Tíminn - 04.09.1973, Blaðsíða 10

Tíminn - 04.09.1973, Blaðsíða 10
1ÍL TÍMINN Þriðjudagur 4. september 1973 Þriöjudagur 4. september 1973 l'ÍMINN n Á Stórutjörnum búa listamenn og þúsundþjalasmiðir Þegar ekið er um landiö á sum- ardegi, virðast bújaröir manna vera fjarskalega likar hver ann- arri. Það er aö visu misjafnlega staðarlegt hcim að líta, og þú tcl- ur húsin, og þvi fleiri, sem þau eru — þeim mun stærra bú. Sér- kenni eru tiltöluiega fá. En svo er auðvitaö margt, sem ekki vcrður séð neðan frá vcgi. óliklegt er það t.d. að það sjáist frá þjóðvcgin- um, hvað hann llelgi á Ilrafnkels- stöðum er góður i Njálu og veður- fræði, cða hvað liann Guömundur Ingi á Kirkjubóli yrkir vel. Þú getur lika talið kýrnar og séð, hvað bóndinn á af stórgrip- um, en það hrekkur þó skammt, þvi það er meiri munur á sveita- heimilum en sést af fjölda gripa. Það er aðeins, þegar manneskj- urnar hafa verið skoöaðar og þú hefur heilsað fólkinu, að þér verð- ur það ljóst, aö sveitamenningin er fjölbreytileg i eðli sinuog að margt er enn i koti karls, sem kóngs er ekki i ranni. Merkilegt fólk á Stórutjörnum Stórutjarnir heitir jörð i Ljósa- vatnsskarði, og hún er ein þeirra, sem sjást aðeins sek.brot frá þjóðveginum, og þvi hætt við að margur vegfarandi sjái alls ekki bæinn. Niðri við vegamótin er hins vegar nýbyggður skóli, mjög glæsilegur, sem verða á unglinga- og barnaskóli fyrir Kinnunga, Bárðdæli, Ljósvetninga, Fnjósk- dæli og Höfðahverfinga. Á Stórutjörnum býr merkilegt fólk. Fjögur systkini, en þau eru Aðalgeir Halldórsson, listmálari og útskurðarmaður, Sigurður Halldórsson, smiður og þúsund- þjalasmiður, og systurnar tvær Kristbjörg og Hólmfriður. Svo var á Stórutjörnurn siðustu ár sin Kristján Halldórsson, úrsmiður, sem nú er látinn. Finnur, kaupfélagsstjóri á Húsavik sagði, að viö mættum ekki fara um Ljósavatnsskarð án þess að koma viö á Stórutjörnum og spjalla við systkinin og skoða Aðalgeir Ualldórsson, listinálari og skfrnarfonta og andlitsmyndir. bóndi á Stórutjörnum. Gerir Útskorinn rammi og „heimasmiðuð" klukka. Verkið er aðflutt, en kassinn smiðaður heima. Systkinin Sigurður og Aöalgeri, ásamt systrunum Kristbjörgu og Hólmfrlði. margvisiega listmuni og mál- verk, sem bræðurnir hafa gert. Þetta er einstakt, sagði hann, og svo einn morguninn undir svip þungum skýjum, sem drógust eft- ir jörðunni, ókum við i hlaö á Stórutjörnum. Systkinin búa saman, þvi að þau hafa ekki gifzt, nema Sigurð- ur. Þau eiga enga afkomendur, en eiga kjördóttur, sem þarna býr með manni sinum og nokkrum börnum. Kristján úrsmiður, sem nú er látinn, hafði verið giftur, en missti konu sina fljótt, og þau voru barnlaus. Lislasafn i sveit 1 húsi þeirra systkina, sem er stórt steinhús, rúmast fjölmennt heimili þeirra vel, og húsið er bókstaflega troðið út af fögrum munum, sem þeir bræður hafa gert. Þar eru málverk, hillur, út- skornar, klukkur og fjölmúlavil. Aðalgeir Halldórsson hafði einkum orð fyrir þeim systkinum. Hann sýndi okkur málverk, sem hann hafði málað sjálfur. Þau voru vægast sagt stórkostleg. An þess að lagt sé á þau einhvers konar listmat, hefur