Tíminn - 04.09.1973, Blaðsíða 9

Tíminn - 04.09.1973, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 4. september 1973 TÍMINN 9 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson, Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif- stofur i Edduhúsinu vift Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif- stofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðsluslmi 12323 — aug- lýsingasimi 19523. Askriftagjald 300 kr. á mánuði innan lands, i lausasölu 18 kr. eintakið. Blaðaprent h.f - _________________________ J - Forysta íslands Það kemur mjög glöggt i ljós viða um heim, að útfærsla fiskveiðilögsögu íslands i 50 milur hefur haft mikil áhrif og orðið þeim, sem berj- ast fyrir stækkun fiskveiðilögsögu, mikil hvatning. Þannig er t.d. bersýnilegt, að hún hefur haft úrslitaáhrif i Kanada. Á fundi hafs- botnsnefndarinnar i fyrrasumar lögðu Kan- adamenn fram óljósar tillögur um fiskveiði- málin, þar sem engin ákveðin mörk voru til- greind. Þetta var strax gagnrýnt af helzta stjórnarandstöðuflokknum i Kanada, íhalds- flokknum, og þó einkum eftir að íslendingar færðu fiskveiðilögsöguna út i 50 milur. For- ustumenn hans bentu á, að það væri hlálegt að Kanada hefði ekki nema 12 milna fiskveiðilög- sögu meðan ísland hefði 50 milna fiskveiðilög- sögu. Þessi gagnrýni harðnaði enn meira eftir að Island flutti tillögu i hafsbotnsnefndinni i aprilbyrjun sl. um 200 milna efnahagslögsögu. Endanleg áhrif urðu þau, að Kanadastjórn lýsti fylgi sinu við 200 milurnar 27. mai sl. 1 Noregi hefur útfærsla islenzku fiskveiðilög- sögunnar tvimælalaust haft mikil áhrif á ákvörðun stjórnmálaflokkanna. Hreyfing sú, sem reis gegn inngöngu Noregs i Efnahags- bandalagið, var yfirleitt fylgjandi útfærslu norsku fiskveiðilögsögunnar, og hafði fordæmi Islendinga mikiláhrif á hana. Þeir, sem beittu sér fyrir aðild Noregs að Efnahagsbandalag- inu, vildu hins vegar fara sér hægt i landhelgis- málum. Á fundum hafsbotnsnefndarinnar sið- astl. sumar var mjög óljóst,hver afstaða Nor- egs myndi verða. Úrslit þjóðaratkvæðagreiðls- unnar um aðildina að Efnahagsbandalaginu og stjórnarskiptin, sem fóru i kjölfar þeirra, styrktu mjög stöðu þeirra, sem vildu útfærslu fiskveiðilögsögunnar. Málstaður íslands hlaut jafnframt mikinn stuðning i Noregi,og ýtti það undir útfærslustefnuna þar. Þá komst embættismannanefnd að þeirri niðurstöðu, að útfærsla væri hagstæð fyrir Noreg. Allt þetta leiddi til þess, að norska stjórnin ákvað að styðja 200 milurnar. Auðvelt er að rekja það, að útfærsla islenzku fiskveiðilögsögunnar hefur viðar haft mikil áhrif en i Kanada og Noregi. Sennilega hafa áhrifin orðið hvað mest i Afriku. Þar hefur ver- ið unnið að þvi að ná samstöðu allra þátttöku- rikja Einingarsamtaka Afriku um 200 milna efnahagslögsögu. Það hefur verið mikill styrk- ur fyrir þá menn, sem hafa starfað mest að þessu, að geta bent á fordæmi Suður-Ameriku- rikja, íslands og annarra þeirra rikja, sem hafa fært fiskveiðilögsöguna út fyrir 12 milna mörkin. óviða eða hvergi mun málstaður ís- lands i deilunni við Breta njóta meiri skilnings og samúðar en i Afriku, enda er mönnum þar ljóst, að íslendingar eiga þar i höggi við gamla nýlendustefnu, sem er