Tíminn - 02.03.1973, Síða 10

Tíminn - 02.03.1973, Síða 10
10 TÍMINN Föstudagur 2. marz 1973. „...Vid förun ÞEGAR MÖNNUM bárust fyrstu fréttirnar af náttúruhamförunum i Vestmannaeyjum, hefur áreiðanlega öllum orðið fyrst fyrir að hugsa, hvort allir hafi sloppið með lifi og limum frá þeim voða. Svo þegar sýnt var, hversu giftusamlega hafði til tekizt með flutning fólks til „meginlandsins”, var næsta hugsunin, hvar allt þetta fólk kæmist fyrir. Fljótlega tók þó að kvisast, að sumir Vestmannaey- ingar hefðu verið svo forsjálir að eiga annað húsnæði uppi á landi, til dæmis i Reykjavik, þótt vafalaust hafi þeir ekki verið ýkjamargir. Ekki af ótta við eldgos Þó er nú einn sllkur hér til okk- ar kominn. Þaö er Óskar Matthiasson, skipstjóri. Hann býr nú ásamt fjölskyldu sinni i ágætri ibúö viö Sólheima i Reykjavik, og fyrsta spurningin, sem fyrir hann er lögö er þessi: — Hvers vegna keyptir þú þessa íbúð, óskar? Haföi það lagzt i þig, aö önnur eins ósköp og þetta ættu eftir aö koma fyrir? — Nei, nei, þaö lagöist ekkert I mig. Mér var áöur búiö aö detta i hug aö kaupa þessa ibúö, en þaö var frænka mín ein, sem átti hana. Svo var þaö einu sinni, aö ég hitti hana niöri á Hressingar- skálanum i Reykjavík og hún fór aö segja mér, aö hún væri aö hugsa um að selja ibúðina.,,Seldú mér hana þá”, sagöi ég.Hún hélt fyrst aö ég væri aö gera aö gamni minu, en sagöi aö þaö væri bezt aö ég kæmi heim meö henni og liti á Ibúöina, þótt ég aö visu væri bú- inn aö sjá hana áður. Þaö er svo ekki aö orölengja þaö, aö ég keypti/ibúöina, enda er þaö nú svo, ao þótt maöur eigi einhverjar krónur i banka, þá eru þær fljótar aö rýrna i veröi , eins og peningamálin hafa verið á tslandi undanfarna áratugi. —■ Það hefur þá ekki veriö Surtseyjargosiö, sem stjórnaöi geröum þinum? — Þaö var aö visu ekki fyrr en löngu eftir þaö gos, sem ég keypti ibúöina, eöa haustiö 1970, en samt var þaö nú ekki af neinum ótta viö eldgos eöa aörar náttúruhamfar- ir, heldur eingöngu af hagnýtum ástæöum. Ég hef veriö aö láta byggja bát fyrir mig hér, og I sambandi viö það hef ég veriö mikiö I Reykjavik undanfarin ár, en auk þess er dóttir min I skóla hérna, og hún hefur búiö hér i ibúöinni. — Hvernig lizt þér á ástandiö I Vestmannaeyjum, eins og það er núna? — Þaö er svo sem ekki á að lit- ast og verstu fréttirnar eru nú þær, sem borizt hafa I dag (við- taliö er tekiö 20. febrúar. — VS.). Það er ekki annaö aö heyra en fjallið sé aö springa I sundur, en þó held ég endilega aö viö eigum eftir aö snúa heim aftur, jafnvel þótt eitthvað fari af Austurbæn- um, eins og þegar er aö visu orö- iö. En ég er alveg handviss um aö bærinn fer ekki allur. Og ég vil aö byrjað sé strax að hreinsa Vesturbæinn, það er aö segja grófhreinsa hann. Þaö eru bæöi menn og bilar á kaupi úti I Eyj- um, og þann vinnukraft á aö nota til þess aö grófhreinsa Vesturbæ- inn nú þegar. Nóg landrými i Eyjum — Ertu ekki hræddur um, aö eldur kunni aö koma upp inni i miöjum bænum? — Nei, þaö er ég ekki neitt hræddur um. — Helduröu aö margir