Tíminn - 22.06.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 22.06.1972, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Fimmtudagur 22. júni 1972. Níræð brúður í Reykjavík Frásiign Timans fyrir nokkru af brúökaupsferft þeirra Ivu og Jóns Sigurössonar frá (Jnaósi, hrúógumans aldna, er brá sér beim eftir sjötiu ára dvöl á er- lendri grund, hefur vakih mikia athygli. Flciri en cinn og fleiri en tvcir efta þrir hafa hringt til hlaftsins til þess ah spyrjast fyrir um brúfthjónin, og mehal þcssa forvitna fólks eru menn, sem ekki cru áskrifendur ah blahinu. heldur hafa frétt um frásögnina og lesið hana hjá nágrönnum sinum. Vió þetta spjall allt hefur rifjazt upp, hvah menn vila dæma um aldurhnigiö fólk, sem gengið hefur i hjónahand. Ilér segjum við frá einu sliku. Nú kunna lesendurnir að imynda sér, að við höfum grafið upp einhvern eða einhverja , sem gengið hefur eldri að altarinu en Jón Sigurðsson. En svo er ekki, þótt á hinn bóginn se alls ekki fortakandi, að slikt dæmi finnist, ef nógu vel er leitaö. Við höfum komizt þaö lengst að finna brúði, sem vantaði sem næst fjörutiu daga upp á nirætt — og hafði ekki l'yrr gengið i hjónaband. Þessi kona giftist hér i Keykjavik fyrir nokkurn veginn nákvæmlega hálfri öld. Þetta ætlum við nú að hafa til Irásagnar. En hver veit nema á morgun eða hinn daginn hringi cinhver lesandi, sem minnist dæmis um eldri brúði eða brúð- guma. En hitt er lika hugsanlegt, að Jón Sigurðsson standi uppi sem islenzkur methafi allra alda meðal islenzkra brúðguma, sem nú er kleift að leita uppi og full- vissa sig um aldur á. Sagan befst i Flóanum Þessi saga, sem við ætlum að segja i dag, hefst austur i Flóa, er rösklega þrir tugir voru liðnir af nitjándu öldinni. Þá var að Mikla- hollshclli maður sá, er hét Hann- es Þorleifsson og átti að konu Sól- veigu Benediktsdóttur, prests- dóttur frá llraungerði, nálrænka Jóns Eirikssonar konferensráðs og systur séra Sveins Benedikts- sonar á Mýrum i Alltaveri og Brynjólfs Svenzons, sem siðast var sýslumaður i Borgarfjaröar- sýslu, Sólveig missti ‘mann sinn ung og giftist aftur öðrum sveit- unga sinum, Gisla Jónssyni. Bjuggu þau að Stóru-Keykjum. Var Sólveig amma Gisla Jo'ns- sonar, sem þar bjó i marga ára- tugi á fyrri helmingi þessarar aldar. 4. nóvember 1832 fæddist þeim Sólveigu og Hannesi i Miklaholts- helli dóttir, sem var nefnd Oddný eltir ömmu sinni Oddnýju Helga- dóttur frá Hliði á Álftanesi — gömlu prestmaddömunni i llraungerði. Þar er komin fram á sjónarsviðið sú kona, sem giftist i lyrsta skipti nálega niræð haustið 1922. Samveruár á Stóru-Keykjum Á sama skeiöi og þau Gisli og Sólveig bjuggu á Stóru-Reykjum var systir Sólveigar, Guðrún að nafni, húsfreyja i Króki i Hraun- gerðishreppi. Maður hennar hét Oddur Jónsson. Þótt Guðrún væri nokkru eldri en Sólveig, voru börn hennar yngri, og meðal hinna yngslu var drengur, sem hét Oddur, fæddur 19. janúar 1848. Fluttist hann ungur með foreldr- um sinum og systkinum að Flögu, þar sem móðir hans dó, er hann var um það bil átta ára. Oddur Jónsson hélt áfram búskap ekkill, og fermdist Oddur, er hann hafði aldur til með allgóðri kunnátttu. Sextán ára gamall fór hann að heiman i vinnumennsku, og þá að Stóru-Reykjum, þar sem hann var siðan óslitið i tólf ár. Sat þeim árum, er hún var ung.