Fréttablaðið - 09.05.2005, Page 14

Fréttablaðið - 09.05.2005, Page 14
14 9. maí 2005 MÁNUDAGUR Ríkisstjórnarsamstarf um ESB er óhugsandi Nær ómögulegt er að mynda norska ríkisstjórn sem er hlynnt aðild að Evrópusambandinu og Norðmenn munu ekki fylgja Íslendingum, kysum við að ganga í sambandið. Þetta segir varaformaður norsku samtakanna Nei til EU. „Spurningin um Evrópusamband- ið er alltaf ofarlega á baugi í norskum stjórnmálum, allar götur síðan við höfnuðum aðild 1972 og aftur 1994. Það sem er að gerast núna er að sumir stjórnmálamenn vilja þriðju þjóðaratkvæða- greiðsluna. Það má orða það þannig að þeir vilji hefnd og það sem fyrst.“ Þetta segir Jo Stein Moen, varaformaður samtakanna Nei til EU og fyrrverandi varafor- maður AUF, ungliðahreyfingar norska Verkamannaflokksins. Hann var staddur hér á landi um helgina á vegum Heimssýnar, hreyfingar sjálfstæðissinna í Evr- ópumálum, og fjallaði á opnum fundi um stöðu og horfur í þessum málum í heimalandi sínu. Verkamannaflokkurinn í lykilstöðu Norsk pólitík er skrýtin tík með tilliti til Evrópumálanna. Þarlend- ir stjórnmálaflokkar skiptast mjög í tvö horn í afstöðu sinni til Evópusambandsins þvert á hefð- bundnar átakalínur. Frjálslyndir, Miðflokkurinn, Sósíalistaflokkur- inn og kristilegir demókratar eru allir andvígir aðild Noregs að sambandinu en Íhaldsflokkurinn, Verkamannaflokkurinn og Fram- faraflokkurinn eru hlynntir aðild, þótt síðastnefndi flokkurinn sé ögn tvíbentari í afstöðu sinni nú en oft áður. „Verkamannaflokkurinn er lykilflokkur í Noregi þegar kem- ur að Evrópumálunum. Hann hef- ur í gegnum tíðina verið stærsti flokkurinn, um 30 prósent þjóðar- innar fylgja honum nú að málum. Hins vegar eru 35 prósent stuðn- ingsmanna flokksins andvíg ESB- aðild,“ segir Moen og bætir því við að Verkmannaflokkurinn sé þannig bæði stærsti flokkurinn sem er hlynntur aðild og líka sá stærsti sem leggst gegn því að Noregur gangi í sambandið. Það er hins vegar athyglisvert að ung- liðahreyfing Verkamannaflokks- ins hefur nánast alla tíð verið afar andvíg Evrópuáhuga flokks- forystu sinnar. „Ástæðan er sú að okkur mislíka stórveldatilburðir Evrópusambandsins sem eru æ betur að koma í ljós. Noregur ætti í staðinn að halda áfram að vera öflugur, sjálfstæður aðili á al- þjóðasviðinu án millligöngu ESB. Síðan er það lýðræðisspurningin en við viljum ekki að ákvarðana- taka um málefni þjóðarinnar fari fram í Brussel.“ ESB-stjórn útilokuð Í dag sitja Kristilegi demókrata- flokkurinn, frjálslyndir og íhalds- menn saman í ríkisstjórn Noregs, með öðrum orðum tveir flokkar sem eru andvígir aðild og einn sem er henni hlynntur. Norðmenn ganga hins vegar að kjörborðinu í september næstkomandi og þá má vera að ný stjórn taki við völdum. Moen telur litlar líkur á sú stjórn geti sameinast um að Noregur gangi í Evrópusamband- ið. „Það er útilokað. Ástæðan er sú að þeir flokkar sem eru helst hlynntir aðild, Verkamannaflokk- urinn og Íhaldsflokkurinn munu seint starfa saman í ríkisstjórn. Fyrir því er engin hefð og of mik- ill málefnaágreiningur er þeirra á milli að öðru leyti.“ Moen bendir á að aðeins séu tveir valkostir í norsku ríkisstjórnarsamstarfi. „Annar er vinstri stjórn Verka- mannaflokksins, sósíalista og Miðflokksins. Tveir þeirra segja nei við aðild. Sama staða kemur upp í hægri stjórn eins og nú er, tveir nei-flokkar og einn já-flokk- ur.“ En hvað með jákvæðari af- stöðu forsætisráðherrans, Kjell Magne Bondevik, til Evrópusam- bandsins? Moen minnir á að kristilegir demókratar ítrekuðu á flokksþingi sínu fyrir nokkrum vikum andstöðu sína við aðild Noregs að sambandinu með af- gerandi hætti. „Ég held að jafnvel þótt Bondevik snúist á sveif með fylgismönnum sambandsins þá muni það hafa lítil áhrif í norsk- um stjórnmálum því andstaðan í flokki hans er svo mikil. En sem stendur er hann hvorki með né á móti, hann er hlutlaus.