Fréttablaðið - 31.08.2002, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 31.08.2002, Blaðsíða 4
4 31. ágúst 2002 LAUGARDAGURSVONA ERUM VIÐ GISTINÆTUR Í JÚNÍ Gistinóttum í júní fjölgar og þá sérstaklega á landsbyggðinni. Í júní voru gistinæturnar 94.346 miðað við 88.328 árið 2001 og fjölgar þar með um 6,8% milli ára. Þar af fjölgar gistinóttum um 9,8% á landsbyggð- inni og um 5% á höfuðborgarsvæðinu. Gistinóttum útlendinga fjölgar um 7,3%. Meðaldvalarlengd gesta eru 2 nætur bæði árin. GISTINÓTTUM Í JÚNÍ FJÖLGAR MILLI ÁRA 2001 2002 88.328 94.346 UMHVERFISMÁL Óhætt er að segja að þátttakendur á tíu daga ráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna í Jó- hannesarborg um sjálfbæra þró- un ráðist ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Til umfjöllunar eru flest þau erfiðustu vandamál sem mannkynið þarf að glíma við næstu árin og áratugina. Gagnrýnisraddir beinast ein- mitt ekki síst að því, hve háleit markmiðin eru. Þarna hafi Sam- einuðu þjóðirnar skotið svo langt yfir markið að engin von sé til þess að árangur náist. Ráðstefna sem þessi hafi í rauninni ekki ann- an tilgang en að friða samvisku leiðtoga og almennings í velmeg- unarríkjunum. Aðrir benda svo á, að einhvers staðar þurfi að byrja og kannski sé nauðsynlegt að skjóta yfir markið. Skárra sé að komast nokkur skref áleiðis heldur en að bíða þess sem verða vill aðgerðar- laus. Hugsanlega sé rétt að láta ráðstefnur af þessu tagi njóta vafans í staðinn fyrir að skjóta umsvifalaust þær í kaf. Að hluta til er ráðstefnan í Jó- hannesarborg framhald af ráð- stefnunni í Rio. Á þeirri ráðstefnu var samþykkt Dagskrá 21, sem er viðamikil áætlun um aðgerðir í umhverfismálum. Sjálfbær þróun er yfirskrift þessarar ráðstefnu, eins og ráð- stefnunnar í Rio de Janeiro í Bras- ilíu fyrir tíu árum. Meginmark- mið, sem sett hefur verið, er að stuðla að því að efnahagslegar framfarir geti orðið í senn sjálf- bærar og sanngjarnar. Að alþjóða- væðing viðskipta og efnahagsleg þróun geti sem sagt komið öllum jarðarbúum til góða án þess að umhverfistjón hljótist af. Þessi markmið verða öll sett fram með almennum orðum í lokayfirlýsingu ráðstefnunnar á miðvikudaginn. Hinn raunveru- lega árangur ráðstefnunnar má þó væntanlega frekar merkja af stórum sem smáum samstarfs- verkefnum, sem sett verða af stað víða um heim í framhaldi af henni. Samstarfsverkefnin verða væntanlega frekar raunhæf flest hver, enda beinast þau að afmörk- uðum þáttum sem glíma þarf við í hverju landi. Fyrirfram mátti hins vegar gefa sér að allsherjarsamkoma allra ríkja heims um þessi stóru mál verði margklofin eftir því hvaða hagsmuna hvert ríki og hver heimshluti á að gæta. Megin- ágreiningurinn er á milli fátæku ríkjanna í suðri og velmegunar- ríkjanna í norðri. Fátæku ríkin vilja meiri þróunaraðstoð og að- gang að mörkuðum Vesturlanda. Velmegunarríkin leggja meiri áherslu á að draga úr mengun og koma á frjálsu markaðskerfi í þróunarríkjunum. Alþjóðabankinn segir einkum tvennt vera nauðsynlegt, ef ár- angur eigi að náðst í tvíhliða bar- áttu þjóðanna gegn fátækt og