Tíminn - 24.03.1973, Blaðsíða 13

Tíminn - 24.03.1973, Blaðsíða 13
Laugardagur 24. marz 1973. TÍMINN 13 Útgcfandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Kitstjórar: Þór- arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson, Andrés Kristjánsson (ritstjóri SunnudagsblaAs Timans). Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif- stofur i Fdduiutsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif- stofur í Bankastræti 7 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsinga- simi 19523. Aðrar skrifstofur: sfmi 18300. Askriftagjald 300 kr. á mánuði innan lands, i lausasölu 18 kr. eintakið. Hlaðaprent h.f. - AAalbiksskemmd- irnar í Reykjavík Á siðasta fundi i borgarstjórn Reykjavikur urðu miklar og athyglisverðar umræður um þær stórfelldu skemmdir, sem orðið hafa á malbiksgötum borgarinnar, orsökum þeirra, og hvaða ráð mætti finna til úrbóta. Umræður þessar spunnust vegna tillögu, sem borgarfulltrúar Framsóknarflokksins, Alþýðubandalagsins, Alþýðuflokksins og Samtaka frjálslyndra og vinstri manna fluttu i sameiningu, þar sem lagt var til, að fram færi sérfræðileg athugun, sem hefði það að mark- miði, að fá sem raunhæfust svör við þvi, hvað það raunverulega er, sem veldur mestu um gatnaskemmdirnar, hvort þar er um að kenna salti, snjónöglum, undirbyggingu við gatna- gerðina, efninu, sem notað er i maldikið, lagn- ingu þess á göturnar, veðráttunni, eða e.t.v. öllum þessum þáttum að meira eða minna leyti. í öðru lagi gerði tillagan ráð fyrir, að rann- sakað yrði, hvort saltburður á götur dregur i reynd nokkuð úr slysahættu og hvað hann kostar bileigendur árlega vegna örari ryð- myndunar og lélegri endingar bilanna. Þá var i tillögunni gert ráð fyrir, að leitað yrði til færustu innlendra og erlendra sérfræð- inga til að fá svör við framangreindum at- riðum. í framsöguræðu fyrir þessari tillögu sagði Kristján Benediktsson m.a., að öllum hlyti að blöskra þær stórfelldu skemmdir sem orðið hefðu á flestum helztu umferðagötum borgar- innar nú i vetur og allt það f jármagn, sem til þyrfti að koma þeim i viðunandi ástand að nýju. Þar væri án efa um marga milljónatugi að ræða. Með þessari tillögu er vissulega hreyft mikilsverðu máli, sem vert er að hugleiða af fyllstu alvöru. Gatnaskemmdirnar og slit á ökutækjum þeirra vegna og skemmdir á bilum vegna saltburðar á göturnar, er svo stórt mál, að ekki ber að horfa i kostnað við rannsóknir og athuganir, ef það mætti verða til þess, að úr- ræði fyndust. Eins og nú er virðist enginn vita, hvað gera eigi. Jafnvel tæknimenn borgarinnar, sem gerst ættu að vita, hrista bara höfuðið i ráða- leysi og skella gjarnan skuldinni á umhleyp- ingarnar, veðráttu, nagladekk eða slat. Þannig virðist ástandið vera á þeim bæ, þvi miður. Ekki ber að efa, að borgarbúar almennt taka undir þessa þörfu tillögu og eru sammála þeim rökum, sem að baki hennar liggja. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins höfðu hins vegar mjög litla eða enga skoðun á þessu máli og notuðu meirihluta sinn i borgarstjórn- inni til að visa þvi til borgarráðs. Væntanlega ætlast þeir til, að þar fái það hægt andlát. Þannig er það æði oft, þvi miður, að afstaða hins langþreytta meirihluta Sjálfstæðisflokks- ins i borgarstjórn Reykjavikur er i litlu sam- ræmi við óskir og þarfir borgarbúa. Nicholas Carroll, The Sunday Times: Stjórn Rhodesíu færist í aukana í baróttu sinni Orðsending fró ,,öndum feðranna" er dreift meðal innfæddra ásamt myndum af líkum manna, sem teknir hafa verið af lífi fyrir aðstoð við skæruliða RIKISSTJÖRN Ian Smiths i Rhodesiu hefir tekið anda.ætt- flokkanna i sina þjónustu i áróðursherferðinni gegn skæruliðum. Sunday Times barst um daginn furðuleg og óræk sönnun á þessari nýju aðferð i baráttunni við skæru- liðana. Tvennskonar flugritum er dreift i þorpum innfæddra á umráðasvæði ættflokkanna. öðrum er ætlað að valda beinni ógnun, en hin eiga að ala á hefðbundnum ótta ætt- flokkanna, og er þar jafnvel bent á þá staðreynd, að mjög alvarlegir þurrkar eru nú viða i Rhodesiu. Ritstjórn Sunday Times hef- ir i höndum sýnishorn af þess- um flugritum. Er það merkt prentara rikisstjórnarinnar i Salisbury i Rhodesiu. Flugrit- inu virðist hafa verið dreift meðal höfðingja þorpanna i héraðinu, sem kennt er við Darwinsfjall, en það er um 100 milur i norð-austur frá Salis- bury. 1 héraði þessu hafa að undanförnu verið gerðar árás- irá býli hvitra manna handan yfir landmæri Mozambique. AÐALFYRIRSöGN flug- ritsins er: ,,Til allra ibúa hér- aðsins”. Þvi næst er orðum flugritsins beint ,,til