Morgunblaðið - 25.10.2005, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 25.10.2005, Blaðsíða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Spenntu beltin og undirbúðu þig undir háspennumynd ársins með Óskarsverðlaunahafanum Jodie Foster. vinsælasta myndin á íslandi í dag Spenntu beltin og undirbúðu þig undir háspennumynd ársins með Óskarsverðlaunahafanum Jodie Foster. Upplifðu stórkostlegustu endurkomu allra tíma. Óskarsverðlaunahafarnir Russell Crowe og Renée Zellweger fara á kostum í sterkustu mynd ársins. Mynd eftir Ron Howard (“A Beautiful Mind”).  V.J.V. TOPP5.IS  ROGER EBERT Kvikmyndir.com  H.J. / MBL ENGINN SLEPPUR LIFANDI FARÐU TIL HELVÍTIS! M.M.J. / Kvikmyndir.com Kvikmyndir.is  Roger Ebert S.V. / MBL  M.M.J. / Kvikmyndir.com Kvikmyndir.is  Roger Ebert S.V. / MBL  DOOM kl. 5.45 - 8 og 10.10 b.i. 16 ára Flightplan kl. 5.50 - 8 og 10.15 b.i. 12 ára Cinderella Man kl. 5.30 - 8.30 - 10 b.i. 14 ára Charlie and the.. kl. 5,45 Strákarnir Okkar kl. 10 b.i. 14 ára Must Love Dogs kl. 8 KÓRINN íslensk heimildarmynd Sýnd kl. 6 og 8 Það er gaman að vera í kór! SÍÐUSTU SÝNINGAR vinsælasta myndin á íslandi í dag TÓNLISTARMAÐURINN Bjart- mar Guðlaugsson er að senda frá sér hljómplötu þessa dagana. Þetta er 11. plata kappans en þrjú ár eru liðin frá því hann sendi síðast frá sér plötu. Hljómplatan, sem fengið hefur nafnið Ekki barnanna beztur hefur að geyma 10 ný lög Bjartmars og semur hann einnig alla texta. Hann syngur lögin sjálfur en fékk til liðs við sig valinkunna menn til að sjá um tónlistarflutning. Upp- taka plötunnar fór fram í Hljóðsetr- inu á Akureyri, þar sem Kristján Edelstein gítarleikari ræður ríkjum. „Ég fékk til liðs við mig hreint frábæra tónlistarmenn. Ég er um- vafinn snillingum og maður veit hvenær maður á að bakka, enda eru þeir allir að leggja allt sitt í þetta.“ Bjartmar sagði að platan væri fallega útsett og hann telur sig vera að bjóða upp á skemmtilegan kok- teil. „Nú er maður bara kominn á þann aldur að maður er farinn að segja sögur í textunum. Jafnframt er ég farinn að átta mig á því hvað lifuð stund er mikils virði.“ Platan er ekkert rafmögnuð nema á bassa í einu lagi að sögn Bjartmars „en samt erum við að ná upp alveg rosa- legu svingi. Það er líka svo mikil spilagleði á þessari á plötu og það eru svona menn eins og Kristján Edelstein sem láta mann fá áhuga á verkinu. Maður reynir að gera sitt allra besta nálægt svona mönnum og þessir tónlistarmenn eru að gera lögin mín og ljóðin að einhverju verulega góðu. Þetta er nefnilega ekki bara spurning um höfundinn. Það eru þessir menn sem hlaða mann og það eru í raun forréttindi að fá að vinna með þeim,“ sagði Bjartmar. Kristján Edelstein spilar á gítar, mandólín og fleiri hljóðfæri, Pálmi Gunnarsson á kontrabassa og rafbassa, Pétur St. Hallgrímsson á bouzouki, mandólín og fleiri hljóð- færi, Valmar Valjaots á fiðlu og harmonikku, Karl Petersen á slag- verk, marimba og fleiri hljóðfæri, Birgir Baldursson á trommur, Hall- dór G. Hauksson á trommur og Marc Breitfelder á munnhörpu. Kristján Edelstein sá um upp- stökustjórn og útsetningar og hljóð- blöndun ásamt Orra Harðarsyni og þá var mestering í höndum Orra. Bjartmar hefur verið búsettur á Eiðum í rúm 2 ár og þar sagðist hann búa við góða aðstöðu til þess að sinna bæði tónlist og myndlist. Hann sagðist hafa farið ófáar ferð- irnar yfir Möðrudalsöræfin á 20 ára gamla Patrol jeppanum sínum með- an á upptökum stóð. Einnig naut hann gestrisni á Staðartungu í Hörgárdal „og þar fékk ég mjög góðar hugmyndir varðandi text- ana“. Tónlist | Bjartmar Guðlaugsson með nýja plötu Morgunblaðið/Kristján Pálmi Gunnarsson leikur á kontrabassa á plötu Bjartmars og á rafbassa í einu lagi en að plötunni kemur einvalalið alþjóðlegra tónlistarmanna. Morgunblaðið/Kristján Bjartmar Guðlaugsson hefur lokið upptöku á nýrri plötu í Hljóðsetrinu á Akureyri og syngur sjálfur öll lögin sín. Platan er sú ellefta í röðinni. Ekki barnanna beztur LEIKFÉLAG Akureyrar frumsýndi á fimmtudaginn leikritið Fullkomið brúðkaup eftir Robin Hawdon. Það var leikhússtjórinn sjálfur Magnús Geir Þórðarson sem leikstýrði verk- inu en í helstu hlutverkum eru Álf- rún Helga Örnólfsdóttir, Esther Talia Casey, Guðjón Davíð Karlsson, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Maríanna Clara Lúthersdóttir og Þráinn Karlsson. Frumsýning- argestir fögnuðu leikurum ákaft í lok sýningar og var því spáð af við- stöddum að uppsetningin mynd skipa sér í flokk með aðsóknarmestu sýningum Leikfélags Akureyrar. Leikhús | Fullkomið brúðkaup frumsýnt hjá LA Fullkomin sýning Ljósmynd/Þórhallur Jónsson Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, framkvæmdastýra LA, ræddi við Halldór Jó- hannsson kaupfélagsstjóra og Erlu Árnadóttur eftir sýninguna. Þórhallur Jónsson Leikhússtjórinn og leikstjórinn Magnús Geir Þórðarson fagnaði innilega ásamt leikhópnum að frumsýningu lokinni á fimmtudaginn. Hjartaknúsarinn og leikarinnGeorge Clooney segist hafa íhugað sjálfsmorð fyrir nokkrum mánuðum. Sagði Clooney, í viðtali við bandarísku út- varpsstöðina Am- erica’s National Public Radio, að hann hefði marist illa á heila við tök- ur á nýjustu mynd sinni, Syriana. Í einu atriðanna hefði hann verið bund- inn við stól, dottið aftur fyrir sig fyrir slysni og höfuðið skollið í gólfið. Við það hafi rifnað eitt af stoðvefslögum heila- og mænuhimnunnar sem hafi valdið bólgum í heila hans. Clooney þjáðist af hræðilegum höf- uðverkjum og minnisleysi í kjölfarið en gekkst loks undir aðgerð sem létti á sársaukanum sem var orðinn svo mikill að hann taldi að betra væri að svipta sig lífi en að þurfa að lifa við hann. Við það hafi svo bæst andlát ömmu hans, mágs og hundurinn hans hafi verið drepinn af skröltormi. Seg- ir leikarinn undanfarið ár hafa verið það versta í lífi sínu. Fólk folk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.