um- hverfisspjöllum. Annars vegar verði velmegunarríkin að opna markaði sína fyrir vörum frá þró- unarlöndum. Hins vegar þurfi fá- tæku ríkin óhjákvæmilega einnig að styrkja lýðræðislega stjórnar- hætti heima fyrir. Hins vegar er einnig mikill ágreiningur á milli Evrópusam- bandsins og Bandaríkjanna. Sá ágreiningur kristallast ekki síst í fjarveru Bandaríkjaforseta, sem hefur sett sterkan svip á ráðstefn- una. Bandaríkin hafa verið gagn- rýnd harðlega fyrir að vera treg í taumi í umhverfismálum. Þau hafa neitað með öllu að taka þátt í því að setja ný markmið í um- hverfis- og velferðarmálum með ákveðnum tímamörkum. Háleit- um markmiðum á borð við það, að árið 2015 búi helmingi færri jarð- arbúar við ófullnægjandi hrein- lætisaðstæður heldur en nú gera. Bandaríkin segjast leggja áherslu á að verkin tali, innantóm orð dugi skammt. Þessi afstaða þeirra hefur hins vegar verið skilin sem svo að þau vilji alls ekki gangast undir nein- ar ákveðnar skuldbindingar í um- hverfismálum. Bandaríkin hafa skapað sér illt orð á alþjóðavett- vangi fyrir að vilja helst vera stikkfrí í alþjóðlegu samstarfi. Þau neituðu að samþykkja Kyoto- bókunina um losun gróðurhúsa- lofttegunda. Þau neita einnig að taka þátt í alþjóðlega sakadóm- stólnum, sem stofnaður var í sum- ar. George W. Bush Bandaríkja- forseti hefur einnig orð á sér fyr- ir að vera svarinn andstæðingur allra framfara í umhverfismálum. Bandaríkjunum er þó engan veginn alls varnað. Þau flytja inn meira af vörum frá þróunarlönd- unum en nokkurt annað ríki. Þau veita einnig meiri þróunaraðstoð til fátæku ríkjanna en nokkurt annað ríki. gudsteinn@frettabladid.is Háleit markmið og endalausar þrætur Í Jóhannesarborg í Suður-Afríku glíma þúsundir fulltrúa Sameinuðu þjóðanna við mörg erfið- ustu vandamál mannkynsins. Stefnt er að því að útrýma fátækt án þess að ganga á náttúruna. Fjarvera Bandaríkjaforseta hefur verið mjög áberandi. FÁTÆKTIN Á NÆSTU GRÖSUM Skammt frá fundarstað Sameinuðu þjóðanna í Jóhannesarborg er fátækrahverfið Alex- andra, þar sem þessi drengur býr. Þar býr fjöldi fólks í hrörlegum húsakynnum. Margir þeirra hafa hvorki aðgang að rafmagni né rennandi vatni. FUNDARSALURINN Í JÓHANNESARBORG Ráðstefnusalurinn í Jóhannesarborg Ráðstefnan í Jóhannesarborg er sú stærsta sinnar tegundar sem haldin hefur verið. Hana sækja 65.000 fulltrúar frá 185 löndum. Herlegheit- in kosta 25 milljarða króna. HVAR ER GEORGE BUSH? Fjarvera Bush Bandaríkjaforseta hefur verið afar áberandi á ráðstefnunni í Jó- hannesarborg. FRÉTTASKÝRING AP /M YN D Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins: Stækkun í desember HELSINGJAEYRI, AP Utanríkisráðherr- ar Evrópusambandsins sögðust á fundi sínum í Danmörku í gær hafa fulla trú á því að tíu ríki fái leyfi til þess að ganga í Evrópusambandið strax í desember næstkomandi, þrátt fyrir innbyrðis deilur um kostnaðinn af því. Nýju aðildarríkin verða Kýpur og Malta ásamt átta Austur-Evrópuríkjum: Eistland, Lettland, Litháen, Pólland, Slóven- ía, Slóvakía, Tékkland og Ungverja- land. Per Stig Möller, utanríkisráð- herra Danmerkur, sagði inngöngu ríkjanna ekki spurning um kostnað, heldur um sagnfræði.  