Tíminn - 02.03.1973, Blaðsíða 3

Tíminn - 02.03.1973, Blaðsíða 3
Föstudagur 2. marz 1973. TÍMINN 3 Verzlun og framleiðsla KEA jókst verulega á s. I. óri A FÉLAGSRAÐSFUNDI Kaup- félags Eyfirðinga, sem haldinn var á Akureyri i gær, kom fram, aö verzlun og framleiðsla á veg- um félagsins jókst verulega á síð- asta ári. Margvislegar fram- kvæmdir áttu sér stað I ýmsum deildum og stofnunum KEA. 1 skýrslu, sem Valur Arnþórsson, kaupfélagsstjóri, lagði fyrir félagsráðsfundinn, voru birtar helztu tölur um verzl- un og framleiöslu KEA áriö 1972. Sagði kaupfélagsstjórinn, að of snemmt væri aö birta endanlegar tölur um útkomu ársins hvað rekstrarlegan árangur snertir, þar sem uppgjöri er enn ekki lok- ið. En sjá ma að framleiðsla sauðfjár og mjólkurafuröa hefur heldur aukizt. Framleiðsla verk- smiðjanna allra hefur aukizt. Sala verzlunardeilda félagsins hefur enn aukizt verulega i krónutölu, eða um 20,2% og nam 748 millj. kr. Sala verksmiðju- og þjónustu- deilda hafði aukizt um 18,5% i 463 millj. kr. Launakostnaður haföi aukizt um meira, eða um 35-40% miðað við fyrra ár. Sala sjávarafuröa gekk greið- lega á árinu. Nú i árslok eru birgðir mjög litlar. Birgðir Mjólkursamlagsins eru svipaðar og þær voru á fyrra ári. Innlögð mjólk nam samtals 20.941.650 litr- um, eöa um 2.78% hækkun frá fyrra ári. Útborgun til framleið- enda á árinu var um 312. millj. kr. Höfuöstöövar Kaupfélags Eyfiröinga á Akureyri. — Ljósmynd: Matthias Gestsson. Hellisheiðarvegur lokaður frá því á þriðjudag KJ-Reykjavik I gær var unnið að þvi á Holtavörðuheiöi og viðar á Norðurlandsvegi aö jafna úr ruðningunum meðfram veginum, til að minnka hættuna á að vegur- inn lokaöist skyndilega, ef frost herti og hvessti. Voru ruðn- ingarnir sumsstaöar 2ja-3ja metra háir. Einstaka bill braust yfir Holta- vörðuheiði i gær, en færð var viða mjög erfið. I dag er reglulegur mokstursdagur á leiðinni norður I land, og ráðgerði Vegagerðin að gera leiðina færa I dag. Hellisheiði lokuð Frá þvi um miðjan da þriðjudag, hefur nýi vegurinr. j... Hellisheiði verið ófær, og i gær var ekkert farið að ryðja þar, en aftur á móti voru Þrengslin vel fær, enda þótt tölu- vert hafi þurft að ryðja á þeirri leiö frá þvi mikla snjókoman var [ á þriöjudaginn. Hæöarmis-1 munurinn á veginum um Þrengsli j og nýja veginum yfir Hellisheiði er um 110 metrar, og má þvi bú- ast við að mikill snjór sé á Hellis- heiöarveginum. Töluverðan tima getur tekið aö ryðja veginn, þar sem hann er breiður á köflum, og ekki dugar bara að „stinga i gegn” eina bílbreidd eða svo, heldur verður að gera tvöfalda akbraut, svo umferðin gangi eðli- lega. Fært i Króksfjarðarnes í gær var stórum bilum fært um aðalvegi á Snæfellsnesi og fært er um Heydal allt vestur i Króks- fjarðarnes. Öfært er á Strandirn- ar, og mikil ófærð er vfðast hvar á Vestfjörðum. Unniö var aö mokstri til Siglu- fjarðar i gærdag, og er vonazt til aö leiðin veröi fær i dag. öxna- dalsheiði