Fréttablaðið - 31.08.2002, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 31.08.2002, Blaðsíða 22
Það er tilvalið að byrja helginaá því að fá sér sundsprett í Sundlaug Seltjarnarness. Þetta er ein rólegasta sundlaugin á höfuð- borgarsvæðinu og því tilvalin fyrir hádegi um helgar. Krakkarnir kunna þó að hreyfa mótmælum vegna þess að rennibrautina vantar. Næst gæti leiðin legið niður íListasafn Íslands. Gott að brúa bilið milli útivistarinnar og menningarinnar með kaffibolla og einhverju með’ðí, hollu eða sætu, eftir smekk. Að því loknu er um að gera að rölta um salina og skoða tæplega 100 verk sem spanna 20. öldina, einkum fram til 1980 og eru í eigu safnsins en þeirri sýningu lýkur nú um helg- ina. (Þeim sem hafa gaman af því að hitta fólk á myndlistarsýning- um er bent á að skoða frekar sýn- inguna á síðasta klukkutímanum, milli 4 og 5 á morgun.) Nú er klukk-an líklega orðin of margt til að fara á Laugaveginn. Því ættu þeir sem hafa gaman af búðarrölti að skella sér í Kringl- una og skoða hausttískuna í búð- unum og kaupa í matinn í leiðinni - eða kannski Smáralind fyrir þá sem fara oftar í Kringluna - þá er það meiri tilbreyting. Það er svo enginspurning að í kvöld liggja allir vegir út á Seltjarn- arnes því þar er Stuðmannaball í íþróttahúsinu. Líka ákveðið jafnvægi í því að byrja og enda daginn á sama stað. 22 31. ágúst 2002 LAUGARDAGUR HELGARSKOKK Ég er búinn að vera í þessuverkefni í 13 ár,“ segir Gísli Sigurðsson, fræðimaður í Árna- stofnun, sem í dag ver doktors- ritgerð sína „Túlkun Íslendinga- sagna í ljósi munnlegrar hefðar: Tilgáta um aðferð“. Gísli segist ekki beint kvíða vörninni. „Ég er auðvitað með tvo andmælendur, en vona að ég hafi eitthvert for- skot á þá eftir áralangar rann- sóknir.“ Sem er trúlegt því Gísli hefur um árabil fengist við rann- sóknir á munnlegri hefð eins og hún birtist í miðaldaverkum og síðari tíma þjóðsögum. Gísli er þó ekki bara liðtækur í miðaldasögunni því sögur fara af því að hann hafi gert garðinn frægan með írska landsliðinu í handbolta í heimsmeistarakeppi á Ítalíu. „Tja,“ segir Gísli. „Það er nú heldur orðum aukið en þegar ég var við nám í háskólanum í Dyflinni fannst mér ég þurfa ein- hverja hreyfingu og fór í skólalið- ið í handbolta. Liðið var skipað af- spyrnulélegum handknattleiks- mönnum, Írarnir höfðu ekki séð handbolta í sjónvarpinu hvað þá að þeir hefðu einhverja persónu- lega reynslu af íþróttinni. Við vor- um beðnir að senda lið í C-riðil heimsmeistarakeppninnar á Ítal- íu og slógum til. Ég var reyndar með íslenskt vegabréf, en við ákváðum að gera mömmu að Íra og vona að það slyppi,“ segir Gísli og hlær. „Við vorum svo kallaðir í vegabréfsskoðun. Við stórt borð sátu tólf menn og létu vegabréfin ganga á milli sín og gerðu enga at- hugasemd nema sá síðasti sem var nógu glöggur til að sjá að á mínu vegabréfi stóð Ísland en ekki Írland. Það fór því annan hring og öllum þótti það ágætt nema þeim síðasta sem gat ekki fellt sig við þessa óreglu.“ Og hvað? „Sendiherrann sem ætlaði að redda málinu guggnaði, því að með því að skrifa upp á falsað vegabréf var hann að færa mér á silfurfati alls kyns borgaraleg réttindi sameinaðrar Evrópu. Ég var því sendur fyrir aganefnd og dæmdur í ævilangt keppisbann fyrir að villa á mér á heimildir. Mér er ekki kunnugt um að aðrir Íslendingar hafi hlotið jafn þung- an dóm í íþróttum.