Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.01.2005, Qupperneq 11

Fréttablaðið - 20.01.2005, Qupperneq 11
FIMMTUDAGUR 20. janúar 2005 11 FRÁ ÍSAFJARÐARBÆ Ánægja er fyrir vestan með samstarf við Veðurstofuna. Vestfirðir: Sátt um fyr- irkomulag SNJÓFLÓÐAHÆTTA Sýslumenn, bæjar- stjórar og sveitarstjórar á þéttbýlis- stöðum á sunnan- og norðanverðum Vestfjörðum lýsa yfir að þeir hafi góða reynslu af því fyrirkomulagi sem er um rýmingu húsa. Ástæða yfirlýsingarinnar er umfjöllun í fjölmiðlum um að Veðurstofan hafi of mikið vald til rýmingar. Ráðamennirnir segja samstarf við Veðurstofuna hafa reynst afar vel og því ástæðulaust að hrófla við því fyrirkomulagi. Þá hafi Veður- stofan ekki lögregluvald til að fram- kvæma rýmingu heldur beri henni að hafa samráð við lögreglustjóra og almannavarnanefndir þegar gefin er út viðvörun um snjóflóðahættu og rýmingu húsa lýst yfir. - hrs Botnfiskveiði: Afkoman versnar SJÁVARÚTVEGUR Afkoma botnfisk- veiða versnaði frá árinu 2002 til ársins 2003 en afkoma botnfisk- vinnslu batnaði. Þetta kemur fram í hefti Hagstofunnar um sjávarútveg. Helstu botnfiskteg- undir eru þorskur, ýsa og karfi. Hagur rækjuvinnslu batnaði en hagur hörpudiskvinnslu versn- aði á árinu enda reyndist hún lítil. Hagnaður var áfram á rekstri mjölvinnslu en tap varð á rekstri loðnuskipa á árinu 2003. Heildareignir sjávarútvegs í árslok 2003 voru 255 milljarðar króna, heildarskuldir námu 179 milljörðum og eigið fé var 76 milljarðar. ■ Hagstofa: Atvinnuleysi minnkar ATVINNA Á fjórða ársfjórðungi 2004 var atvinnuleysi 2,5 prósent sam- kvæmt nýjum tölum Hagstofunnar. Á sama tíma í fyrra var atvinnuleys- ið 2,9 prósent. Aðeins stærra hlutfall kvenna, 2,9 prósent, var án vinnu á tímabilinu á móti 2,1 prósenti karla. Atvinnuleysið var mest meðal fólks á aldrinum 16-24 eða 6,9 prósent. Meðalfjöldi vinnustunda hefur minnkað um 0,3 stundir í viku á milli ára. Nú er meðalfjöldinn 41,2 klukkustundir en var 41,5 stundir. Karlar vinna nokkuð fleiri stundir en konur eða 46,7 stundir á móti 34,6 klukkustundum sem konur vinna í launuðu starfi á viku hverri. - ss HJÁLPARGÖGNUM BJARGAÐ Þessi indónesíski piltur var allur útataður í leðju þegar honum hafði tekist að ná á þurrt land hjálpargögnum sem áströlsk þyrla varpaði. Loðnuveiðar ganga vel: Veiðarfæralaus með mokafla LOÐNA Ekkert lát er á góðri loðnu- veiði en veiðisvæðið er nú um 50 mílur út af Austfjörðum. Til að koma í veg fyrir að útgerðirnar brenni inni með óveiddan kvóta í lok vertíðar hafa sumar útgerðir, sem einnig eiga verksmiðjur, brugðið að það ráð að senda veiðar- færalaus skip á miðin til að sækja afla sem önnur skip hafa veitt. Með þeim hætti eykst einnig nýting þeirra verksmiðja sem standa lengst frá miðunum en a.m.k. tvö veiðarfæralaus skip hafa verið í loðnuflutningum af miðunum að undanförnu, Seley ÞH og Örn KE. Síldarvinnslan sendi Örn KE í loðnuflutningana en fimm eru í áhöfn og allir á föstu kaupi, segir Freysteinn Bjarnason hjá Síldar- vinnslunni. Önnur leið sem útgerðir eru að fara til að freista þess að ná öllum kvótanum er að kaupa skip með skilarétti. Þá leið fór Samherji þeg- ar Högaberg var keypt nýlega frá Færeyjum en í kaupsamningi er ákvæði um endursölurétt innan þriggja mánaða frá undirritun. - kk Íbúar í Fjarðabyggð: Vilja sameinast Austurbyggð SAMEINING Tæplega 63 prósent íbúa Fjarðabyggðar vilja sameinast ná- grönnum sínum í Austurbyggð, Fá- skrúðsfjarðarhreppi og Mjóafjarð- arhreppi, samkvæmt nýrri könnun sem IMG-Gallup vann fyrir Fjarða- byggð. Í könnuninni voru íbúarnir einnig spurðir hvort selja ætti fé- lagsheimilin í Fjarðabyggð og kváð- ust 49,7 prósent vera því andvíg. Konur eru almennt andvígari sölu félagsheimilanna sem og samein- ingu sveitarfélaganna. Alls var úr- takið 500 íbúar á aldrinum 16 til 75 ára og svarhlutfall um 70 prósent. ■ BEÐIÐ EFTIR LÖNDUN Fjölmörg skip voru við bryggju eða biðu eftir því að komast að á Norðfirði í gær. Hákon frá Grenivík þurfti að bíða í sólar- hring eftir löndun. Fremst á myndinni má sjá grænlenska skipið Siku og aftar eru Há- kon og norska skipið Kvannöy.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.