er fær stórum bilum. Austur frá Akureyri var i gær fært til Húsavlkur. Vegurinn fyrir Tjörnes var ófær, en unnið var þar að mokstri, og veröur von- andi fært austur á Kópasker I dag. 1 fyrrinótt varð Kisilvegur- inn svokallaði úr Mývatnssveit ófær, en unnið var að mokstri þar i gær. A Austurlandi eru þær fréttir af vegum og færö hleztar, að fært er i nágrenni Egilsstaða, og svo suö- ur á firöi a.m.k. til Djúpavogs. Uppsveitirnar erfiðar 1 snjókomunni á þriðjudaginn, urðu vegir i uppsveitum á Suður- landi og I Borgarfiröi, mjög þung- færir, en I gær var unnið aö þvi að ryðja snjó af þessum vegum, og ef ekki verða stórbreytingar á veöri, eiga þessir vegir aö vera orðnir sæmilega færir. I kring um Vik I Mýrdal hefur verið erfiö færð undanfarna daga, og hafa vegageröarmenn verið á ferðinni og liðkað til fyrir umferð- inni. Fært hefur veriö fyrir stærri bila yfir Mýrdalssand, en þar eru nú komnir nokkuð háir ruðningar meðfram veginum, og ef frystir og hvessir má búast viö að verði ófært á skammri stundu. Voru þrjá daga að moka af Múlavegi KJ-Reykjavik Eftir þriggja daga nærri stöðugan mokstur, varð loks fært um Múlaveg milli Ólafs- fjarðar og Dalvikur á miðviku- dagskvöldið, en I fyrrinótt féllu mikil snjóflóð i veginn, og varð hann þvi enn ófær um tima, en varð svo fær eftir hádegið I gær, hvað lengi sem það svo varir. Gifurlegur snjór er i Ólafs- fjaröarmúla, og mörg og mikil snjóflóð hafa fallið þar á veginn undanfarna daga. Aö sögn Björns Brynjólfssonar, vegaeftirlits- manns á Akureyri, var snjórinn á veginn samanbarinn, og harður eftir þvi, auk þess sem snjóflóðin hafa borið með sér grjót á veginn. Grjótiö gerir þaö að verkum, að erfitt er að nota snjóblásarann við ruðning vegarins, og er mikil hætta á að blásarinn skemmist, þegar grjótið lendir I honum. A mánudaginn hófst mokstur á Múlaveginum, og var notaöur snjóblásari og ein til tvær ýtur við verkiö. Ein ýta mokaði frá ólafs- firði, og ýta og blásari hófu moksturinn Dalvikurmegin. Eftir þriggja daga nær samfelldan mokstur með þessum tækjum, varð leiðin loks fær, en vega- lengdin milli ölafsfjaröar og Dal- vikur er ekki nema 19 kilómetrar. Tækin hafa þvi ekki mokað nema rúma sex kilómetra á dag að jafnaði, eða sem svarar vega- lengdinni úr miðborg Reykjavik- ur og upp fyrir Artúnsbrekkuna. Ekki var sagan öll sögö á mið- vikudagskvöldiö, þvi aö I fyrri- nótt féllu enn snjóflóö á veginn, og þurfi þvi enn að hefja mokstur á Múlaveginum, en honum lauk um hádegisbilið I gær. Snjóflóðahætta er mikil á veginum, og visast er að vegurinn verði enn orðinn ófær, þegar þessar linur ber fyrir augu les- enda. 66.6 millj. kr. hærri en 1971, eða sem næst 1489.64 aurar á litra. 