Morgunblaðið - 17.10.2005, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.10.2005, Blaðsíða 15
Mosfellsbær – Fasteignasala Mosfellsbæjar er nú með til sölu 134,8 fm einbýlishús á einni hæð á 1.889,9 fm eignarlóð við Varmá í Mosfellsbæ. Húsið er timburhús, byggt 1977 og klætt með stand- andi viðarklæðningu, en þak er lagt bárujárni. Komið er inn í forstofu með flísum á gólfi. Á vinstri hönd er lítið gestasalerni með flísum á gólfi. Úr forstofu er komið inn í stofu og borðstofu með viðargólfi. Á vinstri hönd er ágætt herbergi fataskáp. Þar við hlið er baðher- bergi með sturtu. „Ekið er inn Reykjaveginn og síðan beygt til vinstri inn Bjargs- veg, en þar er húsið það fyrsta á vinstri hönd eftir að ekið er yfir Varmána,“ segir Einar Páll Kjærnested hjá Fasteignasölu Mosfellsbæjar. „Húsið stendur á fallegum stað rétt við Varmá. Lóðin er gróin háum trjágróðri og skjólgóð og mögulegt er að byggja við húsið.“ Ásett verð er 34,8 millj. kr. með dúk á gólfi. Úr stofu er geng- ið út á timburverönd og í gróinn og fallegan garð í suðvestur. Á hægri hönd úr stofu er komið inn í eldhús með L-laga innrétt- ingu og góðum borðkrók. Frá eld- húsi liggur svefnherberg- isgangur. Þar á hægri hönd er stórt þvottahús með sérútgangi út á bílaplan. Þar við hlið eru tvö svefnherbergi með dúk á gólfi (var áður eitt stórt svefn- herbergi). Á vinstri hönd er gott hjónaherbergi með dúk á gólfi og Þetta er 134,8 ferm. einbýlishús á einni hæð á 1.889,9 ferm. eignarlóð við Varmá í Mosfellsbæ. Ásett verð er 34,8 millj. kr., en húsið er til sölu hjá Fasteignasölu Mosfellsbæjar. Árbakki MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. OKTÓBER 2005 F 15 Karl Gunnarsson sölumaður Jóhannes Ásgeirsson hdl., lögg. fasteignasali Erlendur Tryggvason sölumaður Kristján P. Arnarsson sölumaður Kristbjörn Sigurðsson sölumaður GOÐABORGIR - LAUS Björt og rúm- góð 68 fm íbúð með sérinngangi af svölum. V. 14,9 m. 4685 HRAUNBÆR Björt og rúmgóð 60 fm íbúð á 3. hæð. V. 13,3 m. 4617 VALLARÁS - SÉRVERÖND Góð 2ja herbergja íbúð á jarðhæð í góðri lyftublokk . V. 13,2 m. 4633 BARÓNSTÍGUR Mjög góð 2ja herb- ergja íbúð á 3. hæð. V.15,4 m. FRAMNESVEGUR - LAUS Einstakl- ingsíbúð á miðhæð, ca 28 fm, með sérinn- gangi. V. 8,5 m. 3923 ATVINNUHÚSNÆÐI SÖLUTURN/GRILL Einn besti söluturn /grill/lottóstaður miðbæjarins, söluturninn Drekinn á Njálsgötu. 4801 MOSÓ - URÐARHOLT Nýstandsett 157 fm íbúðar- og atvinnuhúsnæði á jarð- hæð. V. 25,9 m. 4768 SÍÐUMÚLI Gott 192,4 fm skrifstofuhús- næði á 3. hæð. 4655 LANDIÐ SUMARHÚS MEÐ 100% LÁNUM Sumarhús á eignarlóðum í landi Heklu- byggðar. Húsin eru 60 fm með 30 fm svefn- lofti. Tvö góð svefnherbergi, eldhús og stór stofa. Húsin eru fullbúin að utan en fokheld að innan. Lóðirnar eru í skipulagðri frí- stundabyggð. Vegur og kalt vatn að lóðar- mörkum. Mjög góð staðsetning og glæsi- legt útsýni. Allar nánari upplýsingar á www.heklubyggd.is . V. 10,9 m. 4784 MÁVABRAUT - KEFLAVÍK Raðhús á tveimur hæðum, 132 fm, ásamt 35 fm bíl- skúr. V. 19,9 m. 4765 HVERAGERÐI - EINBÝLI 162 fm einnar hæðar einbýlishús með bílskúr. Fal- leg lóð, heitur pottur. 