Tíminn - 22.06.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 22.06.1972, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 22. júni 1972. TÍMINN 3 Stjórn Landssambands iðnaóarmanna, ásamt framkvæmdastjóra. Frá vinstri: l>órir Jónsson bifvélavirkjameistari, Ingvar Jóhannsson vélstjóri, Þorbergur Friöriksson málarameistari, Sigurður Kristinsson málarameistari, Vigfús Sigurösson húsasmiðameistari, Ingólfur Finn- bogason húsasmiðameistari, Gissur Sigurðsson húsasmiðameistari, Gunnar Björnsson húsasmiðameistari, Gunnar Guðmundsson rafverk- taki og Otto Schopka framkvæmdastjóri. Á myndina vantar Steinar Steinsson tæknifræöing. Iðnþing í Vestmannaeyjum bessa dagana eru fjörutiu ár liðin siðan fyrsta iðnþing ts- lendinga var haldið og Lands- samband iðnaðarmanna stofnað. Iðnþing stendur nú yfir, hið 34. i röðinni, og er það til hátiða - brigða haldið i Vestmannaeyjum. Má það til tiðinda teljast, að landsþing, svo fjölmennra sam- taka skuli haldið utan Reykja- vikur, Iðnþingið var sett i gær i sam komuhúsinu i Vestmannaeyjum, en að öðru leyti verða þingfundir haldnir i Akogeshúsinu. Meöal þeirra mála, sem þar verða rædd, eru fræðslumál og tæknimenntun, fjármál og tolla- mál iðnaðarins, heildarskipulag á félagssamtökum iðnmeistara, iðnaðardagur og bókhald iðn- meistara og iðnfyrirtækja. Loks verður gerð grein fyrir störfum nefnda, sem fjallaö hafa um járn- iðnað og húsgagnaiðnaö i fram- haldi af athugunum, er gerðar voru á þessum iöngreinum aö til- hlutan iðnþróunarsjóðs á siðasta ári. Fulltrúar á þinginu eru um eitt hundrað, og mun þvi ljúka á laugardaginn. „RAGNAR I SMARA” FÆREYJAGEFURHAND- RITASTOFNUN BÆKUR Jónas Kristjánsson forstöðumaður Árnastofnunar virðir fyrir sér bókagjöfina frá Emil Thomsen (t.h.). „Þessar bækur munu spara starfsmönnum hér marga ferðina niður á Landsbókasafn”, sagði Jónas Kristjánsson. SJ-Reykjavik ,,Ég hef alltaf haft áhuga á bók- um. Það er svo litið gert fyrir bækur i Færeyjum. Þess vegna sneri ég mér að bókaútgáfu.” Svo fórust Emil Thomsen orð á blaða- mannafundi i Arnastofnun i gær, en hann er mikilvirkasti bókaút- gefandi i Færeyjum, þótt fá ár séu Iiðin frá þvi að hann byrjaði útgáfustarfsemi, en það var 1968. Emil Thomsen starfar einnig að verzlun og viðskiptum, flytur m.a. inn rafmagns- og vefnaðar- vörur, hann er þvi eins konar „Ragnar i Smára” frænda okkar Færeyinga. Hingað er hann kom- inn færandi hendi, og i gær af- henti hann Árnastofnun að gjöf um 75 merkisrit færeysk. Flestar bókanna hefur hann gefið út sjálf- ur, en átt hlut að útgáfu annarra eða hefur þær i umboðssölu. Ann- að erindi Emils Thomsens hingað var að athuga möguleika á að láta prenta færeyskar bækur hér á Is- landi, en hann á mörg handrit i fórum sinum, sem hann fær ekki prentuð og unnin i Færeyjum. Meðal bóka þeirra, sem Emil Thomsen gaf Arnastofnun, eru ljósprentanir af bókum, blöðum og timaritum, sem mest áhrif hafa haft á færeyska menningu og ritmál, og var það flest orðið ófá- anlegt fyrir löngu, en auk þess ýmsar merkar bækur um at- vinnulif i Færeyjum, sögu, byggðasögu o.fl. bað er merkilegt við þessa útgáfustarfsemi, að ýmsar bókanna hafa komið út i 2000-3000 eintaka upplagi, og megnið af þvi hefur almenningur i Færeyjum keypt, en þetta er jafnstórt upplag og góðar sölu- bækur er gefnar út i hér á landi með 5-6 sinnum stærri þjóð. Meðal útgáfubóka Emils Thomsens eru verk Hammers- haimbs, mikils metins fræði- manns, sem var i raun faðir fær- eyska ritmálsins: svo sem Fær- ösk Anthologi, það er symsóOK færeyskra