höfðingja, ibúa, karla, kvenna og barna”. Flugritið er prentað á Shona-tungu og hljóðar vo i lauslegri þýðingu: ,,Sum ykkar hafa hjálað skæruliðum, sem koma til þess að vekja ókyrrð meðal ykkar ibúa héraðsins. Mjög margir menn frá hinum ýmsu þorpum hafa yfirgefið heimili sin af ótta við skæruliðana, eða af þvi að þeir óttast af- leiðingar þess að hafa hiálpað skæruliðunum. Mörgum þess- ara manna hefir verið varpað i fangelsi, þar sem þeir biða dóms. Mhondoro, andi ættflokks ykkar, hefir sent ykkur þau orð, að andar feðra ykkar séu mjög óánægðir með ykkur. Auk þess hefir Chiwawa (mjög mikils metinn andi) yfirgefið mann þann, sem hann notaði sem meðalgöngu- mann, af þvi að hann að- stoðaði skæruliða. AF þessum sökum hefir ekkert regn fallið, uppskera ykkar hefir brugðizt og yfir vofir mikil hungursneyð. Eng- inn getur hjálpað ykkur nema rikisstjórnin, en þá verðið þið að gera ykkur grein fyrir þeirri skyldu ykkar aö hjálpa henni i staðinn. Búi nokkur ykkar yfir upp- lýsingum, sem gætu leitt til þess, að upp kæmist um skæruliðana, felustaði þeirra eða vopnageymslur, má sá hinn sami ekki hika við að láta lögreglunni þær i té eða her- mönnum þeim, sem dveljast i byggðarlagi ykkar. Ef einhver ykkar veit um einhvern, sem einhvern tima hefir aðstoðað skæruliða, ber honum einnig að segja það lögreglunni eða hermönnun- um. Hver og einn, sem veitir skæruliðum aðstoð, verður að gera sér ljóst, að hann fremur mjög alvarlegan glæp, verður eltur, tekinn höndum og hon- um refsað”. ANNAÐ flugrit ber yfir- skriftina: „Orðsending frá hinum mikla miðli Mhondoro Mutota til alls hans fólks”. Þetta flugrit er einnig prentað á Shona-tungu og fer þýðing þess hér á eftir: ,,Ég veit, að skæruliðar hafa hertekið börn min Nehanda, Chidyamawuyu og Chiwodza Mamera. Ég sé einnig, að meðalgöngumaður Chiwawa hefir framið alvarlegan glæp. (Gert er ráð fyrir, að þarna sé átt við miðil, sem hafi veitt skæruliðum aðstoð). Andar feðranna vilja ekki blóðsút- hellingar i landinu. Ég vinn þvi með rikisstjórninni. Ég læt ekki lif mitt við að aðstoða skæruliða. Alls ekki. Ég þekki þá. Þegar skæruliðar koma i þetta byggðarlag verður að eyða þeim, og fólkiö sjálft verður að gera það i náinni samvinnu við hermennina”. ÓGNUN er beitt i þriðja flugritinu, sem einnig er prentað hjá prentara rikis- stjórnarinnar i Salisbury. Efst er skjaldarmerki rikisins, en undir þvi stendur orðið „Hokoyoyi” með stórum upp- hafsstöfum, en það er Shona- tunga og þýðir aðvörun. Faman á þetta flugrit eru prentaðar skýrar andlits- myndir af þremur látnum Af- rikumönnum, og standa eigin- nöfn þeirra við myndirnar ásamt nöfnum þorpanna, sem þeir eru frá. Hinum megin á flugritinu eru myndir af likum mannanna og kemur þar fram, að þeir hafa verið skotn- ir. Þessum hroðalegu mynd- um fylgir eftirfarandi orð- sending á Shona-tungu: „Þessir menn létu lif sitt af þvi að þeir hjálpuðu skæru- liðunum, sem berjast gegn hermönnum vorum. Viröið þá vel fyrir ykkur. Hjálpið ekki skæruliðum. Segið lögreglunni og hermönnunum, hverjir séu skæruliðar. Friði verður ekki komið á i þorpum ykkar nema með þessum hætti”. GREINILEGA kemur fram, að árásir afrikanskra skæru- liða hafa lamað mjög baráttu- þrek hvitra ibúa Rhodesiu. Þegar ég var þar á ferð fyrir rúmum mánuði virtust hinir hvitu ibúar landsins brjóta heilann meira um þessa fram- vindu en nokkuð annað. Þetta heldur áfram og er ákaflega áhrifarikt, þar sem athafnir skæruliðanna tákna þá hættu, sem 240 þúsund mönnum af evrópskum uppruna stafar af fimm milljónum Afriku- manna, sem hafa engin áhrif á það, hvernig landi þeirra er stjórnað. Ég lagði leið mina til borgar Afrikumanna skammt frá Salisbury og átti langar við- ræður við innfædda menn, sem oft ferðast til heima- héraða ættflokkanna. Þessar viðræður sannfærðu mig um, að rikisstjórn Smiths skjátlast alveg hrapallega þegar hún telur ibúa hinna afmörkuðu svæða ættflokkanna frum- stæða, hamingjusama og fá- fróða. Hinn barnalegi þjóð- ræknisblær á flugritunum gef- ur raunar góða hugmynd um þetta. SANNLEIKURINN er sá, að stjórnmálavitund þorpsbúa er mjög rik. Þeim voru afar vel ljósar eðlilegar afleiðingar ákvæða samningsuppkasts valdhafanna i London og Salisbury frá 1971, sem þeir höfnuðu i fyrra. Litil þörf var á þeim fyrirhafnarsömu „barnaskýringum ”, sem samnefndarmenn Pears lögðu á sig þegar þeir voru að kynna uppkastið. Afstaða þorpsbúa til skæru- liðanna hefir einnig tekið mjög Framhald á bls. 27. M Oiiki! » M i\í JtV.A*»!H> Ktí \ >i \Í> \ \rr*w , ■Á'MV —TK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.