Tíminn - 24.03.1973, Blaðsíða 3

Tíminn - 24.03.1973, Blaðsíða 3
Laugardagur 24. marz 1973. TÍMINN 3 Frá vinstri: Kristinn Hallsson, Svavar Berg Pálsson tormaöur Óra toríukórsins, Elfsabet Erlingsdóttir, Ragnar Björnsson dómorganisti og Magnús Jónsson. Myndin var tekin á blaðamannafundi á föstudaginn. (Timamynd: G.E.) Alþingishátíðarkantat- an flutt 29. marz n.k. ÞRIÐJU OG siöustu fjölskyldu- tónleikar Sinfóniuhljómsveitar Islands á starfsárinu 1972/73 verða haldnir i Háskólabiói FULLTRÚARAÐSFUNDUR Sambands islenzkra sveitar- félaga verður haldinn dagana 27. og 28-þ.m. i fundarsal borgar- stjórnar Reykjavikur i Skúlatúni 2. Reglulegir fulltrúaráðsfundir eru haldnir einu sinni á ári. í fulltrúaráði eiga sæti auk stjórnarmanna sambandsins 25 fulltrúar ýmissa sveitarfélaga úr öllum landshlutum, en þeir eru kjörnir af landsþingi sam- bandsins, sem haldið er 4. hvert ár að afíoknum sveitarstjórnar- kosningum. Formaður Sambands islenzkra sveitarfélaga Páll Lindal, borgar- lögmaður, mun setja fulltrúa- ráðsfundinn kl. 10 árdegis á þriðjudag. 1 upphafi fundarins munu fjármálaráðherra og sunnudaginn 25. marz kl. 15. Stjórnandi verður Ragnar Björnsson, og útskýrir hann jafn- framt tónlistina. A efnisskrá eru: borgarstjórinn i Reykjavik flytja ávörp. A fundinum verður að venju fjallað um starfsemi Sambands islenzkra sveitarfélaga siðastliðið ár, svo og starfsemi lánasjóðs sveitarfélaga og Innheimtustofn- un sveitarfélaga, en aðalverkefni fundarins verður að fjalla um itarlegt nefndarálit um lands- hlutasamtök sveitarfélaga, verk- efni og stöðu þeirra i stjórn- kerfinu. Nefndarálit þetta er samið af Alexander Stefánssyni, Bjarna Einarssyni og Sigfinni Sigurðssyni. Formenn og framkvæmda- stjórar landshlutasamtaka sveitarfélaga eru boðnir á fundinn. Auk þeirra munu all- margir gestir sitja fundinn. Ráðgert er, að fundinum ljúki siðdegis á miðvikudag. Sinlónia nr. 6 (þættir) eftir Beet- hove'n, og Ungverskar myndir eftir Béla Bartok, Alþingishátiðarkantata eftir Emil Thoroddsen, texti eftir Davið Stefánsson, verður flutt i Háskólabiói fimmtudaginn 29: marz kl. 20:30. Þeir, sem annast flutning verksins eru: Sinfóniu- hljómsveit Islands, óratóriu- kórinn, Karlakórinn Fóstbræður og einsöngvararnir Elisabet Erlingsdóttir, Kristinn Hallsson og Magnús Jónsson. Stjórnandi verður Ragnar Björnsson. Inn i flutning verksins verður fléttaður upplestur óskars Halldórssonar lektors á ljóðum Daviðs Stefáns- sonar. Alþingishátiðarkantatan var samin fyrir einsöngvara, blandaðan kór, karlakór, fram- sögn og stóra hljómsveit og ætluð til flutnings á Alþingishátiðinni 1930. Af þvi varð þó ekki, þar sem kantatan hlaut önnur verðlaun. Formaður dómnefndar Carl Nielsen, lauk á hana sérstöku lofsorði og kvað margt í henni bæði frumlegt og fagurt. En tón- skáldið, Emil Thoroddsen, gekk aldrei frá kantötunni til fulls af ýmsum orsökum. Eru af hans hendi aðeins fullgerðir 8 þættir. Hinn mæti tónlistar- frömuður dr. Victor Urbancic tók að sér að fullgera kantötuna og notaði hann þar allt efni, sem til var i drögum frá hendi Emils, svo að verkið væri i anda höfundarins eins og framast mætti verða. Þannig búin var kantatan flutt i fyrsta sinn i tilefni 10. ártiðar tón- skáldsins 11. mai 1954. Var hún flutt i Þjóðleikhúsinu og siðan endurtekin á Austurvelli 17. júni sama ár. Flytjendur þá voru Þjóðleikhúskórinn, Guðrún A. Simonar, Guðmundur Jónsson, Ketill Jensson og Jón Aðils, sem var þulur. Sinfóniuhljómsveitin lék undir stjórn dr. Victors Urbancic. Til gamans má geta þess, að 16. júni n.k. eru liðin 75 ár frá fæðingu Emils Thoroddsen, og dr. Urbancic hefði átt 70 ára afmæli á þessu ári. Eins og sjá má, taka hinir færustu listamenn þátt i flutningi Alþingishátiðarkantötunnar, og allir landsmönnum vel þekktir. Um óratóriukórinn má geta þess, að hann var stofnaður 1. mai 1971 og er þvi kornungur. Fyrsta verk, sem kórinn flutti, var Stabat Mater eftir Antonin Dvorák ásamt Sinfóniuhljómsveit Islands og Karlakór Reykjavikur i Háskólabiói 4. maí 1972. Þess fná og geta, að á föstudaginn langa hefur kórinn i hyggju að flytja einmitt þetta verk i Dómkirkj- unni. Æfingar á Alþingishátiðarkant- tötunni hófust síðastliðið haust og verður verkið eins og áður segir, flutt i Háskólabiói fimmtudaginn 29. marz n.k. kl. 