Tíminn - 02.03.1973, Blaðsíða 15

Tíminn - 02.03.1973, Blaðsíða 15
Föstudagur 2. marz 1973. TÍMINN 15 vildi ekki taka við seðlinum okkar. Hann sagði okkur að láta skipta honum i farmiðasölunni. 1 farmiðasölunni/ Þótt lestin væri alveg að fara og við alveg að deyja úr hungri. Milanó, Brescia Allan daginn skrölti lestin i hitanum yfir flata ræktaða sléttu milli lágra fjalla. 1 fjarska risu hærri fjöll i bláma, en þau voru sveipuð móðu. Uppi á hæð sáu þau byggingu, sem hlaut að hafa verið klaustur, þvi að hún var með bogagöngum. Þau sáu smáþorp og blómstrandi aldin- garða, þar sem uxum var beitt fyrir plóga. Lagaðu þig til, sagði Hugh. Við erum næstum komin. I Desenzano stóð blár áætlunar- bill á vagnstöðinni, sem var mal- borin, en með blómstrandi begónium allt i kring. Við hliðina á stöðinni var gult skilti með stórum stöfum. Hugh og Caddie lásu nöfnin: Salo, Gardonne, Limone, Rova. -Ekki Malcesine? spurði Caddie og stirðnaði af angist-Þessi bill fer hinum megin við vatnið. En Hugh kom auga á annað spjald, og þar stóð: Sirmione, Garda, Malcesine, RovarÞetta er einmitt billinn, sem við förum með, sagði hann. — En hvenær fer hann? — Hann stendur fremst, svo að hann hlýtur að fara næst. En hann getur áreiðanlega ekki skipt tiu þúsund lirum heldur. Það er bezt, að ég fái seðlinum skipt i farmiðasölunni. Caddie fannst liða heil klukku- stund meðan hún beið. En eftir um það bil tuttugu minútur kom annar áætlunarbill, og á honum stóð Sirmione. Garda, Macesine. Þau fóru upp i bilinn. Sætin voru klædd rauðu leðri, en mynd á hverju stólbaki og flosdregill eftir endilöngum ganginum milli sætanna. Bilstjórinn kom til þeirra. Hugh sagði Malcesine og rétti upp tvo fingur. En hann lagði áherzluna á Mal, svo að bil- stjórinn skildi hann ekki, og það endaði með þvi, að Hugh varð að sýna honum nafnið á landa- bréfinu. — Ó, Malcesine. Allt fólkið i vagninum fór að hlæja, og Hugh, er ekki var vanur að kippa sér upp við smámuni, roðnaði, út að eyrum. Þetta var löng leið. Þau reyndu bæði að blunda. Hús, hafnir og tré með klifurrósum þutu hjá. — Getur þetta virkilega verið satt lika? Bilinn beygði frá vatninu og ók inn til fjallanna. Oðru hvoru nam hann staðar, og farþegar stigu út en aðrir þyrptust inn i staðinn. Caddie varð undrandi, þegar hún sá skólabörnin, jafnveí stórar stúlkur voru með svartar svuntur. Hugh hafði höfðuverk, og honum leiddist að heyra, hvað þýzku- ferðamennirnir voru kverkmæltir. Þau glaðvöknuðu aðeins einu sinni. Það var þegar enska konan, sem hafði orðið samferða þeim alla leið frá Desenzano, tók að snæða brauöið með svinsfleskinu og bauð Hugh, sem sat andspænis henni, bita með sér — Ég hélt, að hún ætlaði að gefa þér lika, sagði hann við Cadaie. Annars hefði ég ekki hámað þetta allt i mig. —Þú varst lika sársvangur, sagði Caddie, sem fann til með honum. Malcesine. Malcesine, kallaði bil- stjórinn loksins. Þau risu úr sætum sinum, en voru orðin svo stirð i fótunum, að nærri lá, að þau yltu um koll. Bilinn var ekki eins þægilegur og hann sýndist. Hugh teygði sig upp á farangurs- grindina eftir pokunum, en Caddie náði i kápurnar og töskuna, og þau urðu eftir á rykugum veginum með búðum beggja megin. —■ Þið fóruð úr bilnum i Malcesine, sagði Fanney. Veslings, elsku börnin! Og billinn fer fram hjá hliðinu okkar. Sveitasetrið er tvo kilómetra frá Malcesine. — Ég veit það, sagði Hugh. Við vitum það, af þvi að við komum gangandi. —En ég skil ekki, hvernig þið fenguð peningana? sagði Fanney, þegar þau voru búin að segja henni alla ferðasöguna. Þið höfðuð fáeina franska franka, nokkra svissneska og seðilinn. Þið sögðust hafa látið skóla- peningana i staðinn. Mér finnst það