Fréttablaðið - 20.01.2005, Síða 62

Fréttablaðið - 20.01.2005, Síða 62
„Nothings new forever, only suckers undercover... its like only Stevie Wonder sees the same things.“ - Hot Chip vottar blinda tónlistarmanninum Stevie Wonder virðingu sína í laginu Keep Fallin með því að gefa honum sjötta tónlistarskilningarvitið. 30 20. janúar 2005 FIMMTUDAGUR Í spilaranum hjá ritstjórninni Mars Volta: Frances the Mute, Can: Ege Bamyasi, Curver: Sær 1993–1994, Diana Ross and the Supremes: Sequins and Smiles og Þeyr: Mjötvíður Mær. Margt hefur breyst í íslensku tón- listarlandslagi síðustu 15 ár. Eftir að Björk og Sykurmolarnir komu Íslandi á heimskortið hefur tónlist- arlífið hér aukist til muna. Óhætt er að fullyrða að hér á landi séu fleiri ungar hljómsveitir starfandi en voru í byrjun síðasta áratugar auk þess sem mun auðveldara er að gefa út tónlist. En ef þetta er stað- reynd, hvernig stendur þá á því að svona fáar sveitir úr íslensku rokksenunni hafa náð að koma sér upp á yfirborðið? Getur verið að aukin tækni, aukin fjölbreytni, fleiri útvarpsstöðvar og fleiri möguleikar til þess að koma sér á framfæri geri hljómsveitum hrein- lega erfiðara fyrir að ná til fjöld- ans? Er það ekki frekar undarlegt að það sem Gísli Marteinn myndi kalla „unga fólkið í rokkinu“ séu flest allt hljómsveitir sem hafa verið starfandi í fimm til tíu ár? Getur verið að það sé erfiðara fyr- ir unga tónlistarmenn að komast upp á yfirborðið en var áður, og af hverju ætli það sé? X-ið deyr, lengi lifi X-ið Staðreyndin er sú að það er enginn skortur á efnilegu íslensku rokki. Á síðasta ári létu sveitirnar Jan Mayen, Lokbrá, Hoffman, Mammút, Lada Sport, Sign, Tony The Pony, Búdrýgindi, Hölt Hóra, Ókind, I Adapt, Noise, Coral og Isidor á sér kræla. Allt eru þetta efnilegar sveitir með liðsmenn sitt hvorum megin við tvítugsaldurinn. Þetta er aðeins brotabrot af því sem er í gangi á höfuðborgarsvæð- inu, eins og hægt er að sjá á löng- um listum síðna á borð við jon.is og rokk.is. En enginn þessara sveita náði til fjöldans, a.m.k. ekki al- mennilega nema kannski Jan Mayen sem átti ágætis ár, þökk sé þeirra ótrúlega drifkrafti. Íslenskt jaðarrokk hefur sjald- an verið eins fjölbreytt og senan sjaldan stærri. Þrátt fyrir það eru flestar leiðir upp á yfirborðið lok- aðar. Hvert fyrirtækið á fætur öðru hefur gefist upp á því að reka hér rokkstöðvar því auglýsendur virðast tregir til þess að kaupa þar pláss. Þrátt fyrir að X-ið hafi mælst með 20,1% hlustun í síðustu Gallup-könnun, aðeins 6,2% undir FM957, lögðu Norðurljósin hana niður vegna þessarar tregðu aug- lýsenda. Ef Pýrít hefði ekki komið rokkinu til bjargar ættu þessar hljómsveitir enga leið í útvarpið lengur, nema þá í gegnum Rás 2 sem vegna fjölbreytileika síns gæti ómögulega sinnt þessum geira al- mennilega. Margar þessara hljóm- sveita hafa meira að segja átt erfitt með að komast að hjá X-inu í gegn- um árin. Plássið fyrir íslenska tón- list þar er ekki ýkja mikið og sam- keppnin slík að dagskrárgerðar- menn krefjast þess að gæðin séu fyrsta flokks eigi sveitirnar að komast í loftið. Það er auðvitað ekkert nema gott og verður von- andi til þess að sveitirnar auki metnað sinn. Rokkið er á breytingaskeiðinu Helsta leið ungra rokksveita til þess að vekja á sér athygli er auð- vitað tónleikahald. Einnig senda margar sveitir lög á rokk.is, og svipaða vefi, í von um nýja