1 Sláturhúsum félagsins var slátr- aö 46.626 kindum. Nam kjötþung- inn 743.403 kilóum, og var 12.3% hærri en árið áður. Slátraö var 3.826 fleiri kindum en 1971. Meöalvikt dilka hækkaöi um 0,26 kg. og var 14,65 kg. án nýrna- mörs. Gæruinnlegg nam 48.909 stk. 156 kg. eða rúmlega 13 þús- und kg. meiri þungi en árið 1971. Ullarinnlegg nam 48.406 kg. eöa 2.294 kg. meira en árið áöur. Kjötiðnaðarstöðin tók til vinnslu og sölumeðferðar samtals 775 tonnum af margs konar kjöt- vörum. Heildarsala Kjötiðnaöar- stöðvarinnar var um 127 millj. kr. en 1971 94 millj. kr. Þessar voru helztu verklegar framkvæmdir og fjárfestingar 1972: Endurbyggö þurrmjólkur- gerö vegna brunans 1971. Haldið áfram endurbótum á fiskvinnslu- stöðvum félagsins á Dalvik og I Hrisey. Lokiö við að steypa upp verzlunarhúsið viö Hafnarstræti 95 og unnið aö frágangi fyrstu og annarrar hæöar. Lokið við inn- réttingu skóbúöarinnar við Hafnarstræti 93-95. Byggt lyftu- hús og komið fyrir vörulyftu I Glerárgötu 36. Verzlunarhúsi félagsins i Grenivik breytt I kjörbúð. Vélakostur Kjötiðnaöar- stöðvarinnar aukinn. Keyptar ýmsar vélar vegna Mjólkursam- lagsins, þar á meðal ný skyr- gerðarvél og vél til áfyllingar mjólkur á fernur. Sala á fernu- mjólk hafin. Haldið áfram undirbúningi að fóöurblöndunar- stöð á Oddeyrartanga. Gerðar breytingar á skrifstofum I Hafnarstræti 91. Hafnar endur- bætur á sláturhúsinu á Dalvík. Keypt sildarverksmiðja á Dalvik. Haldið áfram framkvæmdum vegna efnaverksmiðjunnar Sjafnar. Svampdýnuframleiösla hafin. Innréttuð kjörbúö aö Suðurgötu 4, Siglufirði og búöin opnuð I nóv. Á þessu ári eru eftirtaldar framkvæmdir fyrirhugaöar eftir þvi sem ástæður leyfa: Haldið áfram byggingu verzlunarhúss við Hafnarstræti 95. Lokið viö slatfiskverkunarhús I Hrisey. CJtbúin birgöastöö fyrir nýlendur- vörudeild á tveim efstu hæðum Hafnarstrætis 95. Keyptur bill fyrir oliusöludeild og tveir bllar fyrir tankflutninga á mjólk. Haldiö áfram aö koma upp korn- vöruaðstööu á Oddeyrartanga. Haldið áfram endurbótum við frystihúsið á Dalvik, og einnig á sláturhúsinu á sama stað. Unnið að verzlunarinnréttingu á Hafnarstræti 95. Hafizt handa um byggingu nýrrar mjólkurstöövar. Verður hún ofan við bæinn á svo- nefndu Lundstúni, uppi viö Glerá. Þá sagði Valur Arþórsson, kaupfélagsstjóri: I skýrslu minni til félagsráðsfundar 1972, svo og I skýrslu stjórnar og fram- kvæmdastjóra til aðalfundar 1972, var mjög varað við versn- andi rekstrarárferði, þannig aö gera yrði ráð fyrir mun verri af- komu 1972, en á hinu hagstæða rekstrarári 1971. Þótt uppgjör ársins 1972 liggi ekki fyrir benda allar likur til þess, að afkoma hafi veriö óviöunandi, sem bezt sést á tölum þeim, er sýna hve launa- kostnaöur hefur hækkað miklu meir en salan. Skattar jukust miðað við áriö 1971 og gengisfell- ing hjó talsvert skarö 1 afkomu félagsins siöast á árinu. Rekstrarútlit á árinu 1973 er þvi miöur ekki bjart. Þjóðin veröur að axla þungar byrðar vegna náttúruhamfara og krónan hefur enn á ný fallið I kjölfar gengisfalls dollarans, jafnframt þvi sem framundan blasa viö stórkostleg- ar hækkanir launakostnaöar. Spenna á vinnumarkaöi er hættu- lega mikil og