Tíminn - 24.03.1973, Blaðsíða 27

Tíminn - 24.03.1973, Blaðsíða 27
Laugardagur 24. marz 1973. TÍMINN 27 O Verkefni sveitabæi eru varla til. Að visu hefur tekizt að varðveita nokkur stórbýli s.s. Glaumbæ i Skaga- firði, Grenjaðarstað og Bustafell. En sveitabæir, sem stór hluti nú- lifandi manna fæddist og ólst upp i, eru minningin ein. Ég held, að svona snögg um- skipti séu óeðlileg. Það hlýtur að vera saknaðarefni, að ekki sé sagt menningarsögulegt vand- ræðamál, — þegar þjóðin, sem vill vera og er menningarþjóð, heggur svo hlifðarlaust á tengsl sin við íortiðina. Hluti íslenzks menn- ngarstarfs Islendingar telja sig með réttu i hópi menningarþjóða og hafa jafnvel stært sig af söguást sinni og þjóðmenningaráhuga. Islend- ingar telja sér áreiðanlega skylt að rækja sögu sina og fara vel með menningararf sinn, enda er það talin litilmótleg þjóð, sem vanrækir slikt. En þá hljóta menn að spyrja: „Hvað er þjóðarsaga og hver er menningararfur þjóðar?” Þeirri spurningu treysti ég mér ekki til að svara svo viðhlítandi sé, enda brestur mig til þess þekkingu. Hins vegar er ég á þeirri skoðun, að tslendingum hafi hætt til þess að hafa nokkuð einhæfan skilning á þessum atriðum. Islenzk bókmenning og önnur orðlist á sér iangan aldur og hefur lögum verið talin blómi islenzkrar menningar og aðal- framlag Islendinga til heims- menningarinnar — eins og menn segja svo spaklega. Sjálfsagt er mikið til i þessu. Hitt er annað mál, að þessi skoðun er nokkuð yfirborðs- kennd. Hún hefur m.a. viðhaldið alltof einhæfum skilningi Islend- inga á menningarsögu og þvi, hver menningararfur þjóðar sé. Sá misskilningur er ærið út- breiddur, að menningararfur islenzku þjóðarinnar sé allur á bókum og i orðsins list — þ.ám. að sjálfsögðu i hvers kyns þjóðsögum og alþýðukveðskap. Aðrir þættir þjóðmenningar hafa verið vanmetnir. Orðlist hefur verið hafin til skýjanna, og gáfur og hæfileikar manna hafa mjög verið vegnir á vog bökmennta og skáldskapar. Haft er eftir merkum Islendingi, að „tungan ein tengi þjóðina við fortiðina”. Þessi orð endurspegla betur en flest annað viðhorf Islendinga til þjóðmenningararfs sins. Það er auðvitað rétt, að tungan tengir okkur fortiðinni. En það er ekki rétt, að tungan ein tengi okkur við fortiðina. Tungan og bókmenntirnar eru ekki okkar eini menningararfur. Að þessu leyti gildir hið sama um okkur sem aðrar þjóðir. Menningararfur Islendinga er fjölbreytt safn hvers kyns and- legrar iöju og verkmenntar i 1100 ár. Við erum ekki i neinum vafa um það, að islenzk bókmennta- saga sé órjúfandi heild, — i islenzkum bókmenntum er sam- hengi, sem spannar fortið og nút- ið. Þannig mun það einnig vera um aðra þætti islenzks menn- ingararfs. 1 sögu islenzkrar byggingarlistar, t.d., er án efa svipað samhengi og i bók- menntasögunni. Hins vegar hafa færri fjallað um sögu byggingar- listarinnar en bókmenntanna. Og vist, er að almenn þekking og áhugi á sögu byggingarlistar er minni yfirleitt en á bók- menntunum. Ekki vil ég ráða til þess, að dregið verði úr áhuga al- mennings og fræðimanna á bók- menntasögu. En að skaðlausu mætti auka áhuga landsmanna á sögu innlendrar byggingarlistar og efla skilnings fólks á menn- ingargildi