Fréttablaðið - 20.01.2005, Síða 25

Fréttablaðið - 20.01.2005, Síða 25
[ FLOTTUSTU KJÓLARNIR ] FIMMTUDAGUR 20. janúar 2005 Margar gerðir af búningasilfri. Þetta er ódýrasta mynstrið. Allt sem þarf á upphlutinn, settið frá 90.530, kr. Allar upplýsingar um hefð og gerðir búninga eru veittar á staðnum. Gullkistan - Frakkastíg 10 - Sími: 551-3160. Sérverslun með kvensilfur Gi ld ir til 6. fe br úa r eð a á m eð an b ir g ð ir en d as t. Tilboðsstaðir: Apótekarinn Akureyri Hagkaup Skeifan Hagkaup Smáralind Lyf & heilsa Austurstræti Lyf & heilsa Kringlan Lyf & heilsa Melhaga TILBOÐá augnskuggum, naglast yrkingu m og vara litum. í völdum línum L ’Oréal2 1fyrir Hlíðarsmára 11 • Kópavogi • sími 517 6460 • www.belladonna.is Regnbogadögum fækkar – nú er 20% aukaafsláttur á kassa og að auki 20% afsláttur af öllum vörum* fimmtud. 20/1–laugard. 22/1 Núna er tækifæri til að gera frábær kaup. *Gildir ekki um samkvæmiskjóla Vertu þú sjálf - vertu Bella donna Opið mán.-fös. 11-18 • laug. 11-15 SKARTHÚSIÐ Laugavegi 12, s. 562 2466 Jólasendingin af Pilgrim skartgripum komin. Einnig mikið úrval af nælum og öðrum semelíu skartgripum. Sendum í póstkröfu. HÁRBÖND Ný sending af breiðum hárböndum Margir litir Sendum í póstkröfu Golden Globe snýst líka um tísku. Á Golden Globe-verðlaunahátíðinni sem fór fram sunnudaginn 16. janúar eru ekki bara frábærir sjónvarpsþættir og framúrskarandi kvikmyndir í aðal- hlutverki heldur er sviðsljósið líka á tískunni, sem er ávallt umtalsefni löngu eftir sjálfa hátíðina. Hver var verst klæddur? Og hver best? Hver kom á óvart og hver hefði frekar átt að vera heima? Fréttablaðið kíkti að- eins á kjólana sem sköruðu fram úr og settu markið hátt fyrir hina. Hattameistarinn Philip Treacy Nicole Kidman var glæsileg að vanda í Gucci-kjól. Teri Hatcher glitraði af hamingju í þessum óvenjulega kjól frá Donnu Karan. Reneé Zellweger klæddist kjól frá Caroline Herrera, hress að vanda. Hilary Swank fór heim með Golden Globe-verðlaun og var afskaplega fáguð í Calvin Klein-kjólnum sínum. Cate Blanchett er ein fallegasta kona í Hollywood og sýndi það í fallega bláa Jean Paul Gaultier-kjólnum. Charlize Theron skartaði svarta hárinu í þessum John Galliano-kjól. Jennifer Garner lét sig ekki hverfa í þess- um hárauða Valentino- kjól. Leitar víða fanga. Það er við hæfi á þessum misser- um þegar hattur er algjörlega ómissandi í tískuheiminum að rýna aðeins í írska hattameistar- ann Philip Treacy. Hann fæddist 1967 á Norður-Írlandi og átján ára flutti hann til Dyflinnar til þess að læra fatahönnun. Hann byrjaði fljótt að búa til hatta við allar flíkurnar sínar í náminu og fyrr en varði urðu þeir hans aðalvið- fangsefni. Treacy fór til London í mastersnám og kynntist þar Íslandsvinkonunni og tísku- dívunni Isabellu Blow, sem hefur síðan bæði veitt honum innblástur og stutt hann með ráðum og dáð. Ferillinn byrjaði hjá Chanel þar sem hann hannaði hatta með hátískukjólunum og fljótt byrjaði boltinn að rúlla. Hann hlaut bresku hönnunarverðlaunin fyrir fylgihluti tvö ár í röð og hefur alls hlotið þau fimm sinnum. Árið 1994 setti hann upp eigin sýningu, sem sló rækilega í gegn og gerði honum kleift í kjölfarið að opna sína fyrstu búð í Belgravia- hverfinu í London. Í dag framleiðir Treacy hatta og aðra fylgihluti undir þremur merkjum; Silver, Purple og Menís. Síðastliðinn vetur kom svo nýjasta línan, sem kennd er við popplistamanninn Andy Warhol. Treacy er líka óhræddur við að fara ótroðnar slóðir og fá fólk úr ýmsum geirum í samstarf með sér. Listakonan Vanessa Beecroft er einn af þessum samstarfs- aðilum en saman unnu þau að inn- setningu fyrir Feneyjatvíæring- inn árið 2001 sem vakti verð- skuldaða athygli. ■ Treacy1 sparihattur Treacy2 herrahattur Treacy3 hversdagshattur Treacy4 Andy Warhal-línan Treacy1 Treacy3 Treacy2 Treacy4

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.