Tíminn - 04.09.1973, Blaðsíða 8

Tíminn - 04.09.1973, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Þriðjudagur 4. september 1973 Vinnuaðstaða fjölmiðla í Bandaríkjunum: Sjónvarpsstöðvum hótað starfs- leyfissviptingu og blaðamenn í fangelsi fyrir að halda heimildum sínum leyndum ÁHII) l!M»2 tapaði Ivrrum varaforseti Bandarikjanna, Richard M. Nixon, íylkisstjórakosningunum. Eftir að úrslit höföu verið tiikvnnt, hélt hann hlaðamannalund og sagði hann vera sinn siðasta. Ilann réðist harkalega gegn bandariskum í jölmiðlum og sagði j)á alltaf hafa veriö ósanngjarna i sinn garð. Ilér eftir hafið þiðekki Hichard Nixon til að sparka á milli ykkar, sagði hann við blaðamennina. ,,You vvon’t liave Richard Nixon to kick ar- ound anv more.” En ferill hans var ekki á enda. Ilann vann forsetakosningarnar 1%8 og aftur l!)72 — stórglæsilega. Um tima var hann sterkari en nokkru sinni fyrr — en biturleikinn gegn fjölmiðlum var enu sá sami. o Nú, þegar hann hangir á siðasta hálmstráinu — vegna uppljóstrana blað- anna — er hann ekki siöur svekktur i garð blaöanna. RICHARD Milhous Nixon hefur alltaf átt erfitt með að láta sér lynda viö fjölmiðla i heimalandi sinu. A þessu ári hefur ágreining- urinn magnazt til mikilla muna, og þar til Watergate og önnur hneyksli háttsettra embættis- manna stjórnarinnar 1 Washing- ton fóru að ráða rikjum á frétta- siðum dagblaða þar i landi, leið varla sá dagur svo að ekki væri skýrt frá nýjum ofsóknum stjórn- arinnar á hendur blöðum og blaðamönnum, svo ekki sé talaö um sjónvarps- og útvarpsstöðvar. Þaö er álit starfsmanna fjölmiöla i Bandarikjunum, aö yfirvöld vinni nú skipulega að þvl að draga úr prentfrelsi i landinu og að gera fjölmiðlana tortryggilega I augum Bandarikjamanna. Fjölmiðlum hefur bætzt liös- auki nú nýverið: almenningur er smám saman að gera sér ljóst, að án fjölmiöla heföi aldrei veriö flett ofan af Watergate-hneyksl- inu, enda hlutu þeir tveir blaða- menn Washington Post, sem hvað mest hafa unnið að uppljóstrun málsins, Pulitzer-verðlaunin fyr- ir starf sitt i ár. Þannig ber heldur litið á striöinu á milli fjölmiðla og yfirvalda þessa dagana en á und- an er gengið ýmsislegt, sem getur —■ og hefur þegar — haft alvarleg- ar afleiðingar. Upphaf þessa máls — fyrir utan alræmd ummæli Nixons árið 1962 — eru ræður, sem Ihalds- og aft- urhaldssamir stjórnmálamenn, meö Spiro Agnew, varaforseta, I broddi fylkingar, fóru að halda fyrir um þaö bil þremur árum. 1 þeim voru blaða- og fréttamenn ákæröir harðlega fyrir aö vera hlutdrægir og of frjálslyndir. I haldssamir stjórnmálamenn — og einna helzt háttsettir embætt- ismenn stjórnarinnar — fengu ekki næga „pressu” — það var boðskapur ræðumannanna og enginn þarf að efast um, að hvöss gagnrýni frá varaforseta Banda- rikjanna hefur áður fengið sam- þykki og blessun sjálfs forsetans. En það voru ekki eingöngu stjórn- málamenn, sem beindu spjótum sinum að frjálslyndum frétta- mönnum, fhaldssamir starfs- bræður þeirra tóku I sama streng. Þessi gagnrýni heyrist varla nú oröiö, og meira að segja Spiró Agnew hefur skipt um tón. Ýmsir töldu að fjölmiölar heföu skilið rétt ræður gagnrýnendanna og