“ En ertu enn í boltanum? „Nei, ég er endanlega búinn að leggja skóna á hilluna. Nú stunda ég hins vegar laxveiði þegar efni leyfa og tími gefst til,“ segir doktorinn dæmdi. Vörn Gísla fer fram í hátíðarsal HÍ klukkan 14 í dag. edda@frettabladid.is SAGA DAGSINS 31. ÁGÚST TÍMAMÓT TÍMAMÓT Íþróttamaður ársins sundkapp-inn Örn Arnarson fagnar í dag21 árs afmæli sínu. Örn, sem er fæddur og uppalinn í Hafnar- firði, segir sundið sannkallaða ættaríþrótt. „Fjölskyldan er í raun búin að keppa í sundi í tæp sextíu ár. Þetta ævintýri byrjaði með afa mínum, Ólafi Guðmunds- syni, og systur hans, Hrafnhildi, sem keppti á Ólympíuleikunum árið 1964 og 1968. Á eftir þeim kom síðan pabbi, Örn Ólafsson og systkini hans. Þá komu börnin hennar Hrafnhildar, Bryndís og Magnús Már Ólafsbörn sem bæði fóru á Ólympíuleikana árið 1988. Um það leyti sem þau voru að hætta kom ég og frændsystkin mín. Þetta virðist því vera ansi genetískt og því óhætt að kalla þetta ættaríþrótt.“ Systir Arnar, sem er 12 ára, er nú orðin nokkuð efnilegur sundmaður þannig að ævintýrið heldur áfram. Örn skipti nýlega um skóla og stundar nám á nuddbraut Fjöl- brautaskólans við Ármúla. Þá er hann nýlega byrjaður að æfa sund að nýju eftir gott frí. „Framundan er Evrópumeistaramótið í Þýska- landi í desember. Þar keppi ég í 25 metra laug. Síðan tekur við Heims- meistaramótið í Barcelona næsta sumar. Þar mun ég keppa í 50 metra laug. Það verður æft að kappi og ekki síst fyrir Ólympíuleikana sem hefjast eftir 22 mánuði.“ Örn hefur þrisvar verið kjör- inn íþróttamaður ársins. Aðspurð- ur hvort hann ætlaði að taka titil- inn að nýju segist hann stefna ótrauður að því, jafnvel tvo eða þrjá til viðbótar. „Það er nauðsyn- legt að hafa sjálfsímynd og sjálfs- traustið í lagi. Þá verður að ríkja mikill metnaður og vilji hjá þeim sem keppa í íþróttum til að ná ár- angri. Það hefst ekki öðruvísi.“ Örn segir flesta sína vini tengj- ast íþróttum. „Ég hefði aldrei vilja missa af þessu samfélagi sem íþróttahreyfingin er,“ segir sundknappinn knái að lokum.  Örn Arnarson sundmaður er 21 árs í dag. Hann segist sjá sig tengdan íþróttum á einn eða annan hátt í framtíðinni Afmæli Ævintýrið heldur áfram Jóhann Sigurjónsson skáld ogrithöfundur lést árið 1919. Hann bjó lengst af í Danmörku og samdi leikrit, t. d. Fjalla-Eyvind og Galdra-Loft, en orti einnig ljóð, m. a. Sofðu unga ástin mín, Bikar- inn og Sorg sem er talið fyrsta óbundna ljóðið í íslensku. Borgarískjakar sáust á óvenju-legum slóðum, um 100 sjómíl- ur suðurvestur af Reykjanesi árið 1955. Lengstu viðureign íslenskrarskáksögu lauk með jafntefli eftir 183 leiki árið 1994. Þetta var skák Jóhanns Hjartarsonar og Jóns Garðars Viðarssonar á Skák- þingi Íslands í Vestmannaeyjum. Díana prinsessa af Wales ogvinur hennar Dodi Fayed, lét- ust í bílslysi í Place de l’Alma- undigöngunum í París árið 1997. Ökumaður bifreiðarinnar beið einnig bana. JARÐARFARIR 14.00 Margrét Eyjólfsdóttir, Víkurbraut 20, Höfn. Minningarathöfn fer fram í dag í Hafnarkirkju. Útför fer fram á mánudag frá Valþjófsstað- arkirkju í Fljótsdal kl. 14.00. 