Morgunblaðið - 28.10.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.10.2005, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR hún kemur! TILTEKIN ákvæði íslenskra jafnréttislaga myndu ekki standast skoðun færu þau fyrir EFTA dómstól- inn. Þetta er mat danska doktors- ins Byrial Bjørst, sem er sérfræð- ingur í jafnréttislöggjöf, en hann flutti erindi um samanburð sinn á íslensku og evrópsku löggjöfinni er varðar launajafnrétti á málþingi Jafnréttisráðs um launajafnrétti sem fram fór í gær. Í samtali við Morgunblaðið benti Bjørst á að ýmis ákvæði íslenskra jafnréttislaga eru orðuð öðruvísi en upprunalega Evróputilskipunin. Nefndi hann sérstaklega þrjá þætti sem valdið gætu vandræðum ef mál færi fyrir EFTA dómstólinn. „Í fyrsta lagi ber að nefna að eitt af höfuðatriðunum þegar kemur að jafnréttislöggjöfinni er að nauðsyn- legt þykir að lögin séu skiljanleg al- menningi, sökum þess að þeim er ætlað að vernda hagsmuni almenn- ings. Þegar hins vegar er litið til ís- lensku laganna þá er í 14. grein tal- að um að konum og körlum er starfa hjá sama atvinnurekanda skuli greidd jöfn laun og skulu njóta sömu kjara fyrir jafnverðmæt og sambærileg störf. Það er þetta orð sambærileg sem veldur vand- kvæðum, því það virðist algjörlega óljóst hvað felst í þessu orði,“ segir Bjørst og bendir á að lögin séu óljós og bjóði því upp á mistúlkun, en samkvæmt evrópskum tilskipunum þurfi lagatextinn að vera skýr og megi ekki valda misskilningi. Í tengslum við ofangreint ákvæði gagnrýnir Bjørst það að kveðið sé á um að bera eigi saman laun hjá sama atvinnurekanda. Bendir hann á að í upphaflegu tilskipuninni sé ekki gerð krafa um að fólk starfi hjá sama atvinnurekanda, heldur sé hægt að miða við laun í stærra sam- hengi og hjá öðrum fyrirtækjum í samskonar rekstri. Segir hann þessa kröfu íslensku löggjafarinnar því beinlínis brjóta gegn evróputil- skipuninni. Þriðja vandamálið sem Bjørst nefnir snýr að því að hérlendis liggi sönnunarbyrðin á starfsmanninum, telji hann starf sitt jafnverðmætt starfi annarra með hærri laun. Seg- ir hann að þetta geti verið ein leið til þess að taka mál upp, en alls ekki sú eina. En með löggjöfinni séu möguleikar starfsmanns verulega takmarkaðir, sem sé í raun ólög- legt. Bendir hann á að evróputil- skipunin kveði á um lágmarksrétt- indi, sem þýði að ríkjum sé heimilt að setja lög sem auki réttindi borg- aranna, en sé að sama skapi óheim- ilt að setja lög sem takmarki rétt- indi almennings. ÁRNI Magnússon, félagsmálaráð- herra, afhenti í gær Háskóla Íslands viðurkenningu Jafnréttisráðs árið 2005. Í rökstuðningi ráðsins segir að meginástæða þessarar niðurstöðu sé að á árinu hafi kona í fyrsta skipti verið kjörin rektor skólans, þegar Kristín Ingólfsdóttir, prófessor í lyfjadeild, var kjörin 28. rektor HÍ. „Háskóli Íslands er menntastofn- un sem stendur á gömlum merg, er formföst og fastheldin í eðli sínu. Því telst það til tíðinda og merkra tímamóta þegar háskólasamfélagið kýs sér í leynilegum kosningum konu sem rektor og þar með æðsta stjórnanda stofnunarinnar sem er fjölmennasti vinnustaður landsins. Það lýsir jafnréttisvilja, jafnt meðal starfsmanna sem stúdenta. Með þessu vali var sýnt í verki að hæfi- leikar, reynsla, þekking og framtíð- arsýn konu voru metnir til jafns á við karla,“ sagði Fanný Gunn- arsdóttir, formaður Jafnréttisráðs, þegar hún gerði grein fyrir nið- urstöðu ráðsins. Í þakkarávarpi Kristínar Ingólfs- dóttir minnti hún á að Háskóli Ís- lands hefði náð umtalsverðum ár- angri í viðleitni sinni við að koma á fullu jafnrétti milli hinna ólíku hópa innan skólans. „Jafnréttisvið- urkenningin til Háskóla Íslands staðfestir mikilvægi þess árangurs sem náðst hefur og er mikil við- urkenning á vel unnum störfum fjölda fólks um langt árabil,“ sagði Kristín. Frjáls verslun hlaut sérstaka fjölmiðlaviðurkenningu Í ræðu Kristínar kom fram að enginn kynbundinn launamunur væri á meðal kennara Háskóla Ís- lands þar sem öll launamál væru uppi á borðinu. „Þá er unnið að því að auka hlut kvenna í yfirstjórn og starfsnefndum skólans. Eitt af markmiðum þeirrar jafnréttisstefnu sem Háskóli Íslands starfar eftir er að stefna að því að jafnréttissjón- armið verði samþætt allri starfsemi skólans. Ef koma á raunverulegu jafnrétti á þarf að byrja á hug- arfarinu, uppræta fordóma og fá- fræði og taka með opnum huga á móti fræðslu og upplýsingum.