“ Munu ekki fylgja Íslendingum Á Íslandi heyrist gjarnan sagt að við þurfum að huga að aðild ef Noregur gengur í Evrópusam- bandið og slíkar raddir heyrast líka í Noregi, að breyttu breyt- anda. Moen segir þetta snjalla hertækni en telur hins vegar ekki að hugsanleg aðild Íslendinga muni á endanum hafa mikil áhrif á Norðmenn. „Ef við lítum til árs- ins 1994 þegar við greiddum síð- ast atkvæði um málið þá sam- þykktu Svíar aðild nokkrum mán- uðum fyrr í þjóðaratkvæða- greiðslu og Finnar nokkrum vik- um þar áður. Þrátt fyrir það var meirihluti Norðmanna eftir sem áður andvígur aðild. Ég held því að Noregur muni ekki fylgja Ís- lendingum eftir í blindi ef sú staða kæmi upp að þið gengjuð í sambandið.“ ■ Díselolía hefur mjög verið til umræðu upp á síðkastið eftir að ríkisstjórnin boðaði breytingar á lögum um olíu- gjald þann 1. júlí næstkomandi. Miðað við heimsmarkaðsverð hefði díselolían orðið dýrari en bensín eftir breyting- arnar og skaut það nokkuð skökku við markmið ríkisstjórnarinnar sem var að hvetja til aukinnar notkunar díselolíu. Ríkisstjórnin hefur síðan ákveðið að lækka díselolíugjald um fimm krónur frá 1. júlí til að markmið breytinganna nái fram að ganga. Langt fram eftir síðustu öld voru menn ekkert sérstaklega að velta eldsneytis- sparnaði fyrir sér. Bílar voru almennt bensínknúnir og supu flestir ótæpi- lega; amerískir bílar með aflmiklar vél- ar voru hvað vinsælastir. Upp úr 1970 skall á olíukreppa og þá fóru þjóðir heims að velta því fyrir sér hvernig mætti draga úr eldsneytisnotk- un bifreiða. Um svipað leyti fóru menn einnig að hafa áhyggjur af mengun andrúmslofsins; ekki síst vegna koltví- sýringsmengunar frá bensínbílum. Díselvélar voru þá reyndar löngu komnar til sögunnar en voru aðallega notaðar í skip, vinnuvélar og stærri faratæki. Ókostur þeirra var fyrst og fremst hávaði og eins voru þær ekki eins aflmiklar og bensínvélarnar. Það er hins vegar eðli díselhreyfilsins, hátt þjöppunarhlutfall (21:1), sem gerir það að verkum að hann nýtir elds- neytið mun betur en bensínhreyfillinn og er þar af leiðandi umhverfisvænni. Markvisst hefur verið unnið að því á undanförnum áratugum að þróa dísel- hreyfilinn og sérstaklega hafa framfar- irnar verið miklar síðustu tíu ár. Til dæmis eru nú komnir fram á sjónar- sviðið litlir díselbílar sem menga óverulega og eyða aðeins þremur lítr- um af olíu á hundraðið. Fyrir vikið eru díselknúnir bílar orðnir alvöru valkostur fyrir almenning og ljóst að notkun þeirra mun færast verulega í vöxt á næstu árum; ekki síst ef stjórnvöld ýta undir hana með bein- um aðgerðum. Or›nir alvöru valkostur fyrir almenning FB-GREINING: DÍSELBÍLAR: Sturla Böðvarsson samgönguráðherra sagði Kristin H. Gunnarsson reyna sí- fellt að sundra samstöðu stjórnarliða þegar Kristinn gagnrýndi ríkisstjórnina í undirbúningi jarðganga milli Dýrafjarð- ar og Arnarfjarðar. Ertu aftur orðinn ósáttur við ríkis- stjórnina? „Ég segi það nú ekki. Ég var ekki að fara fram á neitt nýtt heldur aðeins að krefjast þess af ríkisstjórn- inni að hún héldi sig við það sem áður hefur verið samið um. Í jarðganga- skýrslunni er gert ráð fyrir þremur göngum; fyrst milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar, þau göng eru að verða búin. Síðan á að bjóða út Héðinsfjarð- argöng á þessu ári en ekkert bólar á ákvörðun um þriðju göngin sem eru göngin milli Dýrafjarðar og Arnarfjarð- ar.“ Liggur nokkuð á þessum göngum? „Besta leiðin til að styrkja byggðir úti á landsbyggðinni er að opna fyrir greið- ari samgöngur. Göngin munu hafa gríðarleg áhrif þegar kemur að heil- brigðisþjónustu, atvinnu- og mennta- málum á svæðinu.“ KRISTINN H. GUNNARSSON SPURT & SVARAÐ VIÐ MUNUM EKKI FYLGJA YKKUR Jo Stein Moen, varaformaður samtakanna Nei til EU og fyrrverandi varaformaður AUF, ungliðahreyfingar norska Verkamannaflokksins, telur ólíklegt að hugsanleg aðild Íslendinga að Evrópusambandinu réði miklu um afstöðu Norðmanna til aðildar. SVEINN GUÐMARSSON BLAÐAMAÐUR FRÉTTAVIÐTAL NOREGUR OG ESB Heldur ríkisstjórn- inni vi› efni›

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.