heiðarlegt af ykkur, en þið urðuð að kaupa farmiðana og borga þá með enskum peningum. Miðarnir hljóta að hafa kostað næstum tuttugu pund. — Sextán pund, fimmtán shillinga og sex pence, sagði Caddie. — Hvar fenguð þið þessa peninga? Það varð þögn. Hugh horfði á tærnar á sér. Caddie sökk dýpra og dýpra niður i stólinn og laut höfðu, svo að ekki sást framan i hana. Loks ( kom það. — Caddie seldi Topas, ' sagði Hugh. Hún gat ekki haft hann i ibúðinni. Siðasta skiptið, sem Hugh sagði þetta, voru þau stödd i ibúðinni. Caddie hafði furðað sig á, hve litlar áhyggjur Hugh hafði af ferðakostnaðinum. —Hvernig eigum við að fá alla þessa peninga? spurði hún sakleysis- lega, þvi að henni hafði ekki einu sinni komið til hugar það, sem i vændum var. — Ég veit, hvað við gerum, sagði Hugh. Hann var svo snjall að skipuleggja hvert smáatriði, að Caddie var engrar undankomu auðið „Kæri herra Ringells”, skrifaði Caddie með prentskrift, eins og henni hafði verið uppálagt, i skóla heilagrar önnu. „Faðir minn segir, að þér viljið gjarnan kaupa Tópas, hest- inn minn....” — Ég get þaö ekki, Hugh. Ég get ekki skrifaö þetta...„Fyrir tuttugu og fimm pund," las Hugh henni fyrir og bætti við um leiö, — þú veröur, bréfið verður að vera með þinni skrift, þvi að Tópas er þin eign. „Þar sem við veröum nú að búa I Lundúnum, viröist okkur hyggilegast". Þaö komu tvær stórar blekklessur á blaðið, en Hugh fékkst ekki um það. Jafnvel þótt Hugh væri sjálfur full- kominn, lét hann Caddie ekki hreinskrifa bréfið. „Viö bróöir minn ætlum aö koma og hitta yður á föstudaginn um tólfleytiö. Ég skrifa þetta bréf samkvæmt beiöni föður mins”. — Skrifaður undir, skipaöi Hugh. „Yðar einlæg Candida Clavering”, skrifaði Caddie og Hugh hélt enn áfram að lesa henni fyrir. „Ath. Gætuð þér borgað mér út I hönd, þvi að mig langar til að kaupa mér tennisnet og reiðhjól?” En Caddie fékkst ekki til að skrifa þessa siðustu skreytni. Hugh varð að skrifa hana sjálfur og stæla rithönd systur sinnar. Hann var búinn að skipuleggja allt. — Við segjum Gwyneth, að ég ætli með þér til Whitcross til þess að kveöja Tópas, áður en við förum fskólann. Þetta var satt, nema hvað snerti skólann. Þaö virtist einnig svo sanngjarnt, að Gwyneth lét þau hafa peningá til ferðarinnar. Tópas var inni i hesthúsi. Ringells hafði sett hann þangað inn. — Svo að systir þin geti séð hann, sagði hann við Hugh og bætti við um leiö: Hann er allra þægilegasti hestur. Mjög lipur. — Það er mold á leggjunum á honum, hvislaði Caddie að Hugh. Þeir voru moldugir I Stebbings. En þvf varð ekki neitað, að Tópas var ekki eins gljáandi á búkinn, og meðan Caddie hirti hann. Hann var orðinn ljótur f hárum og eyrun rykug. — Það var ekki nokkurt ryk á honum, þegar ég skildi við hann, sagði Caddie. Hófarnir voru fullir af for og mykju. — Honum verður illt I þeim, sagði Caddie i ströngum rómi við Ringells. En Tópas hafði bæði hey og vatn, og hann var i sæmilegum holdum. — En gefiö þér honum nokkurn timann gul- rætur? spurði Caddie og horfði rannsakandi á Ringell, eins og hún væri að reyna að komast að raun um, hvernig mann hann hefði að geyma. — Eða sykur og epli? -Börnin dekra viðhann. Þú þarft ekkert að óttast, sagöi Ringells, en Caddie var áhyggjufullrHann veröur ekki seldur. Hann verður notaöur i reiðskólanum, sagði Ringells. A leiðinni heim i lestinni mælti Caddie ekki orð frá munni nema hún sagði einu sinni: — Hann hefur alltaf haft gott atlæti. Hvað ætli hann hugsi? En Hugh gaf henni heilræði.