Fréttablaðið - 20.01.2005, Side 70

Fréttablaðið - 20.01.2005, Side 70
38 20. janúar 2005 FIMMTUDAGUR Lárétt: 1 skordýr, 6 hjúpur, 7 káfa, 8 átt, 9 dýrahljóð, 10 ofna, 12 þykir vænt um, 14 mar, 15 ekki, 16 guð, 17 ílát, 18 fóta- búnaður. Lóðrétt: 1 tala mikið, 2 fugl, 3 öfugur tví- hljóði, 4 kaupstaður, 5 slár, 9 dvelja, 11 umbylting, 13 vörumerki, 14 rám, 17 rykkorn. Lausn: – hefur þú séð DV í dag? Gísli Hvanndal Idol-stjarna Plataður í spítala- innbrot á fylliríi með félögum Leikritið Blái hnötturinn virðist njóta mikilla vinsælda um þessar mundir. Auk þess að vera sýnt í barnaleikhúsi í Kanada í næsta mánuði hafa tveir áhugamanna- leikhópar tekið það til sýninga. Annars vegar er það leikhópur í borginni Bad Kreuznach í Þýskalandi sem spreytir sig á verkinu þessa dagana og hins vegar er leikritið sýnt á Brún í Bæjarsveit í Borgarfirði. „Það er metnaðarfull sýning,“ segir Andri Snær Magnason, höfundur leikritsins. „Þar eru sex persónur sem eru „fljúga“ og þar er alvöru foss og alvöru rigning,“ segir hann og er greinilega yfir sig hrifinn af framtakinu. Andri veit minna um uppsetningu leikrits- ins í Þýskalandi en er engu að síður ánægður með að verkið sé að fá góðar viðtökur í öðrum löndum. Það virðist því stefna í að leik- ritið Blái hnötturinn muni fara jafnvíða og samnefnd bók, sem þegar hefur komið út í tólf lönd- um. Á meðal þeirra eru Kórea, Taíland, Frakkland og Spánn. ■ Sýningar í Þýskalandi og Borgarfirði [ VEISTU SVARIÐ ] Svör við spurningum á bls. 8 1 3 2 Evrópusambandið. Björgólfur Thor Björgólfsson. Danir. Helga Vala Helgadóttir hefur ver- ið ráðin til starfa á nýrri útvarps- stöð, í eigu 365 ljósvakamiðla, sem hefur gengið undir vinnuheit- inu Gufan. Helga Vala, sem áður var einn af umsjónarmönnum Spegilsins á Rás 2, er nýjasti starfsmaður stöðvarinnar en áður höfðu þau Hallgrímur Thorsteinsson, Sigurð- ur G. Tómasson, Ragnheiður G. Jónsdóttir og útvarpsstjórinn Ill- ugi Jökulsson ráðið sig þar til starfa. Þáttur Helgu Völu verður á dagskrá milli klukkan 15 og 18 alla virka daga. Um verður að ræða þungavigtarþátt þar sem áhersla verður lögð á fréttatengt efni. Helga Vala vildi lítið tjá sig um stöðina og málefni tengd henni við Fréttablaðið í gær. Sömu sögu var að segja af öðrum starfsmönnum hennar. Svo virðist því sem stöðin hafi komið á fjölmiðlabanni hjá starfsfólki eins og hingað til hefur einungis tíðkast með keppendur í Idol. Ingvi Hrafn Jónsson hefur einnig verið nefndur til sögunnar sem einn af starfsmönnum stöðv- arinnar. Ingvi Hrafn lýsti því yfir í Fréttablaðinu 5. janúar að þáttur hans, Hrafnaþing, yrði einn af dagskrárliðunum og sagði meðal annars: „Samningurinn minn við Útvarp Sögu rann út um áramót og ég mun hefja störf á nýju stöð- inni á næstu dögum.“ Fréttablaðið hefur hins vegar heimildir fyrir því að Ingvi Hrafn hafi ekki setið undirbúningsfundi með öðrum starfsmönnum hinnar væntanlegu útvarpsstöðvar. „Þú verður að spyrja Illuga um stöðuna. Ég hef ekki enn hitt neinn enda í miklum önnum við að undirbúa Langá fyrir sumarið,“ sagði Ingvi Hrafn við Fréttablaðið í gær en bætti við að það hefði verið rætt að Hrafnaþing færi í loftið að nýju. „Ég hef ekki enn hitt útvarpsstjórann en ef stöðin fer í loftið fer ég kannski með henni. Það getur vel farið svo að leiðir okkar liggi saman.