mikilvægt fyrir hinn ný- frjálsa heim, að brotin verði á bak aftur. Allt hefur þetta stuðlað að þvi, að á þjóðhöfðingja- fundi Einingarsamtaka Afriku, sem haldinn var i Addis Abeba i júnimánuði sL, var sam- þykktur einróma stuðningur við 200 milna efnahagslögsögu. Þetta er stærsti sigurinn, sem 200 milurnar hafa unnið. íslendingar eiga tvimælalaust sinn þátt i honum. ERLENT YFIRLIT Vill Nixon láta Agnew víkja? Þegar farið að ræða um nýjan varaforseta EFTIR ÞVl, sem meira upplýsist um kæru skattayfir- valdanna i Maryland á hendur Agnew varaforseta, virðist koma betur i ljós, að valda- miklir menn i fíokki republik- ana standi á bak við kæruna, og sennilega er hún komin fram með vitund og vilja stjórnenda Hvita hússins. Ýmsir gizkuðu á það i fyrstu, að Nixon væri ekki óljúft, þótt þessi kæra kæmi fram þar er hún myndi draga athygli frá Watergatemálinu. Siðar hefur sá orðrómur fengið byr i vængi, að Nixon vilji losna við Agnew sem varafor- seta og fá tækifæri til að til- nefna annan varaforseta i stað hans. Ef Agnew yrði að segja af sér, ber Nixon að til- nefna nýjan varaforseta, en sú tilnefning verður siðar að fá staöfestingu þingsins, ef hún á að fá gildi. Nixon yrði þvi að tilnefna mann, sem væri Hklegur til að fá stuðning meirihluta þingmanna. Meðal stjórnmálamanna i Bandarikjunum nýtur sú skoð un nú vaxandi fylgis, að Nixon muni ekki þurfa að fara frá völdum vegna Watergate- málsins, en áhrif hans verði skert og hann verði að hafa nánari samvinnu við þingið en hann hafði ætlað sér. Þetta getur að mörgu leyti haft heppileg áhrif á stjórnmála- þróunina i Bandarikjunum. Jafnframt vex þeirri skoðun fylgi, að Agnew muni hljóta sektardóm vegna skattsvika og óleyfilegra fjárgjafa, sem hann hafi þegið sem embættis- maður og rikisstjóri i Mary- land. Þótt brot hans muni vart reynast stórvægileg og hann hafi vissar afsakanir, muni sektardómur cigi að siður leiða til þess, að hann verði að segja af sér. Nixon mun þá fá tækifæri til að velja nýjan varaforseta,og er þegar farið að stinga saman nefjum um hver það muni verða. UMRÆDDAR skoðanir eru m.a. byggðar á þvi, að skatta- yfirvöldin i Maryland eða dómsmálaráðuneytið i Washington hefðu aldrei látið hefja rannsókn og málaferli gegn Agnew, nema verulegur vafi léki á um sakleysi hans. Þessir aðilar hafi metið, að sektarlikurnar væru meiri, eða a.m.k. svo miklar, að rétt væri að láta dómstóla skera úr. Pólitiskir aðilar, sem um málið hafa fjallað, hafa vafa- lítið talið, að betra væri að máliö yrði opinbert strax en ekki sfðar, t.d. eftir að Agnew kynni að hafa verið tilnefndur frambjóðandi republikana i næstu forsetakosningum. Ef Agnew yrði sýknaður, myndi hann styrkja aðstöðu sina, en hlyti hann hins vegar sektar- dóm.yrði hann að segja af sér, og Nixon myndi þá útnefna nýjan varaforseta, sem hefði tækifæri til að kynna sig næstu þrjú árin. Jafnt siðferðilega og póli- tiskt væri rétt að reyna ekki að hilma yfir málið, heldur að gera það opinbert strax. AGNEW brást mjög karl- mannlega viö eftir að sá orðrómur komst á kreik,að hann væri undir rannsókn fyr- ir að hafa þegið mútur, sem siðan hefðu verið dregnar undan skatti. Hann hélt blaða- mannafund, þar sem hann lýsti sig