þessi islenzki afdalabóndi náð svo mikilli tækni i gerð andlitsmynda, að undrun má sæta. Portret af einhverjum framámanni i kaupfélaginu minnir meir á verk eftir gamlan hollenzkan meistara en manni upp i sveit, á íslandi. Auðvitað eru málverk Aðalgeirs út um alla sveit, en það sem hann hafði til sýnis, færði okkur heim sanninn um kunnáttu og þroska. Við sáum málverk og við sáum teikningar og bezta teikningin var af vini hans og sálufélaga, Jóni 1' Möðru- dal en auðvitað höfðu þeir dregizt saman á kúnstinni þessa tvö hundruð kilómetra, sem milli bæjanna eru. — Og svo áttu þeir Jón i Möðrudal fleira saman en málverkið, þvi Aðalgeir hefur fengizt við orgel lika. Hann sker skirnarfonta og gerir upp orgel. — öll orgel eru meira og minna mölétin, sagði hann okkur, og i stofu er ameriskt orgel, gamalt, en samt „einsog úr kassanum”. Þaö var skafið upp og pólerað af Sigurði. Skírnarfontar og merkileg likön Við göngum um húsið. Aðalgeir sýnir okkur haglega gerðan ask, renndan úr heilu, en stafirnir markaðir með raufum. Hann hef- ur skorið skirnarfonta i margar krikjur: i Hálskirkju, Ljósa- vatnskirkju og Þóroddsstaða- kirkju og ennfremur gert likön af frægum bæjum og er liklega frægast likanið, sem hann gerði af söludeildinni á KÞ og varðveitt er á skrifstofu kaupfélagsins. Það kemur i ljós, að einn enn bróðir þeirra var Bjarni Hall- dórsson. Hann var óskaplega hagur á tré og járn, en gripir hans voru ekki margir á Stórutjörnum nema húsið, heldur út um alla sveit, þvi aldrei stóð neitt við, sem hann smiðaði. Kristján Halldórsson var lengi úrsmiður á Akureyri. Það var hann, sem gaf klukkuna i Akur- eyrarkirkju, en hana gaf hann til minningar um konu sina, Frið- björgu Vigfúsdóttur, en hún var systir Elinar á Laxamýri. Kristján smiðaði margar klukkur i smæstu atriðum þ.e.a.s. bæði verk, skifu og kassa. Ekki smiðaði hann sarfrt klukkuna, sem hann gaf Ak\ireyrarkirkju, en hann smiðaði hina fögru klukku i Laugaskóla og önnur mjög fögur er á Húsavik og klukkur hans þykja ganga með betri skikk en flestar aðrar þar i sveit. Úrsmiðir á sveitabæ Kristján hætti úrsmiðum á Akureyri á efri árum og fluttist að Stórutjörnum með tól sin og úr- smiðavinnustofu. Þar i kjallaran- um er fullkomið úraverkstæði með tilheyrandi klukkum til still- ingar. Nú er Kristján allur fyrir nokkru. Ekki er samt setið auðum höndum i verkstæði hans. Þeir bræður taka til viðgerðar úr, þvi Sjálfsmynd eftir Aðalgeir Halldórsson á Stórutjörnum (olfa) auðvitað geta allir gert við úr á þessum bæ. Við sáum nokkrar lystilega gerðar klukkur, út- skornar með ornamentum og skrauti. Þar hafa þeir bræður smiðað kassana, en verkin voru innflutt. Sigurður Halldórsson er aðal- lega smiður. Eftir hann sjáum við rokka. Einn var orðinn fimmtiu ára og hafði ekki látið teljandi á sjá. Hann hefur smiðað amboð, húsgögn þilkistur og skápa. Auð- vitað er mest af þessu smiðað fyr- ir nágranna og alls konar fólk, og þvi i brúki hér og þar og ekki til sýnis á Stórutjörnum, en af þeim gripum, er við sjáum, drögum við þá ályktun, að hann sé dvergur i höndunum — ekkert minna en