Tíminn - 24.03.1973, Blaðsíða 6

Tíminn - 24.03.1973, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Laugardagur 24. marz 1973. Við frum- sýn- o ingu í Grinda- vík Sigmundur örn, Halla og Herdls I Furðuverkinu Þjóftleikhússins) hér aö leika frumur. (Mynd: Ljósmyndari Hvers vegna Grindavík af öllum stöðum? — Vegna þess. Þessari spurningu verður ekki svarað nánar hér, — ekki af minni hálfu. Eigi að heldur hef ég fengið viðhlítandi svar við henni frá aðstandendum ,,Furðuverksins." Hvað um það, — þetta val Þjóðleik- hússins skiptir svo sem engu máli, hvorki fyrir mig né þig, þar sem á annað borð var ákveðið að frum- sýna verkið utan Reykja- víkur. Viö lögðum upp frá Þjóðleik- húsinu um eitt-leytið á laugardag, Kristin M., Herdis, Halla, Sig- mundur Orn, Kiddi ljósameistari, Arni Elfar, Birgir Engilberts og nokkrir blaöamenn. Til Grinda- vikur var komið um tvö-leytið eftir skemmtilega för i leikhús- bilnum. Furðuverksmenn höfðu fariö til Grindavikur daginn áður og gengiö frá öllum sviðsbúnaði, ljóskösturum og ööru sliku. Var þvi litið fyrir leikarana að gera annað en að fara i búningana og slaka svolitið á taugunum. A meöan notuðum við blaða- mennirnir timann til að skoða hið stórglæsilega samkomuhús Grindvikinga, Festi. Þetta er stórt hús, og á þó enn eftir að bæta við það, með stór- borgarsniði frá anddyri til innsta kima. Aðalsamkomusalurinn er i stærra lagi, en Þjóöleikhúsmenn höfðu skipt honum i tvennt og komið sviðinu fyrir i miöjum salnum, enda var sýningin frá upphafi miðuð við ekki of stóran hóp. Sé áhorfendafjöldinn of mikill, og gildir það einkum um barnasýningu, sem þessa, getur sambandið milli leikara og áhorfenda brugöið til beggja vona. „Furðuverkiö” byggist mjög á lifandi sambandi milli leikara og áhorfenda(barna),þar sem rikir skilningur á báða bóga. Klukkan á eftir stundar- fjórðung i þrjú. Salurinn er eins og eitt hviskrandi og iðandi blómahaf, en blómin eru börnin sjálf i litrikum sparifötum. Sum eru i fylgd með mæðrum sinum, en flest eru eins sins liðs, börn á aldrinum 4 ára til 12 ára. Salurinn, eða sá hluti hans, sem notaður er, er fullur. Miðarnir tvö hundruö seldust upp á augabragði á föstudag, en auk þess eru all- margir boðsgestir. Þegar hafði verið ákveðið að hafa aðra sýningu á staðnum daginn eftir á sunnudaginn. Já, það er hviskrað og piskrað, og auðsjáanlega mikil eftir- vænting rikjandi meðal barnanna i salnum. Klukkan er þrjú og tónarnir svifa létt frá orgeli Arna Elvars. Leikararnir fjórir koma svifandi inn á sviðið, léttir eins og orgeltónarnir, og syngja upphafssönginn. Leikurinn er hafinn. Og frá þvi fyrsta til hins siðasta virðist sam- bandið milli leikaranna og litlu áhorfendanna svo náið sem hugsazt getur. Mörg börnin höfðu eflaust séð leikrit áður, en hér var eitthvað alveg nýtt, eitthvað allt öðru visi á ferðinni. Hér fengu börnin tækifæri til að taka þátt i sýningunni, — að nokkru leyti. Og ekki stóð á þvi að þeirra tækifæra væri neytt. Ahugi og meðleiksvitund barn- anna kom greinilega i ljós i mörgum atriöum leiksins. Má þar nefna það atriöi, er leikararnir eru að sýna sköpun stjörnu- kerfisins og notuð m.a. til þess ein tiu stjörnulikön. Þeir báðu tiu börn að koma upp á sviðið til að halda á líkönunum, en á auga- bragði fylltist sviðið af kátum og Fyrsta barnasýning Þjóðleikhússins, sem fer út ó land, og fyrsta frumsýning þess utan Reykjavíkur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.