4652 ESKIFJÖRÐUR - ZEUTENSHÚS - LAUST Eitt af elstu og sögufrægustu hús- um á Eskifirði, byggt 1870. Eignin er talsvert endurnýjuð og laus nú þegar. V. 10,9 m. 4692 SUMARHÚS VIÐ HELLU Á EIGN- ARLÓÐUM Fjögur 87 fm heilsárshús, til- búin undir tréverk. V. 10,8 m. 4669 WWW.HEKLUBYGGD.IS Fjölbreytt úrval 1-2 ha lóða meðfram Rangá. 4483 BÓKHLÖÐUSTÍGUR - STYKKIS- HÓLMI Björt og rúmgóð 4ra herbergja efri sérhæð í tvíbýlishúsi á útsýnisstað. V. 9,9 m. 3946 DJÚPIVOGUR - ORLOFSÍBÚÐ 2ja herbergja 63 fm íbúð á 1. hæð. Hent- ug sem orlofsíbúð. V. 3,9 m. 2906 VALLARGATA - SANDGERÐI 91 fm neðri 3ja herbergja sérhæð í tvíbýlis- húsi. V. 11,5 m. 4725 EYRARBAKKI Nýtt FULLBÚIÐ 90 fm parhús á Eyrarbakka. Þetta er nýtt timb- urhús með aluzink-klæðningu. V. 14,9 m. 4821 VÖRUMIÐSTÖÐ Samskipa hlaut viðurkenninguna „Lofsvert lagna- verk 2004“ sem Lagnafélag Íslands afhenti fyrir skömmu í höf- uðstöðvum Samskipa. Lagnakerfa- miðstöð Íslands fékk viðurkenningu fyrir sérstakt handverk í flokki smærri lagnakerfa og Guðmundur Jónsson vélfræðingur og Sigurður Grétar Guðmundsson pípulagn- ingameistari voru verðlaunaðir fyr- ir framúrskarandi starf. Lagnafélag Íslands veitti fyrstu viðurkenninguna fyrir lofsverð lagnaverk 1990. Tilgangurinn er „að efla gæðavitund þeirra aðila sem starfa á þessum vettvangi, efla þróun í lagnamálum með bættum vinnubrögðum, vali á lagnaleiðum og lagnaefnum. Síðast en ekki síst er viðurkenningunum ætlað að vera hönnuðum og iðnaðarmönnum hvatning til að afla sér aukinnar menntunar á sviði lagnamála.“ Við mat á loftræsti- og hitakerf- um lagði nefndin áherslu á að lýsing lægi fyrir á samvirkni tækja og tækjalisti væri skráður. Einnig að stillingarskýrsla verktaka lægi fyr- ir um stillingu tækja og almenna út- tekt á þeim. „Fagmannlegur frágangur“ Verðlaunabyggingin er ein stærsta bygging landsins, um 28.000 fermetrar að flatarmáli, en rúmmál hússins er um 270.000 m³. Byggingin er stálgrindarhús, 72 m breið, 250 m löng og meðalhæð hennar er rúmir 14 m. Mikil lagna- kerfi eru í byggingunni. Heildar pípulengd slökkviúðakerfisins er um 23 km. Hámarksafköst kerfisins eru 9.000 lítrar á mínútu við 5 bar en það vatnsmagn fyllir um 36 bað- kör á mínútu. Hitakerfi vöru- geymslunnar eru lokuð hringrás- arkerfi og er húsið hitað með 94 hitablásurum. Í skrifstofum eru ofnar og gólf- hiti í hluta þeirra. Þá er gólfhiti við vöruafgreiðsludyr. Heildarlengd allra pípulagna í byggingunni að