það. Rafmagn og hitaveita Foreldrar þeirra systkina, Halldór Bjarnason og Kristjana Kristjánsdóttir, bjuggu á Stóru- tjörnum. Þaö er ekki til siðs, þeg- ar maður kemur á bæi, að spyrja um bústærð eða innstæður i bönk- um. Samt er þar æði staðarlegt og vel er búið. Húsið er ekki einasta fullt af listmunum og góðlegum manneskjum. Þarna er lika fagur skrúðgarður og rafstöð frá 1928, sem Bjarni heitinn Runólfsson frá Hólmi, kunnur rafvæðingamaður i sveitum, gerði. Þeir bræður færðu stöðina samt neðar fáum 50 ára gamall rokkur eftir Sigurð. Klukka og orgeliö góða, sem Siguröur geröi upp. Orgeliö, sem var illa fariö, er eins og þaö sé beint úr kassanum, þvi aö Siguröur skóf þaö upp og póleraði. árum siðar, til að auka orkuna, þvi að auðvitað geta svona menn lagt rafmagn og fært aflstöðvar að vild sinni. Hitaveitu lögðu þeir lika i húsið. Heita vatnið kemur úr laug uppi i holti skammt frá bænum. Þannig er bærinn rafvæddur og hitaður af afli jarðarinnar sjálfr- ar. Þau systkin gáfu fagurt land undir nýja skólann og gáfu svo skólanum lika vatn til hitunar. Þetta er mikil gjöf, þvi stór hús er dýrt að hita og stór reikningur hleðst upp á hverju ári hjá hrepp- unum og á himnum fyrir skóla- húsið stóra, sem hitað er gratis með gjöf frá aldurhnignum syst- kinum. Vélaverkstæði i kjallaranum I öðrum enda kjallarans er full- komið vélaverkstæði. Þar er smiðað og gert við. Bæði fyrir bú- ið sjálft og nágrannana. Þar eru rennibekkir, sem þeir bræður hafa yfirleitt smiðað sjálfir, bor- ar og smergel mikil. Einnig súr og gas og rafsuðuvél. Þekkilegur ilmur af hráu járni, og smurningi og stál svarfi fer um sálina. Hér fremur hugur og hönd þann gald- ur, er gerir bortinn hlut heilan aftur og ekkert að einhverju. Að siðustu tókum við mynd af fólkinu. A myndina vantaði samt Sigurfljóð Sörensdóttur, konu Sigurðar. Svo ókum við úr hlaði og vorum hljóðir. Við sáum ekki eftir að hafa farið að ráði Finns Kristjánssonar. kauplélags- stjóra, sem tók af okkur loforð um að koma við á Stórutjörnum. og við íundum að fyrir okkur hafði i dag borið eitthvað alveg sérstakt. Allir vita að islenzkir bændur eru vel að sér i fornsögum og geta reitt af sér rimur og langa ljóða- flokka, sléttubönd. jafnvel heila kafla úr fornritum. geta spáð veðri langt fram i timann. Sjald- gæfara mun þó, að svona margar hagar hendur og mikil listgáfa sé saman komin á einum bæ uppi i skarði i islenzkri sveit. JG. • • , v\', 'J\ ;0 0 r Tíminn heimsækir d Stórutjörnum í skarði, þar sem hagleikur í listum og véltækni setur svip sinn d heimi'* V' .i s ■ Stórutjarnir i Ljósavatnsskaröi. Kjallaragluggarnir vinstra megin eru á „vélaverkstæöinu”. Svo kemur úrsmíöavinnustofan. Þau munu fá sveitaheimilin, sem búa eins vel af smiöatólum og verkfær- um og á Stórutjörnum. Iliisamódrl er eitt af skemmtilegri viöfangsefnuin Þelta luis var siniöaö áriö 1938. þeirra bræöra. (Jppstilling eflir Aöalgeir llalldórsson (olia). Meislaralegl handhragö bóndans leynir sér nauniast i þessari inynd. Aöra inynd sáum viö af fiölu og fleiri hlutum, en myndataka misheppnaöist. Úlskorin Hilla á Stórutjörnum. útskuröurer cin þeirra iþrótta er bræö- urnir hafa lagt fyrir sig uin dagana, og þeir liafa náö frábæruni ár- angri. Hrært við hjarta þjóðarinnar ÚRVALSSÖNGLÖG M.A.