Morgunblaðið - 25.10.2005, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 25.10.2005, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 2005 41 DAGBÓK Jafnréttisráð heldur á fimmtudag málþingum launajafnrétti. Hefst málþingið kl. 14og stendur til 16.30 en það fer fram í ÁrsalRadisson SAS Hótel Sögu. Fanný Gunn- arsdóttir er formaður Jafnréttisráðs og einn af skipuleggjendum þingsins: „Undirtitil málþings- ins fáum við lánaðan úr jafnréttislögunum: „Jöfn laun og sömu kjör fyrir jafnverðmæt og sambæri- leg störf“. Þetta er í annað sinn sem Jafnréttisráð stendur fyrir málþingi í tengslum við afhendingu Jafnréttisviðurkenningar Jafnréttisráðs en Jafn- réttisviðurkenningin hefur verið veitt síðan 1992, ætíð kringum 24. október.“ Vel valinn hópur tekur til máls á þinginu: „Við höfum fengið til liðs við okkur bæði fræðimenn og fólk sem í sínum daglegu störfum kemur að kjara- samningagerð. Fyrstan ber að nefna Byrial Bjørst, lögfræðing frá Danmörku, sem fjalla mun um lagarammann. Hann hefur skoðað íslensk lög í tilefni af málþinginu, en í doktorsritgerð sinni bar hann saman dönsku jafnlaunalöggjöfina og lög- gjöf Evrópusambandsins. Hann mun í erindi sínu fjalla um íslenska lagaumhverfið og bera það sam- an við það evrópska.“ Dr. Lilja Mósesdóttir mun þá flytja erindi sitt „Mælistikur á launajafnrétti“, en hún stýrir sam- norrænu verkefni sem vinnur að gerð sam- norrænnar aðferðar, n.k. mælistiku, til að bera saman laun á Norðurlöndunum. „Til að hægt sé að bera saman vinnuframlag og laun kynjanna þarf að hafa samanburðarhæft mælitæki svo hægt sé að fá niðurstöður sem ekki má hrekja eða teygja sundur og saman,“ segir Fanný. Sigurður Óli Kolbeinsson, lögfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, og Halldór Grönvold flytja sitt erindið hvor. „Það verður fróðlegt að sjá mismunandi sjónarmið þessara manna sem sitja hvor sínum megin við borðið þeg- ar samið er um kjör.“ Í þessu sambandi nefnir Fanný þau réttindi og skyldur sem sköpuðust með setningu Jafnréttislaga sem gildi tóku árið 2000 þar sem atvinnurekendum eru gefin tilmæli um að jafna stöðu kynjanna og stuðla að því að ekki sé litið á störf sem sérstök kvenna- eða karla- störf, en slík skipting er nokkuð sterkt einkenni á íslenskum vinnumarkaði. „Síðasta erindið flytur Árni Magnússon félags- málaráðherra. Ég hlakka til að heyra hans mál. Ég á von á að hann fjalli um hugmynd sína um gæðavottun fyrirtækja og nýlega ákvörðun ríkis- stjórnarinnar um stofnun sérstaks sjóðs sem helgaður er rannsóknum á stöðu kynjanna.“ Skráning á málþingið fer fram á www.jafnretti.- is. Að málþinginu loknu mun Félagsmálaráðherra afhenda Jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs við sérstaka athöfn. Málþing | Jafnréttisráð heldur þing um launajafnrétti og veitir viðurkenningu Jöfn laun og sömu kjör  Fanný Gunnarsdóttir er fædd í Reykjavík 1957. Hún útskrifaðist með B.Ed. frá KHÍ 1981. Síðan þá hefur hún starfað sem kennari og einnig námsráðgjafi við Álftamýrarskóla. Fanný var skipuð formaður Jafnréttisráðs 2003 og sat í starfshóp um endurskoðun náms- skrár í Lífsleikni fyrir grunn- og framhalds- skóla 2005. Einnig hefur Fanný komið að kennsluefnisgerð, forvarnarmálum og jafn- réttismálum. Fanný er gift Herði Gunnarssyni fram- kvæmdastjóra og eiga þau einn son. Deildakeppnin. Norður ♠Á974 ♥D S/Allir ♦G10764 ♣D95 Vestur Austur ♠KG106 ♠32 ♥87542 ♥G1093 ♦ÁD ♦3 ♣64 ♣KG10732 Suður ♠D85 ♥ÁK6 ♦K9852 ♣Á8 Keppnissalur Bridssambandsins við Síðumúla 37 var þéttsetinn um helgina, en þá fór fram fyrri umferð Deilda- keppni BSÍ. Alls spiluðu 24 sveitir í þremur deildum (8 sveitir í deild), og var spiluð einföld umferð af 14 spila leikjum. Eyktarsveitin er efst í fyrstu deild með 135 stig (19,28 að meðaltali úr leik), sveit Garða & véla er langefst í annarri deild með 150 stig (21,42 að meðaltali), en í þriðju deild er sveit Straums í forystu með 132 stig (18,85 að jafnaði). Spilið að ofan kom upp í síðustu um- ferð á sunnudaginn og yfirleitt varð suður sagnhafi í þremur gröndum. Sem er spennandi samningur eftir út- spil í hjarta, en ætti þó að fara einn nið- ur. Margir unnu samt þrjú grönd, ann- aðhvort eftir varnarmistök eða útspil í spaða. En nokkrir sagnhafar fóru hvorki meira né minna en sex niður! Hvernig gat það gerst? Sjáum til. Á þeim borðum hafði aust- ur útspilsdoblað Stayman-spurningu norðurs og þannig leitt vörnina á rétta braut í byrjun. Vestur kom út með laufsexu, lítið úr borði og GOSI frá austri. Frá bæjardyrum suðurs virðist sem útspilið sé frá 1076, svo það er eðlilegt að taka slaginn strax. Síðan er farið inn í borð á hjartadrottningu og tígli spilað. Vestur kemst inn og spilar laufi og austur tekur þar fimm slagi. Spilar svo spaða og sprengir litinn fyrir makker, enda suður kominn niður á Dx í spaða og Áx í blindum. Það er ekki á hverjum degi sem sama sveitin fær 600 á báðum borðum! BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. Bb5+ Rc6 4. Bxc6+ bxc6 5. O-O e5 6. c3 Rf6 7. He1 Be7 8. d4 cxd4 9. cxd4 Dc7 10. dxe5 dxe5 11. Rbd2 O-O 12. Rc4 Bg4 13. Bd2 Rd7 14. Ba5 Db7 15. h3 Be6 16. Hc1 f6 17. b3 Rb6 18. Re3 Hfd8 19. De2 Ba3 20. Hc3 c5 21. Rc2 Bb2 22. Hxc5 Hac8 23. Hxc8 Hxc8 24. Hd1 Rd7 25. Re3 Ba3 26. Rf5 Hc6 27. b4 Rb6 28. Hd8+ Kf7 Staðan kom upp í fyrri hluta Íslandsmóts skákfélaga sem lauk fyrir skömmu í Mennta- skólanum í Hamrahlíð. Tékkneski stórmeistarinn, Tomas Oral (2548), hafði hvítt gegn Patrick Svansson (1710). 29. Rxe5+! fxe5 30. Dh5+ Kf6 31. Hf8+ Bf7 32. Dh4+ Ke6 33. Rxg7+ Kd6 34. Hd8+ Rd7 35. Df6+ og svartur gafst upp enda getur hvítur mátað á þrjá mis- munandi vegu eftir 35... Be6: 36. Dxe6#; 36. Re8#; 36. Rf5#. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Svona er þetta bara, við búum í stórborg! ÉG ER ein af þeim sem þurfa að nota strætó daglega. Það virðist engu máli skipta þótt nýtt leiðakerfi sé tekið í notkun, aldrei batnar þetta. Einstaka vagn er á réttum tíma en flestir eru þeir annaðhvort of seinir eða of fljótir. Ég hef lent í því oftar en einu sinni að vagnarnir koma allt að 5 mínútum of fljótt, sem á auðvitað ekki að gerast. Þá er betra að þeir séu 5 mínútum of sein- ir. Þetta verða vagnstjórar að hafa í huga. Ég hef þurft að hringja á leigubíl til að koma ekki of seint í vinnuna þar sem strætó var of fljótur og því missti ég af honum. Þá hafði ég sam- band við skrifstofuna og fór fram á að strætó greiddi fargjaldið sem ég þurfti að borga í leigubíl en það var sko ekki einu sinni til umræðu. Ég hringdi einn morguninn í höfuð- stöðvarnar til að spyrjast fyrir um vagn sem ég hafði beðið ansi lengi eftir. Þá fékk ég þær upplýsingar að fleiri hefðu hringt og að línurnar hjá þeim væru í raun rauðglóandi og var svo sagt að þessi tiltekni vagn yrði 13 mínútum of seinn. Ég tók það fram við konuna sem svaraði síman- um hjá Strætó að það væri oft algjör hryllingur að þurfa að treysta á strætó og svarið sem ég fékk var: „Svona er þetta bara, við búum í stórborg!