Tíminn - 17.03.1974, Blaðsíða 28

Tíminn - 17.03.1974, Blaðsíða 28
28 TÍMINN Sunnudagur 17. marz 1974. III Alice greifynja af Salisbury missti sokkabandiö sitt i fjörugum dansi. Edward konungur beygöi sig snöggt niður og tók þaö upp, en einhverjir á dansgólfinu höföu tekið eftir þessu og striddu konunginum mjög á þessum litil- fjörlega atviki. Konungurinn, sem var mjög ástfanginn af Alice, svaraði styggleg'a á frönsku: „Honni soit qui mal y pense” ,,vei þeim sem hugsar saurugt um þetta”. Ungu aðalsmennirnir héldu áfram að striða konung- inum og þeir hrifsuðu sokka- bandið af honum og létu það ganga manna á milli. Þegar Edward konungur fékk það aftur, hrópaði hann: ,,,,Innan skamms verður sokkabandið svo eftir- sóknarveröur hiutur, að þið megið prisa ykkur sæla að fá að bera það”. Þar með var stofnað til heimsins viröulegustu orðunafnbótar: ,,The Order of the Garter”, þ.e. sokkabands- orðunnar. Fimm konur af !)00 riddurum Þegar 600 ár voru liöin frá upphafi sokkabandsorðunnar, en það var árið 1948, höfðu 900 sokkabandsriddarar verið útnefndir. Flestir þeirra voru evrópskir aðalsmenn. Af þeim, sem fengu orðuna, voru aðeins 25, sem voru ekki brezkir rikis- borgarar. Ar hvert i júnimánuði, þegar enska konungsfjölskyldan býr á Windsor, er haldin hin hefð- bundna sokkabandsorðuathöfn. Allir þeir sokkabandsorðu- riddarar, sem eru á lifi, eru viðstaddir meö fjaðurskrýdda flauelshatta og þunga gullkeðju sokkabandsorðunnar og St. Georges krossinn um hálsinn. Eftir stutta athöfn i ,,The Garter Throne Iloom”, sem er mjög glæsilegur salur, skreyttur málverkum i likamsstærðum af enskum konungum i einkennis- búningum sokkabandsorðunnar, fara menn til sérstakrar guðsþjónustu i St. Georges kapell unni. Hún var reist á 14. öld með það fyrir augum að vera kirkja hinnar nýju riddaraorðu. Einn af glæsilegustu sölum Windsor hallar er einnig tengdur sokkabandsoröunni. Það er St. Georges Hall. Þar eru skjaldar- merki ýmissa orðuriddara siðan 1348 greipt i eikarþilin. Bak við hásætin tvö aftast i salnum, hangir málverk af núverandi Englandsdrottningu, Elisabetu II. Hún og hinar látnu drottningar, Alexanderina, Maria og Wilhelmina af Niöur- löndum eru einu konurnar, sem hafa fengið sokkabandsorðuna. Hve langan tima Windsor Siðan Vilhjálmur sigursæli rejsti fyrsta turn Windscr hallar- innar við Tdmsá árið 1078, hefur fyún verið bústaður ensku konungsfjölskýldunnar. 42 kynslóðif ensku konungsættarifmar hafa mótað andvúmsloft hallarinnar, sem er nú stærsta konungshöll veraldar, sem enn er búið i. Kvöld eitt i vorbyrjun árið 1348 var haldin veizla i Windsor kastala og þar var saman kominn allur göfugasti aðall Englands. Þetta var ekkert óvenjuleg veizla, en samt fékk kvöldið sinn sess i sögu Englands, þvi að vinkona Edwards konungs A veggjunum i St. Georges Hall, sem svo mjög er tengdur hinni viröu- legu sokkabandsorðu, hanga skjaldarmcrki alira orðuriddara i niu ald- ir. kastali hefur veriö bústaður konunga, er ekki vitað. Þegar eitt sinn var grafiö i garð drottningar skammt frá Windsor höll, fundust rómverskir gullpeningar með merki Dómitianusar keisara. Þeir voru taldir frá árinu 88. Óhagganlegt Alveg siðan Egbert af Wessen var krýndur sem fyrsti konungur yfir öllu Englandi árið 825, hafa engilsaxneskir konungar haft bústaði sina á bökkum Temsár, Vitað er með vissu, að franski Normannakóngurinn Vilhjálmur sigursæli, hóf fyrst að reisa byggingu á hæöinni þar sem Windsor kastali stendur. Það var fáum árum eftir orrustuna við Hastings árið 1066. Sennilega hefur verið byrjað að reisa höllina sama ár og Tower of London, en þaö var árið 1078. Það fyrsta af Windsor kastal- anum var byggt úr digrum eikar- bjálkum. Þar voru glæsilegir salir, herbergi fyrir hermennina, hesthús fyrir hesta kóngsins, einnig sérstök byrgi fyrir veiði- hundana hans og sérstök bygging fyrir veiðifálka konungs. Barnabarnabarn Vilhjálms sigursæla, Henrik II byggöi traustlega steinmúra i stað gömlu eikarbygginganna og reisti „Round Tower”, stóra turninn. sem enn þann dag i dag gnæfir yfir Windsor höllinni. Eftir þvi sem aldirnar liðu, óx höllin að styrk og verðmætum. Hún varð sterkasti staður Englands, svo sterk og óvinnandi að enski aðallin, eftir árangurs laust umsátur árið 1215, lét kastalann i friði i rúm 400 ár. En umsátrið leiddi til þess, aö Jóhann konungur undirritaði skjalið Magna Carta á litlu eyj- unni Runnymede i Tems fáum kilómetrum frá Windsor höll. Magna Carta hefur fengiö orð fyrir að vera fyrsta réttindaskjal heimsins, en þaö er orðum aukið. Alþýðan fékk engin réttindi, en aftur á móti fékk aðallinn aukið vald gagnvart konungi. Einveldið lék eftir sem áður alþýðuna grátt. Margar konunglegar persónur hafa sett svip sinn á Windsor á umliðnum öldum. Einn af þeim grimmlyndustu og nautna- sjúkustu var Hinrik VIII (1509- 1547). Konungurinn er frægastur fyrir að hafa átt sex drottningar sem hann losaði sig við, þegar þær urðu honum leiðigjarnar. Eins og hann var réttlátur grannvaxinn. og gáfaður sem ungur maður, varð hann feitur, skammsýnn og grimmur sem konungur. Á aðeins fimm árum varð ungi prinsinn að gömlum, útblásnum einræðisherra og mittismál hans hafði aukizt um 42 sm. Hin geysistóru herklæði hans eru geymd i Windsor höll. Aheyrnarherbergi drottningar er prýtt iæsiiegum málverkum eftir Verro og góbelinsvefnaöi frá vefnaðarstofu i Frakklandi frá um 1780.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.