Fréttablaðið - 20.01.2005, Side 28

Fréttablaðið - 20.01.2005, Side 28
F2 2 20. janúar 2005 FIMMTUDAGUR Páskaferðir til Tyrklands, Krítar, Kanaríeyja, Túnis, Egyptalands, Tælands, Bali, Kína, Kúbu og Suður- Afríku á verði sem kemur á óvart! Nánari upplýsingar á heimasíðu okkar, www.kuoni.is, og á söluskrifstofunni. Pantaðu glæsilegan ferðabækling! Vertu með í Glóbus-klúbbnum! Morgunmatur Nú er lag, hafra- grauturinn er staðgóður og hollur morgunmatur, sem ætti að koma fólki vel af stað. Enda morgunmatur- inn ein mikilvægasta máltíð dagsins. Íþróttir Nú ættu þeir sem hafa verið að mótmæla sí- fellt meiri íþróttum í sjón- varpi, að flytjast úr landi, fara í stutta ferð til Kanarí. Því í næstu viku verður RÚV undirlagt af handbolta, þegar Viggó og „strákarnir okk- ar“ í íslenska landsliðinu í hand- bolta keppa á HM. Mótið hefst á sunnudaginn með leik Íslands og Tékklands klukkan fjögur. Á þriðjudaginn etja þeir kappi við Slóvena klukkan sjö um kvöldið, og á miðvikudaginn er leikur við Kúveit á sama tíma. Útiveran Þegar snjórinn liggur yfir öllu, þarf ekki að velkjast í vafa um hver útiveran er. Heitt kakó, smurt brauð, skíðin upp á topp, og skundað upp í Bláfjöll. Leikurinn Í Champ- ionsship Manager gefst leikmönnum færi á að stýra liði sínu til sigurs. Varúð, getur orðið ávanabindandi. Kvikmyndin Þó að kvikmynd Olivers Stone, Alexander hafi fengið útreið hjá bandarískum gagn- grýnendum, þá segist Stone sjálfur vera þess viss, að umburðarlynd- ir evrópubúar eigi eft- ir að taka henni opnum örmum. Eitt er víst. Kvennþjóðin á eftir að flykkjast á þessa mynd til þess að sjá Colin Farell í stuttu pilsi og drengirnir til að sjá ástaratriðið með Rosario Dawson. Sjónvarpið Á laugardaginn sýnir Stöð tvö snilldarmyndina Raising Arison eftir þá Cohen bræður. Myndin skartar Nicholas Cage og hirðleikara Cohen bræðrana, John Goodman í aðallhlutverkum, ásamt Holly Hunter. Þetta er mynd sem enginn má láta fram hjá sér fara. Á dagskrá klukkan 23:45. Útsalan Það eru ekki bara föt sem eru á út- sölu, heldur er líka hægt að fara á útsölu í Skífunni og kaupa diskana sem vantar í safnið á góðu verði. velurF2 Líkamsræktarstöðin World Class í Laugum varð ársgömul í þessum mánuði. Á einu ári hefur gestunum fjölgað gríðarlega. Í byrjun voru um 6000 manns að æfa í Laugum en nú í janúar er fjöldinn kominn yfir 8000 manns. Það hefur einnig vakið athygli fólks sem hefur verið að æfa annars staðar hvað margir eru komnir yfir í Laugar. Aðspurður um hvort Laugar séu að drepa niður aðra líkamsræktar- starfsemi í Reykjavík segir Björn Leifsson eigandi World Class svo ekki vera. „Það tekur samt örugglega í hjá hinum, en m a rk a ð u r i n n stækkar á hverju ári um sirka 5% þegar nýr árgangur kemur inn í stöðvarnar, en þeir eldri halda áfram að mæta. Við miðum við 16 ára aldur en yngri krökkum er heimill aðgangur ef þeir eru í fylgd með foreldrum,“ segir hann og bætir við að Laugar hafi ekki enn náð toppnum, en hann spáir því að stöðin nái því takmarki sínu í mars á þessu ári. Talið er að líkamsræktar- markaðurinn rúmi um 25 þúsund manns og þar af eru yfir tíu þúsund að æfa í World Class ef World Class í Spönginni og World Class í Orku- veitunni eru meðtalin. Vegna mikillar aðsóknar í Laugar er verið að bæta við brennslu-og lyftingatækjum. „Í janúar fjölgaði kúnnunum um 1000 og við tökum eftir betri nýtingu kortanna. Ég held að fólk líti ekki lengur á líkamsrækt sem einhverja kvöð heldur er fólk að koma því það er gaman og