bókmennta, kvæði, þjóðsögur, þjóðlifslýsingar, mál- fræði, orðasafn o.fl. mjög merkt rit og ómissandi þeim, sem fást við norræn fræði, en hefur lengi verið ófáanlegt. barna eru einnig 38 bindi af færeyska timaritinu Varðinn, sem enn kemur út, og er ætlað almenningi til skemmtunar og fróðleiks, ennfremur margar bækur eftir rithöfundana Hans Andreas Djurhuus og Heðin Brú, og fleira og fleira. Meðal bókanna, sem Emil Thomsen hefur gefið hingað til lands, er frumútgáfa af Dagbók- um Stanley-leiðangursins til Fær- eyja og tslands, en þær hafa hvergi verið prentaðar áður. Þar er einnig ný eðlisfræði á fær- eysku, sem er afrek út af fyrir sig i nýyrðasmiði á færeysku. Og þótt af mörgu sé að taka, viljum við loks nefna Heimskringlu, Laxdælu og Njálssögu i þýðingu Bjarna Niclasens kennara og stjörnufræðings. Einhverjar þessara bóka fást hér i bókaverzlunum, og i ráði er að auka framboð á þeim. Ekki var neitt afráðið um prentun fær- eyskra bóka hér i gær, en Emil Thomsen fer héðan i dag heim til Færeyja. Brezk og þýzk skip skemma veiða rfæri ÖV-Reykjavik Vestfirskir bátar, sem nú eru á grálúðuveiöum- 35-50 milur út af Barða, hafa orðið fyrir þvi aö undanförnu, að erlendir togarar, mestmegnis brezkir og þýzkir, hafa vaðið yfir linur þeirra, slitið þær upp og eyðilagt. Fréttamaður Timans ræddi i gær við Gisla Kristinsson skip- stjóra á Framnesi frá Þingeyri, sem nú er staddur á grálúðu- miðunum og sagði hann, að al- varlegast hefði þetta verið á mánudaginn. — Lóðirnar okkar liggja á botninum, sagöi Gisli, — þannig að ég held að þeir hljóti að vera með botntroll. Ég veit ekki nákvæmlega hve mikið eyöi- lagðist vegna þess, en nógu mikið var það samt. Viö lágum uppi við baujurnar þarna um daginn, en þeim er andskot — anssamaum það, þeir vaöa beint yfir. Og við getum ekkert gert, hélt Gisli áfram. — Ef við værum eitthvað skárri i málinu, þá gætum við kannski reynt að tala við þá, en ég reikna nú ekki með, að það hefði mikiláhrif. Gisli sagði, að lokum, að sem stæði væru engin erlend veiðiskip i námunda við bátana, en aldrei væri að vita hve nær þeim dytti i hug að koma aftur. 38 laxar úr Víðidalsá. Viðidalsá var opnuð 15. júni s.l. Fyrsti veiðihópurinn fékk 20 laxa, og hópurinn sem var við veiðar i ánni til hádegis i gær, fékk 18. Þessar upp- lýsingar fengum við hjá Gunn- laugu Hannesdóttur i veiði- húsinu við ána. Gunnlaug sagði, að bæði væri veitt á maðk og flugu, aðallega þó á maðk. Stærsti laxinn sem veiðzt hefur, er 14 pund og hálfu betur. 6 stangir eru i ánni. Einn og einn úrLaxá i Þing. Samkvæmt upplýsingum Kolfinnu Sigtryggsdóttur i veiðihúsinu við Laxá i S-Þing., veiddust 3 laxar á stöng i ánni i fyrradag og bara einn daginn áður. Fyrir hádegi i gær var búið að veiða 3 laxa. Sagði Kolfinna, að það hefði einn veiðimaður gert, Jóhannes Kristjánsson. Kona úr Keflavik fékk 17 punda. Elsa Jónsdóttir i veiðihúsinu við Laxá i Kjós, sagði i simtali við okkur i gær, að nú væri bú- ið að veiða um 60 laxa i ánni. 5 hefðu veiðzt fyrir hádegi i gær, en aðeins 2 i fyrradag. Þá veiddist 17 punda lax i ánni, og hann mun kona Ólafs Björnssonar i Keflavik hafa fengið, a.m.k. taidi Elsa aö svo hefði verið. Mest er veitt á maðk i ánni, þó að útlend- ingarnir sjálfum sér likir og nota fluguna. „Með því líflegra sem maður hefur séð" — Þetta er með þvi liflegra, sem maður hefur séð, sagöi Ásgeir Ingólfsson hjá Stanga- veiðifélagi Reykjavikur við okkur i gær, um veiðarnar i Elliðaánum. Bætti Ásgeir þvi við, að i ánum hefði sézt meira af laxi en um langt skeið. Þeir feðgar Ásgeir og Ingólfur Árnason veiddu i ánni fyrir hádegi i gær og fengu fjóra 10, 11, 12 og 13 punda. 