Fréttablaðið - 31.08.2002, Blaðsíða 7

Fréttablaðið - 31.08.2002, Blaðsíða 7
7LAUGARDAGUR 31. ágúst 2002 STUTT Leynist ferð til LEGOlands í þinni fötu Það er 1-1000 að þú getur unnið glæsilega ferð fyrir 4. í Smáralind 1.499kr Tilboðin gilda á meðan birgðir endast. Í 50 fötum eru skemmtilegir vinnin gar: Glæsileg ferð til LEGOlands fyrir fj óra. Flug með Plúsferðum og gisting á hótel LEGOlands í 2 nætur. 50 LEGO öskjur að verðmæti 2.000-10 .000 kr. STOKKHÓLMUR, SVÍÞJÓÐ, AP 29 ára gamall karlmaður var í gær ákærður fyrir tilraun til flugráns eftir að byssa fannst í handfar- angri hans er hann var á leið um borð í flugvél á leið frá Stokk- hólmi til Lundúna. Maðurinn, sem er sænskur ríkisborgari en á ræt- ur að rekja til Túnis, var hluti af 20 manna hópi sem var á leið á múslimaráðstefnu sem halda átti í borginni Birmingham á Englandi. „Við teljum að hann hafi ætlað að ræna vélinni,“ sagði Ulf Palm, talsmaður lögreglunnar í gær. Ekki gat hann sagt nánar til um tilefni hugsanlegs flugráns eða hvers konar byssu var um að ræða. Sagði hann að verið væri að rannsaka hvort maðurinn tengist hryðjuverkasamtökum. Hópurinn sem ferðaðist með manninum var yfirheyrður í þónokkrar klukkustundir eftir handtökuna. Um var að ræða 18 fullorðna og tvö börn. Fólkinu hef- ur verið sleppt og er það ekki grunað um aðild að flugráninu. Öllum þeim 189 farþegum sem um borð voru í flugvélinni var gert að yfirgefa hana á meðan sér- sveit lögreglunnar gerði sprengjuleit í vélinni, sem var af gerðinni Boeing 737 frá flugfélag- inu Ryanair. Hinn handtekni á yfir höfði sér allt frá sex mánaða fangelsi til lífstíðarfangelsis verði hann fundinn sekur. Að söng lögregl- unnar hefur hann áður verið dæmdur fyrir þjófnað og líkams- árás.  Karlmaður handtekinn í Svíþjóð: Ákærður fyrir tilraun til flugráns FLUGVÉLIN Sænskir lögreglumenn standa við flugvélina frá Ryanair flugfélaginu á Västerås - flugvell- inum í Svíþjóð.. AP /M YN D FER AF MARKAÐI Húsasmiðjan skilaði hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins. Fyrirtækið mun verða af- skráð í Kauphöll Íslands. Yfirtaka og uppgjör: Húsasmiðj- an gerir upp í Kaup- höllinni VIÐSKIPTI Húsasmiðjan hefur sent frá sér 6 mánaða uppgjör. Fyrir- tækið verður fljótlega skráð af að- allista Kauphallarinnar. Nýir eig- endur hafa eignast yfir 90% hluta- fjár og samkvæmt reglum er nú- verandi hluthöfum skylt að taka yfirtökutilboði þeirra. Nái ein- stakur eigandi yfir 50% er honum skylt að bjóða í restina af hluta- fénu. Fari hluturinn yfir 90% er afgangi hlutahafa ætlað að taka tilboðinu. Hefur þeim hluthöfum sem eftir eru verið sent bréf þar sem farið er fram á kaup á geng- inu 19. Húsasmiðjan fór á markað árið 2000 og var útboðsgengið 18,35. Bréfin hafa því hækkað á tímabilinu um 3,5%. Afkoma Húsasmiðjunnar var betri fyrstu sex mánuði ársins en á sama tíma í fyrra. Munar þar mestu um mikinn viðsnúning fjár- magnsliða. Rekstrartekjur fyrir- tækisins jukust lítillega, en rekstrargjöld lækkuðu. Afkoman fyrir afskriftir og fjármagnsliði batnaði því örlítið milli ára.  Meirihluti sveitarstjórnarSkagafjarðar ætlar að selja hlutabréf sín í Norðlenskri orku ehf. Tilgangur fyrirtækisins er að vinna að uppbyggingu og rek- stri orkuvera á Norðurlandi ves- tra. Fyrirhuguð sala tengist á vissan hátt andstöðu meirihlutans við Villinganesvirkjun að sögn forseta Byggðarráðs. Málið var rætt á fundi Byggðarráðs Skaga- fjarðar í fimmtudag en af- greiðslu frestað. Bæjarstjórnarkosningar farafram í Borgarbyggð laugar- daginn 2. nóvember. Bæjarstjórn samþykkti að höfðu samráði við yfirskjörstjórn að efna á ný til kosninga þennan dag vegna ógildingar félagsmálaráðuneytis- ins. Búist er við að niðurstaða geti fengist fyrir þann tíma, í kærumáli Óðins Sigþórssonar. Hann kærði úrskurð ráðuneytis- ins um ógildingu kosninganna og fékk málið flýtimeðferð. Síamstvíburarnir frá Guatemala: Önnur stúlkan fór í aðgerð LOS ANGELES, AP Maria de Jesus, önnur síamstvíburastúlknanna frá Guatemala sem aðskildar voru á höfði í byrjun ágúst, fór í tveggja tíma aðgerð þar sem skurður á höfði hennar var hreinsaður auk þess sem rannsakað var hvernig höfuðið hefði jafnað sig. Þetta var fyrsta aðgerðin sem Jesus fer í eft- ir aðskilnaðinn. Systir hennar hef- ur þegar farið í þrjár aðgerðir. Læknarnir eru bjartsýnir á bata en segja fleiri aðgerða þörf. 

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.