“ Illugi útvarpsstjóri vildi lítið tjá sig um málið þegar leitað var til hans í gær og sagði að það myndi skýrast á næstu vikum. Stefnt er að því að útvarpsstöðin hefji útsendingar eftir þrjár vikur eða svo. freyr@frettabladid.is kristjan@frettabladid.is ...fær Skúli Einarsson, formaður Matsveinafélags Íslands, fyrir að láta ekki auglýsingu frá 10-11 yfir sig ganga hljóðalaust. Í aug- lýsingunni segir „Guð gaf okkur lambakjötið, en djöfullinn gaf okkur kokkana“. Skúli hefur mót- mælt þessu og segist ekki vera getinn af djöflinum. HRÓSIÐ AÐ MÍNU SKAPI ALEXÍA BJÖRG JÓHANNESDÓTTIR LEIKKONA Tónlist Tónlist Gorans Bregovic úr myndinni Underground er reglulega í spilaranum hjá mér og er rosa flott tón- list. Annars hlusta ég mikið á útvarp og er hálf ónýt eftir að Skonrokk hætti. Það var stöð sem ég hlustaði mikið á. Bók Furðulegt háttalag hunds um nótt eftir Mark Haddon er dásamlega einlæg og skemmtileg bók. Einnig er An Evil Cradling eftir Írann Brian Keenan ógleymanleg og í miklu uppáhaldi. Ilm- urinn eftir Patrick Süskind er klassík sem er alltaf gaman að lesa aftur og aftur. Annars er ég nú mikill bókaormur og gæti endalaust þulið upp bækur sem eru í uppáhaldi. Biómynd Alfie með Jude Law var bara hin ágætasta afþreying og ekki slæmt að hafa svona augnakonfekt í aðalhlut- verki. Delicatessen í leikstjórn Jean- Pierre Jeunet er mikið uppáhald. Einnig er Jóni Oddi og Jóni Bjarna alltaf skellt í tækið þegar ég er lasin, þannig að ég hef horft á hana svona 1-2 sinnum á ári síðastliðin 10 ár. Borg Jerúsalem heillaði mig upp úr skónum þegar ég var á ferð um Ísrael fyrir fjórum mánuðum. Borgin er gull- falleg og hvít, það er allt svo hvítt þar. Einnig er auðvitað London í uppáhaldi þar sem ég bjó í nokkur ár og kunni mjög vel við hana. Endalaus ævintýri á hverju horni þar. Búð Primark í London er algjör snilld og þar versla ég alveg helling í hvert sinn sem ég fer. Ég held að ég hefði varla getað komist í gegnum skólann í London ef ég hefði ekki haft Primark við höndina. Einnig er mjög flott búð sem heitir Beyond Retro og er í hliðargötu á Brick Lane, þar er hægt að finna gamla og flotta kjóla. Verkefni Þessa dagana á hug minn all- an Saumastofan 30 árum seinna eftir Agnar Jón sem við frumsýndum síðasta sunnudag á litla sviði Borgarleikhússins. Leikritið okkar er byggt á gömlu sauma- stofunni eftir Kjartan Ragnarsson sem sló í gegn fyrir 30 árum síðan. Sauma- stofan 30 árum seinna er mikill gleði- gjafi og hvet ég alla til að skella sér í leikhúsið og sjá sýninguna. Underground, Furðulegt háttalag hunds og Jerúsalem HELGA VALA HELGADÓTTIR: AF RÁS 2 YFIR Á „GUFUNA“ Starfsfólk talmálsútvarps þegir HELGA VALA HELGADÓTTIR Er farin af Rás 2 yfir á nýja útvarpsstöð sem hefur gengið undir nafninu Gufan. INGVI HRAFN JÓNSSON Hefur verið orð- aður við starf á Gufunni. ILLUGI JÖKULSSON Útvarpsstjórinn vildi ekkert tjá sig um nýju útvarpsstöðina við Fréttablaðið. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R ■ BÆKUR BLÁI HNÖTTURINN Leikritið Blái hnötturinn var á sínum tíma sýnt í Þjóðleikhúsinu við góðar undirtektir. 1 6 7 98 10 12 13 1514 16 18 17 11 2 3 4 5 Lárétt: 1maurar, 6ára,7ká, 8sa,9urr, 10óna,12ann,14haf, 15ei, 16ás,17ask,18skór. Lóðrétt: 1mása,2ara,3ua,4akranes, 5rár, 9una,11rask,13nike,14hás, 17ar. » FA S T U R » PUNKTUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.