saklausan og lofaði að leggja öll gögn á borðið. Hann fékk hrós i blöðunum fyrir þessa framkomu sina, en hann Sé dæmt eftir stefnunni, sem o f a n f r á . naut þess ekki lengi. Blöðin héldu áfram að segja frá nýj- um og nýjum ákærum á hend- ur honum og fengu upplýsing- ar bersýnilega frá mönnum, sem áttu að vera bundnir þagnarheiti. Agnew brást reiður við þessu og hélt blaða- mannafund þar sem hann ákærði starfsmenn i dóms- málaráðuneytinu fyrir að breiða út ósannar ákærur á hendur sér. Elliot L. Richard- son dómsmálaráðherra svar- aði þessu ekki fyrr en eftir talsverðan tima. Hann lofaði að láta rannsaka ákæru Agnews á hendur starfsmönn- um i dómsmálaráðuneytinu, en bætti þvi við, að umræddar upplýsingar gætu verið komn- ar frá fleiri en þeim, t.d. frá starfsmönnum skattayfir- valda i Maryland, frá lögfræð- ingum Agnews sjálfs, sem vissu allt um þessi mál, eða frá starfsmönnum i Hvita hús- inu. Mörgum þótti Richardson höggva hér óþægilega nærri Hvita húsinu. Af hálfu fylgis- manna Agnews er reynt að breiöa út, að Richardson hafi sjálfur orðið augastað á for- setaembættinu, t.d. sem fram- bjóðandi republikana i næstu forsetakosningum. Viður- kennt er, að Richardson sé sá ráðherra i stjórn Nixons, sem bezt hafi reynzt, en hann hef- ur verið aðstoðarutanrikis- ráðherra, heilbrigðisráð- herra, varnarmálaráðherra og loks dómsmálaráðherra. Alit hans hefur enn aukizt við það, að hann hefur tilnefnt mjög strangan dómara til að rannsaka Watergatemálið. ATHYGLI hefur það vakið, hve litinn stuðning Nixon hef- ur veitt Agnew. Það má að visu segja, að hann hafi sjálf- ur átt i nægum erfiðleikum og þvi verið litt aflögufær að örvarnar hafa, cr þcim skotið hjálpa öðrum. A blaðamanna- fundi, sem Nixon hélt nýlega, sagðist hann að visu trúaður á sakleysi Agnews og hældi viðbrögðum hans. Hins vegar fór hann ekki nærri eins hlý- legum orðum um Agnew og hina fyrri félaga sina, Halde- man og Ehrlighman, sem hann hidi á hvert reipi. Það þótti benda til, að Agnew nyti ekki sérstakrar náðar Nixons. Þá hefur sá orðrómur borizt út,aðMelvin R. Laird,sem nú er helzti ráðgjafi Nixons i innanlandsmálum, hafi ráð- lagt ýmsum forustumönnum republikana að vera varfærnir I stuðningi sinum við Agnew, þvi að staða hans væri tvisýn. Sitthvað fleira bendir til, að ráðamenn i Hvita húsinu reikni alveg eins með þvi, að Agnew verði að segja af sér. Þegar er lika farið að gizka á, hver eftirmaður hans verði. Fyrir nokkrum mánuðum hefði John Connally, fyrrv. rikisstjóri I Texas, mjög kom- iö til greina, en siðan hefur kólnað milli hans og Nixons. Forystumenn demokrata i þinginu ættu einnig erfitt með að samþykkja Connally, þvi að þeir lita á hann sem lið- hlaupa. Af öðrum ástæðum ættu demokratar lika erfitt með að fallast á Nelson Rockefeller, sem einnig hefur verið nefndur i þessu sam- bandi, þvi að hann gæti orðið stcrkt forsetaefni i næstu kosningum. Af sömu ástæðum myndi Rockefeller einnig mæta mót- stöðu hjá ýmsum republikön- um, sem vilja koma til greina sem forsetaefni. Bezta sam- komulag gæti orðið i báðum flokkunum um einhvern gegn- an mann, sem ekki myndi sækjast eftir að vera i fram- boði. — Þ.Þ. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.