Tíminn - 11.03.1973, Blaðsíða 8

Tíminn - 11.03.1973, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Sunnudagur 11. marz 1973 Einar Gunnar Arnason, forstjóri Litavers f vcggfóðursdeildinni. Á myndinni sést hluti af stærsta veggfóðurslager á landinu. er okkar elzta grein og fer starf- semin vaxandi. Stærsti veggfóðurs- lager á landinu A efri hæðum eru veggfóðurs- deild Litavers. Fyrirtækið hefur á að skipa 10 fagmönnum, vegg- fóðrurum, sem vinna i tengslum vð verzlunina. Ef menn vilja ekki leggja veggfóður sjálfir, þá út- vegar verzlunin fagmenn til þeirra hluta. Hvergi hafa framfarir orðið eins miklar og í veggfóðri. Vegg- fóður gefur hibýlum sérstakan svip, sem ekki er hægt að ná með málningu. Meðan pergament, eða pappir var notaður i veggfóður, var þvi hætt við skemmdum og það varð að veggfóðra ibúðir með stuttu millibili. Nú er þetta gjör- breytt. Varanleg efni eru komin til skjalanna, efni sem má gera hrein og eru ekki viökvæm fyrir óhreinindum. Veggfóðursdeild Litavers er langstærsta sérverzl- un með veggfóður á íslandi. Gólfdúkar Gólfdúkur er i rúmgóðri verzlunardeild bak við aðalhús Litavers. Þar eru afgreiddar all- ar hugsanlegar gerðir af gólfdúk og limi. Gamli linoleumdúkurinn er ennþá seldur, þótt margvisleg- ar nýjungar séu á boðstólnum. Gólfdúkur var á timabili á nokkru undanhaldi fyrir öðrum gólfefn- um, en með nýjum mynstrum og nýjum viðhorfum er þetta að breytast. Nú er völ á vatnsþéttum limefnum, svo ending dúkanna er margföld miðað við það, sem áð- ur var. Þórhallur Barðason veitir dúkadeildinni forstöðu. Hann hef- ur unnið hjá Litaveri frá upphafi, svo að segja og hefur stjórnað deildinni frá byrjun. Einnig selur deildin veggklæðningar, þildúka á böð og eldhús og deildin hefur á sinum snærum fjölda dúklagn- ingamanna, sem leggja dúka fyr- ir kaupendur Litavers, sem ekki vilja leggja sjálfir, en fyrir eigin reikning. Teppadeild á 400 fermetrum Norðan við Miklubraut er svo teppadeildin. Ekki var nægjan- legt húsnæði fyrir teppin i verzlunarhúsinu og varð þvi að ráði að fá húsnæði fyrir deildina I nýja Hreyfilshúsinu. Þar hefur Litaver 400 fermetra undir verzl- un og teppasnið og geymslur. Teppadeildin er mjög umsvifa- mikil. Litaver hefur umboð fyrir hin frægu irskuDonaghadee-teppi, en auk þess eru filtteppi I úrvali, Sommer og fleiri heimsþekkt merki eru til sölu I deildinni. Teppadeildin er vel skipulögð. Verksmiðjurnar eiga miklar birgðir i Tollvörugeymslunni. Varan er greidd og leyst úr jafn- óðum og þannig er hægt að vera með miklu meira úrval, en ann- ars væri hægt og Donagha- dee-teppin er hægt að afgreiða samdægurs. — Það er mjög hörð samkeppni, I gólfteppaverzluninni, segir Ein- ar okkur. Litaver lagði i mikla undirbúningsvinnu og stofnkostn- að, til að geta boðið viðskiptavin- um sinum gott verð á gólfteppum. Við tökum enga „kommisjón” ytra, fáum riflegan afslátt, vegna stórinnkaupa og þess vegna erum við ódýrari en ella. Eðlilega leitar fólkið fyrir sér viðar en á einum stað, og það eru þeir sem bjóða bezta verðið og gæðin, sem við- skiptin fá. Við erum með marga flokka af teppum. Dýr og ódýr og er verðið frá 1289 kr. fermetrinn upp I 3500 kr, sem er dýrast. Við gólfteppadeildina starfa tveir fastir starfsmenn i búðinni , en fjöldi manna starfar við að sniða teppi á Ibúðir og annað hús- næði. Á siðasta ári seldi deildin gólfteppi á sem svarar 650 Ibúðir. Reksturinn Eftir að hafa heimsótt allar deildir Litavers i fylgd með Ein- ari forstjóra er okkur það ljóst, að Litaver er stórfyrirtæki og vel rekið. Hver hlutur er á sinum stað og húsakynnin eru vistleg, og það eru nægar vörur á boöstólnum enn, þrátt fyrir stöðvun á sölu gjaldeyris, vegna óvissunnar um stöðu helztu gjaldmiðla heims, og við biðjum Einar að segja okkur frá þvi, hvernig Litaver hefur breytzt i stórfyrirtæki á tæpum árartug. — Litaver er einkafyrirtæki. Ég eignaðist fyrirtækið einn fyrir tveim árum. Mér finnst það eðli- legast að svona fyrirtæki séu rek- in með fullri- ábyrgð stjórnenda þess. Hér er einræði. Salan á siðasta ári nam 75.000.000.00 króna og hefur vaxið ár frá ári. Bygginga- vörur eru að verða tizkuvörur. Is- lendingar vilja tilbreytingu. Vilja verða leiðir á sömu vörunni dag eftir dag og ár eftir ár. Þetta skapar vissa örðugleika. Þú verður að fylgjast með markaðinum. Kaupa fagblöð og lesa og fylgjast með keppinautun- um. Það verður að sækja sýning- ar, þar sem framleiðendur koma nýjungum á framfæri. Fyrir nokkrum árum notuðu allir t.d. keramikflisar á baðherbergi. Nú er notaður dúkur af sérstakri gerð á veggina, .og svo tekur eitt- hvað annað nýtt við, og þá verður Litaver að geta boðið það lika. Mér er engin launung á þvi, að mér hafa oft orðið á mistök, að minnsta kosti stundum, þegar ég hefi rokið til og farið af stað með vörur, sem við höfðum ekki nægjanlegt vald á að selja. Nýjar vörur kalla á mikla fjárfestingu I hliðargreinum og sá, sem allt ætl- ar að gleypa og mylja undir sig, verður oft fyrir vonbrigðum. Þórhallur BarOason, deildarstjóri I dúkadeild Litavers. Þórhallur Sigurlaug Jónsdóttir I máiningardeild Litavers. Þetta er elzta deildin I Litaveri, en fyrirtækiö byrjaöi hefur unnið viö fyrirtækiö svo aö segja frá stofnun þess. vcrzlun meö málningarvörur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.