Fréttablaðið - 16.12.2004, Síða 66

Fréttablaðið - 16.12.2004, Síða 66
46 16. desember 2004 FIMMTUDAGUR FRÉTTIR AF FÓLKI FRÉTTIR AF FÓLKI ■ KVIKMYNDIR■ TÓNLIST Mariah Carey hefur hannað nýjalínu af nærfötum. Línan kallast Kiss Kiss og verður fáanleg í helstu tískubúðum erlend- is árið 2005. „Mariah set- ur nærfötin á markað um leið og hún hefur gefið út sína næstu plötu í Júní. Nærfötin eru hönn- uð fyrir konur af öllum stærðum og gerðum,“ sagði heimildarmaður. Charlotte Church reynir nú eins oghún getur að hætta að reykja. Ástæðan er sú að kærastinn hennar nöldrar sífellt í henni yfir reyking- unum. Hún hefur prófað nikótín- plástra, tyggjó og fór einnig til dá- leiðara til þess að losna við fíknina, en ekkert gengur. „Kyle nöldrar í henni yfir þessu og hana langar að hætta. En það hefur reynst henni erfitt því margir í fjölskyldunni reykja og þar á meðal ég,“ sagði móðir söngkonunnar. „Hún veit að reykingar eru slæmar fyrir röddina hennar. Faðir hennar nöldrar einnig í henni og hún vill frekar hætta en að sætta sig við allt nöldrið í þeim.“ David og Victoria Beckham hafanú leigt bryta fyrir 1000 pund á dag, meðal annars til þess að opna jólagjafirnar þeirra. „Fyrrum bryti þeirra, John Giles-Larkin hætti fyrr í mánuðinum og skyldi fjölskylduna eftir frek- ar órólega, sér- staklega vegna þess hversu stutt er í jólin,“ sagði heimildarmaður. „Árið hefur verið erfitt fyrir hjónin og þau vilja að hátíðirnar snúist eingöngu um fjöl- skylduna og ætla að eyða eins mikl- um tíma saman og hægt er.“ Brytinn á að eyða hálfum deginum í að opna gjafir sonanna og hjónanna. „Einnig á hann að fjarlægja alla farsíma fyrir jólamáltíðina svo engin truflun verði.“ Ástæðan fyrir miklu djammi ColinsFarrells segir hann vera svefn- erfiðleika sína. Villtar nætur eru það eina sem þreyta hann nógu mikið til þess að sofna. „Ég á í vandræðum með svefn. Þess vegna er ég mikið úti á kvöldin því ég veit að ég get ekki sofn- að nema ég verði virkilega þreyttur. Ég hef átt í e r f i ð l e i k u m með svefn síð- an ég var krakki,“ sagði Colin. Skólaverkefni Britney Spears úrgrunnskóla er nú á uppboði. Verk- efnið inniheldur margar stafsetning- arvillur sem Britney gerði þegar hún var aðeins átta eða níu ára. Verkefnið er útdráttur úr bókinni Raymonds Run og inniheldur það hinar ýmsu mál- fræðivillur. Kennari söngkonunnar hef- ur ekki verið mjög hrifinn af verkefninu og hefur skrifað orð- in „lesa yfir“, „subbu- legt“ og „ekki skrifa aftan á blaðið“ á rit- gerðina og hefur einnig límt spurning- armerki á hana. Búist er við að verkefnið fari á að minnsta kosti 1000 dollara. Ljósmynd seldist á 1,4 milljónir Ljósmynd af hljómsveitinni U2 frá árinu 1982 hefur verið seld á uppboði í Dublin á Írlandi fyrir rúmar 1,4 milljónir króna. Myndin, sem er árituð, var tekin af sveitinni í háu grasi í Svíþjóð af hollenska ljósmynd- aranum Anton Corbijn. „Við teljum að þetta sé elsta ljósmynd Corbjins af hljóm- sveitinni sem hefur komist á uppboðsmarkaðinn,“ sagði Jane Beattie, yfirmaður hjá uppboðshaldaranum James Adam & Sons. ■ Leikkonan Liv Tyler, dóttir rokk- arans Steven Tyler úr Aerosmith, er orðin móðir í fyrsta sinn. Hún eignaðist dreng í New York á dög- unum og heilsast móður og barni vel. Gekk fæðingin jafnframt prýðilega. Tyler, sem er 27 ára, er gift Bret- anum Royston Langdon sem er fimm árum eldri. Að sögn tals- manns Tylers, sem er meðal ann- ars þekkt fyrir hlutverk sitt í Hringadróttinssögu, eru þau hjón- in hæstánægð með drenginn og mun hann brátt fá nafn. ■ U2 Hljómsveitin U2 gaf nýlega út plötuna How to Dismantle an Atomic Bomb. Tyler eignaðist dreng LIV TYLER Leikkonan Liv Tyler er orðin móðir í fyrsta sinn. Smáauglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is 66-67 (46-47) Fólk 15.12.2004 17.41 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.