhol, 2 herb. og baðher- bergi sem er flísalagt í hólf og gólf. Parket og dúkur á gólfum. SAMBÆRILEGAR EIGNIR KOMA SJALDAN Í SÖLU. NÁNARI UPPL. Á SKRIFSTOFU F.Í. Verð 23,8 millj. ATVINNUHÚSNÆÐI BÍLSKÚRAR Til sölu nokkrir nýjir bíl- skúrar í Hafnarfirði. Upplagt sem lager fyrir lítil fyrirtæki eða geymslupláss fyrir ein- staklinga. Nánari uppl. á skrifstofu. ÓSEYRARBRAUT - HAFNARF. Vorum að fá í einkasölu rúmlega 2000 fm atvinnuhúsnæði. Húsnæðið er nýtt í dag undir fiskvinnslu. Nánari uppl. gefur Hauk- ur Geir á skrifstofu FÍ. SKRIFSTOFUHÚSNÆÐI ÓSK- AST VIÐ HÖFUM FJÁRSTERKAN AÐILA SEM LEITAR AÐ 800-1000 FM TIL KAUPS EÐA LEIGU Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU. NÁNARI UPPL. Á SKRIFSTOFU. MIÐSVÆÐIS Til leigu um 200 fm skrif- stofuh. í góðu steinh. miðsvæðis í Reykja- vík. Laus strax. Nánari uppl. á skrifstofu. SUMARBÚSTAÐIR SUMARHÚS TIL FLUTNINGS Vorum að fá í sölu nýtt um 50 fm sumarh. ásamt um 20 fm svefnlofti. Timburstigi upp á svefnloft sem er með svölum. Sum- arbústaðurinn er tilb. til flutn. Verð 7,0 millj. Haukur Geir Garðarsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali Albert Bjarni Úlfarsson sölustjóri Ólafur Hreinsson lögfræðingur MIÐBORGIN Vorum að fá í sölu fallega 4ra herb. íb., um 106 fm á 2 hæðum í fallegu, steyptu fjöl- býli. Sér inngangur. Íbúðin skiptist m.a. í stofu, 3 svefnherbergi og fataherbergi. Nánari uppl. á skrifstofu FÍ. Efnisyfirlit Akkurat .................................. 12–13 Ás ................................................... 13 Ásbyrgi ........................................ 53 Berg .............................................. 56 Borgir ....................................... 10–11 Eignaborg ...................................... 11 Eignakaup ................................... 40 Eignamiðjan ................................. 15 Eignamiðlunin .................... 28-29 Eignaval ....................................... 36 Fasteign.is ........................... 26–27 Fasteignakaup ........................... 48 Fasteignamarkaðurinn .... .... 31 –50–51 Fasteignamiðstöðin .................. 27 Fasteignasala Íslands ................. 2 Fasteignasala Mosfellsbæjar .. 19 Fasteignastofan ........................ 52 Fjárfesting ................................... 41 Fold ....................................... 42–43 Foss .............................................. 49 Garðatorg .................................... 23 Gimli ..................................... 24–25 101 Reykjavík ..................... 38–39 HB-fasteignir ............................. 40 Heimili .......................................... 32 Híbýli ............................................ 45 Hof ................................................ 20 Hóll ............................................... 44 Hraunhamar ........................ 6–7–8 Húsakaup ............................ 46–47 Húsavík ........................................... 3 Húsin í bænum ............................ 21 Höfði ................................ 16–17–33 Íslenskir aðalverktakar .............. 9 Kjöreign ....................................... 37 Klettur ....................................... 4–5 Lundur .................................... 14–15 Miðborg ................................ 54–55 Skeifan ......................................... 22 Valhöll .................................. 34–35 FRÁ og með liðinni viku er Fasteignablaði Morgunblaðs- ins dreift til allra heimila á höfuðborgarsvæðinu og er heildarupplag blaðsins rúm- lega 90 þúsund eintök. Fast- eignablaðinu er að sjálfsögðu áfram dreift til allra kaupenda Morgunblaðsins út um allt land og er heft til að auðvelda lesendum að meðhöndla og geyma blaðið. Samspil Fast- eignablaðs Morgunblaðsins og Fasteignavefjar mbl.is auð- veldar öllum sem eru í fast- eignahugleiðingum að finna réttu eignina. Fasteignablaðinu dreift til allra „FRAMKVÆMDIR hafa gengið mjög vel þann mánuð, sem þær hafa staðið yfir og þegar er lokið við að ganga frá grunnunum undir fyrstu 17 húsin sem reist verða í fyrsta áfanga en við framkvæmd- irnar vinna 6 norskir smiðir,“ sagði Þorsteinn Jónsson, annar eigenda Hellisvalla ehf. sem reisa 200 húsa frístundaþorp í landi Brekkubæjar að Hellnum á Snæfellsnesi. Verið er að reisa fyrstu fjögur húsin en í síðustu viku var því fagnað í fyrsta húsinu sem er tví- lyft að búið var að reisa sperr- urnar og var sá gamli siður hafður í heiðri að flagga íslenska fánan- um. Hellisvellir ehf. keyptu um 30 hektara spildu undir þorpið fyrir ofan kirkjuna og Menningarmið- stöðina á Hellnum og ráðgera að reisa allt að 200 íbúðarhús auk verslana, lista- og handverksgall- ería, hótels og þeirrar þjónustu sem þarf að vera til staðar í íbúa- vænu þorpi, sem heita mun Plássið undir Jökli. Húsunum, sem öll verða flutt inn frá Noregi, svipar til svokallaðra katalóghúsa sem Íslendingar fluttu inn til Íslands frá Noregi á 19. öld og eru hönnuð í níu grunngerðum sem verða heilsárshús, smíðuð eft- ir ströngustu kröfum um styrk- leika og gæði. Húsin verða með ólíku sniði og eru þau í nokkrum stærðum frá 50 fm upp í 150 fm og eru flest hæð og ris. Þeim er skilað fullbúnum til eig- enda með innréttingum og ýmsum nútímaþægindum. Í þessum fyrsta áfanga verða reist 17 hús af fjórum grunngerð- um og eiga þau að verða tilbúin í desember, auk þess sem byggt er vistvænt rotþróarkerfi sem gerir ráð fyrir 500 manna byggð og skil- ar af sér algjörlega hreinu en kannski ekki bragðgóðu vatni, en það er allavega tilvalið til vökv- unar. Merkilegast við þessa fram- kvæmd á Hellnum er að þar er tekist á við að skapa byggð með fastmótaða heildarmynd í huga, þar sem tekið er fullt tillit til um- hverfisins og stuðst er við staðla Green Globe um vistvæna byggð. Í næsta áfanga sem byrjað verð- ur á í vor verða reist um 60 hús og síðan haldið áfram uppbygging- unni eftir því sem eftirspurn kallar á og þorpið þróast og eflist. Reikn- að er með að fullbyggt telji þorpið um 200 hús þar sem heilsárshúsin mynda kjarnann en frístundahúsin koma utan við en verða samt hluti af þorpinu. Frístundaþorp rís hratt á Hellnum Búið er að ganga frá grunnunum undir 17 hús, sem reist verða í fyrsta áfanga. Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson Í síðustu viku var því fagnað, er búið var að reisa sperrurnar á fyrsta húsinu og flaggað með íslenska fánanum að gömlum sið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.