Fréttablaðið - 09.05.2005, Síða 8

Fréttablaðið - 09.05.2005, Síða 8
8 9. maí 2005 MÁNUDAGUR VINNUMARKAÐUR Búist er við mik- illi fjölgun á útgáfu atvinnuleyfa til útlendinga á þessu ári og næstu tveimur árum að minnsta kosti. Þar af má gera ráð fyrir að þörf verði fyrir 1200-1800 atvinnuleyfi vegna stóriðjuframkvæmda. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Vinnumálastofnunar um stöðu og horfur á vinnumarkaði. Þar segir jafnframt að útgáfa nýrra atvinnuleyfa gefi vísbend- ingar um spurn eftir vinnuafli. Þannig hafi útgáfu atvinnuleyfa fjölgað mjög á síðasta ári miðað við árið á undan; úr 560 tímabund- um leyfum í 1374. Ef leyfi sem tengjast byggingu virkjana og stóriðju á Austurlandi eru skilin frá, hefur útgáfu nýrra tímabund- inna atvinnuleyfa fjölgað um helming, úr um 500 í um 1000. Atvinnuleysi á landinu í heild minnkaði frá 2003 til 2004, úr 3,4 prósentum í 3,1 prósent og vís- bendingar eru um að það muni enn fara minnkandi á yfirstand- andi ári. Gera sérfræðingar Vinnumálastofnunar ráð fyrir því að það geti farið niður í 2,4 pró- sent að meðaltali. - ssal ETA-menn: firjú flúsund ára fangelsi MADRID, AP Dómstóll á Spáni hefur dæmt tvo menn á þrítugsaldri í 2.775 ára langt fangelsi hvorn. Þeir voru sakfelldir fyrir banatilræði við 184 farþega lestar á leið til Madrid á aðfangadagskvöld 2003, fimmtán ára langt fangelsi fyrir hvern far- þega. Reyndar hafði sprengjan ver- ið stillt til að springa eftir að för hennar lyki en hún fannst nokkru áður en hún kom á Chamartin-lest- arstöðina og var samstundis af- tengd. Tvímenningarnir þurfa þó ekki að sæta svo langri vistun því há- markslengd refsingar fyrir hryðju- verk á Spáni er fjörutíu ár. ■ ÓÐINN FANN VEÐURDUFL Varð- skiptið Óðinn fann á dögunum veð- urdufl 99 sjómílur vestsuðvestur af Reykjanesi. Duflið var í eigu bandarísku Hafrannsóknarstofnun- arinnar. Duflinu var lagt út í júlí á síðasta ári en legufæri þess slitnaði í óveðri í desember. Hafði það ver- ið á reki allar götur síðan. • Stórkostleg náttúrufegur› • Mild ve›rátta • Fyrsta flokks veitingar • Vildarpunktar E N N E M M / S ÍA / N M 16 1 Ger›u flér dagamun og fagna›u vorinu á Hótel Klaustri. Vi› bjó›um sannkalla›a draumadaga í maí-júní; gistingu fylgir fordrykkur og flriggja rétta kvöldver›ur. Bóka›u gistingu og láttu drauminn rætast. Á HÓTEL KLAUSTRI Í MAÍ DRAUMADAGAR TILBO‹ Gisting eina nótt í tveggja manna herbergi, fordrykkur, flriggja rétta kvöldver›ur. www.icehotels.isNordica I Loftlei›ir I Flughótel I Hamar I Flú›ir I Rangá I Klaustur I Héra› Sími: 444 4000 á mann alla virka daga 8.200 kr.Frá SORPSTÖÐ REIST VIÐ HÚSAVÍK Sorpsamlag Þingeyinga hyggst byggja og reka móttöku-, flokkun- ar- og förgunarstöð með brennslu- og orkunýtingarkerfi við Húsavík. Að rekstri Sorpsamlagsins standa sex sveitarfélög í S-Þingeyjarsýslu og eru íbúar þeirra samanlagt um fjögur þúsund talsins. LANDHELGISGÆSLAN SVEITARFÉLÖG VIRKJUN Slippstöðin á Akureyri hef- ur keypt til landsins risakrana til notkunar við verkefni fyrirtækisins á Kárahnjúkasvæðinu. Kraninn er þrír metrar á breidd, 16 metrar á lengd og með framlengingu er bóm- an um 50 metrar. Er þetta öflugasti kraninn á Norður- og Austurlandi og getur lyft allt að 200 tonnum. Risakraninn var keyptur til að lyfta röraeiningum sem notaðar verða í fallgöng Kárahnjúkavirkjunar og er hver þeirra um 45 tonn að þyngd. - kk Risakrani við Kárahnjúka: Lyftir 200 tonnum RISAKRANINN VIÐ KÁRAHNJÚKA Kraninn var keyptur í Sviss og honum ekið til Danmerkur þar sem hann fór í Norrænu. 1Hvað eru mörg ár liðin frá lokumseinni heimsstyrjaldarinnar? 2Hvað lækkar lítrinn af dísilolíu mikið1. júlí samkvæmt nýju frumvarpi fjár- málaráðherra? 