Vest- mannaeyingar séu sömu skoöun- ar og þú i þessu efni? — Já ég held aö þeir séu marg- ir. — En svo aö maður spyrji nú alveg eins og alókunnugur bjáni: Er um nokkurt annaö bæjarstæöi aö ræöa I Eyjum, en þetta svæöi, þar sem bærinn stendur? — Þaö ætti vist ekki aö veröa neinn vandi meö bæjarstæði. Nógur er vikurinn til þess aö róta fyrir hrauniö og slétta það út, og svo er hægt aö byggja þar, alveg inn i dal og alla leiö suöur að Stór- höfða. Þetta er .gætt svæöi, þai sem ágætt er aö byggja. Nei, ég held ekki, að þaö veröi nein vand- ræöi meö bæjarstæöi. Þótt viö Vestmannaeyingar værum miklu fleiri en við erum, væri samt nóg landrými fyrir okkur i Eyjum. Höfn við Dyrhólaey — Borg i Mýrdal — Þú ert þá ekki þeirrar skoö- unar, aö lausnin væri sú aö stinga Vestm.annaeyingum öllum niöur hjá Dyrhólaeynni eöa þar i kring? — Nei, langt i frá. En þrátt fyr- ir þaö, tel ég aö þaö væri alveg ágætt aö fá höfn viö Dyrhólaeyna. Það er áreiðanlega hægt að gera þar mjög góöa höfn meö þvi að nota skerin og drangana þarna i kring og grafa inn Ósinn. Ég er lika viss um að ef þarna yrði gerö slík höfn, þá myndi eftir svona fimmtiu til sextiu ár verða komin þar stærri bær en Reykjavik — þegar hringvegurinn verður nú lika kominn. — En er ekki mikill sandburður og hreyfing á fjörum, þarna i grennd viö Dyrhólaeyna? — Ég var mikið i Mýrdalnum, þegar ég var barn, og þykist vera þar vel kunnugur. Jú, þaö er rétt, aö vestan viö Dyrhólaeyna er mikill sandburður. Ég man, aö ég heyrði menn tala um, aö þar væri fjaran oft svo breytileg, aö munaöi mörgum metrum. Eink- um sögöu þeir aö þetta væri áberandi, þegar lægi í stööugri vestanátt. Þá væri fjaran mörg- um metrum breiöari en ella. En austan viö Dyrhólaeyna held ég aö botninn sé harðari og hreyfingin þvi minni. Ég held llka, aö miklu skynsamlegra sé aö gera höfnina þar, til þess aö hafa not af Ósnum. En þab þarf ekki aö standa i sliku vegna okkar, Vestmannaeyinga, þvi aö við förum aftur til Eyja. Erfiðleikar Vest- mannaeyinga, hjálpsemi annarra — En svo aö viö snúum okkur aftur aö húsnæðismálunum: Er þér kunnugt um aö fleiri en þú hafi getaö gengiö inn i eigiö hús- næöi hér I Reykjavik eða annars staöar á „meginlandinu”? — Ég held, aö þaö hafi verið talsvert algengt. Mér er persónu- lega kunnugt um þó nokkuö marga Vestmannaeyinga, sem eiga ibúðir hér, og veit ég þó sjálfsagt ekki um þá alla. — Var nú samt ekki um býsna mikla erfiðleika aö ræöa hjá fólki, áður en menn höfðu komið sér fyrir? — Jú, á þvi er enginn vafi. Annars varð ég ekki svo mjög var viö þaö, þvi að ég var svo mikið i flutningum fyrstu dagana. Viö fórum fimm ferðir stanzlaust fram og til baka til Þorlákshafnar meö húsmuni, veiöarfæri og annab slikt, og mátti segja ab fyrsta vikan færi öll I þaö. Ég fylgdist þvl sáralitið með þvi sem geröist hér I Reykjavik þá dagana. En það er eitt, sem ég vil um- fram allt að þú komir á framfæri, fyrst þú ert aö tala þetta viö mig: Mig langar aö biöja fyrir alveg sérstakar þakkir til þeirra fjöl- mörgu vina og kunningja, sem voru