fjárfestingaáform I þjóðfélaginu mjög mikil, þannig að hætt er við m jög vaxandi erfið- leikum á útvegun fjárfestinga- lána. Það má þvi reikna með, að nauðsynlegt verði að fresta ein- hverju af þeim fjárfestingum, sem félagið I ársbyrjun hafði áformað aö hrinda I framkvæmd á yfirstandandi ári. Marklausar yfirlýsingar Þau skrif má ööru hverju lesa I Mbl., að Sjálfstæðis- flokkurinn hafi sérstaklega skýra og glögga stefnu. Hann vilji efla og treysta einstak- lingsframtakið á allan hátt, sé andvigur öllum rikisrekstri og opinberum afskiptum. Þá sé flokkurinn mjög andvigur kommúnistum og vilji hvergi nálægt þeim koma. Ef menn bera þessar yfir- lýsingar Sjálfstæðisflokksins saman við verk hans, verður annað upp á teningnum. Sann- leikurinn er sá, að þótt Sjálf- stæðisflokkurinn þykist vilja efla einkaframtakið, hefur hann stutt að margskonar opinberum rekstri og á ekki minni þátt I þvi en aðrir flokk- ar, aö rikisrekstur er hér meiri en f nokkru öðru landi i Vestur-Evrópu. Þetta er ekki sagt flokknum til lasts, heldur til aö sýna það, hve lítiö er að byggja á stefnuyfirlýsingum hans. Þá hefur ekki staðið á flokknum að standa að viðtæk- um höftum.Hann átti frum- kvæðiö aö fyrstu innflutnings- höftunum hér á landi og það var að tillögu hagfræöinga hans, aö hið óvinsæla skömmtunarkerfi var tekiö upp 1947, eftir aö nýsköpunar- stjórnin var búin að eyða öll- um strfðsgróðanum. Þegar flokkurinn lét af stjórnarfor- ustunni 1971 voru hér alger verölagshöft (veröstöövun). Þannig er ekkert að marka þær yfirlýsingar flokksins, aö hann sé á móti höftum. Sama er aö segja um af- stöðu hans til kommúnista. Þrátt fyrir allar yfiriýsingar um, að ekki eigi að hafa neitt samstarf við þá, hefur hvaö eftir annaö verið mjög náin samvinna milii kommúnista og foringja Sjálfstæðisflokks- ins. Foringjar Sjálfstæðis- flokksins hjálpuðu kommúnistum til valda i verkalýðshreyfingunni á sln- um tima. Þeir höfðu mjög nána samvinnu viö þá I ný- sköpunarstjórninni meðan veriö var aö eyöa striös- gróðanum. Hentistefnuflokkur Þaö, sem hér hefur verið rakið, sýnir bezt, að stefnu- yfirlýsingar Sjálfstæöisflokks- ins er ekkert að marka. Verk hans ganga iðulega i algert berhögg við hina yfirlýstu stefnu hans. Flokkurinn er hentistefnuflokkur, þótt hann þykist hafa ákveðna stefnu. 1 raun og veru er hann ekki venjuiegur flokkur, heldur eins konar hlutaféiag tiltölu- lega fárra spekúlanta og gróðabrallsmanna, er reyna að klæða þetta fyrirtæki sitt I gervi frjálslynds ihaldsflokks til þess að villa á þvi heimild. Þegar til verkanna kemur, er það meira en ljóst, að Sjálf- stæðisflokkurinn er stefnu- 'laust viðrini, sem hagar sér eingöngu eftir þvi, hvernig hr.nn bezt getur þjónaö hags- nunum spekúlantanna, sem raunverulega ráða honum. Samkvæmt hagsmunum þeirra snýst flokkurinn og fyr- ir þeim veröa öll hin yfirlýstu stefnumál hans ab vikja. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.