Guðlaugur Þór Þórðarson: Spyr um verkkaup borgar- skipulags SVEITARSTJÓRNIR Guðlaugur Þór Þórðarson, borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokks og nefndarmaður í skipulags- og byggingarnefnd, hefur óskað eftir upplýsingum um aðkeypta þjónustu borgarskipu- lags á tímabilinu 1994-2002. Guð- laugur biður um að í sundurliðun komi fram um hvaða verkefni er að ræða, hverjir unnu verkið, fjárhæðir greiðslna og hvernig viðkomandi aðili var valinn. „Það er mjög mikið af verkefn- um sem falin öðrum en borgar- skipulaginu. Ég er með minni fyr- irspurn að kanna hvernig það er gert og í hvaða mæli,“ segir Guð- laugur. Reiknað er með að Guðlaugur fá svar við fyrirspurn sinni innan tíðar.  Á BANDARÍSKA VERÐBRÉFAMARKAÐNUM Seðlabankastjóri Bandaríkjanna svaraði gagnrýni í gær. Alan Greenspan: Minni þensla hefði kostað kreppu WASHINGTON, AP Alan Greenspan, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, sagði í gær á ársfundi Seðlabank- ans að stjórnvöld hefðu ekki getað dregið úr þenslunni sem varð á verðbréfamarkaði undir lok síð- ustu aldar án þess að hækka vexti svo mjög að alvarleg fjár- málakreppa hefði orðið í Banda- ríkjunum. Greenspan svaraði með þess- um hætti gagnrýni um að Seðla- bankinn hefði á sínum tíma ekki gripið til þeirra ráðstafana, sem nauðsynlegar hefðu verið til að koma í veg fyrir þensluna.  AP/M YN D KVÓTI Stöðvarfjörður fær einungis þriðjung aflaheimilda á næsta ári miðað við þann kvóta sem úthlutað var á skip í byggðarlaginu á þessu fiskveiðiári. Útgerðir á Stöðvar- firði fá tæp 709 tonn á næsta fiskveiðiári en fengu á þessu 2.990 tonn. Samdrátturinn er 2.300 tonn eða 76%. Mestu munar að togarinn Kambaröst SU-200 var seldur fyrir nokkru og hurfu með honum tæp 2.500 þorskígildistonn. Kvóti króka- aflamarksbáta eykst hins vegar um 200 tonn milli fiskveiðiára. Kvótinn minnkar líka umtals- vert milli fiskveiðiára á Rifi. Á þessu fiskveiðiári var 11.274 tonn- um úthlutað til útgerða á Rifi en á nýju fiskveiðiári fara ríflega 5.600 tona heimildir til útgerða á Rifi. Samdrátturinn er rúm 5.600 tonn eða um 50%. Djúpivogur verður líka fyrir kvótaskerðingu. Þaðan hverfa tæp 800 þorskígildistonn eða 37,5% aflaheimilda síðast árs. Og litlu minni skerðing verður í Hnífsdal, rúm 1.500 tonn burt eða tæplega 30% af heimildum síðasta árs. Heldur minni skerðing verður á Þingeyri, Tálknafirði og Bíldudal.  Úthlutun kvóta á næsta ári: Stöðfirðing- ar missa 76% kvóta síns KVÓTAMISSIR: Breiðdalsvík 58.902 308.451 ( 249.549) - 80,90 % Stöðvarfjörður 708.615 2.990.927 (2.282.312) - 76,00 % Rif 5.645.204 11.274.066 (5.628.863) - 49,90 % Djúpivogur 1.329.043 2.121.522 ( 792.479) - 37,35 % Hnífsdalur 3.802.515 5.363.999 (1.561.484) - 29,11% Þingeyri 1.630.229 1.902.123 ( 271.894) - 14,30 % Tálknafjörður 2.383.006 2.634.763 ( 251.757) - 9,50 % Bíldudalur 921.249 1.012.505 ( 91.256) - 9,00 % Sveitarfélag 2002/2003 2001/2002 mismunur tonn Samdráttur hlutfall

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.