hennar. Ég held a.m.k., að það ætti að vera tiltölu- lega auðvelt verk að fá alla hugs- andi menn til að viðurkenna að hús og hýbýli og hvers kyns mannvirki eru snar þáttur i mannlegu samfélagi. Engum getur dulizt, að hús og önnur mannvirki eru óhjákvæmilegur hluti mannlegs umhverfis. Eins og Ijóð og sögur eru hugsmiðar eru húsin ávöxtur mannlegrar hugsunar og handverka. Einhver komst svo að orði ný- lega, að eins mætti „lesa hús” eins og að lesa ljóð. Auðvitað er þetta hverju orði sannara. Hús geta vissulega vakið stemningu eða sagt sögu. Og vist er, að við Islendingar eigum mörg hús, sem vekja hug- hrif og segja mikla sögu. Slik hús er hluti af menningararfi þjóðar- innar. Og við hljótum að fara vel með allan okkar menningararf, hvort heldur sem hann er fólginn i skáldskap eða húsagerð. Evrópsk hreyfing Ég vil að lokum geta þess, að mynduð hefur verið alþjóðleg byggingarverndarhreyfing á vegum Evrópuráðsins. Þessi hreyfing hefur i undir- búningi mjög viðtækar aðgerðir i sambandi við kynningu og upp- lýsingamiðlun um viðhald og verndun fornra og sögufrægra mannvirkja. Fyrirhugað er, að sérstök bvggingarverndarherferð verði skipulögð i öllum aðildar- löndum Evrópuráðsins næstu þrjú ár, þ.e. 1973, ’74 og ’75. Ætlunin er, að aðalstarfsemi þessarar hreyfingar verði á árinu 1975, enda mun það verða nefnt „byggingarverndarárið 1975” — sbr. náttúruverndarárið 1970. Ég tel ekki áhorfsmál, að þessi hreyfing nái til Islands. Við erum aðilar að Evrópuráðinu, og ég tel það skyldu okkar að taka þátt i þeirri viðtæku menningarsam- vinnu, sem Evrópuráðið stendur fyrir á ýmsum sviðum. Framleiðslusam- vinnufélag rafvirkja óskar að taka á leigu 100-150 ferm. iðnað- arhúsnæði á jarðhæð undir léttan þjón- ustuiðnað. Upplýsingar i simum 20018 og 85394. ® Á víðavangi ára'ngri af útfærslu fiskveiði- lögsögunnar. Hann stóð hins vegar upp á Alþingi þegar Landhelgisgæzlan hafði gert, góða lotu og klippt aftan úr fjölmörgum landhelgisbrjót- um. til þess að segja með miklum áhyggjusvip, að nú þegar farið væri verulega að verja islenzku landhelgina, hefði skapazt alvarlegt hættu- ástand. — TK. @ Útlönd miklum breytingum á einu eða tveimur árum. Þeir eru hættir að lita hina hvitu full- trúa i héraðinu sem viðunandi tákn rikisvaldsins. Þeir telja skæruliðana hins vegar vera að berjast fyrir rétti inn- fæddra manna i Rhodesiu, en litaekki á þá sem óvelkomna friðarspilla. Skotið er yfir þá skjólshúsi og þeim er gefið að borða. Oft er þeim leynt þann- ig, að þeim er leyft að vinna á ökrunum við hlið heima- manna, og engin leið er að þekkja þá úr. Austfirðingar Fundur um byggðamál i Valaskjálf sunnudaginn 1. april. Hefst fundurinn kl. 14. með ávarpi formanns SUF. Framsöguerindi flytja Eggert Jóhannesson, Jóhann Antonsson, Ólafur Ragnar Grimsson og Magnús Einarsson. Ráðstefnustjóri verður Jón Kristjánsson. Fundurinn er öllum opinn. Stjórn Suf. FUF-félagsvist Félagsvist verður haldin að Hótel Sögu 1. april kl. 20:30. Stjórn- andi Sigurður Sigfússon. __________________________________________J Afsalsbréf innfærð 12/3— 16/3 1973 Hafsteinn Filippusson selur Árna Stefánssyni hluta i Sæviðarsundi 13. Guðlaugur Magnússon selur Guðm. Ingva Jóhannss. hluta i Ljósvallag. 