hlust- endahópa. Þetta getur auðvitað verið gott til þess að auka orðspor sveitanna, en getur einnig virkað skemmandi fyrir ungar sveitir sem dreymir um að komast á útgáfu- samning. Því flest fyrirtæki hér sjá lítinn hag í því að gefa út tónlist sem hefur verið fáanleg á netinu í meira en hálft ár. Duglegustu sveitirnar hafa brugðið á það ráð að hljóðrita og gefa sjálfar út plötur sínar, oftast ekki í fleiri en 200 eintökum. Hljómgæðin eru oftast í slakari kantinum, enda menn að hljóðrita í fyrsta skiptið. Í flestum tilvikum er um upptökur að ræða sem geta bara talist vera demó. Þessi til- raunastarfsemi á auðvitað eftir að skila árangri síðar, því aldrei hafa jafn margir haft tækifæri til þess að öðlast þá reynslu að búa til tón- list. Eftir tíu ár verður allt morandi í ungum og efnilegum upptöku- stjórum. Einhverjar sveitir hafa svo gert ódýr myndbönd sem Skjár 1 hefur sýnt á dauðum tímum. Það eru nokkur ár frá því að ís- lensk jaðarrokksveit náði að selja yfir 3.000 eintök af plötu sinni. Enda er það álit FTT, Félags Texta- og Tónlistarhöfunda, að ólögleg dreifing tónlistar á netinu bitni mest á sölu jaðartónlistar. Í dag telst það mjög gott ef íslenskar rokksveitir ná að selja 2.000 plötur. Þess vegna er eina von íslenskra rokksveita í dag að komast í at- vinnumennskuna, að fá plötusamn- ing erlendis. Svarið við spurningu fyrirsagn- arinnar er því nei. Íslenskt rokk er ekki að deyja. Það er á breytinga- skeiðinu. Fjölbreytnin hefur aldrei verið meiri og samkeppnin er orðin mun harðari. Mórallinn á milli ungu sveitanna er oftast ekki góð- ur, eins og sést best á spjallþráðum huga.is þar sem sveitir eru oft með skítkast sín á milli. Vegna aukinnar fjölbreyttni hafa kröfur um gæði aukist. Ís- lensk ungmenni eru enn rokkþyrst, og fyrr eða síðar skýst upp á yfir- borðið sveit sem nær almennilega að fanga anda þeirra tíma sem við lifum á núna. Lifi fjölbreytnin, ekki gefast upp. biggi@frettabladid.is Rokksenan á Íslandi hefur aldrei verið stærri. Samt á hún undir högg að sækja. Er rokkið að deyja? Raftónlistarmaðurinn Richard D. James, sem flestir þekkja sem Aphex Twin, hefur enn og aftur skapað sér nýtt listamannanafn. Auk þess að gefa út undir nafninu Aphex Twin í gegnum árin hefur hann einnig stuðst við AFX, Brad Strider og Polygon Window. Næst gefur hann út tónlist undir nafn- inu Analord. Richard D. James ætlar að gefa út seríu af 12 tommu vínyl- plötum undir Analord nafninu, og á hverri plötu verða tvö ný lög. Sú fyrsta af tíu heitir 10 og er þegar komin í verslanir í Bret- landi. Með fyrstu plötunni fylgir kápa, sem verður hægt að koma öllum plötunum fyrir í. Hver plata kostar um 5000 krónur ís- lenskar. Tónlistin er nánast öll gerð á a n a l o g - h l j ó ð - gervla, en Ric- hard á víst stórt safn af þeim. Plöturnar eru all- ar gefnar út í mjög takmörk- uðu upplagi og því er búist við að verðlag á þeim margfaldist á eBay eftir að þær seljast upp. ■ Ásgeir Pétursson hrl. lögg. fasteignasali. Vatnsstígur – nýjar fullbúnar lúxusíbúðir í gamla nýlistasafninu. Vorum að fá í einkasölu fimm íbúðir og eina vinnustofu sem verða afhentar fullbúnar með gólfefnum hinn 1. mars 2005. Jarðhæð: Tvær 59,3 fm. 2ja herbergja íbúð með vönduðum eikarinnréttingum, eikarparket á gólfum. Eldhús opið í stofu, svefnherbergi, baðherbergi með flísum, þvottahús og geymsla. Kaupendur geta fengið allt að 80% lán frá