Fréttablaðið - 16.12.2004, Page 10

Fréttablaðið - 16.12.2004, Page 10
10 16. desember 2004 FIMMTUDAGUR HÖFUÐSTÖÐVAR SKREYTTAR Hluti af nýrri byggingu Duravit fyrirtækisins er risastór eftirlíking af klósetti. Fyrirtækið býður upp á hreinlætisvörur og ýmislegt til nota á baðherberginu og því var hönnuð- urinn Philippe Stark fenginn til að hanna skreytingu á húsnæðið. Aðgerðir til styrktar sjávarbyggðum: Sveitarfélögin fái veiðileyfagjald FÓLKSFÆKKUN Átta bæjar- og sveitarstjórar hafa sent Alþingi og ríkisstjórn áskorun þess efnis að veiðileyfagjald sjávarútvegs- ins renni til sveitarfélaganna í stað ríkissjóðs. Jafnframt gera þeir tillögu um að vegna fólks- fækkunar verði skuldir og eignir í félagslega íbúðakerfinu yfirtekn- ar af ríkinu sökum þess að íbúðir standi tómar og því sé kostnaður umfram tekjur. Í áskoruninni kemur fram að samhliða fólksfækkun hafi sveit- arfélögin misst tekjur þó verkefn- um hafi ekki fækkað á móti og vegna kvótakerfisins hafi tæki- færi til auðsköpunar færst frá sjávarbyggðum til annarra svæða. Því þurfi að grípa til sér- tækra aðgerða svo sjávarbyggð- irnar fái staðið undir þeirri þjón- ustu sem þeim er ætlað að inna af hendi. Eftirtaldir undirrituðu áskor- unina: Reinhard Reynisson, Húsa- vík, Tryggvi Harðarson, Seyðis- firði, Albert Eymundsson, Horna- firði, Runólfur Birgisson, Siglu- firði, Magnús B. Jónsson, Höfða- hreppi, Bergur Elías Ágústsson, Vestmannaeyjum, Halldór Hall- dórsson Ísafjarðarbæ og Kristinn Jónasson, Snæfellsbæ. -kk Skipulagsmál í Kópavogi: Sátt um Lund í bæjarstjórn Skoðanakönnun: Svíar hafna evrunni SVÍÞJÓÐ, AFP Mun fleiri Svíar eru andvígir því að taka upp evruna en hlynntir því, samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Samkvæmt henni myndu 49 prósent Svía greiða atkvæði gegn upptöku evrunnar ef kosið yrði í dag en 37 prósent myndu segja já við því að taka evruna upp í stað sænsku krónunnar. 56 prósent kjósenda greiddu atkvæði gegn upptöku evrunnar í þjóðaratkvæðagreiðslu í sept- ember 2003 en 42 prósent greiddu atkvæði með breyting- unni. ■ FUNDU FJÖLDAGRÖF Írösk yfir- völd hafa fundið fjöldagröf nærri Sulaimaniyah í norðan- verðu Írak. Talið er að lík um 500 manns sé að finna í gröf- inni. Talið er að tugþúsundir líka sé að finna í fjöldagröfum víðs vegar í Írak frá valdatíð Saddams Hussein. FRÆNDI SADDAMS HANDTEK- INN Ezzedine al-Majid, frændi Saddams Hussein, var handtek- inn í Falluja í síðustu viku. Þar barðist hann við hlið uppreisn- armanna. Al-Majid þjónaði í líf- varðasveitum Saddams til 1995 þegar hann flúði til Jórdaníu með fjölskyldu sinni og mági. Mágurinn sneri síðar heim og var myrtur af undirsátum Saddams. jólagjöf Hugmynd að fyrir alla Smáralind Sími 545 1550 Glæsibæ Sími 545 1500 Kringlunni Sími 575 5100 www.utilif.is 20% afsláttur af brettapökkum Betti, bindingar og skór. Sessions brettafatnaður fæst í Útilíf Kringlunni. Vertu viss ...veldu Rossignol snjóbretti um gæðin... ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 2 66 32 12 /2 00 4 SKIPULAGSMÁL Bæjarstjórn Kópa- vogs samþykkti einróma skipu- lagstillögur Lundar í Fossvogsdal á fundi sínum á þriðjudag. Fyrri tillögur, sem gerðu ráð fyrir 460 íbúðum á lóðinni, reyndust mjög umdeildar og var mótmælt af íbú- um í nágrenni lóðarinnar. Samkvæmt tillögunni sem var samþykkt í bæjarstjórn er gert ráð fyrir 384 íbúðum, 76 íbúðum færra en ráð var fyrir í gömlu til- lögunni. Byggðin verður blönduð, með fjórum átta og níu hæða fjöl- býlishúsum næst Nýbýlavegi. Norðar á lóðinni verða lægri hús og sérbýli austast. Gunnsteinn Sigurðsson, for- maður skipulagsnefndar Kópa- vogs, segir að skipulagið hafi verið unnið í samvinnu við íbúa- samtök. Hann segist eiga von á því að hafist verði handa við byggingu húsanna fljótlega á næsta ári. Þá segir hann að einnig verði ráðist í ýmsar vegafram- kvæmdir í tengslum við bygging- arnar. Til dæmis verður Nýbýla- vegur breikkaður og færður til norðurs, auk þess sem ný aðrein verður gerð frá Hafnarfjarðar- vegi inn á Nýbýlaveg. Þá stendur til að gera tvö ný hringtorg. - ghg FRÁ HÖFN Í HORNAFIRÐI Bæjarstjórar átta sveitarfélaga skrifuðu undir áskorun til Alþingis um að gripið verði til sértækra aðgerða til að sjávar- byggðir geti innt lögbundna þjónustu af hendi. LUNDUR Á myndinni sést skipulagið á Lundi sem samþykkt var í bæjarstjórn Kópavogs í fyrradag. ■ ÍRAK 10-11 15.12.2004 20:20 Page 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.