þótt það sé nú orðið alsiða, enda stórum meira harðræði þá en nú, er fararbúnaður og aðbúnaður allur var miklu lakari. En ekki virðist hreysti Oddnýjar hafa beðið neinn hnekki við þá vosbúð, er hún hefur áreiöanlega oft orðið að þola, bæði i fjallferðum og þess utan, þvi ekki skorti mikið á að hún næði tiræðisaldri. Mun enn hér i Reykjavik margt manna, sem man Oddnýju á efstu árum henn- ar, og hið sama er sjálfsagt að segja um ýmsa Árnesinga, er haldið hafa kunningsskap við hana, þótt hún flyttist brott úr heimahéraði sinu. Sambúð án vigslu Þau kynni, sem tókust á Stóru- Reykjum með þeim Oddnýju og Oddi, urðu endingargóð, þrátt fyrir riflega fimmtán ára aldurs- mun. Þau skildu aldrei eftir sam- Miklaholtshellir, þar sem brúðurin niræða fæddist. nema rúmlega sjötugur. Oddný var aftur á móti hin ernasta. Loks varð bústýrustarfið henni samt helzt um megn, er hún nálgaðist nirætt. Alla ævi hafði Oddur stundað erfiðisvinnu, og ekki orðið höku- feitur af. Hin siðustu höfðu þau Oddný orðið að þiggja sveitarstyrk, er þá þótti hvorki Slóru Itcykir, þar sem þau frændsystkin kynntust I öndverðu — þar hafa hús verið lágreistari þá. Oddný Hannesdóttir heima ógefin allan þennan tima. Hún hefur þvi verið komin fast að þritugu, er þau systrabörnin, Oddur og hún, voru fyrst samtiða á bæ, en komin yfir lertugt, er dvöl þeirra á Stóru-Reykjum lauk. Tápmikil stúlka Oddný Hannesdóttir var af- burða dugleg, og munu til skamms tima hafa gengið meðal manna sögur um atorku hennar, þótt nú sé sennilega farið að fyrn- ast yfir þær. Var það eitt með öðru, að hún fór i göngur, sem þó mun hafa verið næsta fátitt á veruna þar. En þau giftust ekki, hvað sem valdið hefur. Árið 1884 fluttust þau til Reykjavikur og áttu heima á Sel- landi, sem Sellandsstigur er kenndur við. Siðan fluttust að þau að Lindarbrekku, er var i grennd við núverandi Holtsgötu, en áttu siðan lengi heima i húsi, er kallað var Skuld en mun oröið Fram- nesvegur 25, er fram i sótti, þegar götuheiti og húsnúmer komu i staö hinna eldri nafna þar vestur frá. Oddur var mjög þrotinn að heilsu og kröftum, er kom fram um 1920, þótt ekki væri hann skemmtilegt að taka við né var ætiö með ljúfu geði veittur. Klliheimiliö viö Kaplaskjólsveg Um þessar mundir var mjög til umræðu stofnun elliheimilis i Reykjavik. Áhugamaður um þessi efni, Jón Jónsson beykir, hét að gefa fimmtán þúsund krónur i þvi skyni og safna siöan meira fé eftir getu, ef stjórn félags þess, sem kallaðist Sam- verjinn, tæki að sér að hrinda málinu i framkvæmd. 