Morgunblaðið - 28.10.2005, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.10.2005, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR VÍTAHRINGUR ofbeldis hjá alkó- hólistum, hvort sem um er að ræða andlegt, líkamlegt eða félagslegt of- beldi, og alkóhólistann sem þolanda eða geranda er meginumfjöllunar- efni tólf spora ráðstefnu sem haldin verður nú um helgina í Félagsheim- ili Seltjarnarness. Ráðstefnan er ætluð öllum konum sem áhuga hafa á málefninu og stendur hún allan laugardaginn frá kl. 9 og sunnu- dagsmorguninn kl. 10–12. Tvær bandarískar konur, þær Polly og Michael, en nöfn þeirra verða ekki nánar tilgreind, munu flytja erindi og veita konum hand- leiðslu og sína innsýn í það hvernig ganga skal hvert hinna tólf spora, enda er að sögn Polly mikilvægt að bregða hvergi út frá þeirri leið sem mörkuð er í AA-bókinni. Polly er frískleg kona í kringum sextugt. Hún er brosmild og stutt í hláturinn. „Ef ég hefði ekki hætt að drekka væri ég ekki hér í dag,“ seg- ir Polly og greinilegt að merkingin er á fleiri en einn hátt. Polly er búin að vera edrú í tuttugu og átta ár og eftir að hún settist í helgan stein fyrir nokkrum árum hefur hún eytt næstum öllum sínum frítíma í starf með öðrum alkóhólistum, flutt er- indi og veitt handleiðslu í vinnuhóp- um á atburðum tengdum samtök- unum. Hún hefur verið að heiman 45 helgar á þessu ári, starfandi á vettvangi hinna tólf spora. „Þetta er mín ástríða í lífinu og mannsins míns líka, en hann er búinn að vera edrú í 29 ár. Við eigum tuttugu og fimm ára brúðkaupsafmæli í dag, 27. október, en fögnuðum því í gær, þar sem ég var á leið til Íslands.“ Taki ábyrgð á eigin gjörðum Polly segir misnotkun og ofbeldi algenga fylgifiska alkóhólisma, enda feli alkhólisminn í sér ákveðna mis- notkun á áfengi og einnig það að alkóhólistinn veldur fólki í kringum sig skaða. Þá geti margar konur fest sig í vítahring þolandans og jafnvel fengið útrás fyrir sársauka sinn á börnum eða öðrum. „Fólk hefur kannski upplifað ofbeldi í æsku og þegar það kemur á fullorðinsár upp- lifir það ofbeldið frá maka sínum,“ segir Polly. „En það að þola ofbeldi er lærð hegðun og hægt er að leysa hana með tólf spora kerfinu.“ Fyrstu skrefin snúast, að sögn Polly, um það að taka ábyrgð og gera upp fortíðina og nútíðina. „Börn bera auðvitað ekki ábyrgð á því ofbeldi sem þau verða fyrir, en þegar við komumst á fullorðinsár berum við sjálf ábyrgð á því að losna úr vítahring ofbeldisins,“ segir Polly. „Það þarf að skoða reiðina og finna okkar eigin mistök. Aðeins með því að taka ábyrgð á okkar eig- in gjörðum getum við komist út. Þar koma tólf sporin inn í, en þau snúast um að skilgreina vandamálin, bæta þau, leita sáttargjörðar og finna andlega vakningu til að halda bata okkar lifandi.“ Þetta er önnur heimsókn Polly til Íslands, en hún kom hingað fyrir fjórum árum og heimsótti tólf spora ráðstefnu. „Þar kynntist ég meðal annars konunni sem nú er gestgjafi minn og það gleður mig að hún skuli enn vera edrú eftir þessi fjögur ár,“ segir Polly. „Margar þeirra kvenna sem ég hitti þá eru einmitt enn edrú, þökk sé tólf spora kerfinu, og það er líka mikið fagnaðarefni.“ Vanræksla og afleiðingar Á meðan áfengissýkin réð lífi Polly kveðst hún hafa verið full af reiði og pirringi, sjálfselsk og sjálf- hverf. „Ég vanrækti syni mína tvo, sem voru fjórtán og sextán ára þeg- ar ég hætti að drekka, svo þeir ólust megnið af æsku sinni upp með móð- ur sem var alkóhólisti,“ segir Polly. „Það hafði hræðileg áhrif á þá, og annar þeirra varð alkóhólisti, en hætti að drekka með hjálp tólf spora kerfisins. Hinn sonur minn hefur aldrei átt við áfengisvandamál að stríða en honum líður engu að síður mjög illa enn í dag. Hann er fjörutíu og fimm ára.