1 fyrradag veiddust 9 laxar og 8 fyrir há- degi i gær, á stangirnar 3, sem leyfðar eru i ánni til 10. júii, en eftir þaö verða þær 4. Er að ganga i Miðf jarðará. — Veiðimennirnir segja, að laxinn sé að ganga i ána, sagði Hulda ráöskona i veiðihúsinu við Miðfjarðará, er við simuð- um þangað noröur i gær- kvöldi. Hulda sagði okkur enn- fremur að undanfarið hefði verið fremur litið vatn i ánni, en nú væri það að aukast. Á hádegi i gær var veiði- hópurinn, sem fer frá ánni i dag, búinn að fá 11 laxa, og hafa þá veiðzt um 50 laxar i ánni það sem af er veiðitiman- um. Fiskurinn, sem veiði- hópurinn hefur fengið, er 7-12 punda, hann var einvörðungu veiddur á maðk. Kalsaveður var þar nyðra i gær, að sögn Huldu. -EB Að berjast um sæti á vinsældalistanum Bergur Sigurbjörnsson skrifaði nýlega grein í Nýtt land, sem bar fyrirsögnina: Aö berjast um sæti á vinsldá- listanum. Bergur segir I upp- hafi: „Við erum orðnir svo „for- framaöir” á þessum siðustu og beztu timum, aö stór hluti þjóöarinnar fylgist meö bar- áttu stjarnanna I „poppheim- inum” um sætin á vinsælda- listanum i London, Parfs og New York. Ekki er eins vist, að viö ger- um okkur fulla grein fyrir þvl, meö hvaöa meðulum þessi barátta er háö, né öllu þvl til- litsleysi til mannlegra eigin- leika og umgengnishátta, sem er orkugjafi I þeim kapp- akstri” Þá segir Bergur ennfremur: „Ef stjórnvöld þjóöar, (ein- stakir ráöherrar, þingmenn og embættismenn á launum hjá almenningi og i þjónustustörf- um fyrir hann), fara aö lita á stjórnun þjóðfélags eins og persónulega baráttu um efstu sætin á vinsældalistanum i „poppheiminum”, þar sem hver einstaklingur einleikur tillitslaust til aö upphefja sjálfan sig á kostnaö leiksins, og notar til þess hvert tæki- færi, fjölmiöía og annaö, er fullvíst, aö ill örlög og mikil vandræöi biöa þeirrar þjóöar á næstu grösum. Stjórnun þjóöfélags, ekki sizt ef um er að ræöa fjárvana og ósköp vanburöugt þjóö- félag, hlýtur samkvæmt eðli máls og öllum lifslögmálum aö kalla oftar vanþakklæti og óvinsældir yfir góöa stjórn endur, en aö afla þeim þakk- lætis og vinsælda, einfaldlega vegna þess, hve möguleikar- nir til aö gera vinsæla hluti, fullnægja vinsælum óskum og yfirspenntum kröfum, eru fáir og smáir. Tillitslaus barátta eins manns eöa nokkurra i stjórn- unarkerfinu um efstu sætin á vinsældalistanum og allur ein- leikur i þvi efni, jafnvel þegar um góð mál er aö tefla, hlýtur óhjákvæmilega aö bitna á öör- um góöum málum og öörum mönnum i þvi knattspyrnuliði, sem stjórnarmeirihluti i sjálfu sér er.” Formaður í forföllum i gær vakti Þjóöviljinn athygli á þvi, aö Jóhann Haf- stein væri i einskonar felum hjá Sjálfstæöisflokknum. Þjóöviljinn sagöi: „Sjálfstæöismenn hafa efnt til funda viöa, og hafa aðal- ræðumennirnir verið þeir Geir Hallgrimsson og Ellert Schram. Hinsvegar er meö- feröin orðin slik á formannin- um Jóhanni Hafstein, aö hann fær hvergi að koma fram. Morgunblaöiö leitar til Geirs, þegar túlka á sjónarmiö flokksins i einstökum málum — Jóhann er einskonar for- maöur i forföllum meöan valdabaráttan milli Gunnars og Geirs er enn óútkljáö”. Þ.Þ. Landhelgi Senegal 110 mílur SJ-Reykjavik. Bræöur okkar i Afriku, Sene- galsmenn, hafa heldur betur skötið okkur ref fyrir rass i land- helgismálum. Þann 11. april s.l. samþykkti þing landsins, að fisk- veiðilögsagan skuli vera 110 mil- ur og mælist frá takmörkum 12 milna landhelgi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.