Morgunblaðið - 25.10.2005, Page 10

Morgunblaðið - 25.10.2005, Page 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ KVENNAFRÍDAGURINN „VIÐ þurfum byltingu,“ sagði Katrín Anna Guðmundsdóttir, fulltrúi kvennahreyfingar- innar, á gríðarfjölmennum baráttufundi á Ingólfstorgi í gær, en samkvæmt lögreglu voru hátt í 50.000 manns, aðallega konur, í miðbæ Reykjavíkur þegar mest var, og því líklega um að ræða fjölmennasta baráttu- fund hér á landi frá upphafi. „Við þurfum að finna að við eigum rétt á okkar skoðunum og tilfinningum og við eig- um ekki að vera umburðarlynd gagnvart misrétti. Við eigum að agnúast út í öll atriði sem varða jafnrétti, bæði stór og smá, því hér duga hvorki vettlingatök né hænuskref. Við þurfum byltingu. Við þurfum róttækar breytingar og við þurfum að skoða heild- armyndina,“ sagði Katrín. Bregðast mætti við sumum vandamálum hratt ef samstaða næðist, þar með talið kyn- bundnum launamun. „Við getum útrýmt launamun fyrir sömu störf strax á morgun með því að afnema launaleynd. Launaleynd er ekki í samræmi við lögmál markaðarins því þau gera ráð fyrir að við höfum allar nauðsynlegar upplýsingar fyrir hendi til að taka ákvarðanir. Launaleynd stendur því beinlínis fyrir þrifum að við náum launajafn- rétti,“ sagði Katrín. Hún sagði þó afnám launaleyndar aðeins leysa hluta vandans: „Eftir stendur að við þurfum að leysa þann launamun sem er á milli hefðbundinna kvenna- og karlastétta, skiptingu heimilisstarfa og annarra þátta sem hafa áhrif á starfsval kvenna og karla og stöðu kynjanna í samfélaginu.“ Íslenskukunnátta stærsta hindrunin Aðeins lítill hluti þeirra sem sóttu bar- áttufundinn komst að á Ingólfstorgi, og því mikill fjöldi kvenna sem hlustaði á það sem fram fór eins og hægt var í gegnum hátalara sem komið var fyrir utan torgsins. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík gekk allt vel fyrir sig, þótt gríðarleg umferð væri við miðborg- ina fyrir fundinn og fram á kvöld. Amal Tamimi, stjórnarkona í samtökum kvenna af erlendum uppruna, ræddi málefni kvenna af erlendum uppruna á baráttufund- inum í gær. Hún sagði að stærsta hindrunin fyrir konur af erlendum uppruna væri skortur á íslenskukunnáttu. „Við höfum ekki allar efni á dýrum námskeiðum sem fram fara á kvöldin eftir 10 tíma vinnudag.“ Amal sagði konur af erlendum uppruna vilja frían aðgang að íslenskukennslu, bætta atvinnulöggjöf, og fá menntun sína metna. „Og við viljum samfélag sem sér það sem við höfum fram að færa, ekki bara það sem á vantar,“ sagði hún að lokum. Fulltrúar heildarsamtaka launþega létu líka í sér heyra á baráttufundinum í gær. „Konur eru ekki metnar að verðleikum og hefðbundin kvennastörf eru enn láglauna- störf. Launamisréttið er tímaskekkja og smánarblettur á íslensku samfélagi,“ sagði Marín Þórsdóttir. „Jafnrétti snýst um mannréttindi. Það þarf samstöðu allra, kvenna og karla, í bar- áttunni fyrir jafnrétti. Það er samstöðu og baráttu verkalýðsfélaganna og hinna ýmsu kvenréttindahreyfinga að þakka að við þok- umst í rétta átt – þrátt fyrir að hægt miði,“ sagði Kristrún Björg Loftsdóttir. Allt breyst en jafnframt ekkert Valgerður H. Bjarnadóttir, fulltrúi dætra kvennafrídagsins fyrir 30 árum, eins og hún kallaði sig, gerði að umtalsefni tilfinningar sínar á kvennafrídeginum 1975, og sagði að eftir þann dag hefði annars vegar allt breyst en hins vegar ekkert. „Annars vegar hætta konur vinnu átta mínútur yfir tvö vegna vitundar um launa- misréttið sem á okkur bitnar og hins vegar virðast fáir tilbúnir í þann slag og fórn- arkostnað sem fylgir því að jafna laun kvenna og karla í raun. Annars vegar hafa konur náð að opna eigin augu og annarra fyrir óþolandi ofbeldi sem konur í öllum stéttum og á öllum aldri verða fyrir af hendi sumra karla og karlveldisins og hins vegar er eins og ekkert nái að stöðva glæpinn,“ sagði Valgerður. „Hér duga hvorki vett- lingatök né hænuskref“ Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is STAÐA kvenna á fjölmiðlum og áhrif þeirra á fjölmiðlaumræðuna var umræðuefni fund- ar fjölmiðlakvenna í gær. Að honum stóðu Blaðamannafélag Íslands og Félag frétta- manna. Stuttar framsögur á fundinum höfðu þau Elín Hirst, fréttastjóri Sjónvarpsins, Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, fréttamaður á Stöð 2, og Gunnar Hersveinn heimspekingur. Arna Schram, formaður BÍ, stýrði fundinum en að loknum framsöguerindum fóru fram um- ræður. Samþykkt var ályktun um aðhald og launamál sem er svohljóðandi: „Fjölmennur fundur kvenna í fjölmiðlum í Iðnó, mánudaginn 24. október, krefst þess að fjölmiðlar og stjórnendur þeirra gefi upp kyngreind laun eftir deildum til þess að staðreyndir um launamun kynjanna komi í ljós. Fundurinn krefst þess að fjölmiðlar tryggi aðkomu kvenna að stjórnun og ákvörðunum fjölmiðla og umræðu um sam- félagið. Fjölmiðlar eiga að veita aðhald. Ef fjöl- miðlakonur sætta sig við lægri laun og hálf mannréttindi, eru þær ekki marktækar þeg- ar þær beina kastljósinu að öðru sem betur mætti fara í samfélaginu, og þaðan af síður fjölmiðlarnir þar sem þær starfa.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Gefin verði upp kyngreind laun

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.