“ Sonurinn sem deilir reynslu Polly hefur að hennar sögn náð góðum sáttum við móður sína, en hinn glímir enn við reiðina. „Ég er viss um að ef hann færi í Al Anon- samtökin, sem eru samtök aðstand- enda alkóhólista, myndi honum líða betur,“ segir Polly. „Ég sé mjög eft- ir því hvernig ég kom fram við þá á sínum tíma og ég hef reynt að bæta þeim það, en nú er sonur minn full- orðinn og það er á hans ábyrgð að glíma við sína reiði. Ég get ekkert gert nema reyna að vera eins góð manneskja og ég get. Sem betur fer er það manneskjunni eðlislægt að fyrirgefa og þess vegna getum við alkóhólistar hætt að drekka og leitað sáttargjörðar við fólkið sem við höfum sært. Guði sé lof að fólk fyrirgefur.“ Ofbeldi er umfjöllunarefni tólf spora ráðstefnu fyrir konur nú um helgina „Guði sé lof að fólk fyrirgefur“ Morgunblaðið/Kristinn Polly hefur séð tímana tvenna og leiðbeinir nú konum um veginn sem í senn er beinn og vandrataður. Hún segir uppgjör við mistökin mikilvæg. Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is 44. sambandsþing Ung- mennafélags Íslands, UMFÍ, var haldið á Eg- ilsstöðum sl. helgi. 84 þingfulltrúar af öllu landinu sóttu þingið og 49 málefni lágu fyrir til afgreiðslu. Björn B. Jónsson, formaður UMFÍ, sagði í samtali við Morgunblað- ið að þingið hefði gengið vel fyrir sig og mörg mál verið afgreidd. „Stóru málin eru að í fyrsta skipti reynir ungmennahreyfingin að fanga ungmennafélagsandann og skilgreina hann. Þá var samþykkt tillaga um að hreyfingin kæmi yfir sig nýjum aðalstöðvum í höfuð- borginni á afmælisárinu 2007 þegar við verðum 100 ára. Síðan var samþykkt að setja af stað útilífs- og lista- búðir að Skógum undir Eyjafjöllum í anda UMFÍ, sem væru hugsaðar fyrir 8. bekk grunnskóla. Við erum farin af stað með svipað á Laugum í Sælings- dal, raunar íþrótta- og tómstunda- búðir, en á Skógum viljum við höfða meira til menningar og úti- lífs.“ Björn segir að þingið hafi ályktað um áskorun til yfirvalda um að tryggja veru flugvallarins þar sem hann er í Reykjavík. „Sú umræða spratt upp í framhaldi af því að við erum að staðsetja okkur í Reykjavík til langs tíma og máli skiptir að samgöngurnar verði í góðu lagi fyrir okkur, því við kom- um með stóra hópa í hverri viku inn til Reykjavíkur utan af lands- byggðinni.“ Björn var spurður nánar um skilgreiningu ungmennafélagsand- ans og hvernig hann fléttist inn í nútímann. „Ungmennafélagsand- inn hefur aldrei virkað betur en í dag, í nútímaþjóðfélaginu, þegar alls staðar leynast hættur fyrir ungt fólk. Andinn virkar þannig að mörg þúsund ungmennafélagar vinna sjálfboðavinnu um allt land og svo virðist sem ungmennafélög- in séu tilbúin til að leggja mikið á sig til að unga fólkið fái sín tæki- færi.“ Meðal annarra málefna þingsins var Lottó og skipting tekna af því niður í grasrótina. Ályktanir voru m.a. samþykktar um átaksverkefni vegna vaxandi offitu barna, verk- efni við uppsetningu vatnspósta til almenningsnota við íþróttasvæði og samstarf varðandi heilsurækt eldri borgara. Björn B. Jónsson var endurkjör- inn formaður félagsins á sam- bandsþinginu. UMFÍ byggir nýjar aðalstöðvar í Reykjavík og vill flugvöllinn kyrran á sínum stað Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Hátt í 50 þingmál voru tekin fyrir á líflegu þingi Ungmennafélagsins.Björn B. Jónsson Ungmenna- félagsandinn skilgreindur ÍSLAND er á kafi í Evrópusamrunanum, að mati Eiríks Bergmanns Einarssonar, forstöðumanns Evrópufræðaseturs á Bifröst. „Við tökum nú þegar upp megnið af þeim lagareglum Evrópusambands- ins (ESB) sem við þyrftum að taka upp við fulla að- ild að sambandinu,“ sagði Eiríkur. Þetta er á meðal niðurstaðna rannsóknar Eiríks á því hve mikið af regluverki ESB ratar nú inn í ís- lenska löggjöf. Hann mun gera grein fyrir rann- sókninni í fyrirlestri sem haldinn verður á félagsvís- indaráðstefnunni Þjóðarspeglinum 2005 í Háskóla Íslands í dag. Á ráðstefnunni, sem stendur kl. 9–17, verða fluttir alls 122 fyrirlestrar í 33 málstofum. Kveikjan að umræddri rannsókn voru ólíkar nið- urstöður tveggja utanríkisráðherra sömu ríkis- stjórnar, þeirra Halldórs Ásgrímssonar og Davíðs Oddssonar. „Halldór Ásgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra, sagði árið 2003 að samkvæmt niðurstöðu utanríkisráðuneytisins tækju um 80% af regluverki Evrópusambandsins gildi