til að hitta annað fólk. Laugar eru eiginlega að breytast í félagsmiðstöð. Laugar eru líka miklu skemmtilegri en hinar stöðvarnar sem við höfum átt. Við tökum líka eftir töluvert fleira eldra fólki, það er skemmtileg viðbót,“ segir Björn Leifsson. Bréfsefni sem Einar Gylfason hann- aði fyrir auglýsingastofuna Ó! hlotn- aðist nýlega sá heiður að vera valið til birtingar í bókinni Graphis Letterhead 6, en Graphis-útgáfan, sem er í New York, þykir eitt virtasta útgáfufyrir- tæki heims á sviði grafískrar hönnun- ar. Einar segir þessa birtingu vera mikinn heiður fyrir sig. „Þetta er við- urkenning á því að ég hafi gert eitt- hvað rétt.“ Um hálfgerða hönnunar- keppni er að ræða, og þeir sem valdir eru til birtingar eru allir sigurvegarar, því ekki eru veitt nein verðlaun fyrir sæti. Einar segir að þetta sé fyrst og fremst upphefð fyrir þá hönnuði sem valdir eru til birtingar. Einar segir þetta hafa komið honum skemmtilega á óvart, en viðurkennir þó að hann hafi alveg eins átt von á þessu. „Ég hafði að sjálfsögðu fulla trú á því sem ég var að gera, annars væri ég ekki að þessu,“ segir hann. Inn í þessa keppni eru send mörg hundruð verk og því ljóst að um töluverðan heiður er að ræða. „Það sem ég sendi inn var A4 blað, nafnspjald og umslag.“ Bókin sem hönnun Einars birtist í er mjög vegleg og telur um 260 síður. F2 alltaf í Fréttablaðinu á fimmtudög- um. Útgefandi Frétt hf. Ritstjórn Jón Kaldal Höfundar efnis í þessu hefti Borghildur Gunnarsdóttir, Freyr Gígja Gunnarsson, Kristján Hjálmarsson, Marta María Jónasdóttir og Þórarinn Þórarinsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Aðalsími: 550 5000 Netfang: f2@frettabladid.is Auglýsingar Auglýsingadeild Frétta- blaðsins, Jón Laufdal, Einar Logi Vignis- son, Ólafur Brynjólfsson. Forsíðan Björg og Vala í Spaksmannsspjörum, sjá viðtal bls. 10. Ljósmynd: Hari Þetta og margt fleira 04 Bóndadagsóskirnar hennar og hans 06 Tíðarandinn í innanhússhönnun 08 Göturnar í lífi Ágústs Einarssonar 10 VIÐTAL Stjörnurnar sólgnar í hönnunina Björg og Vala í Spaksmannsspjör- um eru úthaldsmestu tískuhönn- uðir landsins. Marta María Jónas- dóttir lítur yfir farinn veg með þeim og skoðar líka hvað er framundan. 12 ÚTTEKT Eru aukefnin að sliga mannslíkamann? Kemíska kryddið MSG er mikill þyrnir í augum þeirra sem vilja gæta að heilsunni. Það kemur þó ekki í veg fyrir að matvörufram- leiðendur noti það óspart. 14 Matgæðingurinn Egill Helgason elskar ávexti. 16 3 dagar: Það sem ber hæst um helgina. 18 Dóri blúsari er líka forfallinn golfari – Fröken Freyja leysir vandann. Allir í Laugum ■ Bóndadagsóskir ■ Göturnar í lífi Ágústs Einarssonar prófessors ■ Frönsk sælkeraveisla á Vox Matgæðingurinn Egill Helgason ■ Dóri vinur: með gítarinn í annarri og golfkylfuna í hinni F23. TBL. 2. ÁRG. 20. 1. 2005 Framkvæmdaglaðir Íslendingar Tíðarandinn í innanhúshönnun Matur og heilsa Kemíska kryddið MSG leynist ótrúlega víða í Spaksmannsspjörum Hafa klætt Drew Barrymore, Terry Hatcher og Uma Thurman Vala og Björg World Class í Laugum í mikilli sókn: Fjölgaði um 1000 manns í janúar Íslenskri hönnun hlotnast mikill heiður: Bréfsefni á heimsmælikvarða Líkamsræktarstöðin World Class er ein sú flottasta í landinu og þó stöðin sé stór er hún mjög hlýleg. Þetta skiptir neytendur greinilega máli en aðsóknin í Laugar er alltaf að aukast. Björn Leifsson Eigandi World Class Einar Gylfason Það er mikil upphefð í þessari viðurkenningu.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.