“ Við athöfnina í gær var jafnframt veitt sérstök fjölmiðlaviðurkenning Jafnréttisráðs og féll hún í hlut tímaritinu Frjálsri verslun fyrir um- fjöllun þess um konur í íslensku at- vinnulífi og í ábyrgðarstöðum. Í máli Fannýjar kom fram að Jafn- réttisráð hefði aðeins einu sinni áð- ur veitt samskonar fjölmiðlavið- urkenningu, en það var tímaritið Vera sem fékk hana árið 2002. Í þakkarræðu Jóns G. Haukssonar, ritstjóra Frjálsrar verslunar, kom fram að tímaritið ætti sér tæplega 70 ára sögu. Sagði hann lítið hafa verið fjallað um konur í viðskipta- og atvinnulífinu á upphafsárum tímaritsins, en að það hefði breyst til batnaðar með árunum. „Við lítum svo á að það að fjalla um konur í við- skiptalífinu og konur í stjórn- unarstörfum sé partur af jafnrétt- isumræðunni,“ sagði Jón. Alls bárust Jafnréttisráði fimm tilnefningar til viðurkenningar ráðs- ins fyrir vel unnin störf í þágu jafn- réttis. Þeir sem hlutu tilnefningu auk Háskóla Íslands voru Félag ábyrgra feðra, Kennaraháskóli Ís- lands, Kreditkort hf. og Olíudreifing eignarhaldsfélag. Háskóli Íslands hlýtur Jafnréttisviðurkenningu fyrir árið 2005 Morgunblaðið/Þorkell Jón G. Hauksson, ritstjóri Frjálsrar verslunar, og Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, tóku við viðurkenningu frá Jafnréttisráði. Kallar eftir hugarfarsbreytingu Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is Íslensku lögin óljós og bjóða upp á mistúlkun Byrial Bjørst AÐ sögn embættismanns í Hvíta húsinu í Washington eru fullyrðingar um að Hvíta húsið eða Þjóðaröryggisráð Banda- ríkjanna hafi tekið við forræði í samningaviðræðum við íslensk stjórnvöld um framtíð herstöðv- arinnar í Keflavík rangar. Sam- kvæmt þessu er forræðið því enn hjá bandaríska utanríkis- ráðuneytinu. Í fréttum Stöðvar tvö í fyrra- kvöld var sagt að bandaríska ut- anríkisráðuneytið hefði beðist undan því að koma að samn- ingaviðræðum við Íslendinga um málið og að Stephen J. Hadley, þjóðaröryggisráðgjafi bandaríkjaforseta, hefði fallist á að taka málið að sér og fylgja því eftir. Þessar upplýsingar voru hafðar eftir heimildar- mönnum innan bandaríska stjórnkerfisins. Þetta var sagt til marks um hversu þreyttir Bandaríkjamenn væru á viðræð- um við Íslendinga og myndi auka líkurnar á því að stöðinni yrði lokað. Enn staðráðnir í að semja Embættismaður í Hvíta hús- inu sem Morgunblaðið ræddi við í gær sagði að slíkar fullyrð- ingar væru rangar og að Robert Loftis, sendiherra, stjórnaði enn viðræðunum við Íslendinga. Þá væru Bandaríkjamenn enn stað- ráðnir í að semja um málið við Íslendinga. Hjá bandaríska sendiráðinu í Reykjavík fengust þau svör að allnokkrar rangfærslur hefðu verið í frétt Stöðvar tvö. Banda- ríska utanríkisráðuneytið kæmi enn að samningaviðræðunum og það gerði Þjóðaröryggisráðið reyndar líka. Ekki fengust upplýsingar um málið hjá utanríkisráðuneyti Ís- lands og var sagt að ráðuneytið svaraði ekki slíkum fréttum sem byggðust á nafnlausum heimild- armönnum. Viðræður um framtíð herstöðv- arinnar á Keflavíkurflugvelli Bandaríska utan- ríkisráðuneytið enn með forræði HRAFNHILDUR Sigurðardóttir veitti norrænu textíllistaverð- laununum viðtöku í Borås í Sví- þjóð í gær. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskur listamaður hlýtur verðlaunin, sem eru þau virtustu á Norðurlöndum á sviði textíl- listar. Það er Stiftelsen Fokus í Borås sem veitir verðlaunin. Upphæð verðlaunafjár er 250.000 sænskar krónur eða um 2 milljónir ís- lenskra króna. Í tilefni verðlaunanna er haldin einksýning á verkum Hrafnhildar í Textilmuseet í Borås og var hún opnuð í gær. Sýningin stend- ur yfir til 15. febrúar næstkom- andi. Hlýtur norrænu textíl- verðlaunin HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær karlmann á þrítugsaldri í 14 mánaða fangelsi fyrir að brjót- ast inn í flugstöð Flugfélags Ís- lands á Reykjavíkurflugvelli ásamt öðrum manni, stela þar verðmætum og svipta ræstitækni frelsi og halda honum þar nauð- ugum. Héraðsdómur hafði áður dæmt manninn í 10 mánaða fangelsi og félaga mannsins í 12 mánaða fangelsi fyrir brotið. Í dómi Hæstaréttar segir m.a., að mennirnir tveir hafi haldið ræstitækninum nauðugum í flug- stöðinni um klukkustund. Meðan á því stóð skiptust þeir á um að ógna fanganum með hnífi. Segir Hæstiréttur, að þegar til þessa alvarlega verknaðar sé litið verði refsing mannsins hæfilega ákveðin 14 mánaða fangelsi. Málið dæmdu hæstaréttardóm- ararnir Ingibjörg Benedikts- dóttir, Jón Steinar Gunn- laugsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Verjandi var Sig- urður Sigurjónsson hrl. og sækj- andi Helgi Magnús Gunnarsson frá ríkissaksóknara. 14 mánaða fangelsi fyrir innbrot og ógnanir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.