Tíminn - 22.06.1972, Blaðsíða 19

Tíminn - 22.06.1972, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 22. jiini 1972. tíminist * 19 Erlendnr Framhald af bls. 11. Samvinnutrygginga og Starfs- mannafélag Oliufélagsins. Allmiklar endurbætur voru gerðar á húsinu, er miðuðust við þá félagsstarfsemi, sem þar skyldi fara fram. Húsið var svo vigt og afhent aðildarfélögunum þann 3. júni 1971. Var félagsheimilinu gefið nafnið: „HAMRAGARÐAR”. Allmikil félagsstarfsemi hefur verið i Hamragörðum, siöan félagsheimilið var tekið i notkun. Samkvæmt skýrslu hússtjórnar voru á timabilinu 3. júni 1971 til 15. mai 1972 haldnir 130 fundir eða samkomur i Hamragörðum. Samkomur þessar voru að vonum misjafnlega vel sóttar, enda veitist æði erfitt að halda uppi félagsstarf- semi nú á timum, þegar sjónvarp og margvislegir skemmtistaðir draga til sin fólk. Það kemur fram i skýrslu hússtjórnar, að þátt- takendur á hinum 130 fundum og samkomum voru samtals 2285. Þá ber þess að geta, að forstjóri og sérhver framkvæmdastjóri héldu i Hamragörðum fundi með starfs- fólkinu. Þannig voru á s.l. ári og það sem af er þessu haldnir 8 slikir fundir. A fundum þessum skýrðu forstjóri og framkvæmdastjórar frá rekstri og málefnum Sam- bandsins og kaupfélaganna og svöruðu fyrirspurnum frá starfs- fólki. Þá var á s.l. ári ákveðið, að fram- kvæmdastjórnin skyldi halda fundi með fulltrúum starfsfólksins. Einn slikur fundúr hefur verið haldinn með stjórn Starfsmannafélagsins i Reykjavik. Eru slikir fundir ráð- gerðir einnig með fulltrúum starfs- manna i verksmiðjum Sambands- ins á Akureyri. Þessir fundir stjórnenda með starfsfólki eiga að auka gagn- kvæman skilning milli aðila.# Á slikum fundum gefst starfsfolki kostur á að fræðast um starfsemina og einnig að koma á framfæri sjónarmiðum sinum. Að lokum skal minnzt á útgáfu fréttabréfs, SAMBANDSFRÉTTA, sem byrjað var að gefa út á s.l. ári. Fréttabréfiö er Sent starfsfólki, trúnaðarmönnum i kaupfélögun- um, svo og fjölmiðlum. Þetta hefur mælzt vel fyrir og hefur stuðlað að þvi, að starfsfólk fær reglulega margvislega vitneskju um það, sem er að gerast i Sambandinu og hjá samvinnufélögunum. Fjölmiðlar hafa i all rikum mæli notfært sér þessa fréttaþjónustu og dagblöð þá stundum i fleiri en einum tilgangi. Ég sagði áðan, að aðgerðir i félagsmálum hefðu á s.l. ári beinzt að starfsfólkinu. Forráðamenn Sambandsins gera sér ljóst, að mikið veltur á starfsfólkinu, hvernig starfsemin gengur. Gagn- kvæmt traust milli starfsfólks og stjórnenda er mjög þýðingarmikið fyrir farsælan rekstur og þrótt- mikla og jákvæða starfsemi. Næstu aðgerðir i félagsmálum hljóta að beinast að sjálfum félags- mönnunum. 