Tíminn - 11.03.1973, Blaðsíða 26

Tíminn - 11.03.1973, Blaðsíða 26
26 TÍMINN Sunnudagur 11. marz 1973 Umsjón: Alfreð Þorsteinsso Kay Clemence kcmur næstur á eftir Gordon Banks, sem bezti markvörður Knglands. Hann hef- ur prýðilegar staðsetningar. gott viðbragð og tækni, ekki sízl i loft- inu. Samkvæmt liefð leika mark- vcrðir I.iverpool, sem cins konar fimmti varnarleikmaðurinn bak við varnarveggin, svo að þeir gæta svæðisins bak við hann, takist einhverjum framherja I liði andslæðingsins að slcppa fram hjá rangstöðugildrunni. CLEMENCE OG GILZEAN 1 SVIÐSLJÓSINU hjá okkur I dag, eru tveir knattspyrnu- menn, sem eiga ólikan knatt- spyrnuferil. Þessir leikmenn eru Ray Clemence, markvörð- ur hjá Liverpool, sem var keyptur frá Scunthorpe á aö- eins 20 þiis. pund áriö 1967, og Alan Gilzean, sem hefur veriö einn litrikasti knattspyrnu- maður Tottenham Hotspurs undanfarin ár. Hann var keyptur frá Dundee I desem- ber 1964 á 72,500 þús pund. Clemence er Englendingur, sem er ný byrjaður að leika með enska landsliöinu og er taiinn næsti landsliösmark- vörður. Hann hefur leikiö báða landsieiki Engiands i undan- keppni HM-keppninnar I V- Þýzkalandi 1974. Gilzean er Skoti, sem á 22 landsleiki að baki fyrir Skotiand. Hann er nú 33 ára og er að hefja sitt siðasta skeið á knattspyrnu- ferli sinum, sem hefur verið viðburðarlkur. — SOS. ,Hann verður örugg- lega sjólfkrafa eftir- maðurGordonBanks' — segir Jackie Charlton, um hinn unga og frdbæra markvörð Liverpool, Ray Clemence ÞAÐ verður erfitt að fylla það skarð, sem hinn snjalli Gordon Banks, markvörður Englands, hefur skilið eftir sig i enska landsliðinu í knattspymu. Einn mark- vörður er þó staðráðinn að fylla það skarð og verða þar með markvörður númereittí Englandi. Það er enginn annar er hinn frábæri markvörður Liver- pool, Ray Clemence, sem Bill Shankly, fram- kvæmdastjóri Liverpool, keypti frá Scunthorpe á 20 þús. pund 1967. Clemence lék sinn fyrsta lands- leik gegn Welsh i H.M-keppninni I nóvember sl. Eftir þann leik, lét Sir Alf Ramsey hafa eftir sér: — „Hann var frábær, þótt hann hafði ekki mikið að gera, en það, sem hann geröi, hefði enginn get- aö gert betur. Hann virtist af- slappaður og fullur af sjálfsáliti allan leikinn og þessi mikla hetja frá Anfield sýndi, að hann átti þaö fyllilega skilið að leika I landsliðsmarkinu”. Peter Shilton hefði getaö fengið þennan leik alveg eins og Ray Clemence. En nú getur Leicester- markvörðurinn snjalli ekki leng- ur veriö talinn llklegur eftirmaö- ur Gordon Banks, — hann er bú- inn aö fá harðan keppinaut, þar sem Clemence er. Jackie Charlton, hinn frægi leikmaöur Leeds, sagöi ,eftir aö hann haföi séö Clemence i slnum fyrsta landsleik: „Ég ber mikla viröingu fyrir Clemence, hann veröur örugglega sjálfkrafa eftir- maöur Banks”. Clemence álitur sjálfur, aö Banks sé bezti markvörður, sem hefur verið uppi I heiminum. Hann viðurkennir, aö hafa lært mjög mikið af Banks, þegar þeir hittust á landsliösæfingum. En nú skulum viö láta Ray Clemence, segja frá kynnum slnum af Banks: „Banks er einn af þeim leikmönnum, sem þú getur talaö viö og likaö vel viö. Hann hefur hjálpaö mér mikiö, meö sinni miklu leikreynslu og kunnáttu. Ef þú hefur eitthvaö annaö álit á hlutunum en hann, þá hlustar hann og ræöir máliö viö þig. Og jafnvel samþykkir þaö, sem þú segir. Þaö er ekki hægt aö hugsa sér betri félaga”. Þaö, sem kom Clemence á topp inn, var vilji hans til aö læra af meistaranum, Banks, ásamt mikilli metnaöargirni. Þá hefur það hjálpaö honum mikiö, að hann er leikmaöur I einu bezta félagsliöi Evrópu. Clemence, sem kom til Liverpool 1967 frá Scunt- horpe, segir, aö það sé ekkert betra fyrir öryggiö, en aö leika á