Fréttablaðið - 09.05.2005, Side 20

Fréttablaðið - 09.05.2005, Side 20
3MÁNUDAGUR 9. maí 2004 Styrkir verða fljótlega afhentir úr Húsverndarsjóði. Úthlutun úr Húsverndarsjóði Niðurstöður um styrkþega liggja fyrir. Niðurstöður úthlutunar Hús- verndarsjóðs Reykjavíkur fyrir árið 2005 liggja fyrir, en öllum umsækjendum mun verða sent bréf þar sem tilkynnt er um niður- stöðu og styrkupphæð þeirra sem hljóta styrkinn að þessu sinni. Nánari útfærslu á fram- kvæmdum sem hlotið hafa styrk úr sjóðnum þarf að bera undir Minjasafn Reykjavíkur til sam- þykktar. Að fengnu samþykki skal undirrita yfirlýsingu sem liggur frammi á Skipulags- og bygging- arsviði Reykjavíkur, Borgartúni 3, og mun styrkurinn þá verða greiddur inn á reikning viðkom- andi. Upplýsingar um þá sem hlutu styrk í ár er að finna á heimasíðu Skipulags- og bygging- arsviðs Reykjavíkurborgar, www.skipbygg.is ■ Hægt er að nota einfaldan eldhússvamp til að þrífa garðhúsgögnin. Viðhald á garð- húsgögnum Garðhúsgögn úr tekkvið þarf að þrífa reglulega. Garðhúsgögn úr tekkvið sem standa úti árið um kring þarf að hreinsa og pússa á hverju ári og eru vorin góður tími til þess. Þeg- ar húsgögnin eru þrifin er best að nota pottasvamp með hrjúfri hlið og bleyta hann með vatni og hús- gangasápu. Húsgögnin eru nudd- uð með svampinum og sápan svo skoluð af með hreinu vatni, en best er að nota til þess garðslöng- una. Ef ekki er vel hugsað um tekkhúsgögnin grána þau smám saman, en sumir kjósa að hafa þau þannig. Til að viðhalda fallega rauða viðarlitnum þarf að bera tekkolíu á viðinn reglulega, en það er hægt að fá hana í spreybrúsa og úta henni á húsgögnin og nudda þau svo með hrjúfu hliðinni á potta- svampi. ■ Vorhreingerningu Reykjavíkur lýkur ekki fyrr en um miðja þessa viku. Hreinsunarátakið Vorhreinsun í Reykjavík mun standa eitthvað fram í þessa viku en upphaflega átti átakinu að ljúka síðasta laugardag. Í þjónustuveri Reykjavíkurborgar fengust þær upplýsingar að ástæða þess að átakið var framlengt væri sú að garðahreinsun Reykvíkinga hefði verið mun umfangsmeiri en gert hefði verið ráð fyrir, enda félli ávallt til mikið af líf- rænum úrgangi þegar fólk hreinsaði til í görðunum sínum eftir veturinn. Óheimilt er að setja þennan úrgang í sorptunnu heimilisins og því hefur Reykjavíkurborg boðið borgarbúum upp á aðstoð við að fjarlægja hann. Starfs- menn Framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar munu því halda áfram að fjarlægja garða- úrgang eitthvað áfram, en þó hvorki lausan jarðveg né heil tré eða trjástofna. Garðaúr- ganginn skal setja í poka og binda greinaafklippur í knippi. Áhugasömum má einnig benda á að umhverfissvið Reykjavíkurborgar leigir með kaupleigu jarðgerðartanka fyrir garðúrgang og lífrænan eld- húsúrgang. Ef garðaúrgangur er ekki nýttur í garðinum skal almennt losa hann á endur- vinnslustöðvum Sorpu. Að vorhreinsun lokinni, sem verður að öllum líkindum fyrir vikulokin verða lóðarhafar sjálfir að flytja garðaúrgang í endurvinnslustöðvar Sorpu. Það er því ekki seinna vænna að nýta sér þessa þjónustu og taka til hendinni í garðinum. ■ Lokatækifæri til að gera hreint fyrir sínum dyrum Borgarstjóri tekur til hendinni við upphaf Vorhreinsunarinnar sem nú hefur verið framlengd.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.