— Það er bezt fyrir fólk að brjóta aldrei heilann um, hvað dýrin eru að hugsa. — Siðan gerði hann dálftiö, sem Caddie mundi ekki, að hann hefði gert nema einu sinni áður. Hann lagöi arminn um hana og þrýsti henni að sér. Fyrir löngu síöan, þar var daginn, sem hann fór fyrst i heimavistarskólann, þá sneri hann allt I einu viö á leiðinni út að bflnum, hljóp til Caddiar og faðmaði hana ofsalega að sér, án þess að mæla orð. Caddie, sem þá var litil telpa, fylltist ást og undrun. I Jestinni. á leiðinni til Whitcross fann hún engar til- finningar bærast i brjósti sér. En á flötinni fyrir framan sveita- setrið var það Fanney, sem gat ekki lengur tára bundizt. Hún stökk á fætur. — Caddie, við verðum að fá Tópas aftur. Viö veröum að fá Ringells til að selja okkur hann aftur. Viö Rob eignumstbráðum hús, sennilega i 1348 Lárétt 1) Fisk,- 6) Kveinar,-10) Tveir eins,- 11) Stafur.- 12) Yfir- hafnir.- 15) Hláka.- Lóðrétt 2) Yta fram.-. 3) Sykruð,- 4) Æstu.- 5) ÓX.-7) Flipi,-8) Vot,- 9) Dýr,- 13) Kraftur,- 14) Glöð,- Ráðning á gátu No. 1347 Lárétt 1) Umbun,- 6) Riddari,- 10) öl.-11) Ók,- 12) Klambra,- 15) Bræla.- Lóðrétt 2) MMD,- 3) Una.- 4) Frökk.- 5) Eikar.- 7) 111,- 8) Dóm,- 9) Rór,- 13) Aur,- 14) Ból.- ocgu peua _ Cig ei nræac nokkuð, íækniur um að Keoma hafi rétt fyrir sér Föstudagur 2. marz. 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.30, 8.15 og 10.110. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.45 Morgunleikfimi kl. 7.50. Morgunstund barn- anna kl. 8.45: Edda Scheving les tvö ævintýr i þýðingu Ingibjargar Jóns- dóttur: „Vettlingur gamla mannsins” og „Kisi fer á veiöar. Tilkynningar kl. 9.30 Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög á milli liða. Spjallað við bændur kl. 10.45. Til umhugsunar kl. 10.25: Þáttur um áfengismáli umsjá Árna Gunnarssonar. Morgunpopp kl. 10:45: Elton John syngur og leikur. Fréttir kl. 11.00 Tónlistar- saga (endurt. þáttur A.H.S.) Kl. 11.35: I Musici leika strengjakonserta i e- moll og D-dúr op. 8 eftir Torelli. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfegnir. Tilkynningar. 13.00 Viö vinnuna: Tónleikar. 14.15 Búnaðarþáttur 14.30 Sfðdegissagan: „Jón Gerreksson” eftir Jón Björnsson Sigrföur Schiöth les (26) 15.00 Miðdegistónleikar: Sönglög Elisabeth Söder- ström og Erik Saedén syngja lög eftir Geijer, Almquist, Josephson, Sjögren og Peterson- Berger. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku 16.00 Fréttir 16.15 Veðurfregnir. Til- kynningar. 16.25 Popphorniö 17.10 Þjóölög frá ýmsum löndum 17.40 Tónlistartimi barnanna Sigriöur Pálmadóttir sér um timann. 18.00 Eyjapistill. Bænarorð. Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Fréttaspegill 19.35 Þingsjá Ingólfur Kristjánsson sér um þátt- inn. 20.00 Sinfónlskir tónleikar frá útvarpinu i Berlfn 21.20 Nikulás Kópernikus, — ævi hans og störf Dr. Þorsteinn Sæmundsson stjarnfræöingur flytur fyrri hlutá háskólafyrirlestrar sfns frá 19. f.m„ er minnzt var 500 ára afmælis Kópernikusar. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Lestur Passiusálma (11) 22.25 Útvarpssagan: „Ofvittinn” eftir Þórberg Þórðarson Þorsteinn Hannesson les (12) 22.55 Létt músik á sfökvöldi Flytjendur eru úr blásara- sveit sinfóniuhljómsveitar finnska útvarpsins, svo og Magnús Samuelsen og Mar- lene Dietrich. 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Föstudagur 2. marz 20.00 Fréttir. 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Karlar i krapinu. Banda- riskur kúrekamyndaflokkur af léttara taginu. Brjóst- 1 myndin. Þýðandi Krist- mann Eiðsson. 21.20 Sjónaukinn.Umræðu- og fréttaskýringaþáttur um innlend og erlend málefni. 22.05 Kátir söngvasveinar. Bandariskur söngva- og skemmtiþáttur. Kenny Rogers og „Frumútgáfan” leika og syngja. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. 22.30 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.