20:30. —Stp Fulltrúafundur Sam- bands sveitarfélaga Verður M.T. húsnæðislaus haustið 1974? A FUNDI borgarráðs þriðjudag- inn 20. marz s.l. var lagt fram bréf fræðslustjóra, dagsett 2. þ.m., varðandi gildistima leigu- samnings við menntamálaráðu- neytið frá 19. ágúst 1969 um Frikirkjuveg 1, þar sem áður var Miðbæjarbarnaskólinn, en nú hefur aðsetur Menntaskólinn við Tjörnina. Samþykkti borgarráð með öllum atkvæðum að tilkynna ráðuneytinu uppsögn samnings- ins við lok gildistima hans, 1. september 1974. Við höfðum samband við Björn Bjarnason rektor við M.T. i þvi skyni að heyra, hvað hann vildi segja um þetta mál, en hann kvaðst ekkert vilja um það ræða að svo stöddu, enda hefði honum ekki borizt i hendur formleg uppsögn leigusamningsins enn. Uppsögn leigusamnings i þvi skyni að fá hann endurskoðaðan á sér oft stað, og að lfkindum er ein- mitt um það að ræða I þessu til- felli. Þeirri hugmynd mun þó hafa skotið upp i borgarstjórn, ásamt fleirum, að nota mætti húsnæðið að Frikirkjuvegi 1 fyrir Námsflokka Reykjavikur. Náms- flokkarnir verða æ fjölsóttari, og i vetur stunda námskeið þeirra i kringum þúsund manns. Nám- skeiðin eru haldin á kvöldin, en margir, húsmæður og fleiri, hafa látið i ljós þá ósk, að þau yrðu frekar seinni hluta dags, þar eð sá timi myndi henta þeim betur. Stp Fríkirkjuvegur 1, þar sem M.T. hefur aðsetur. Hvar verður skólinn til húsa eftir 1. september 1974? MBL. og „fréttir" frd Bretlandi Skrif Mbi. um landhelgis- máliðog uppsetningu þeirra á fréttum, er snerta þetta mál hefur vakiö ýmugust góðra manna á ristjórum þessa blaðs. .._ Þegar Geir Hallgrímsson sagði það á Alþingi i fyrra mánuði, að Brctar hefðu fisk- að meira á tslandsmiðum eftir að við færðum landhelgina út i 50 milur, en þeir fiskuðu með- an við höfðum bara 12 milur — og hafði það eítir brezkum heimildum, sem hann auðvit- að dró ekki i efa, geröi Mbl. hrein ósköp úr þessum fréltum Geirs daginn eftir. Var það i samræmi við annan málflutning Mbl i þessu máli. Þegar menn fletta Mbl. undanfarna mánuði fer ekki hjá þvi, að menn greini mjög sterkt einkenni i landhelgis- fréttum blaðsins. Allar þær frcgnir frá Brctlandi, er hing- að berast og túlkaðar eru af andstæðingum okkar i land- helgismálinu. sem sönnun þess að við tslendingar séum að tapa eða gefast upp i deil- unni við Breta, fá alveg sér- staklega mikið og veglegt rúin á sfðum Mbl. og þeim er gerö alveg sérstaklega góð og ítar- leg skil. Bezta mdlgagn Austin Laings Þegar Austin Laing, tals- maður brczkra togaraeigenda segir eitthvaö gegn okkur eða um það, að islendingar eigi aö gefa eftir í deilunni, fær hann mikíu meira og veglegra pláss i Morgunblaðinu á tslandi, en hann þó fær i þeim blöðum, sem eru aöalmálgögn and- stæðinga okkar i landhclgis- málinu. Þegar hins vegar eitthvað kemur fram erlendis, sem er okkur til framdráttar i land- helgismálinu. er það yfirleitt birt i örstuttu máli, og þar sem minnst ber á þvi, ef á annað borð er nokkuð á það minnzt I þvi góða blaði. „Annar eins maður og Oliver Lodge fer ekki með neina lygi Þegar fregn barst um það, að Sir Alec Douglas Ilome, utanríkisráðherra Breta, hefði sagt i neðri málstofu brezka þingsins, að Einar Agústson hefði heitið sér einhverju á cinkafundi, sem hann hefði siðan ekki staðið við, sló Mbl. þessu auðvitaö upp með stærsta letri. Minna fór fyrir yfirlýsingu Einars Agústsson- ar um það, að annað hvort hafi eitthvað skolazt til I kollinum á honum, eða hann sagt visvit- andi rangt frá, en síðan var staglazt á þvi aftur og aftur i ritstjórnargreinum blaðsins, að það væri engin smáræðis ósvifni af utanrikisráðherra tslendinga að standa ekki við loforð, sem hann hafi gefið Sir Alec Douglas Home, en lítið gert úr þeirri yfirlýsingu Einars að hann kannaðist ekki við aö hafa gefið nein loforð. En auðvitað trúir Mbl. betur Sir Alec Douglas Home en Einar Agústsyni, þegar I odda skerst I Ipndhelgismálum Is- Iendinga. Og þcgar fréttir um það, að landanir i janúar og febrúar sýni, að dregið hafi úr afla Breta á islandsmiðum er ekki talin ástæða til þess I Mbl. að gera mikið úr þvi. Það vakti ekki neinn fögnuð hjá Mbl. Og Geir Hallgrimsson taldi sig ekki þurfa að standa upp á Alþingi til að benda á og fagna Framhald á bls. 27.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.