1 þvi efni má minnast á sérstakt félagsmannablað. En. útgáfa þess er nú i athugun. V Ég er nú kominn að siðasta þætti þessa ávarps og mun þá minnast með nokkrum orðum á framtiðina. Óneitanlega er nokkur heykviði i þeim, sem i dag stjórna atvinnu- rekstri hér á landi, og er það ekki nýtt fyrirbæri. Það alvarlegasta nú er það, að ekki hefur reynzt unnt að stöðva hina öru verðbolgu, sem hér hefur rikt. A undanförnum þremur árum hefur útflutnings- verð á frystum sjávarafurðum meira en tvöfaldazt, en freðfiskur er ein aðalútflutningsvara þjóðar- innar. Ekki má gera ráð fyrir, að þessar afurðir haldi áfram að hækka, slikt væri óskhyggja. Gott má teljast að hið háa verð, sem nú rikir, haldist. A hinn bóginn hefur framleiðslukostnaður vaxið það mikið, að þar er ekkert á bætandi, siður en svo. Útflutningsiðnaður er sérstakt vandamál, þar sem verð- lag hefur litið eða ekkert hækkað. Hér er hvorki staður né stund að ræða itarlega um vanda efnahags- málanna. Þetta er þó eitt hið þýðingarmesta atriði, þegar horft er fram og hugað að rekstrar- grundvelli kaupfélaganna og nýjum verkefnum innan sam- vinnuhreyfingarinnar. Augljóst er, að einhverjar ráðstafanir verður að gera. Veltur þá á miklu að unnt sé að komast fyrir ræturnar. Það sjálfvirka kerfi, sem nú er búið við og skrúfar upp kaupgjald og verðlag á vixl, hefur i sér inn- byggða verðfellingu á islenzkum gjaldmiðli. Það verður að taka þessa skrúfu úr sambandi, en jafn- framt að gæta þess, að rekstrar- grundvöllur sé til staðar i þýðingarmestu atvinnugreinum þjóðarinnar. Langtima aðgerðir i efnahags- málum verða svo að miða að þvi að viðhorf almennings til þessara mála breytist. Það verður að leggja höfuð áherzlu á að auka rauntekjur fólks, án þess að fjölga krónum, sem stöðugt falla i verði og koma þyngst niður á láglauna- fólki og sparifjáreigendum, sem leggja atvinnurekstrinum til fjár- magn. En þegar samvinnumenn horfa fram á 70 ára afmæli Sambandsins, má ekki aðeins horfa fram til dagsins á morgun og næstu mánaða. Það má ekki láta vanda- mál liðandi stundar byrgja útsýnið til framtiðarinnar Þegar horft er fram, hlýtur stærsta spurningin að vera sú, hvern stakk samvinnu- hreyfingin vill sniða sér i þjóðfélagi framtiöarinnar. Stakkur framtiðarinnar þarf að sniðast þannig, að samvinnu- hreyfingin megi verða jákvætt afl i þjóðfélaginu á sem flestum sviðum, að hún falli sem þýðingar- mikill þáttur inn i það riki velferðar og menningar, sem allir góðir Islendingar óska þjóðinni til handa Samvinnuhreyfingin hlýtur að leggja áherzlu á lýðræði, frelsi og sem mest jafnrétti þegnanna. Hreyfingin sjálf grundvallast á lýð- ræði og frelsi, frelsi fólks að ganga i samvinnufélög, eitt atkvæði nvers félagsmanns, án tillits til eignar- aðildar. Frelsi til þess að keppa við önnur félagsform á jafnréttis- grundvelli. Hreyfingin þyrfti að geta orðið sterkt afl til þess að efla samstöðu og einingu með þjóðinni og vinna á móti sundrungu. Hið skefjalausa kapphlaup stétta þjóð- félagsins að hrifsa til sin sem stærsta sneið af þeirri köku þjóðar- búsins, sem til skipta er á hverjum tima, án tillits til afleiðinga fyrir heildina, er svartur blettur á islenzku þjóðfélagi i dag. Ef samvinnuhreyfingin gæti i framtiðinni orðið sáttaraðili milli stetta, milli fjármagns og vinnu, yrði hennar hlutverk talið ennþá meira i islenzku þjóðlifi. Hreyfingin vill eiga góð samskipti við stjórnvöld, borgarstjórn og stjórnir bæja- og sveitarfélaga og leggur áherzlu á að vera góður bandamaður við uppbyggingu atvinnulifsins. Þá telur hreyfingin mikilvægt, að samstaða og gagnkvæmt traust megi