Tíminn - 17.03.1974, Blaðsíða 32

Tíminn - 17.03.1974, Blaðsíða 32
32 TÍMINN Sunnudagur 17. marz 1974. Tryggur var orðinn gamall og farinn að missa töluvert bæði sjón og heyrn, og mikið skorti á, að hann væri eins fljótur á sprettinum eins og fyrrum, þegar hann var upp á sitt bezta. Og húsbóndi hans var ekki rétt vel ánægð- ur með hann lengur. Svo bar það við einn dag, þegar Tryggur lá frammi i bæjargöngum, að hann heyrði bóndann segja: — Nú er Tryggur orðinn of gamall, við verðum að losa okkur við hann. Þegar Tryggur heyrði þessi orð varð honum órótt innanbrjósts og honum féllst hugur. Hann ráfaði upp i skóg og þar hitti hann úlfinn, frænda sinn og tjáði hon- um raunir sinar. — Úr þvi að fólkið launar þér svona þina löngu og dyggu þjón- ustu, sagði úlfurinn, þá verð ég, hálfbróðir þinn, að reyna að hjálpa þér. Lofaðu mér nú að hugsa mig um! — Nú kemur mér ráð i hug, sagði úlfurinn, þeg- ar hann hafði hugsað sig um dálitla stund. — Þú skalt sjá til þess, að hurðin á fjárhúsinu standi i hálfa gátt i kvöld. Svo ætla ég að koma i nótt og taka eina kindina og draga hana með mér út. Þá skalt þú fara að gelta eins hátt og þú getur, svo að bóndinn vakni og komi út. Og undir eins og ég sé hann koma, sieppi ég kindinni og hypja mig á burt með rófuna milli lappanna. Alveg eins skulum við fara að næstu nóttina á eftir og eins þá þriðju, en þá vil ég fá laun min og sleppi ekki kindinni. Allt fór eins og ráð hafði verið fyrir gert. Úlfurinn kom og náði i eina kindina, Tryggur gelti og bóndinn kom út og sá úlfinn sleppa kind- inni og laumast á burt. Bóndinn ætlaði varla að Brot á samningum Tryggur var gamali — en hygginn trúa sinum eigin augum, að Tryggur hefði verið svona árvakur og athug- ull. Og hver getur lýst undrun bóndans, þegar sami atburðurinn gerð- ist nóttina eftir. Nú sá bóndinn, að hann hafði gert Trygg gamla rangt til. Þriðju nóttina kom úlfurinn enn einu sinni, Hann hlakkaði svo mikið til þess að fá heila kind að rifa i sig, þvi að sann- ast að segja hafði hann tekið sér það nærri að sleppa aftur kindum tvær næturnar á undan. Það var næstum þvi til of mikils mælzt af úlfi. En i kvöld átti hann að fá laun sin. Vatnið kom fram i munninn á hon- um, og þegar hann kom inn i fjárhúsið var hann miklu nákvæmari i val- inu en áður og leitaði nú uppi unga og feita kind og ætlaði að hlaupa með hana. En hvað heyrði hann þá? Hundgá úti! — Svikarinn þinn, Tryggur, hugsaði úlfur- inn með sér og tók undir sig stökk, þvi að hver vissi nema hann gæti komizt undan þrátt fyrir allt. En — ónei! Bóndinn var á verði og kom hlaupandi með byssuna sina, svo nærri má geta, að úlfurinn tók til fót- anna. Og nú var bóndinn ekki lengur i vafa um, að hann hefði haft Trygg fyrir alveg rangri sök. Honum datt ekki i hug, að fara að lóga svo góð- um og ábyggilegum hundi. Nú hafði Tryggur ráð- ið fram úr málum sinum við bóndann, en hins vegar átti hann leiðin- legan reikning ókljáðan viðúlf frænda sinn. Dag- inn eftir fór hann út i skóg til þess að binda enda á viðskipti þeirra. Þar varð stutt viður- eign. Úlfurinn réðst að honum i bræði og sagði: — Slóttugi svikarinn þinn, þetta er þakklætið fyrir, að ég sá þér fyrir DAN BARRV & ******* Númer niu^ f Okkur gengur ^ ekki of vel, Hvellur! er sigur vegarinn. Við förum fljótt Vertuhérna, fram úr kostnJ Dalla. aðaráætlun. Æ •m j **«»**&£& Vertu við borðið, með ^ Ef geimræningj—-v an ég litast um... v arnir eru hérna, y viljum við fá sönnun. Gættu þin! Við höfum séð um^ Tilbúnir það siðasta og skipt* um borð ^um miða á vörun^> foringi, V^Sium

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.