Tíminn - 04.09.1973, Blaðsíða 15

Tíminn - 04.09.1973, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 4. september 1973 TÍMINN 15 STAÐAN Keflavik 12 11 1 0 28 5 23 Valur 12 9 1 2 30 16 19 Vestm.ey. 12 7 0 5 21 14 14 Akranes 12 4 2 6 27 21 10 Fram 12 4 2 6 15 21 10 Akureyri 12 4 2 6 13 22 10 KR 12 3 1 8 12 25 7 Breiðabl. 12 1 1 10 i 18 :40 3 Markhæstu leikmenn: Hermann Gunnarsson, Val 15 Teitur Þórðarson, 1A 11 Steinar Jóhannsson, IBK 10 Matthias Hallgrimsson, 1A 9 Hvaða leikir eru eftir? Nú eru aðeins eftir átta leikir í 1. deildarkeppninni. Þeir eru þessir: Breiðablik - KR Akureyri-Vestm.ey. Valur-Akranes Fram-Keflavik KR-Akureyri Fram-Akranes Vestm.ey-Valur Keflavik-Breiðablik. Hermann Gunnarsson skorar þriðja mark Vals i leiknum á sunnudaginn. Marteinn og Þorbergur koma.engum vörnum við. Timamynd Gunnar Valsmenn hafa tryggt sér tökurétt í Evrópukeppni — með sigri gegn Fram d sunnudaginn hafa þeir hlotið silfurverðlaun 1. deildar og rétt til þdtttöku í UEFA-keppninni Það var ekki burðugt Fram-liðið, sem lék gegn Val á sunnudagskvöldið. Bókstaflega ekkert heppnaðist hjá liðinu, hvorki í vörn né sókn, og áttu Valsmenn mjög auðveldan dag, en þeir unnu leikinn með 4 mörkum gegn 1. Vonandi nær Fram sér betur á strik í komandi Evrópubikarleikjum, því að hætt er við, að fregnir berist um tveggja stafa tölu frá Basel i Sviss, ef Fram sýnir ekki betri leik en það gerði í fyrrákvöld. Þrátt fyrir sinn stóra sigur, 4-1, sýndu Valsmenn ekki tiltakan- lega góðan leik. og sýnir það eitt, hve lélegt Framliðið hefur verið. A fyrstu 8. minútum leiksins skoruðu Valsmenn tvö mörk, fyrra markið á 1. minútu leiksins, eftir hroðaleg varnarmistök. Alexander Jóhannesson potaði knettinum inn, eftir að Hermann GunnarsSon hafði leikið framhjá Þorbergi og spyrnt að marki. Hermann skoraði svo 2:0 á 8. minútu og spyrnti framhjá Þor- bergi, sem kom út á móti honum. Bæði þessi mörk má skrifa á reikning varnarinnar hjá Fram. Eina mark Fram i leiknum var skorað á 18. minútu úr vita- spyrnu, sem dæmd var á Vilhjálm Kjartansson, bakvörð. Skoraði Marteinn úr henni. A 34. minútu skoraði Hermann þriðja mark Vals, er knettinum var skyndilega spyrnt fram miðjuna eftir þunga sókn Fram. Varnarmenn Fram voru fjarri góðu gamni og einlék Hermann upp allan vallarhelming Fram ó- áreittur og skoraði framhjá Þor- bergi. Varnarmenn Fram veifuðu einungis höndum og álitu Her- mannhafa verið rangstæðan. Má vera.en bað er óafsakanlegt að treysta þvi, að dómarinn eða linuvörður fari einungis eftir köllum og hrópum. Varnarmenn Fram hefðu eflaust getaö truflað Hermann, hefðu þeir reynt að elta hann, en það gerðu þeir ekki, nema Marteinn, sem var of seinn á sér. þótt- Undir lok siðari hálfleiks bættu Valsmenn fjórða og siðasta markinu viðogvarþar að verki Jóhannes Eðvaldsson, sem skoraði