meðtöldum snjóbræðslu- og gólf- hitaslöngum er um 65 km. Sex loftræstikerfi þjóna skrif- stofuhlutanum sem er 150 m langur og sums staðar á þremur hæðum. Í umsögn Lagnafélags Íslands segir að „öll samanstanda þessi kerfi sambyggðum loftræstisamstæðum með varmaendurvinnsluhjólum, nema kerfið fyrir matsal og eldhús. Eftirhitarar eru síðan fyrir einstök svæði. Fagmannlegur frágangur bæði lagna og loftstokka einkennir lagnakerfin. Merkingar pípna og búnaðar eru til fyrirmyndar.“ Þau fyrirtæki sem eiga hlut að máli í húsi Samskipa við Kjalarvog eru Verkfræðistofa Guðmundar og Kristjáns, Raftákn ehf., Ísloft ehf., Pípulagnaverktakar ehf., Raf- miðlun ehf., Lagnatækni ehf., Op- timar ehf., Arkís ehf. og Samskip hf. Aðrar viðurkenningar Fyrirtækin Borgarlagnir ehf. og Verklagnir ehf., fengu viðurkenn- ingu fyrir „Frábært handverk 2004“ fyrir verk sín við lagningu pípulagna í kennsluloftræstikerfi í Lagnakerfamiðstöð Íslands. Enn fremur fengu Guðmundur Jónsson vélfræðingur og Sigurður Grétar Guðmundsson pípulagn- ingameistari viðurkenningu. Lagnafélagið var stofnað 4. októ- ber 1986. Guðmundur hefur starfað með félaginu síðan og sat í stjórn í fjögur ár, þar af sem formaður í þrjú ár. Sigurður Grétar fékk viðurkenn- ingu fyrir skrif sín um lagnamál í Fasteignablaði Morgunblaðsins. Að frumkvæði Kristjáns Ottóssonar, framkvæmdastjóra félagsins, byrj- aði hann að skrifa pistlana lagna- fréttir í blaðið í ágúst 1992. Til stóð að hann skrifaði fimm pistla og síð- an tækju aðrir við en hann hélt áfram og hefur nú skrifað rúmlega 500 greinar. „Með skrifum sínum í Morgunblaðið hefur Sigurði tekist á stórkostlegan hátt að opna um- ræðuna um lagnamál inni á heim- ilunum og leitt hinn almenna borg- ara inn í sannleikann um mikilvægi þess að vera meðvitaður um þau þægindi, líkamleg og andleg, sem vatn og loft á að veita fólki bæði á heimilinu og á vinnustaðnum,“ segir í dómi viðurkenningarnefndar en í henni eru Valdimar K. Jónsson véla- verkfræðingur, formaður nefnd- arinnar, Ólafur Bjarnason blikk- smíðameistari og Stefán Jónsson pípulagningarmeistari. Ritari nefndarinnar er Kristján Ottósson. Lagnafélag Íslands verðlaunar Vörumiðstöð Samskipa fyrir lofsvert lagnaverk Pípulagnir byggingar- innar um 65 km Morgunblaðið/ÞÖK Vörumiðstöð Samskipa hlaut viðurkenningu fyrir lofs- vert lagnaverk 2004. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, for- maður Lagnakerfamiðstöðvar Íslands, afhenti Ólafi Ólafssyni, stjórnarformanni Samskipa, viðurkenninguna. Morgunblaðið/ÞÖK Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Lagnakerfamiðstöðvar Íslands, afhendir Sigurði Grétari Guðmundssyni, pípulagn- ingameistara, viðurkenningu fyrir skrif í Fasteignablað Morg- unblaðsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.