14.00 Björn Sigtryggsson, Framnesi, Skagafirði, verður jarðsunginn frá Flugumýrarkirkju. AFMÆLI Olga Guðrún Árnadóttir rithöfundur er 49 ára í dag. Örn Arnarson sundmaður er 21 árs í dag. ANDLÁT Grettir Gunnlaugsson byggingarmeist- ari, Kóngsbakka 13, Reykjavík, lést 28. ágúst. Halldór Steingrímsson, Skúlagötu 68, Reykjavík, lést 28. ágúst. Elínborg Þórðardóttir húsfreyja á Brúar- hrauni, Kolbeinsstaðahreppi, lést 28. ágúst. FÓLK Í FRÉTTUM GÍSLI SIGURÐSSON VIÐ ÍÞRÓTTAHÚSIÐ Lið Gísla í heimsmeistarakeppninni náði ekki góðum árangri. Það tapaði fyrir Ísrael 62-3, en stóð sig „vel“ gegn Færeyingum og skoraði heil átta mörk gegn 42 mörkum Færeyinganna. Maddaman heitir vefrit eittkennt Framsóknarmönnum, og hefur það fengið misjafna dóma. Maddaman á þó sína spret- ti. Nú hefur hún til dæmis lagt það á sig að finna ýmsum þing- mönnum störf í auglýsinga- mennsku ef þingmannsferillinn kynni að fara fyrir lítið. Maddam- an hefur reiknað út hvaða vörur eða þjónustu þingmennirnir gætu auglýst. Þannig þætti Davíð Odds- son tilvalinn í að lesa inn á megr- unarmyndbönd, enda sagt að þing- flokkur Sjálfstæðisflokks skjálfi á beinunum þegar hann byrstir sig. Steingrímur J. gæti varað við fíkniefnum og afleiðingum reyk- inga. Halldór Ásgrímsson gæti talað fyrir nýjungum frá Ömmu- bakstri eða ORA og Össur Skarp- héðinsson gæti auglýst nýtt sæl- gæti á markaðnum, orðið Góu- maðurinn eða Mónu-maðurinn. Guðjón Sigmundsson beturþekktur sem Gaui litli hyggur á framboð í komandi kosningum. Hefur hann látið hafa eftir sér að besta lausnin til að koma sínum málefnum á framfæri og veita þeim brautargengi sé að komast á þing. Þessir málaflokkar séu frek- ari rannsóknir á heilsu og þyngd- arfari barna og unglinga og fjár- veitingar þeim til handa. Sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur Gaui litli ekki ákveðið hvaða stjórnmálaflokkur henti best. Þá sé stór hópur manna sem myndi flykkjast á bak við hann. Hefur talan 5000 verið nefnd. Glöggir gestir á kaffiteríunni áHótel Loftleiðum veittu sér- staka athygli þremur mönnum sem þar voru í hádeginu í fyrra- dag og nutu hlaðborðsins. Var þar kominn Hannes „Hádegisverður- inn er aldrei ókeypis“ Hólmsteinn Gissurarson ásamt áheyrendunum Sigurði Helgasyni, forstjóra Flug- leiða, og Herði Sigurgestssyni, stjórnarformanni Flugleiða og fyrrverandi forstjóra Eimskips. Örugglega hefur Hannes sjálfur greitt uppsett gjald fyrir matinn sinn á Flugleiðahótelinu. MEÐ SÚRMJÓLKINNI Vegna frétta af meintum fjársvikum Bónusmanna skal ítrekað að þeir munu ekki vera einir á báti. Leiðrétting SVANASÖNGUR SUMARSINS Það var heldur óvænt sem birti til á fimmtudaginn og gerði einn auka sumardag upp úr þurru. Hann var vel sáttur við daginn þessi maður sem vann við lagningu þrýstilagnar á Kjalarnesinu. FRÉTTAB LAÐ IÐ /RÓ B ERT ÖRN ARNARSON Örn segist byrja afmælisdaginn á því að fara á sundæfingu. „Ætli ég hjálpi svo ekki mömmu í eldhúsinu og taki á móti vinum og frændsystkinum um kvöldið.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Doktor í ævilöngu keppnisbanni Gísli Sigurðsson ver í dag doktorsritgerð við Háskóla Íslands. Hann hefur enn ekki gerst sekur um afglöp í fræðunum, en hins vegar fyrirg- ert rétti sínum til að taka þátt í heimsmeistarakeppni í handbolta. Sigga litla var að moka ofan ívæna holu úti í garði þegar ná- granninn gægðist yfir grindverk- ið og spurði hvað í ósköpunum hún væri að gera. „Ég er að grafa gullfiskinn minn,“ svaraði Sigga. Nágranninn var fullur með- aumkunar en sagði samt: „Þetta er nú nokkuð stór hola fyrir einn lítinn gullfisk.“ „Það er vegna þess að hann er í maganum á kattarskrattanum þínum,“ svaraði þá Sigga litla.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.