Morgunblaðið - 28.10.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.10.2005, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 292. TBL. 93. ÁRG. FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Fá›u koss frá afmælisbarninu ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N /S IA .I S N A T 24 84 1 0 9/ 20 04 . Er Bond Snæfellingur? Vestur-Íslendingur sagður fyrirmynd njósnara hennar hátignar | Landið Bílar og Íþróttir í dag Bílar | Bíll ársins 2006 valinn  Skattpíndir bíleigendur í Danmörku Íþróttir | Guðrún Sóley til Breiðabliks  Árni Gautur búinn að gleyma mistökunum „DREIFING veiðiréttarins í sjávar- útvegi er miklu meiri heldur en svarar dreifingu eignaraðildar í langflestum stóru atvinnuvegunum okkar. Og það er furðulegt að menn halda áfram að tala um samþjöppun í sjávarútvegi og vá af henni en ljá því ekki máls að setja skorður við eignarhaldi einokunar- og fákeppn- isfyrirtækja á viðkvæmasta sviði lýðræðis okkar, fjölmiðlamarkaðn- um, þar sem þó er eitt skýrasta dæmið um samþjappað eignarhald,“ sagði sjávarútvegsráðherra, Einar Kristinn Guðfinnsson, á aðalfundi LÍÚ í gær. Einar Kristinn benti á að tæplega eitt þúsund aðilar stæðu fyrir at- vinnurekstri í útgerð í landinu, þar af væru tæplega 300 einstaklings- útgerðir og rúmlega 650 félög. Ekk- ert fyrirtæki gæti átt meira en 12% kvótans samkvæmt lögum. „Það er enginn vafi á að þessi lög hafa náð markmiði sínu og eru að mínu mati ein ástæða þess að smám saman hef- ur skapast meiri friður um atvinnu- greinina. Ég er þeirrar skoðunar að menn eigi að geta fundið sér mikið svigrúm til athafna innan þeirrar löggjafar,“ sagði ráðherra. Fram kom að tuttugu og eitt félag ræður yfir meiru en 1% heildarafla- heimilda. Mörg þessara fyrirtækja eru með starfsstöðvar víða um land. Hvað ef eitt fyrirtæki ætti 60%? Ráðherra sagði meðal annars: „Sjávarútvegur er einmitt eitt gleggsta dæmið í íslensku atvinnulífi um tiltölulega dreift eignarhald. Eða hvað ætli yrði sagt um okkar ágætu atvinnugrein ef einstök fyrirtæki réðu 50 til 60 prósent aflaheimilda, eða skiptu kvótanum í tvennt eða þrennt? Viðlíka aðstæður eru til staðar í ýmsum öðrum atvinnugrein- um hér á landi.“ Nefndi Einar m.a. fjölmiðla, smásölu, tryggingamark- að, flutninga og fjármálamarkað. Einar Kristinn sagði að stóru fyr- irtækin í sjávarútvegi hefðu engu að síður eflst. „Stór og öflug fyrirtæki eru bráðnauðsynleg fyrir íslensk sjávarútveg. Þau eru forsenda þess að hægt er að ráðast í áhættusaman og fjármagnsfrekan rekstur.“ Dreifðari eign í sjávarút- vegi en öðrum greinum Sjávarútvegsráðherra segir kvótaþakið eina ástæðu meiri friðar um sjávarútveginn New York. AP, AFP. | Um 2.200 fyrirtæki greiddu íröskum stjórnvöldum mútur eða inntu af hendi aðrar ólöglegar greiðslur í tengslum við olíu- söluáætlun Sameinuðu þjóðanna á árunum 1996–2003. Þetta kemur fram í fimmtu og síð- ustu skýrslu óháðrar nefndar sem rannsakaði málið. Rannsóknarnefndin gagnrýnir einnig yfir- stjórn Sameinuðu þjóðanna fyrir að hafa ekki komið í veg fyrir spillinguna. „Áætlunin hefði ekki verið svona gegnsýrð af spillingu ef Sam- einuðu þjóðirnar og stofnanir þeirra hefðu stjórnað henni af kostgæfni,“ sagði Paul Volck- er, formaður nefndarinnar og fyrrverandi Á meðal fyrirtækja sem nefnd eru í skýrsl- unni er dótturfyrirtæki Volvo í Brussel, þrjú dótturfyrirtæki Siemens í Þýskalandi, þýska bílafyrirtækið DaimlerChrysler, bandarísku olíufyrirtækin Bayoil og Costal Corp, rússneski olíurisinn Gazprom og dótturfyrirtæki rúss- neska olíufyrirtækisins Lukoil. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hvatti til þess í gærkvöldi að fyrir- tæki, sem grunuð eru um mútugreiðslurnar, yrðu lögsótt í löndum sem hafa lögsögu á hendi í málum þeirra. seðlabankastjóri Bandaríkjanna. „Skýrslan sýnir hvernig Saddam tókst að leika sér að kerfinu til að auðgast á því,“ sagði Sean McCor- mack, talsmaður bandaríska utanríkisráðu- neytisins. „Þetta staðfestir líka mikilvægi þess að komið verði á umbótum á framkvæmda- stjórn Sameinuðu þjóðanna.“ Annan hvetur til lögsókna Rannsóknin leiddi í ljós að fyrirtæki í 66 lönd- um greiddu stjórnvöldum í Írak samtals 1,8 milljarða dollara, sem samsvarar 108 milljörð- um króna, til að hreppa viðskipti í tengslum við áætlunina um olíu fyrir mat. Fyrirtæki í 66 löndum bendluð við mútur í Írak  Yfir tvö þúsund | 16 25 ÁRA sögu jarðstöðvarinnar Skyggnis austan við Úlfarsfell er lokið og verið er að rífa hinn stóra og áberandi loftnetsdisk. Um árabil fóru millilandasímtöl um gervi- hnött í gegnum Skyggni, sem var um tíma eina símatengingin frá landinu. Frá 1994 þegar sæsíma- strengurinn CANTAT var tekinn í notkun gegndi Skyggnir einkum hlutverki varastöðvar. Nú leysa sæ- strengirnir FARICE og CANTAT hvor annan af ef bilun verður, en langan tíma tók að koma á vara- sambandi um gervihnött í gegnum Skyggni ef CANTAT bilaði. Kostn- aður við gervihnattasamband fór líka hækkandi og mælti allt gegn því að halda rekstrinum áfram, að sögn Evu Magnúsdóttur, upplýs- ingafulltrúa Símans. Við stöðina eru nokkur lítil loftnet sem verða áfram notuð til að taka við send- ingum frá gervihnöttum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Skyggnir tekinn niður Gaza-borg. AFP. | Að minnsta kosti sjö Palest- ínumenn biðu bana og þrettán særðust, þar af tveir lífshættulega, þegar her Ísraels gerði flugskeytaárás á bifreið á norðanverðu Gaza- svæðinu í gær. Þremur flugskeytum var skotið á bíl tveggja liðsmanna samtakanna Íslamskt jíhad skammt norðan við Gaza-borg. Auk þeirra lágu fimm vegfarendur í valnum og talið er að þeir tengist ekki samtökunum. Daginn áður létu fimm Ísraelar lífið í sjálfsmorðsárás Palestínumanns í ísraelska strandbænum Hadera og Íslamskt jíhad lýsti henni á hendur sér. Ariel Sharon, for- sætisráðherra Ísraels, sagði að árásinni yrði svarað með „viðamiklum aðgerðum þar til hryðjuverkunum lýkur“. Sjö féllu í árás á Gaza Ríga. AFP. | Mikill meirihluti þings Lett- lands samþykkti í gær frumvarp til laga um nýjar siðareglur þar sem þingmönn- um er bannað að bölva og reykja á al- mannafæri. Markmiðið með frumvarpinu er að auka virðingu þingsins þar sem það þykir hafa sett ofan með heitum um- ræðum sem einkennst hafa af „öskri og skrækjum eins og á sölutorgum“, svo notuð séu orð höfundar frumvarpsins, Janis Strazdins, þingmanns Bandalags græningja og bænda. Frumvarpið kveður á um að þing- mönnum beri að vera ávallt kurteisir á opinberum vettvangi og forðast atburði sem geti grafið undan virðingu þings- ins. Frumvarpið var samþykkt með þremur fjórðu atkvæða eftir fyrstu um- ræðu og búist er við að það verði að lög- um á næstu mánuðum. Þingmönn- um gert að vera prúðir  Nýtingarréttur | 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.