Anfield og meö Liverpool-liöinu. „Þaö gengur allt mjög vel hjá Liverpool I augnablikinu og ef viö höldum þannig áfram, þá vinnum við deildina örugglega”. Þegar Clemence var spuröur aö þvi um daginn, hvort aö hann héldi aö Liverpool-liöiö væri betra lið núna, heldur en á slöasta keppnistimabili, þegar meistara- titlinum var stoliö frá liöinu, svo aö segja i siöasta leik, sagöi hann: „Já, við erum þaö örugg- lega, þvi aö i fyrsta lagi gerum við nú fleiri mörk, sérstaklega á útivöllum. I ööru lagi, missum viö varla stig á Anfield. Þó aö viö sé- um komnir nokkrum mörkum yf- ir i leikjum okkar, þá leikur vörn- in af fullum krafti og gefur ekkert eftir”. Og Clemence heldur áfram: „A siðasta keppnistlmabili, vorum viö i miklum vandræöum meö aö skora mörk á útivöllum. En I ár gerum viö mörg mikilvæg mörk, sem gefa okkur dýrmæt stig i baráttunni um Englands- meistaratitilinn. Astæðan fyrir þessu er sú, aö viö erum farnir aö senda fleiri menn fram i sóknina. önnur ástæöa fyrir þessum góöa árangri I ár er, aö nú höfum viö öölazt meiri leikreynslu. Jafnvel þó aö viö höfum tapaö siöasta keppnistimabili, og tapaö úrslita- leik á Wembley gegn Arsenal, áriö á undan, þá erum viö enn óreyndir. Þaö má segja, aö aöeins þrír menn I liöinu, hafi einhverri reynslu yfir að ráöa. Þaö eru þeir Tommy Smith, Chris Lawler og Ian Callaghan. Hinir leikmenn liösins, eru allir ungir menn, nýkeyptir, eöa nýkomnir af vara- mannabekknum. I ár veröum viö reynslunni rikari meö hverjum leik og hin bitra reynslu slðustu ára, hefur veriö góö lexla. Viö gerum ekki sömu mistökin aftur og lykillinn af árangri Liverpool I ár, er sam- vinna allra leikmannanna, sem hugsa allir um liöiö fyrst og fremst. Viö höfum einnig frábæra varamenn, sem geta fyllt sköröin, þegar menn meibast. Þegar Tommy Smith gat ekki leikiö meö liöinu i nokkrar vikur vegna meiösla, kom Bill Shankley meö Trevor Storton, sem hann keypti frá Tranmere. Hann féll fljótlega inn i liðiö og spilaöi sérstaklega vel. Phil Boersma, sem kom inn i liðið fyrir John Toshack, sem einnig meiddist, sýndi stórkost- lega byrjun hjá Liverpool, hann skoraði mörg þýöingarmikil mörk”. Leikmenn Liverpool gera sér þaö ljóst, aö mörg ljón veröa á veginum áöur en hinn eftirsótti Englandsmeistaratitill vinnst. Til dæmis er Clemence hræddur viö Leeds og hann segir: „Maöur veröur alltaf aö gæta sin á þeim. Þeir eru stórhættuleg- ir og miklir baráttumenn, sem gefast ekki upp, fyrr en I fulla hnefana”. Einnig lltur hann með beyg til London: „Ég hélt aö þaö yröi Tottenham I ár, sem mundi veröa erfitt. Ég geröi mér ekki grein fyrir þvl, hvaö Arsenal- menn eru geysilega sterkir, þeir eru alltaf stórhættulegir, sér- staklega nú I lokabaráttunni. Liverpool-liöiö er llka I UEFA- bikarkeppninni og þaö yröi skemmtilegt aö vinna þá keppni, þvi aö Liverpool hefur ekki unniö I Evrópukeppni. En þó geri ég ráö fyrir aö baráttan um Eng- landsmeistaratitilinn, veröi aöal- atriöiö hjá okkur. En ef viö höld- um áfram að vinna leiki, eins og viö höfum gert. Þá eru engin tak- mörk fyrir þvi, hvað viö gerum”. Þaö er sagt aö Liverpool-liöið leiki góöa knattspyrnu og leiki af miklu öryggi. Hvaöa liö myndi ekki gera þaö, meö Ray Clemence, fyrir aftan sig I mark- inu. GORDON BANKS OG RAY CLEMENCE.. . 24 tímum eftir aö þessi mynd var tekin, cn hún sýnir þessa tvo frábæru markveröi ganga af Anfield, lenti Banks I umferöarslysi, sem varö til þess aö hann getur ekki leikið meö Stoke á þessu keppnistlinabili. ,,Ef við höldum ófram að vinna leiki eins og við höfum gert, þd eru engin takmörk fyrir því, hvað við getum" — sagði Clemence, hinn snjalli markvörður Liverpool.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.