rikja milli verkalýðssam- takanna og samvinnufélaganna. Félagsmenn eru að stórum hluta hinir sömu i þessum samtökum. Bændur hafa frá upphafi verið hinar styrku stoðir i islenskum samvinnufélögum. Þeir hafa tvö- faldra hagsmuna að gæta i sam- vinnustarfinu, bæði sem fram- leiðendurog neytendur. Samvinnu- hreyfingin hlýtur að leggja mikla áherzlu á, að þjónustan við landb- únaðinn verði i framtiðinni sem árangursrikust og komi að sem mestu liði við farsæla þróun þessa, eins af höfuðatvinnuvegum þjóðar- innar. Á alþjóðasviðinu er islenzk samvinnuhreyfing þátttakandi i Alþjóðasamvinnusambandinu. Hreyfingin fagnar þeirri þiðu, sem nú rikir innan Alþjóðasamvinnu- sambandsins, en áhrifa kalda striðsins milli stórveldanna gætti þar einnig. tslenzk samvinnuhreyfing hefur styrkt þróunarsjóð Alþjóða- samvinnusambandsins, en sjóður þessi á að standa undir aðstoð við þróunarlöndin. Samband isl. samvinnufélaga hefur lagt af mörkum i sjóðinn árlega i tvö ár upphæð er nemur 5 pencum enskum eða kr. 14.40 fyrir hvern félagsmann innan Sambandskaup- félaganna. Ef öll samvinnufélög innan Alþjóðasamvinnusambands- ins fylgdu þessu fordæmi, myndi árlega renna i þennan sjóð tæpar 4 þúsund milljónir króna, en félags- menn innan Alþjóðsamvinnusam- bandins eru nú um 270 milljónir talsins. Á hinu efnahagslega sviði hlýtur islenzk samvinnuhreyfing að þróa þær rekstrargreinar, sem nú eru starfræktar, i samræmi við kröfur timans. Þar verður um að ræða að auka hagkvæmni i vörudreifingu og finna leiðir til þess að bæta verzlunarþjónustu á sem flestum sviðum. Auka þarf úrvinnslu islenzkra afurða og efla sölustarf- semi og markaðsleit innanlands og utan. Segja má, að fyrirhugaðar framkvæmdir hjá Sambandinu og kaupfélögunum miðist einmitt við þetta. Efling iðnaðar og leit að nýjum iðngreinum er stórt fram- tiðarmál. Halda þarf áfram að vinna að þvi að samnorræn samvinnuverksmiðja verði sett á fót á Islandi, en það mál hefur strandað i bili. Færa þarf út kviar á sviði flutninga og þá ekki einskorða sig við skiparekstur. Efla þjónustugreinar fyrir samvinnufélögin og taka skipulag og stjórnun rekstrar til endur- skoðunar. Stórauka þjálfun og endurmenntun starfsfólks.Sinna ferðamálum, sem nú snerta flesta þegna þjóðfélagsins, og straumur erlendra ferðam. til landsins fer stöðugt vaxandi. 1 stuttu máli sagt: Samvinnuhreyfingin á að vera opin fyrir öllum þeim starfsgreinum i þjóðfélaginu, þar sem vænta má þess, að hún geti orðið að liði fyrir fólkið i landinu. Hvernig svo tekst að leysa hin ýmsu framtiðarverkefni byggist á ýmsu. Það byggist á vilja og sam- stöðu félagsfólksins. Það byggist á sterkri og ábyrgri forystu og stjórnun Sambandsins og félag- anna. Það byggist á fjármagni. 1 sambandi við f jármagnsupp- bygginguna eru einmitt nýjar hug- myndir i mótun, sem m.a. miða að þvi, að almenningur eignist hluti eða stofnfé i Sambandinu og félögunum. Unnið er nú að þvi að endurskoða samvinnufélögin og samþykktir Sambandsins og kaupfélaganna. Fjármagnsuppbyggingin verður i þeim efnum veigamikill þáttur. Góðir hátiðargestir. Ég hef nú i nokkru máli gefið yfirlit um liðna timann, rætt um rekstur- inn s.l. ár og vikið að helztu fram- tiðarverkefnum, sem framundan eru hjá okkur samvinnumönnum. Enn hef ég þó ekki nefnt stærsta framtiðarmálið, sem nú er sett ofar öllum öðrum, en það mál varðar ekki aðeins samvinnuhreyfingina, heldur framtiðarafkomu allrar islenzku þjóðarinnar. 