-kvartettinn / Smárakvartettinn Fálkinn (Parlophone) CPMA 28 - mono LP ÞESSI plata er gulls i gildi. Nú eru loks komnar á eina plötu allar hljóðritanir, sem til eru með M.A.-kvartettinum, svo og þær beztu sem til voru með Smára- kvartettinum á Akureyri. Þrátt fyrir að nú séu orðin rúm 30 ár siðan M.A-kvartettinn hætti að syngja opinberlega, þá eru vinsældir hans með þjóðinni geysi miklar og alls ekki að ástæðu- lausu. 1 næstum hvert einasta skipti, sem spilað hefur verið lag með M.A. i útvarp, þá hafa menn stunið sáran og sagt: Æ, bara að þeir væru nú til ennþá. Með M.a hófst i rauninni sér- stætt timabil i sögu islenzkrar dægurtónlistar. Þessir fjórir piltar (sem þá voru), bræðurnir Þorgeir og Steinþór Gestssynir frá Hæli, Jakob Hafstein og Jón frá Ljárskógum, voru þeir fyrstu, sem nutu afburða mikillar hylli fyrir söng sinn og framkomu. Siðar komu til dæmis Björgvin Halldórsson og aörir rokkarar. Það segir sina sögu, að M.A hafa sungið um það bil 200 sinnum viða um land^og er sorglegt til þess aö hugsa — eins og alltaf er verið að segja — að ekki skuli hafa varðveitzt nema þessar hljóðritanir. 011 lögin með kvartettunum hafa áður komið út á plötum, en upptakan var i upphafi gerð á stálþráð og má furðulegt heita, að hún skuli ekki vera verri en raun er á. t athugasemdum á baksiðu þokka- legs umslags plötunnar, segir Sölvi Eysteinsson: „Samt er gildi plötunnar ekki einvörðungu sögu- legt. Enn má njóta fágaðs söngs þessara söngglöðu listamanna frá Akureyri vegna söngsins sjálfs i þvi formi, sem hann birtist á hljomplötu þessari.” Sölvi segir einnig um M.A- kvartettinn, að hann hafi gefiö þjóöinni verðmæti, sem „enn eru mikils metin af þeirri kynslóð, sem man timabil þeirra.” Sölvi hefur hér fyllilega rétt íyrir sér en þó ekki alveg þvi þótt ekki hafi einu sinni verið hafinn undir- búningur að fæðingu undirritaðst, þegar M.A. var og hét, þá er undirritaöur ekki einn af sinni kynslóð, sem hefur mikið gaman af kvartettinum. Sömu sögu er að segja um Smárakvartettinn, sem likast til hefur komizt hvað næst M.A. að gæðum og vinsældum. Þó bera þessar plötur með sér að i mýkt og þýöleik hafði M.A.’undirtökin. A plötunni eru alls 16 lög, sjö rr,eð M.A. og niu meö Smára- kvartettinum. Þessi lög kunna utan aö allir þeir, sem hlusta eitthvað á útvarp M.A. byrjar á Laugardagskvöldinu á Giii. hinni frábæru þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar á kvæði Gustavs Fröding. Þá syngja þeir Kvöld- ljóð, Næturljóð Rokkarnir eru þagnaðir, Mansöng, Upp til fjalla og Bellmansöngva. Smárakvartettinn syngur Fyrst ég annars hjarta hræri, Kvöldið er fagurt, Blærinn i laufi, Logn og bliða, I ljúfum lækjarhvammi, Við lágan bæ, Draumkvæði, Manstu ekki vina og Góða nótt. Fálkinn h/f á mikla þökk skilda fyrir þessa plötUj og hún á svo sannarlega erindi inn á hvert heimili; menningar- og skemmtanagildi hennar er slikt. ó. vald.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.