Tíminn - 22.06.1972, Blaðsíða 14

Tíminn - 22.06.1972, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Fimmtudagur 22. júni 1972. Hefnd ungfrú Kitty Winter „Hann hefur smekk og venjur, sem kosta mikið fé. Hann hefur yndi af hestum. Fyrir skömmu tók hann þátt i póló- hestakeppni i Hurtingham, en þá gaus þar upp kvittur umævintýriðfrá Prag, svo að honum tannst ráðlegast að hverfa á brott. Hann safnar bókum og málverkum. Hann er i eðli sinu töluvert listhneigður, ég held.að hann sé töluvert þekktur fyrir bók sina um kinverska leir- kerasmiði og postulinsiönað”. „Fjölhæfur maður”, sagði Holmes. „Svo er um flesta mikla við- sjármenn og glæpaseggi. Gamall kunningi af þvi tagi, Charlie Peace, var fiðlusnillingur. Wainwrigt var einnig allmikill listamaður, og ég gæti nefnt marga fleiri slika. Nú, Sir James, þér megið segja þeim, er þér starfið fyrir að ég snúi at- hygli minni að Gruner baróni. Meira get ég ekki sagt. Ég hef ýmis ráð til að afla upplýsinga, og ég vona fastlega, að unnt verði að greiða úr þessu máli”. Holmes sat lengi i þungum hugsunum eftir að gestur okkar var farinn. Virtist svo sem hann hefði alveg gleymt þvi, að ég var þarna. Loks var svo sem hann vaknaði af draumi og kæmi til sjálfs sin. „Nú, Watson, hvað sýnist þér um þetta?” „Ég held, að þú ættir að fara á fund hinnar ungu dömu sjálfrar.” „Góði Watson minn, ef hinn gamli harmþrungni faðir hennar getur engu áorkaö viö hana, hvernig væri ég þá nokkurs megnugur, alveg óþekktur Verkamenn - Iðnaðarmenn Vegna stækkunar Áliðjuversins i Straumsvik, eru um 100 störf laus til um- sóknar,umsækjendur þurfa að geta hafið vinnu i byrjun ágúst, eða eftir samkomu- lagi. Við leitum eftir mönnum i: Kerskála Kersmiðju Skautsmiðju Steypuskála Flutningadeild Véla- og fartækjaverkstæði Þeim, sem eiga eldri umsóknir hjá fyrirtækinu,er bent á að hafa samband við starfsmannastjóra. Umsóknareyðublöð fást hjá bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar, Austurstræti, Reykjavik og bókabúð Olivers Steins, Hafnarfirði. Umsóknir óskast sendar eigi siöar en 7. júli 1972 i pósthólf 244, Hafnarfirði. ÍSLENZKA ÁLFÉLAGIÐ H.F. STRAUMSVÍK maður. En eitthvað er samt til i þessu, ef allt annað bregzt. Ég held þó að við veröum að taka máliö upp á öðrum vettvangi. Hver veit, nema Shinwell Johnson gæti oröið að einhverju liði”. Til þessa hef ég ekki haft tæki- færi til að nefna Shinwell Johnson. Fyrstu árin eftir alda- mótin var hann mikilsverður að- stoðarmaður Holmes. Mér þykir leitt að segja frá þvi, að i fyrstu var þessi maður ótindur þorpari og hafði tvisvar gerzt brotlegur við lögin. Hann sá þó lóks að sér og gerði félag við Holmes og varð aðstoðarmaður hans. Hann gat ferðazt um undirheima Lundúna, og gat oft aflað og gefið Holmes mikilsverðar upplýsingar. Þar sem kunnugt var um þessi lögbrot hans, átti hann greiðan aðgang að næturklúbbum, spilahúsum, og slikum samkomuhúsum ýmissa misindismanna. Þar sem hann var glöggskyggn og eftir- tektarsamur, var hann tilvalinn til aö njósna og afla upplýsinga. Til þessa manns hafði nú Sher- lock Holmes ákveðið að leita. Mér var ómögulegt að fylgjast með starfsferli vinar mins stig af stigi, þvi að sjálfur hafði ég em- bættisskyldum að gegna. En ég hitti hann samkvæmt umtali eitt kvöld i Simpsons-kránni, þar sem hann sat við litið borð úti við gluggann og virti fyrir sér fólks- strauminná strætinu. Hann sagði mér þá frá nokkru þvi, sem borið hafði við. „Johnson er á veiðum”, sagði hann, „Vel má vera, að hann geti grafið upp eitt- hvað, er máli skiptir þarna i undirheimunum, þvi að þar eiga glæpir þessa manns áreiðanlega rætur