Tíminn - 17.03.1974, Blaðsíða 9

Tíminn - 17.03.1974, Blaðsíða 9
Sunnudagur 17. marz 1974. TÍMINN 9 Skák of erfiö fyrir konur? Fullyrðing frú Hickey (Lisu) var staðfest nýlega af tveim skákkonum, sem i sameiningu urðu Bandarikjameistarar i skák kvenna árið 1972. önnur þeirra, Eve Aronson frá St. Petersburg segir: „Skák er of erfið fyrir sumar konur, spennan er of mikil fyrir þær.” Hin, Marily Braun frá Milwaukee, segir: „Það er staðreynd að konur eru ekki eins færar i skák og karlmenn.” „Ekki til sú kona..." Bobby Fischer hafði sömu skoðun á málunum og frú Braun, er hann lýsti yfir skoðunum sin- um á taflmennsku kvenna i viðtali árið 1962, er hann var 19 ára. Blaðamaðurinn, Ralph Ginz- burg, minntist á þá umsögn Lisu Lane, að hann væri bezti skák- maðurinn, sem þá væri uppi. — Það er alveg rétt, sagði kappinn: — en Lisa hefur ekki efni á þvi að segja neitt til eða frá um það. Þær eru allar svo linar og veikgeðja, þessar konur, og þær eru heimskar samanborið við menn (!!!). Þær ættu ekki að vera að tefla („you know”). Þær eru eins og byrjendur. Það er ekki til sú skákkona i heiminum, sem ég gæti ekki fórnað riddara fyrir fram og unnið samt. Og Fischer roðnaði og fölnaði Ekki löngu eftir að þessi hrika- lega umsögn Fischers birtist á prenti, tók hann þátt i skák- keppni einni. Nokkrir af þátttak- endunum þar sögðu við hann: — Þú veizt það, Bobby, að þú getur' ekki fórnað riddara i viðureign við hvaða konu sem er. — Jú, það get ég sannarlega, sagði Bobby. — Allt i lagi, sögðu þá hinÍF. — Við skulum þá skipuleggja einvigiskeppni milli þin og einnar af rússnesku stúlkunum. — Ég set tvö skilyrði, sagði þá Bobby. — Það verður að sannreyna kynferði hennar fyrst, og hún má ekki fá að njóta neinn- ar aðstoðar karlmanna. — Það er auðvelt að koma þvi i kring, sagði einhver. — Þið getið búið i sama herbergi. Með þvi móti getur þú gengið úr skugga um, að hún sé kona og að hún fái enga aðstoö frá karlmönnum. Einn af þeim^sem var viðstadd- ur við þetta tækifæri, sagði svo frá siðar: — Bobby bókstaflega roðnaði og fölnaði á vixl, og gekk svo á brott. Bilið er að minnka Skáksérfræðingar telja fullvist, að i dag myndi Bobby tapa, ef hann gæfi riddara i viðureign við konu eins og Nona Gaprindashv- ili. Bilið er að minnka. Um leið er óhugsandi, að Bobby muni eiga eftir að segja sig úr keppni með viðbáru eitthvað á þessa leið: — Það er vegna þess arar stúlku, sem ég er svo brjálaður i, sjáið til. Og ef Boris er svo sólginn i sigurinn, þá má hann fá hann. (!) Verða einhæfir Toppskákmönnunum hættir til að vera mjög einhæfir og svo drukknir af skák, að þeir hugsa ekki um neitt annað. Við getum hugsað okkur, að við spyrjum einn þeirra eitthvað á þessa leið: — Hvað finnst þér um þá atburði, er Allende var hrint frá völdum i Chile? Og svarið gæti verið: — Það minnir mig á úrslitakeppnina i millisvæðamótinu 1965 i Santiago, þegar ég beitti indverskri konungsvörn gegn Reshevsky, tók tvö peð i opnunar- leiknum og þáði jafntefli i 36ta leik. Skák og ödipusduld Hugleiðum málin nú eilitið nánar. Allmargir sálfræðingar, sem hafa kynnt sér skák allræki- lega, halda þvi fram, að skák höfði mjög til karlmanna, sem aftur standi i sambandi við hina frægu ödipus-tilhneygingu. þ.e. að hafa andúð á föður sinum en hænast að móður sinni. Með þvi að reyna að drépa konung mót- spilarans er viðkomandi skák- maður að setja á svið imyndað morð á föður sinum og láta i ljós ást sina á móður sinni (sinni eigin drottningu). Þessi túlkun ómeðvitaðra þarfa gæti varpað ljósi á þaö, hvers vegna karlmenn búa yfir þeim óbilandi sigurvilja i skákinni, sem konur virðist aftur á móti skorta. Skák er eini ieikurinn, sem til er, þar sem fyrirfinnst imynd verndandi móður, i formi drottn- Framhald á bls. 37 MARMOREX sólbekkir eru fallegir, níðsterkir og upplitast ekki. Þeir eru fáanlegir í 14 litum, einlitir eða með marmaraáferð. MARMOREX sólbekkir eru fyrirliggjandi í stöðluðum stærðum og einnig framleiddir eftir pöntunum. Framleiðum einnig borð, borðplötur og margt fleira. Notkunarmöguleikaf MARMOREX eru óteljandi. Allar nánari upplýsingar veittar hjá MARMOREX hf. Ægisbraut 15, sími 93-2250, Akranesi og hjá BYGGINGARÞJÓNUSTU ARKITEKTAFÉLAGS ISLANDS (sýningarbás) Grensásvegi 11 Reykjavík. Dreifing: RAGNAR HARALDSSON H.F. Byggingarvörur Borgartúni 29 Reykjavík simi 91 - 12-900 Trésmíðavinnustofa ÞORVALDAR & EINARS Bröttugötu 10 Vestmannaeyjum simi 98 -1866 AÐALGEIR & VIÐAR H.F. Furuvöllum 5 Akureyri simi 96 - 21332

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.