1 þessu máli er um það teflt, að unnt geti orðið aö varðveita þá þjóðarauðlind, sem hefur verið og mun verða um ófyrirsjáanlegan tima grundvöllur undir góðri lifsafkomu þjóðarinnar. Þessi þjóðarauðlind er hafið umhverfis tsland, þangað sem við íslendingar verðum á ókomnum timum aö sækja meginhluta afurða okkar, án tillits til þess, hversu vel okkur kann að ganga að byggja upp aðrar greinar atvinnulifsins, og þetta stærsta framtiðarmál er landhelgismálið. Samvinnuhreyfingin fagnar þvi, að nú hefur verið ákveðið að stiga stórt og þýðingarmikið skref til þess að vernda auðæfi hafsins um- hverfis okkur með þvi að færa fiskveiðitakmörkin út i 50 milur. Samvinnuhreyfingin stendur einhuga að baki þessari ákvörðun og fagnar þvi, að alger samstaða náðist um þetta þýðingarmikla lifs- hagsmunamál þjóðarinnar á Alþingi. Væri óneitanlega vel farið, ef i framtiðinni gæti náðst slik sam- staða um fleiri mál, er miklu varða fyrir velferð og hagsæld þjóðarinnar. Ég vil nota tækifærið og lýsa yfir þeirri skoðun samvinnuhreyfingar- innar, að i landhelgismálinu sé verið að tefla um örlög þjóðarinnar i nútið og framtið. Þvi er land- helgismálið eins konar örlgasin- fónia islenzku þjóðarinnar, og það er grundvallarnauðsyn, að enginn falskur tónn heyrist við flutninginn á þessu örlagaverki. Samvinnuhreyfingin trúir þvi og treystir, að i þessu máli geti fundizt farsæl lausn fyrir okkur Islendinga. Ef þær vonir rætast og slik lausn finnst á árinu, þegar við minnumst 70 ára afmælis samtaka okkar, þá er naumast hægt að óska betri afmælisgjafar til handa þeim fjölda Islendinga til sjávar og sveita, sem i dag mynda kaup- félögin og Samband islenzkra sam- vinnufélaga. Landsins grróðnr - yðar hróður ISLAND! Spegillimi 2. TBL. 42. ARG. MAÍ 1972 VEUD KR. 75 \ \ 'vwú auW A H/ ( EIT \ FÆST Á ÖL BLAÐSÖLUST LUM ÖÐUM Vanur vörubílstjóri Fjölskyldumaður óskar eftir atvinnu og ibúð úti á landi. Vinsamlegast sendið skriflegar upp- lýsingar til blaðsins fyrir 1. júli, merkt „Áhugi 1325” ^ ÚTBOÐ i Tilboð óskast i eftirfarandi bygginga- framkvæmdir fyrir Rafmagnsveitu Reykjavikur: 1. Aðveitustöð við Hnoðraholt i Kópavogi. 2. Þrjú dreifistöðvarhús, viðsvegar um borgina. Útboðsgögn eru afhent i skrifstofu vorri gegn 2.000 — króna skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað. INNKAUPASTOFNUN REYK3AVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 Læknaritari Staða læknaritara við Landspitalann, geð- deild Barnaspitala Hringsins, Dalbraut 12, er laus til umsóknar. Stúdentapróf eða hliðstæð menntun æskileg, ásamt góðri vélritunarkunnáttu. Upplýsingar um starfið i sima 84611. Umsóknir með upp- lýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist Skrifstofu rikisspitalanna, Eiriks- götu 5, fyrir 31. júni n.k. Reykjavik, 21. júni 1972 SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.