26. Filadelfiusöfnuðurinn selur Ragnhildi Jónsd. og Óskari S. Jónss. hluta i Njálsg. 49. Gunnar Kárason selur Herði Johannss. hluta i Hraunbæ 104. Óskar Þorgeirsson selur Guðrúnu Jónsd. hluta i Háaleitisbr. 39. Anna Teitsd. o. fl. selja Sveinbirni Jónssyni hluta i Garðastræti 21. Þuriður A. Jóhannesd. selur Helga Magnússyni hluta i Kapla- skjólsv. 29. Magnús Sigurðsson selur Hafsteini Þórðarsyni hluta i Barmahlið 12. Sesselja Runólfsson selur Gylfa Kristinss. húseignina Sogaveg 186. Pétur Sumarliðason og Guðrún Gislad. o. fl. selja Guðna Þórðar- syni fasteignina Bankastræti 9. Byggingafélagið Afl s.f. selur Arnari Guðjónssyni hluta i Vesturbergi 70. Guðmundur Þengilsson selur Árna Þórðarsyni hluta i Vestur- bergi 78. Gústaf E. Pálsson og Tómas Vig- fússon selja borgarsjóði landspildu úr landinu Hólar á Skildinganesi v/Skerjafjörð. Sigrún Sigurðardóttir selur Guð- mundir Halldórss. hluta i Skarp- héðinsg. 18. Ragnheiður Hlynsdóttir selur Hlyni Sigtryggss. hluta i Fells- múla 9. Byggingafél. Afl s.f. selur Gisla Sigurðssyni hluta i Hraunbæ 102 C Ólafur Beinteinsson, o.fl. selja Skiparadió h.f. fasteigninni Vesturg. 26 B. Byggingafél. Afl. s.f. selur Sturlu Þórðarsyni hluta i Hraunbæ 102 C Sjóvátryggingafél. lsl. h.f. selur Rikisútvarpinu hluta f Laugavegi 176. Einar Arnalds selur Sigurði Arn- alds hluta i Túngötu 5. Bústaður s.f. selur Guðrúnu Lilju Ingvarsd. hluta i Dvergabakka 2. Atli Eiriksson s.f. selur Geir Oddgeirssyni hluta i Leirubakka 12. Byggingafél. Afl s.f. selur Ragnari Guðmundss. hluta i Vesturl>ergi 72. Haukur Pétursson h.f. selur Guðrúnu Erli Jónasd. hluta i Dvergabakka 36. Byggingafél. Afl. s.f. selur Bjarna Guðjónss. hluta i Vestur- bergi 70. Ingvar Agnarsson, Hábraut 4, Kóp. o. fl. selja Gúmmivinnu- stofunni hf. hluta i Skipholti 35. Byggingafél. Afl s.f. selur Guðriði Pálsd. og Kristbirni Þorkelssyni hluta i Vesturbergi 72. Guðný Guðjónsd. o. fl. selja Höllu FASTEIGN AVAL ■ Simar 2-29-11 og 1-92-55 ■ Fasteignakaupendur Vanti yður fasteign, þá hafið ■ samband við skrifstofu vora. \ Fasteignir af öllum stærðum ■ og gerðum, fullbúnar og i ■ smiðum. Fasteignaseljendur Vinsamlegast látið skrá fast- £ eignir yðar hjá okkur. Aherzla lögð á góða og ■ örugga þjónustu. Leitið upp- \ lýsir.ga um verð og skilmála. ■ Makaskiptasamningar oft “ mögulegir. önnumst hvers konar samn- ■ ingsgerð fyrir yður. ■ Jón Arason hdl. Málflutningur, fasteignasala ■ Hauksd. og Guðmundi Ingólfssyni hluta i Grettisgötu 31. Byggingafél. Afl s.f. selur Guðlaugu Sigmarsd. hluta i Vesturbergi 70. Jón Guðjónsson o. fl. selja Einari K. Sigurgeirss. hluta i Grettisgötu 31 A. Jón Guðjónsson o. fl. selja Olinu Steinsdórsd. hluta i Grettisg. 31. Bústaður s.f. selur Gunnlaugi Helgasyni hluta i Reynimel 76. Simplicity smóin eru íyrir alla í öllum stæróum Það getur verið erfitt að fá fatn- að nákvæmlega I yðar stærð, en Simplicity sniðin leysa yandann, — þæ eru fötin þegar sniðin eftir yðar höfði. Vörumerkaðurinnhf. ARMÚIA IA. SlMI ö6113. REVKJflVIK BLÓMASALUR VÍKINGASALUR KVÖLDVERÐUR FRA KL. 7. BORÐAPANTANIR I SlMUM 22321 22322. BORÐUM HALDIÐ TIL KL. 9.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.