Morgunblaðið - 25.10.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.10.2005, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 289. TBL. 93. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Nýja platan þykir létt og áheyrileg | Menning Hlupu í skarðið Karlar í varaliði þegar mikið liggur við | 12 Létt yfir Sálinni Íþróttir í dag  Árni Gautur fær stuðning  Maier skaust upp fyrir Tomba  Undarleg vítaspyrna Arsenal vekur umtal UM 50.000 manns, aðallega konur, fylltu miðbæ Reykjavíkur á frídegi kvenna í gær. Gríðarlegur fjöldi þátttakenda á baráttufundi á Ingólfstorgi kom jafnt aðstandendum fundarins sem lögreglu í opna skjöldu. Allt fór þó vel fram og ekki annað að sjá en almenn ánægja væri með daginn. „Þetta gekk vonum framar,“ segir Edda Jóns- dóttir, verkefnisstjóri kvennafrídagsins, sem sagði þátttökuna meiri en nokkur hefði getað búist við. Mikill fjöldi þátttakenda þýddi að færri kom- ust að en vildu til að heyra ræður og njóta skemmtiatriða, en Edda segir að það hafi komið til vegna þess að ekki hafi verið búist við svo miklum fjölda, og því talið að Ingólfstorg væri nægilega stórt. „Síðastliðna viku, þegar okkur fór að gruna í hvað stefndi, bjóst ég við kannski í mesta lagi 20– 30 þúsund þátttakendum. Þá reyndum við að færa dagskrána á Lækjartorg, en það gekk ekki upp vegna þess að það var of mikið fyrirtæki og of stuttur fyrirvari. Það er mikið mál að koma svona fyrir, það þarf að loka mörgum götum, setja upp stærra svið, öflugra hljóðkerfi og svo framvegis,“ segir Edda. Samstaðan skiptir öllu máli Hún segir hátalara hafa verið setta upp á Aust- urvelli, og reynt að setja upp skerma til að sýna það sem fram fór, sem hafi ekki gengið vegna þess hve bjart var úti. „Við lærum bara af því, næst verðum við bara að vera á stærri stað,“ segir Edda, sem segir hugmyndir uppi um að halda kvennafrídag á tíu ára fresti. Aðalatriðið var þó hversu margir mættu á bar- áttufundinn. „Þó að það hafi ekki allir séð dag- skrána skiptir það ekki endilega öllu máli, það er bara tilfinningin að vera á staðnum með öllu þessu fólki, og að konur skyldu koma niður í bæ og sýna þessa samstöðu. Það held ég að hafi skipt mestu máli,“ segir Edda. Baráttuhugur var í ræðukonum á fundinum. „Hér duga hvorki vettlingatök né hænuskref. Við þurfum byltingu. Við þurfum róttækar breytingar og við þurfum að skoða heildarmyndina,“ sagði Katrín Anna Guðmundsdóttir, fulltrúi kvenna- hreyfingarinnar, í ræðu sinni. Fulltrúar heildarsamtaka launþega létu líka í sér heyra á fundinum. „Konur eru ekki metnar að verðleikum og hefðbundin kvennastörf eru enn láglaunastörf. Launamisréttið er tímaskekkja og smánarblettur á íslensku samfélagi,“ sagði Marín Þórsdóttir. Morgunblaðið/Júlíus Ingólfstorgið rúmaði ekki nema brot af öllum mannfjöldanum. Mannmergð var einnig í Austurstræti, Bankastræti og á Skólavörðustíg og fjöldi fólks var á Austurvelli. Um 50.000 manns troðfylltu miðbæ Reykjavíkur á kvennafrídeginum í gær Fjöldinn meiri en nokkur bjóst við Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is  Kvennafrídagurinn | 10, 11, 12, 25, 26–27. KVENNAFRÍDAGURINN var ekki aðeins haldinn hátíðlegur í Reykja- vík því víða um land voru skipulögð hátíðahöld þar sem konur á öllum aldri komu saman. Á Egilsstöðum mættu til dæmis mun fleiri en reiknað var með og þurfti að flytja hátíðahöldin í íþróttahús bæjarins þar sem sal- urinn á Hótel Héraði bar ekki þann mikla fjölda kvenna sem kröfðust jafnréttis. Á Akureyri var Sjallinn þéttsetinn á baráttufundi og þurftu margir að standa utandyra og hlusta á dag- skrána í hátalarakerfi. Í Alþýðuhúsinu á Ísafirði var þétt- skipuð dagskrá og boðið upp á tón- listaratriði, ljóðalestur og upplestur fyrir utan hefðbundin ræðuhöld. Á Hvanneyri, þar sem íbúafjöldi er um 280, var haldinn baráttu- fundur og kröfuganga en þar mættu hvorki meira né minna en 40% íbúa og var pottaglamur þar áberandi. Kvennafrídegi fagnað víða um land

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.