1 byrjun septembermánaðar 1922 var svo keypt i þessu skyni steinhús eitt rétt vestan svonefnt Sauðagerðis- LAUGARDAGS LOKUN Eftirtaldar mjólkurbúðir Mjólkursamsöl- unnar verða lokaðar á laugardögum fyrst um sinn frá og með næsta laugardegi: Alfheimum 2, Dunhaga 20, Arnarbakka 4, Grensásvegi 46, Brekkulæk 1, Háaleitisbraut 68, Laugarásvegi 1, Itofabæ 9. ISAL Skrifstofustúlka Óskum eftir að ráða skrifstofustúlku, nokkurra ára starfsreynsla er nauðsyn- leg, ásamt góðri ensku og þýzku kunnáttu. Ráðning nú þegar eða eftir samkomulagi. Þeim, sem eiga eldri umsóknir hjá fyrirtækinu,er bent á aö hafa samband við starfsmannastjóra. Umsóknareyðublöð fást hjá bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar, Austurstræti, Reykjavik og Bókabúð Oli- vers Steins, Hafnarfirði. Umsóknir óskast sendar eigi siðar en 30. júni 1972 i póst- hólf 244, Hafnarfirði. ÍSLENZKA ALFÉLAGIÐ H.H. STRAUMSVÍK tún. Það var Grund við Kapla- skjólsveg — gamla Grund, þar sem seinna var barnaheimilið Vesturborg. Forstöðukona var ráðin Maria Pétursdóttir. Svefnstofur voru átta og talið, að þarna rúmuðust tuttugu og þrir. Þröngt mun þó hafa verið setinn bekkurinn og færra til þæginda en nú er orðið i viðlika stofnunum. Hin siöferöilega alvara Meðal þeirra, sem sannarlega þóttu eiga það skilið að fá þarna skjól og aðhlynningu, voru hjóna- leysin Oddur Oddson og Oddný Hannesdóttir. En þó var hængur á og illur þrándur i götu: Þetta var óvigð sambúð hjá þeim. Þessi sið- ferðisskortur hafði þeim að visu haldizt uppi býsna marga ára- tugi, bæði austan fjalls og vestan, en nú vöknuðu menn upp til um- þenkingar um það, að svo mætti ekki lengur til ganga. Sem sagt: Ef þau áttu að kom- ast inn i elliheimilið nýstofnaða og búa þar saman i herbergi urðu þau hjón að heita fyrir guði og mönnum. Og þannig atvikaðist það, að það komst loks i verk, er svo lengi hafði undan dregizt. Brúðkaup án brúðkaupsferðar Sex fyrstu vistmennirnir komu á Grund 27. október, og sunnudaginn 29. október voru Oddur og Oddný gefin saman, hann sjötiu og fjögurra ára og hún komin fast að niræðu, samkvæmt leyfisbréfi útgefnu 22. september. Svaramenn voru Jónas Jónsson lögregluþjónn og Jón Jónsson beykir. Að athöfn lokinni var dálitið kaffigildi, svo sem vera bar. Siöan tóku hveitibrauðsdag- arnir við, en brúökaupsferð mun engin hafa verið farin. Þannig er sagan um elztu, islenzku brúðina, sem við höfum enn spurnir af. Ævilokin á Grund Þetta varð fremur stutt hjóna- band. Oddur dó 5. janúar 1924. En Oddný var enn ern, og hún liföi þó nokkur ár ekkja. Hugsunin var næsta skýr, þrátt fyrir háan aldur, Hiin hafði svo sem áður var sagt, aldrei rik verið fremur en þorri þess fólks, sem hafði ofan af sér, við erfiðisvinnu i Reykjavík um hennar daga. Þess vegna var það talsvert framlag, er hún gaf þeirri stofnun, sem veitti henni húsaskjól, tiu krónur einn af- mælisdaginn sinn. Jafnframt mælti hún svo fyrir, að ef henni bærust peningar i afmælisgjöf, skyldu þeir verða sérstakt Oddnýjarframlag til nýs og veg- legra elliheimilis. Nú var Oddný orðin meira en hálf-tiræö, en það þrek hafði hún, að hún klæddist jafnan. Það var loks i árslok 1928 eða ársbyrjun 1929, að henni varð það um megn, og var hún þó hálfundrandi á þvi, hver skollinn væri farinn að baga hana svo, að hún kæmist ekki á ról. Oddný komst ekki framar á fætur. Hún andaðist 8. febrúar 1929, þremur mánuðum betur en niutíu og sex ára, og hafði þá um skeið verið meðal elztu ibúa Reykjavikur. J.H..

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.