boönir og búnir til hvers konar fyrirgreiöslu á þessum erfiöu dögum. Kemur mér þá fyrst I hug Jón Sveinsson I Stál- vik, sem hringdi til min út á sjó, þar _sem viö vorum með bátana fulla af húsmunum og öðru fyrir hina og aöra og okkur sjálfa. Svo biöu á bryggjunni bilar frá þeim I Stálvik og lika frá Halldóri I Nökkva, og þar var viö öllu tekið og þaö flutt upp i Stálvik, þar sem sett var I gang mötuneyti handa öllum, og yfirleitt allt gert, sem hugsanlegt var til þess aö létta okkur llfiö. Auövitað væri von- laust aö ætla aö þylja nöfn alls þess ágæta fólks, sem þarna á hlut aö máli, þótt ég hafi nefnt þá tvo aðila, sem mér komu fyrstir I hug. En ég bið fyrir alúðarþakkir til þeirra allra. Og eins »g þetta hérna I húsinu þar sem við búum. Þaö var flutt hingað mikið af varningi, bæöi sem viö áttum og aðrir, konan min var ein hérna heima til þess aö taka á móti þvi, og eftir þvi sem hún lýsti þvi fyrir mér, þá hefur nær þvi hver einasti maöur i þessu stóra háhýsi lagt hönd að þvi að hjálpa henni að bera inn og rýma til hér i Auglýsing um skoðun bifreiða í iögsagnar- umdæmi Reykjavíkur í marz 1973 Aðalskoðun bifreiða i lögsagnarumdæmi Reykjavikur i marz 1973. Mánudaginn 5. marz R- 1 — R- 200 Þriöjudaginn 6. marz R- 201 — R- 400 Miövikudagur 7. marz R- 401 — R- 600 Fimmtudaginn 8. marz R- 601 — R- 800 Föstudaginn 9. marz R- 801 — R-1000 Mánudaginn 12. marz R-1001 — R-1200 Þriöjudaginn 13 marz R-1201 — R-1400 Miövikudaginn 14. marz R-1401 — R-1600 Fimmtudaginn 15 marz R-1601 — R-1800 Föstudaginn 16. marz R-1801 — R-2000 Mánudaginn 19. marz R-2001 — R-2200 Þriöjudaginn 2«. marz R-2201 — R-2400 Miövikudaginn 21. marz R-2401 — R-2600 Fimmtudaginn 22. marz R-2601 — R-2800 Föstudaginn 23. marz R-2801 — R-3000 Mánudaginn 26. marz R-3001 — R-3200 Þriöjudaginn 27. marz R-3201 — R-3400 Miövikudaginn 28. marz R-3401 — R-3600 Fimmtudaginn 29. marz R-3601 — R-3800 Föstudaginn 30. marz R-3801 — R-4000 Bifreiðaeigendum ber að koma með bif- reiðar sinar til bifreiðaeftirlitsins, Borg- artúni 7, og verður skoðun framkvæmd þar alla virka daga kl. 8,45 til 16,30. Bifreiðaeftirlitið er lokað á laugardögum. Festivagnar, tengivagnar og farþegabyrgi skulu fylgja bifreiöunum til skoöunar. Viö skoöun skulu ökumenn bif- reiöanna leggja fram fullgild ökuskirteini. Sýna ber skil- riki fyrir þvi, aö bifreiöaskattur og vátryggingargjald ökumanns fyrir áriö 1973 séu greidd og lögboöin vátrygg- ing fyrir hverja bifreið sé i gildi. Þeir bifreiöaeigendur, sem hafa viötæki i bifreibum sinum, skulu sýna kvittun fyrir greiöslu afnotagjalda rikisútvarpsins fyrir áriö 1973. Athygli skal vakin á þvi, aö skráningarnúmer skulu vera vel læsileg. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á auglýstum tima, verður hann látinn sæta sektum samkvæmt umferðar- lögum og bifreiðin tekin úr umferð hvar sem til hennar næst. Þetta tilkynnist öllum, sem hluta eiga að máli. Lögreglustjórinn i Reykjavik, 28. febr. 1973. óskar Matthfasson, skipstjóri.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.