aö máliö væri þar meö úr sögunni eða allavega geymt. Það var þó ekki. Á fyrra helm- ingi ársins 1972 varð þaö greini- legt. Málið hafði einfaldlega tekið á sig nýtt og alvarlegra form. Nixonstjórnin ætlaði sér — og var á góöri leiö með — að endurskil- greina lagalega réttarstööu fjöl- miölanna. Caldwell- (loimirimi Nú snérist striðið um rétt blaða- og fréttamanna til að vernda heimildir sinar. Ákærandinn, stjórnin I Washington, hafði fyrir- skipað New York Times-biaða- manninum Earl Caldwell að mæta fyrir rétt og vitna i máli, sem höföað haföi verið á hendur nokkrum félögum „Svörtu pard- usanna”, herskárri hreyfingu bandariskra blökkumanna. Cald- well hafði skrifað nokkrar grein- ar, sem byggöar voru á upplýs- ingum, er hann hafði fengið hjá Svörtu pardusunum, gegn þvi lof- oröi, aö láta þær upplýsingar ekki af hendi við aðra en lesendur blaðsins. Nú krafðist rétturinn þess, að hann kæmi upp um heim- ildarmenn sina. Meira að segja blaöamanni I starfi ber skylda til að hjálpa til við úrlausn dóms- mála, voru helztu rök réttarins. Caldw'ell neitaöi ekki aðeins aö skýra frá heimildamönnum sin- um, heldur og að koma fyrir rétt- inn, og visaöi til fyrsta viöbætis stjórnarskrárinnar (the first amendment), þar sem tryggt er prentfrelsi i landinu. Málinu var skotið til hæstarétt- ar og 29. júni 1972 var felldur úr- skurður — Caldwell i óhag. Blaðamönnum var sem sé skylt að mæta fyrir rétti og vitna og auk þess urðu þeir að veita leyni- legar upplýsingar til réttarins, ef farið var fram á það. Það er alkunna, að Nixon hefur á undanförnum árum skipað hæstaréttardómara og er nú meirihluti dómara hans skipaöur af forsetanum. Hefur ekki svo lit- ið strið staöið um nokkrar tilnefn- ingar hans. Hann hefur af ásettu ráði skipað heldur íhaldssama dómara þar i sæti, og enginn vafi er talinn leika á þvi, aö i þetta skipti felldi rétturinn þann úr- skurö, sem Nixon var þóknanleg- ur. Caldwell-dómurinn hefur haft mikil áhrif. Blaðamenn, sem fást viö svokallaða „rannsakandi blaöamennsku” (invetigative re- porting), hafa nú tekið til þess ráðs að eyðileggja öll sin gögn þegar að lokinni birtingu greina sinna, en það hefur þó ekki komið i veg fyrir, að að minnsta kosti tveir blaöamenn hafa lent I fang- elsi fyrir aö neita aö skýra frá heimildamönnum sinum fyrir rétti. Frckari takmarkanir Nú er orðið ljóst, að stjórnin hefur sótzt fast eftir þvi að tak- marka enn frekar frelsi blaða og annarra fjölmiðla. Cadewell-dóm urinn fól i sér, að blaðamenn urðu að mæta sjálfir fyrir rétti og skýra frá heimildum sinum, en nú veröa þeir einnig að afhenda rétt- inum öll þau gögn, sem þeir kunna aö hafa undir höndum — og þvi er þaö, að þeir reyna að eyði- leggja þau, eins og vikið var að hér að framan. 