sinar. „En vilji nú ungfrúin ekki hlýða á nein rök eða fortölur, að hverju gagni kæmi þá, þótt þú færir fram ný rök og nýjar sannanir?” „Hver veit, Watson. Hugur og hjarta konu er oft torráðin gáta fyrir oss karla. Konur eiga til að fyrirgefa þyngstu sakir, ef slfkar sakir eru kænlega útskýrðar og afsakaðar. Aftur á móti geta smærri yfirsjónir stundum valdið alvarlegur árekstrum. Gruner barón lét þau orð falla við mig...” „Talaðir þú við hann?” „O, já, það gerði ég reyndar. Ég sagði þér ekki áður, að ég hefði það i hyggju. En, Watson, Mér fellur bezt að koma til móts við andstæðinginn. Ég vil sjá hann augliti til auglitis og reyna að sjá, hvernig hann er gerður. Þegar ég hafði gefið Johnson sinar fyrirskipanir, tók ég hest- vagn út til Kingston og hitti bar- óninn i bezta skapi.” „Vissi hann hver þú varst?” „Það hlaut hann að vita, þvi að ég sendi nafnspjald mitt á undan mér sjálfum. Þetta er prýðilegur andstæðingur, iskaldur i aðra röndina, en mjúkmáll og þýður að öðru leyti og slægur sem högg- ormur i hvivetna. Hann hefur vissa tegund menningar, segja má að hann sé glæpa- aðals- maður. Já, mér þykir vænt um að hafa komizt i kynni við Adelbert Gruner barón”. „Þú segir, aö liann hafi verið vingjarnlegur og þýður i við- móti?” „Hann minnti helzt á malandi kött, sem hefur veður af mús i nánd, þýðleiki og bliðmæli sumra manna getur verið hættulegra en 1135. Lárétt 1) Angan.- 6) Hár.- 8) Miðdegi.- 9) Kassi,- 10) Bók- stafi.- 11) Sefi.- 12) Egg.- 13) Enn,- 15) Undin,- Lóðrétt 2) Klókur,- 3) 1050.- 4) Hár- inu.- 5) Spotti,- 7) Skæla.- 14) Strax.- X Ráðning á gátu Nr. 1134 Lárétt 1) Dagar.-6) Lén,- 9) Ala,- 9) Dós,- 10) Bil.- 11) Góa,- 12) Eta,- 13) Mág.- 15) Hasar,- Lóðrétt 2) Alabama,- 3) Gé,- 4) Andlega.- 5) Garga,- 7) Ósk- ar.- 14) Ás.- HVEIL 11 u FIMMTUDAGUR 22. júní 7.00 Morgunútvarp 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar 12.25 Fréttir og veðurfregnir Tilkynningar. 13.00 Á frivaktinni 14.30 Siðdegissagan: „Einka- lif Napóleons” eftir Octave Aubry Magnús Magnússon islenzkaði. Þóranna Grön- dal les sögulok (20). 15.00 Fréttir. Tilkynningar. 15.15 Miðdegistónleikar: Gömul tónlist 16.15 Veðurfregnir. Létt lög. 17.00 Fréttir. Tónleikar. 17.30 „A vori lifs i Vinarborg” 18.00 Fréttir á ensku 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Nýja sálmabókin Séra Sigurjón Guðjónsson fyrr- um prófastur flytur synoduserindi. 20.05 Einleikur i útvarpssai: Agnes Löve leikur á pianó Partitu nr. 6 eftir Johann Sebastian Bach. 20.40 Leikrit: „Þú ferð áreiðanlega, Marie-Louise,, eftir Göran Norström 21.10 Strausshljómsveitin i Vinarborg leikur 21.45 Ljóöalestur Kristinn Reyr skáld les úr bókum sinum. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „Gömul saga” eftir Kristinu Sigfúsdóttur Ólöf Jónsdóttir les (21). 22.35 Dægurlög á Norðurlönd- um 23.20 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. FASTEIGNAVAL SkólavörBustíg 3A. II. hæð. Símar 22911 — 19253. FASTEIGNAKAUPENDUR Vanti yður fasteign, þá hafið samband ivið skrifstofu vora. Fasteignir af öllum stærðum og gerðum fullbúnar og í ismíðum. FASTEIGNASELJENDUR Vinsamlegast látið skrá fast- eignir yðar hjá okkur. Áherzla lögð á góða og ör- ugga þjónustu. Leitið uppl. um verð og skilmála. Maka- skiptasamn. oft mögulegir. Önnumst hvers konar samn- ingsgerð fyrir yður. Jón Arason, hdl. Málflutningur - fasteignasala Blóm, blómakassar og ker allt eftir eigin vali að Brekkustlg 15 b. SKILTI á grafreiti og krossa. Flosprent s.f. Nýlendugötu 14. Simi 16480. Oræðum laudið geymum fé BÍNAÐARBANKI ÍSLANDS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.