3Hvað heitir veiran sem óttast er aðtveir heilbrigðisstarfsmenn WHO hafi smitast af í Angóla? SVÖRIN ERU Á BLS. 30 VEISTU SVARIÐ? Minnkandi atvinnuleysi: Aukin flörf fyrir erlent vinnuafl ERLENDIR VERKAMENN Búast má við verulegri fjölgun erlendra verkamanna hérlendis á næstu árum sam- kvæmt skýrslu Vinnumálastofnunar. RÍKISÚTVARPIÐ Sigurður Kári Krist- jánsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokks- ins í menntamálanefnd Alþingis, segir að unnið sé að umtalsverðum endurbótum á frumvarpinu um Ríkisútvarpið og breytingatillögur meirihlutans verði kynntar á fundi nefndarinnar í dag. Veigamiklar athugasemdir hafa verið gerðar við þá kafla frum- varpsins sem snúa að réttindum starfsmanna ef rekstrarformi Rík- isútvarpsins verður breytt. Full- trúar Samfylkingar í efnahags- og viðskiptanefnd hafa gert athuga- semdir við fjármögnun Ríkisút- varpsins með nefskatti. Í nýju áliti þeirra segir að lítill tími hafi gefist til að fara yfir málið í nefndinni. Nefskattur geti verið mjög órétt- látur og hann komið misþungt nið- ur á einstaklingum eftir aldri og fjölda á heimili. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst er ætlun- in að fjalla um þetta atriði í nefnd- inni í dag. „Við ætlum að leggja fram fjór- ar til fimm breytingatilllögur í menntamálanefnd í dag,“ segir Björgvin G. Sigurðsson þingmaður og fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni. „Frumvarpið er illa unnið og kemur seint fram. Ég vek líka athygli á fyrirvara minnihluta fjölmiðlanefndarinnar sem gerði alvarlegar athugasemdir við að leggja fram sérstakt frumvarp um RÚV í stað þess að skoða fjölmiðla- markaðinn í heild.“ Björgvin seg- ist með glöðu geði sitja næstu vik- urnar á þingi til þess að fá þessi mál og önnur rædd á vitrænan hátt. „Við verðum að fá að sjá breyt- ingatilllögur meirihluta mennta- málanefndar áður en við getum tekið afstöðu til þeirra og venjan er að gefa að minnsta kosti tvo daga til þess að bregðast við þeim,“ segir Kolbrún Halldórs- dóttir, fulltrúi Vinstri Grænna í menntamálanefnd. Hún vill ekki ræða málefni RÚV með þeim hraða sem nú sé ætlunin að gera. Fulltrúar minnihluta mennta- málanefndar segja að ekkert hafi enn verið samið um þinglok. Verið sé að ræða frumvarp um sam- keppnislög og það geti hæglega tekið marga daga enn. Sama eigi við um frumvarpið um Ríkisút- varpið og vatnalög sem komi til annarrar umræðu á þingi nú í vik- unni. Ætlunin er að ljúka þinghaldi um eða upp úr miðri vikunni. johannh@frettabladid.is ÓVISSA UM ÞINGHALDIÐ Stjórnarandstaðan segist geta setið næstu vikur á þingi, eða eins lengi og þurfa þykir og boðar nýjan fjölmiðlaslag vegna laga um Ríkisútvarpið. Tilbúnir í n‡jan fjölmi›laslag Stjórnarandstæ›ingar eru tilbúnir a› sitja næstu vikur á flingi ef reynt ver›ur a› keyra í gegn frum- varp um Ríkisútvarpi› án nau›synlegrar umræ›u. ÍSRAEL, AP Ariel Sharon, forsætis- ráðherra Ísraels, sagði í gær að Ísraelar myndu ekki sleppa fleiri Palestínumönnum úr fangelsi fyrr en palestínska heimastjórnin hefði gripið til harðari aðgerða gegn herskáum hreyfingum Palestínumanna en nú er. Ísraelskir og palestínskir em- bættismenn ræddu lausn fanga í gær en fundinum lauk án sam- komulags. Palestínumenn segja Ísraela brjóta gegn ákvæðum vopnahlésins frá í febrúar. Ísrael- ar saka Palestínumenn á móti um að gera ekki nóg til að koma í veg fyrir árásir vígamanna. ■ ÍSRAELSKIR RÁÐHERRAR Sharon sagðist ekki ætla að styrkja Mahmoud Abbas Palestínuforseta á kostnað ísraelskra mannslífa. Ísraelsk stjórnvöld: Sleppa ekki föngunum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.