1 desember sl. fyrirskipaöi sambandsdómstóll i Washington (með samþykki dómsmálaráöu- neytisins) að fréttastjóri Los Angeles Times i Washington skyldi afhenda segulbandsspólu með fimm klukkustunda löngu viðtali viö mann, sem hafði undir höndum áöur óþekktar uppiýs- ingar um innbrotið i Watergate- bygginguna i fyrrasumar. Viðtal- ið hafði fréttastjórinn átt ásamt tveimur blaðamanna sinna meö þvi skilyrði af háifu mannsins, sem talað var við, að það, sem siðan yrði birt, færi fyrst i gegn- um hans eigin hendur: hann fengi aö lesa greinina áður. Greinin var siöan birt i Los Angeles Times og nafn mannsins birt með henni. En nú fór rétturinn fram á það, aö hann fengi alltviðtalið. Frétta- stjórinn neitaði og var þegar varpað i fangelsi um óákveðinn tima, fyrir að hafa sýnt réttinum mótþróa. Hann var þó látinn laus svoaðsegja strax, enda var beðiö eftir úrskurði hæstaréttar. Yaiidamálið* óleyst Þetta sérstaka mál leystist þó tiltölulega fljótt, þar sem sá, er viðtaliöhaföi veriö átt við, féllst á það nokkrum dögum siðar aö rétturinn gæti fengiö allt viðtaliö. Spurningunni um grundvallar- atriðið hefur þó enn ekki verið svarað. Dómarinn — sem hafði stjórnvöld aö baki sér — krefst þess, að allar minnisbækur og segulbandsspólur blaðamann- anna skuli vera gerð opinber gögn. Fleiri svona mál eiga án efa eftir aö verða til og telja má full- vist, að hið fyrsta verði látið ganga sem prófmál til hæstarétt- ar. Reynslan af Caldwell-dómn- um þykir benda til þess, aö úr- skurðurinn veröi fjölmiðlum i ó- hag. Þrvstingur á sjónvarpslyrirtæki Skömmu fyrir jól tilkynnti Hvita húsið um nýja reglugerö, sem var túlkuð sem alvarlegasta tilraunin til þessa til að beita stóru sjónvarpsfyrirtækin póli- tiskum þvingunum. 1 Bandarikjunum eru 589 sjálf- stæöar sjónvarpsstöðvar. Þær framleiöa hluta sins eigin efnis, en annað kaupa þær I áskrift frá hinum þremur stóru, CBS, NBC og ABC Þessar 589 stöðvar þurfa þriðja hvert ár aö sækja um end- urnýjun á sendingaleyfi sinu til samgöngunefndar stjórnarinnar I Washington, FCC (Federal Communications Commission). Hvita húsið hefur nú tilkynnt, að ný reglugerð hafi verið samin og verði lögð fram sem lagafrum- varp, og felur hún i sér, að áður en sendingaleyfin veíöi endurnýj- uð, þá verði sjónvarpsstöðvarnar að hafa sýnt og sannað aö þær séu hlutlausar í fréttaflutningi sinum og að allar hliðar mikilvægra mála hafi verið kynntar. Að öðr- um kosti verði leyfið dregið til baka og það þýðir aöeins eitt: stöðinni yröi iokað. Þetta er ekki aðeins bein hótun Hvita hússins um að þagga niður i óþægilegum röddum viös vegar um Bandarikin, heldur og tilraun til aö breikka bilið á milli hinna 589 sjálfstæðu sjónvarpsstöðva og stóru stöðvanna þriggja. Þær framleiða fréttadagskrár, þar sem fluttar eru allar helztu fréttir af innlendum og erlendum vett- vangi. Stóru fyrirtækin hafa fram til þessa verið mun þægari en litlu stöövarnar, en nú er farið að bera mikiö á ýmsum fréttamönnum og fréttaskýrendum þeirra, svo sem Walter Cronkite og John Chancellor. Andstæöur Þessi nýju lög - ef þau veröa samþykkt — koma þó einnig til með að hafa sin áhrif á stóru stöðvarnar. Um langan aldur hafa veriö til vissar andstæður á milli hinna „ihaldssömu” og var- káru sjónvarpsstöðva úti á landi og stóru, djörfu stöövanna I Washington og New York. Þegar stjórnin vill nú gera litlu „lókal”- stöðvarnar ábyrgar fyrir efni sinu — og jafnvel þvi efni, sem þærkaupa frá stóru stöðvunum — þá er það sagt vera til að þyngja álagið á þá blaða- og fréttamenn, sem sjá um fréttaflutning frá