“ Stórborg? Síðan hvenær hefur Reykjavík talist til stórborga? Hvernig stendur á því að strætis- vögnum í stórborgum tekst að vera á réttum tíma en ekki vögnunum í Reykjavík sem er jú töluvert minni en aðrar höfuðborgir í heiminum? Sjálfsagt er erfitt fyrir strætó að svara því. Og fyrst fulltrúar Strætó segja að svona sé þetta bara… verð- um við víst bara að sætta okkur við það. Eða hvað? Óánægður farþegi. Giftingarhringur í óskilum GIFTINGARHRINGUR fannst austur í Grímsnesi. Í hringnum er áletrunin: Þín Sigrún, 14-6-97. Upp- lýsingar í síma 863 8814. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg 80 ÁRA afmæli. Birgir Þórhalls-son varð áttræður í gær, 24. október. Hann starfaði að flug- og ferðamálum í tuttugu ár en hefir verið framkvæmdastjóri hjá Sólarfilmu undanfarna áratugi þar til á þessu ári að hann lét af störfum. Árnaðheilla dagbók@mbl.is Hlutavelta | Þær Freydís Eva Halls- dóttir og Elísabet Anna Hermanns- dóttir í 4. bekk í Patreksskóla héldu hlutaveltu í heimabæ sínum Patreks- firði, til ágóða fyrir fórnarlömb jarð- skjálftanna í Pakistan. Þær söfnuðu 2.827 kr. sem þær lögðu inn á reikning Hjálparstarfsins með aðstoð prestsins á staðnum. Hlutavelta | Krakkar safna á Ísafirði. Þau Júlíana Lind og Daníel Örn Skaptabörn og Natalía Ösp Ómars- dóttir, duglegir krakkar á Ísafirði, gengu í hús í lok sumars og söfnuðu „fyrir fátæk börn í útlöndum“. Þau af- hentu Hjálparstarfi kirkjunnar 4.364 krónur. 42. Skálda- spírukvöldið verður haldið á Iðu, Lækjargötu, í kvöld. Þor- steinn frá Hamri les úr glænýrri ljóðabók. Hægt verður að spjalla við skáldið um verk þess. Upplesturinn hefst kl. 20.00. Hægt verður að hafa með sér hressingu frá kaffihúsinu á annarri hæðinni. Guðmundur Björgvinsson og Gunnar Randversson leika nokkur sígild lög á gítar. Þorsteinn frá Hamri á Skáldaspírukvöldi JPV ÚTGÁFA hefur sent frá sér nýja skáldsögu eftir Ólaf Gunnarsson, Höf- uðlausn, en Ólafur hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir síðustu skáldsögu sína, Öxin og jörðin. Það er sumarið 1919 og á svip- stundu breytist Reykjavík úr þorpi í borg þegar hópur leikara og kvik- myndagerðarmanna kemur til Íslands til þess að filma Sögu Borgarætt- arinnar eftir Gunnar Gunnarsson. Jakob Ólafsson, ungur maður sem rekur sína eigin leigubílastöð, ekur fyrir útlendingana, og verður fyrr en varir yfir sig ást- fanginn af aðal- leikkonunni enda þótt hann eigi kær- ustu fyrir. Ýmsar nafn- kunnar persónur verða á vegi Jak- obs; svo sem Þor- steinn Erlingsson skáld, listmálarinn Muggur, Thor Jen- sen útgerðarmaður, að ógleymdum Árna Óla blaðamanni og Knut Ham- sun. Skáldsaga Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali Vegna mikillar sölu undanfarið vantar okkur flestar stærðir raðhúsa og einbýlishúsa víðs vegar á höfuðborgar- svæðinu - einnig vantar flestar stærðir og gerðir íbúða - traustir kaupendur. Dæmi úr kaupendaskrá: Íbúð við miðborgina óskast - t.d. í 101 Skuggi, við Klapparstíg eða Skúlagötu. Traustur kaupandi óskar eftir 110-150 fm íbúð á framangreindu svæði. Rýming samkomulag. Verið er að leita að íbúð á gæðabilinu (verðbilinu) 50-70 milljónir. Staðgreiðsla. Nánari uppl. veitir Sverrir Kristinsson. Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.