Landsbanka Íslands hf. 98,6 fm, vinnustofa (ósamþykkt íbúð) sem skiptist í forstofu, vinnustofu, skrifstofu, geymslu og baðherbergi, íbúðinni er skilað með eikar innrét- tingum og eikarparketi, bað er flísalagt í hólf og gólf. Kaupendur geta fengið allt að 80% frá Landsbanka Íslands hf. 1. hæð: 120 fm. íbúð á 1. hæð sem skiptist í forstofu, hol, stofu(útgang út á svalir), eldhús, geymslu, þvottahús og baðherbergi, íbúðinni er skilað með eikar innréttingum og eikarparketi, bað er flísalagt í hólf og gólf, öll nánari skilalýsing hjá sölumönnum. 97,9 fm. 2ja herbergja íbúð á 1. hæð sem skiptist í forstofu, hol, stofu(útgang út á svalir), eldhús, geymslu, þvottahús og baðherbergi, íbúðinni er skilað með eikar innréttingum og eikarparketi, bað er flísalagt í hólf og gólf, nánari skilalýsing hjá sölumönnum. 2.hæð: 120 fm. 2ja herbergja lúxusíbúð sem skiptist í forstofu, hol, stofu(útgang út á svalir), eldhús, geymslu, þvottahús og baðherbergi, íbúðinni er ski- lað með eikar innréttingum og eikarparketi, bað er flísalagt í hólf og gólf, nánari skilalýsing hjá sölumönnum. Ath kaupendur geta fengiðlán frá Landsbanka Íslands hf. fyrir allt að 80% af kaupverði. APHEX TWIN Tónlistarmaðurinn hefur skapað sér nýtt listamanna- nafn, Analord. Aphex Twin verður Analord MAMMÚT Sveitin kom sá og sigraði á Músiktilraunum. JAN MAYEN Ein af þeim rokksveitum sem létu á sér kræla á síðasta ári. Sveitin hyggur á útgáfu erlendis. Scorsese gerir heimild- armynd um Dylan Leikstjórinn Martin Scorsese vinnur nú að heimildarmynd um tón- listarmanninn Bob Dyl- an. Hann hefur tekið saman margra klukku- stunda efni og er nú að byrja á því að klippa myndina saman. Þetta verður ekki í fyrsta skipti sem Scorsese ger- ir heimildarmynd um heim tónlistarinnar, því hann gerði hina mögn- uðu The Last Waltz um hljómsveitina The Band árið 1978, en Dylan birtist reyndar í þeirri mynd. Myndin sem heitir The Bob Dylan Anthology Project fjallar um fyrstu árin á ferli tónlistar- mannsins. Myndin er ætluð til sýningar í sjón- varpi og Dylan sjálfur hefur ekki unnið með Scorsese að gerð mynd- arinnar. Scorsese segist ekki ætla að fjalla um per- sónu Dylans, heldur frekar að rekja sögu hans. Myndin er gerð með samþykki Dylans og útvegaði umboðsmað- ur hans Scorsese um 10 klukkustundir af viðtöl- um. Scorsese segist ætla að reyna sitt besta til þess að gera hlutlausa mynd um kappann, en viðurkennir að það sé erfitt þar sem leikstjórinn er mikill aðdáandi tónlistarmannsins. ■ BOB DYLAN Leikstjórinn Martin Scorsese vinnur nú að mynd um Bob Dylan. Morrissey gefur út tónleikaupptökur Þeir aðdáend- ur Morrissey sem héldu ekki vatni yfir frammi- stöðu hans á Hróarskeldu- hátíðinni í fyrra eiga von á glaðningi. Söngvarinn gefur nefnilega út DVD-disk með upptöku af tónleikum hans í Manchester eft- ir nokkrar vikur. Platan heitir því sjálfhverfa nafni „Who Put the M in Manchester?“ og á disknum verður svipuð tónleikadagskrá og hann tók á Hróarskeldu. Það er leikstjórinn Bucky Fukumoto sem gerði myndina, en hann gerði einnig myndböndin við lögin Irish Blood, English Heart, I Have Forgiven Jesus og Let Me Kiss You á síðasta ári. Einnig er von á geisladiski með upptökum frá Earls Court. Hann kemur í febrúar en DVD-diskurinn í mars. ■ MORRISSEY Ætlar að gefa út DVD-disk með upptökum af tónleikum hans.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.