Hvita húsinu. Allir — og Nixon lika — vita að sjónvarpsfyrirtæk- in (sem rekin eru með auglýs- ingahagnaði einum) standa og falla með þvi, aö dagskrár þeirra séu sendar út yfir allt landiö og ná þannig miklum áhorfendafjölda. Þetta frumvarp er af mörgum talið óskammfeilnasta tilraun Nixons til að losa sig viö óþægi- legá blaðamenn. En það er langt I frá að stjórn Nixons geti komizt upp með svona lagað án gagnrýni utan frá. Jafnframt þvi, sem prent- og tjáningarfrelsi fjölmiðlanna hef- ur verið stórlega skert, þá hefur gagnrýnin magnazt. Meira’ að segja blöð, sem studdu árásir Agnews á blaðamenn, hafa nú breytt afstöðu sinni. I vor var þetta mál ekki rætt mikiö, þótt við þvi hefði verið búizt, en i haust verður það örugglega tekið upp á ný og þar hafa verið gerðar al- varlegar tilraunir til að staðfesta lagalegan rétt fjölmiðlanna. Þingmeirihluti er úr hópi demó- krata, þannig að blaðamenn eiga sér þar ýmsa góða stuðnings- menn. Þetta þýðir þó ekki, að all- ir repúblikanar séu ritskoðunar- sinnar og andstæðingar frjálsra blaðamennsku. Fjöldinn allur af áberandi repúblikönum hefur lát- iö í ljósi áhyggjur vegna frum- varps forsetans. (iallup-stuöninj’ur Andstaðan gegn „fjölmiðlapóli- tik” Nixons fékk byr undir báöa vængi skömmu fyrir siðustu ára- mót, þegar birtar voru niöurstöö- ur skoðanakannanar, sem Gall- up-stofnunin hafði gert meðal Bandarikjamanna. Skoöana- könnunin benti til, að 60% Banda- rikjamanna styddu blaða- og fréttamenn I þeirri afstöðu, að halda nöfnum heimildamanna sinna leyndum. Margir blaða- menn hafa lýst yfir undrun sinni yfir þessum niðurstöðum, þar sem þeir höfðu ekki reiknaö meö aö svo mikill meirihluti almenn- ings gerði sér grein fyrir sam- bandinu á milli huldra heimilda og heiðarlegrar blaðamennsku. Aöur var það útbreidd skoðun, að helzta stoð og stytta Nixons væri vantrú og tortryggni almennings gegn blöðum og blaðamönnum. Þetta hefur náttúrlega gjör- breytzt eftir Watergate og önnur hneyksli, sem tröllriða banda- risku þjóðlifi þessa dagana og duglegir blaðamenn eru i miklum metum. En þótt „investigative reporting” sé álitið einkenni á bandariskri blaðamennsku, þá kom nýlega fram á ársfundi bandariska blaðamannasam- bandsins, að ekki nema 24 eða 15 blöö hafa slíka blaðamenn i föstu starfi. Þeir aðilar, sem beinna hags- muna eiga að gæta i þessu sam- bandi — og eru þannig fuiltrúar almennings — eins og blaðamenn og blaðaútgefendur, hafa beint harðorðum mótmælum til yfir- vaida vegna „Whitehead-frum- varpsins” svokallaða, en það kalla menn væntanleg takmörk- unárlög Nixons eftir formanni nefndarinnar, sem samið hefur frumvarpið og heitir sá Whitehe- ad. Á nefndu blaðamannaþingi var þetta mál rætt mjög. Og John R. Finnegan, formaöur nefndar, sem hefur auga með málum er snerta prent- og tján- ingarfrelsi og er skipuð af sam- ræmingarnefnd 400 blaða, er kaupa fréttir af AP-fréttastof- unni, sagði ekki alls fyrir löngu i viðtali við blað sænska blaða- mannasambandsins, Journalist- en: — Astandið er mjög alvarlegt. Það er hert að okkur og án efa er prentfrelsið I mikilli hættu. ó.vald.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.