Tíminn - 11.03.1973, Blaðsíða 29

Tíminn - 11.03.1973, Blaðsíða 29
TlMIW 29 s ÍliÍ'ÍH iiiiiiihiiliillliiliiiiHii ngo ur Davíðsson: „Saltiðog skólpið renna í Vín" Ain Rin er fræg i fornum sögum. Einhvern tima fyrir ævalöngu hefur liklega „rinargull” verið unnið úr botnsandi hennar. Rin hefur frá fyrstu timum verið mikil samgönguæð og hún var lika auðug af fiski. Nú fæst þar varla ,,bein úr sjó” og stæka ýldulykt leggur af hinu mórauða, fyrrum fagra og tæra fljóti. Svisslendingar setja upp aðvörunarspjöld „Baðið ekki i Rin”. Hollend- ingar fá 30% af drykkjarvatni sinu úr Rinarfljóti. og þeir segja að óbragð finnist jafnvel af kaffi og te. Rinarfljót er talið um 1300 km langt og við- ast er nú ólykt af þvi — nærri þvi frá upptökum til ósa, enda fellur það i gegnum mikil iðnaðarlönd. Oliublettir, fita og sápufroða fljóta i árvatn- inu, sagt að jafnvel sé hægt að framkalla filmu i þvi. Rin, hið mikla siglingafljót, er orðið að skólpræsi 50 milljóna manna. Er talið, að um 60 þúsund tonn af alls konar úrgangi berist ♦ á degi hverjum i fljótið. Bakteriumagnið eykst, súr- efnið minnkar, fiskarnir drepast, grunnvatn i grennd- inni spillist. Um 17 þúsund oliuknúin skip og dráttarbátar sigla á Rin, svo oliumengun er geysimikil. Ain rennur i gegn- um fjögur þjóðlönd, þ.e. Sviss, Frakkland, V-Þýzkaland og Holland — og hættir þeim til að visa ábyrgðinni hvert á annað. ,,Það er mannlegt, að skeyta ekki um hvað af úr- ganginum verður, þegar við sjáum fljótið bera hann burt frá okkur,” er haft eftir einum embættismanninum. Menn hafa látið Rin taka við skólpi og öðrum úrgangi i þúsundir ára. En nú er fólksfjöldinn orðinn slikur og iðnaðurinn, á áhrifasvæði Rinar, að hún tek- ur ekki við meira og lifverurn- ar i henni eru að deyja út. Rin er aðeins hrein við upptökin i Alpafjöllum nú á fimum. Mengunar gætir verulega neð- an við Bodenvatn. Geysistór iðnaðarfyrirtæki veita skólpi sinu i ána i útjaðri Basel og lita úrgangsefnin stundum árvatnið rautt, grænt eða brúnt. 1 Frakklandi tekur áin við 80 þúsund tonnum af lút, sem i eru 20 þúsund tonn af salti frá kalinámunum i Elsass. 1 Þýzkalandi veitir efnaiðnaður i Lúðvikshafen, oliuhreinsunarstöðvar i Mannheim og stáliðnaðurinn mikli i Ruhr-héraði úrgangs- efnum sinum út i Rin. Þegar til Hollands kemur er árvatnið kolmórautt og nær ógagnsætt. ,,Við fáum allt svinariið”, segja Hollendingar andvarp- andi. Þann 19. júni tóku fiskar að drepast og fljóta upp hópum saman i Rin. Enginn veit með vissu af hverju fiskarnir drápust. Sökudólgarnir þegja sem fastast. 1 seinni tið er byrjað að gera verulegar ráð- stafanir til að draga úr menguninni. Bátar fara um ána og taka sýnishorn af vatn- inu á ýmsum stöðum og þyrlur fljúga yfir til að fylgjast með litabreytingum i vatninu, og lita eftir við verksmiðjur, ef mengunar verður mikið vart frá þeim. Umsjónarbátar taka við oliuleifum skipa óg dráttar- báta á ánni. Hreinsistöðvár miklar eru i byggingu, enda þarf mikils við, og aðrar eru áætlaðar. Talið er, að frá 5 stórum námum sé veitt 5-6 milljónum tonna af salti (natrium klóríð) út i Rin, það er um þriðjungur af öllu salti i ánni. Arvatnið ber saltið til Hollands.t þar sem það eyði- leggur drykkjarvatnið og skemmir jarðveginn, svo það dregur úr vexti grænmetis og blóma. Margar kynslóðir Hol- lendinga hafa orðið að berjast við hafið og saltið i þvi. ,,Nú kemur salt og margs konar mengun inn um bakdyrnar”, segja Hollendingar. Frakkar eru byrjaðir að takmarka dálitið saltmagnið, sem veitt er út i Rin frá kali- námunum, enda hafa Hollend- ingar kvartað sáran, yfir salti og alls konar óhroða, sem áin ber yfir land þeirra frá lönd- unum ofar við hana. En neðsti hluti Rinar tekur við tals- verðri megnun frá verksmiðj- um Hollands. Þetta er geysi- leg mengunarkeðja, afarerfið viðureignar. Og viða er pottur brotinn. A stórum landsvæð- um, bæði auslan hafs og vest- an, er ekki óhætt að drekka vatn, nema það sé soðið, eða sótthreinsað á annan hátt. Hér á landi er vatnið viðast tiltölu- lega hreint a.m.k. uppsprettu- vatnið, enn sem komið er. En viða vofir hættan yfir. Neðri hluti Elliðaánna við Reykja- vik og Glerá við Akureyri gætu mengast mjög, ef ekki er gætt varúðar. Þessar ár eru nefndar sem dæmi um ár á þéttbýlum svæðum. Myndin er hollen/.k, en til llollands lendir mest af mengunarefnum Itínar. ACROB VEGG OG GÓLF !HI $ SAMBANDIÐ BYGGINGAVÖRUR SUÐURLANDSBRAUT 32 EINNIG INNAKSTUR FRÁ ÁRMÚLA29 Fyrir böð og eldhús, stærð 15x15 í tízkulitum Gólfflísar, 10x20 í rauðbrúnum og gulbrúnum litum, 15x15 einlitar og mislitar Fyrir iðnaðarhúsnæði útvegum við margar gerðir af vegg- og gólfflísum FLtSAR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.