með skalla. Með , sigri sinum yfir Fram tryggðu Valsmenn sér örugglega silfurverðlaun i 1. deild, sem þýðir það, að þeir hafa rétt til að taka þátt i UEFA-keppninni næsta ár. Loku er ekki fyrir það skotið, að Valsmenn geti sigrað i 1. deildar keppninni, en til þess verða Keflvikingar að tapa þeim tveimur leikjum, sem þeir eiga eftir (gegn Fram og Breiðabl.) og Valur aö sigra Vestmanna- eyinga og Akurnesinga. Litil von, en von þó. Eysteinn Guðmundsson dæmdi leikinn á sunnudaginn ágætlega. Keflvíkinga skortir 1 stig, getur bjargað Breiðabliki Linurnar i knatt- spyrnunni skýrðust mjög um helgina. Vik- ingar tryggðu sér sæti i 1. deild, og Keflvikinga skortir nú aðeins 1 stig til að hljóta hinn eftir- sótta íslandsmeistara- titil. Virðist raunar formsatriði, að Keflvik- ingar nái þessu marki. Vel má vera, að þeir hafi efni á að tapa þeim leikjum, sem þeir eiga eftir, en það byggist á þvi, að Valur tapi einu stigi i sinum leikjum. stóðu leikar þannig i leikhléi. 1 siðari hálfleik skoruðu Vest- mannaeyingar þrjú mörk á skömmum tima, Þórður, Orn og Tómas, og lyktaði siðasta markið af rangstöðu. Hins vegar var linu- vörðurinn viss i sinni sök og eftir að Steinn Guðmundsson, dómari, hafði ráðfært sig við hann, benti hann á miðjuna. Hörður skoraði annað mark Breiöabliks (Hinrik Þórhallsson fótt skoraði fyrra markið) af stuttu færi, skömmu fyrir leikslok og lauk leiknum með sigri Vest- mannaeyinga, 3:2. Var sannar- lega blóðugt fyrir þá Kópavogs- búa að hljóta ekki a.m.k. annað stigiö úr þessum leik. Virðist nú fall óhjákvæmilegt. Enda þótt Kefivikingar hafi sýnt talsverða yfirburði i 1. deild- arkeppninni i sumar, munaði mjóu, að þeir töpuðu stigi i leikn- um gegn KR um helgina. Það var fyrst og fremst leikreynsla þeirra og reynsluleysi KR-inga, sem olli þvi, að þeir hlutu bæði stigin. Eitt stig hefði nægt KR-ingum til að losna úr fallbaráttunni, þvi að Breiðablik tapaði sinum leik um helgina gegn Vestmannaeying- um. Það var eins með þann leik, að fallbaráttuliðið, þ.e. Breiða- blik, var nærri þvi að hljóta stig úr þeim leik. Skoraði Breiðablik strax á fyrstu minútu leiksins og ÞEIR LEIKA 1 1. DEILD NÆSTA AR....þetta eru leikmenn Vikings, sem eru nú komnir i 1. deild. Aftari röð frá vinstri: Pétur Bjarnason, þjálfari, örn Guðmundsson, Gunnar örn Kristjánsson, Gunnlaugur Kristfinnsson, Bjarni Gunnarsson, Magnús Bárðarson, Gunnar Gunnarsson, Eiöur Björnsson, Jóhannes Tryggvason og Theódór Guðmundsson, þjálfari. Fremri röð frá vinstri: Eirikur Þorsteinsson, Jóhannes Bárðason, Jón Ólafsson, Diðrik ólafsson, ögmundur Kristinsson. Magnús Þorvaldsson, Stefán lialldórsson, Þórhallur Jónasson og Ólafur Þorsteinsson. tþrótta- siða Timans óskar þeim til hamingju með 1. deildarsætið. (Tímamynd Gunnar).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.