hér á landi. Tveimur árum síðar var Davíð Oddsson orðinn ut- anríkisráðherra og sama utanríkisráðuneyti sagði þá að þetta hlutfall væri 6,5%. Það er langt milli þessara tveggja hlutfallstalna,“ segir Eiríkur. Hlutfallstölur ráðherra um upptöku rangar Eiríkur ákvað að rannsaka hvað ylli þessum mun á niðurstöðum sama ráðuneytis undir stjórn tveggja ráðherra í sömu ríkisstjórn með óbreytta Evrópustefnu. Ekkert hafði breyst í EES- samningnum sem gat skýrt þennan mikla mun. Eins kveðst hann hafa skoðað hvort eitthvað hefði breyst í talnameðferð, en of mikill munur hafi verið á niðurstöðunum til að það gæti verið útskýringin. „Eini munurinn er hin pólitíska breyta, það að kom- inn var utanríkisráðherra sem hafði mun neikvæðari afstöðu til aðildar Íslands að Evrópu- sambandinu,“ sagði Eiríkur. Frekari athugun leiddi í ljós að báðar hlutfallstöl- urnar voru rangar, að sögn Eiríks. „Íslendingar taka ekki yfir 80% af reglugerðaverki ESB. En það gera aðildarríki ESB ekki heldur, eins og þó mátti skilja af svari Davíðs Oddssonar á Alþingi. Stór hluti af reglugerðaverki ESB á við um einstök að- ildarríki eða einstaka aðila og er ekki tekinn upp í lagasöfn allra aðildarríkja.“ Íslendingar taka upp rúmlega 80% af þeim reglum ESB sem Svíar taka yfir frá sambandinu, að sögn Eiríks. Hann segir að samkvæmt sænskri rannsókn frá 2001 hafi Svíar þá tekið upp 36% af regluverki ESB. Meðal niðurstaðna rannsóknar Eiríks er að það sé marklaust að telja einfaldlega reglugerðir, sem Íslendingar taka upp frá ESB, til að meta hve náin tengsl okkar eru við sambandið. Leggja verði efnislegt mat á reglur sem teknar eru upp hér á landi. Ísland á kafi í Evrópusamrunanum VEGNA fréttar um synjun Vinnu- málastofnunar á veitingu atvinnu- leyfa fyrir 36 Pólverja sem starfs- mannaleigan 2 B sótti um, sem birtist í Morgunblaðinu í gær, vilja forsvarsmenn Völvusteins á Ak- ureyri taka fram að þeim hafi ekki borist kæra vegna málsins, né hafi fulltrúar stéttarfélags litið í heim- sókn til þeirra. Ottó Eiríksson, verkefnastjóri hjá Völvusteini, segir það ekki rétt sem fram kom í tilkynningu frá Samiðn að fyrirtæki sitt hafi fengið heimsókn frá fulltrúum Samiðnar. Hann segir það engu að síður ljóst að það sé ekki sitt mál að afla at- vinnuleyfa fyrir starfsmenn und- irverktaka síns, og segir afskipti stéttarfélaganna af þessu máli óeðlileg. Starf þeirra ætti frekar að miða að því að hjálpa honum að út- vega þau leyfi sem þurfi frekar en að hóta að senda starfsmennina úr landi. Þorbjörn Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Samiðnar, segir ljóst að kæra vegna Völvusteins sé kom- in til Sýslumannsins á Akureyri, það sé svo sýslumanns að taka næstu skref í málinu. Völvusteini hefur ekki borist kæra ELLEFU þingmenn Samfylking- arinnar hafa lagt fram á Alþingi til- lögu til þingsályktunar um að rík- isstjórninni verði falið að láta undirbúa og leggja fyrir Alþingi skýrslu um stöðu og framtíð ís- lensku krónunnar. Fyrsti flutnings- maður tillögunnar er Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar. Lagt er til að í skýrslunni verði einnig „gerður samanburður við þann möguleika að taka upp annan gjaldmiðil hér á landi,“ eins og segir í tillögunni. Í greinargerð segir m.a. að flutn- ingsmenn telji að nú sé kominn tími til að meta árangur hagstjórn- arinnar á síðustu árum með sérstöku tilliti til gjaldmiðilsins og vaxtaþró- unar. „Markmið tillögunnar er að stjórnvöld og landsmenn allir geti gert sér sem ljósasta grein fyrir þró- un þessara mála á liðnum árum og í framtíðinni að óbreyttu. Til að hægt sé að leggja skynsamlegt mat á hvernig til hefur tekist og hvort óbreytt stjórntæki í hagstjórninni skili þjóðinni mestum ávinningi er nauðsynlegt að bera þá leið saman við aðra kosti, svo sem upptöku evru. Þá þarf einnig að huga að öðr- um leiðum sem til greina koma að mati þeirra sem besta þekkingu hafa í peninga- og efnahagsmálum,“ seg- ir í greinargerðinni. Skýrsla verði gerð um stöðu krónunnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.