Fréttablaðið - 18.12.2004, Side 14

Fréttablaðið - 18.12.2004, Side 14
18. desember 2004 LAUGARDAGUR Lyfjafræðingafélag Íslands: Ótrúlegur seinagangur HEILBRIGÐISMÁL Félagsmönnum Lyfjafræðingafélags Íslands finnst „ótrúlegur seinagangur“ í málarekstri vegna ráðningar for- stöðumanns lyfjasviðs á Land- spítala - háskólasjúkrahúsi, að sögn Ingunnar Björnsdóttur framkvæmdastjóra félagsins. Viðskiptafræðingur var ráðinn í starfið en Lyfjafræðingafélagið vill að því gegni lyfjafræðingur. Lyfjastofnun hefur kallað for- svarsmenn félagsins á fund í framhaldi af opnu bréfi, þar sem félagið mæltist til þess að stofn- unin sæi um að farið yrði að lög- um varðandi ráðningu yfirmanns- ins. Ingunn sagði, að lítið væri að segja um málið á þessu stigi. Lyfjastofnun væri að vinna í því. Á fundinum hefðu forsvarsmenn hennar útskýrt hvað væri að gerast. „Er eðlilegt að það taki meira en eitt og hálft ár að ná niðurstöðu í mál þar sem menn virðast sam- mála um að ekki sé farið að lög- um?“ spurði Ingunn og sagði lyfja- fræðinga lítið annað geta gert en að bíða fram yfir áramót. - jss Grunnskólakennarar endurgreiða laun til sveitarfélaga: Flestir greiða of- greidd laun fyrir jólin KJARAMÁL Flestir grunnskóla- kennarar greiða sveitarfélögun- um ofgreidd laun fyrir jól. Hjá öðrum eru greiðslurnar dreifðar og endurgreiddar á nýju ári, að sögn Sesselju G. Sigurðardóttur, varaformanns Félags grunn- skólakennara: „Sum sveitarfélög eru búin að ganga frá öllu og kennararnir eru því skuldlausir. Það er allur gangur á þessu.“ Grunnskólakennarar, sem flestir fá fyrirframgreidd laun, fengu allan septembermánuð greiddan en verkfall þeirra hófst 20. september. Sveitar- félögin greiddu flest allan nóv- embermánuð og gerðu þá einnig upp daga októbermánaðar sem unnir voru, að sögn Sesselju. Dagný Leifsdóttir, deildar- stjóri fjármálaþjónustu í Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, segir Reykjavíkurborg hafa samið við Kennarafélag Reykjavíkur: „Fyrirfram- greiðslur í september og nóv- ember verða dregnar af kenn- urum í tvennu lagi, 1. febrúar og 1. mars.“ Nokkrir kennarar hafi þegar endurgreitt og séu skuldlausir. - gag Kærasta bassaleikaraMínuss berar sig hjáGeira á Goldfinger Bls. 58 Peningar í jólabókaflóði Arnaldur Indriðason græðir tólf milljónir Bls. 28-29 70 mínútur Hugi verður aðal á Popptíví Bls. 6 Guðrún Stefánsdóttir á þrjú börn semtekin voru af henni í sumar. Yfirvöldumfannst allt vera í drasli heima hjá henni.Elsta dóttir hennar er þrettán ára oghefur grátbeðið Guð og Hæstarétt umhjálp. Guðrún hefur verið kölluð katta-konan í fjölmiðlum. Hún segir sögu sína íítarlegu viðtali við Helgarblað DV í dag. Bls. 22-24 Ottó Guðjóns- son lýtalæknir flutti frá New York og er nú með stofu í Domus Medica. Þar er hægt að endurheimta sjálfs- traustið. DV tók púlsinn á Ottó í vikunni. Bls. 12 Ottó lýtalæknir sýgur jóla- spikið Brottrekinn Úkraínumaður Flæktur í fjöldaglæpamála Bls. 77 Fá daga 2með mömmu um jólinÞrettán ára stúlkabiður Guð og Hæstarétt að sameina fjölskylduna DAGBLAÐIÐ VÍSIR 287. TBL. – 94. ÁRG. – [LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2004 ] VERÐ KR. 295 FÁ TVO DAGA MEÐ MÖMMU OG PABBA UM JÓLINÞrettán ára stúlka biður Guð og Hæstarétt að sameina fjölskylduna INGUNN BJÖRNSDÓTTIR Framkvæmdastjórinn segir ótrúlegan seinagang vera í máli vegna ráðningar yfir- manns lyfjasviðs á LSH. KENNARAR Í KJARABARÁTTUNNI Fjölmargir kennarar fengu greidd full laun í september og nóvember þegar verkfallið stóð yfir. Þeir þurfa að endurgreiða sveitarfélög- unum. Hér standa þeir við Alþingishúsið þegar verkfallið varði. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. 14-15 17.12.2004 20:53 Page 2

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.