Fréttablaðið - 09.05.2005, Síða 65

Fréttablaðið - 09.05.2005, Síða 65
Áskirkja er í Ásprestakalli í Reykjavíkur- prófastsdæmi vestra og stendur við Vesturbrún með fallegu útsýni yfir Laug- ardalinn. Ássöfnuður var stofnaður árið 1963 og ráðist var í byggingu kirkju sem síðan var vígð 1983. Helgi Hjálm- arsson, Vilhjálmur Hjálmarsson og Har- aldur V. Haraldsson arkitektar hönnuðu kirkjuna. Hjónin Óli M. Ísaksson og Unnur Ólafs- dóttir gáfu kirkjunni ýmis verk Unnar, s.s. messuskrúða. Þau hjónin gáfu kirkj- unni aðra merka gjöf, steinda glugga úr dómkirkjunni í Coventry á Englandi. Þeir höfðu verið fjarlægðir úr dómkirkj- unni vegna loftárása Þjóðverja í síðari heimsstyrjöldinni en prýða nú Áskirkju, sóknarbörnum og gestum til ánægju . Sóknarprestur er séra Árni Bergur Sigur- björnsson. Húsin í borginni Í borginni er heilmikið af glæsilegum byggingum og stórhýsum sem reist voru á öðrum tug síðustu aldar. Hér eru þrjú þeirra. Galtafell, Laufásvegi 46 Húsið er í kastalastíl en hann komst í tísku meðal heldri borgara á öðrum tug 20. aldar og risu nokkur slík í Reykjavík. Húsið hefur lítið breyst frá því það var byggt en það var teiknað af Einari Erlendssyni arkitekt fyrir Pét- ur J. Thorsteinsson og byggt á árun- um 1916-19. Það er byggt úr járn- bentri steinsteypu og þótti innra skipulag þess óvenjulegt á sínum tíma en eins konar skáli er í miðju hússins með gluggum efst á veggjum sem ná upp úr þakinu. Turnhýsi þar sem vinnustofa Muggs var nær einnig upp fyrir þakflötinn. Reykjavíkurapótek, Austurstræti 16 Þetta er fyrsta stórhýsið sem Guðjón Samúelsson arkitekt teiknaði. Mikið var lagt í bygginguna og hún ríkulega skreytt, og á meðal skreytinga er lítil höggmynd fyrir ofan hornsúlu við að- alinngang hússins eftir Einar Jónsson myndhöggvara. Skrifstofur hafa verið á efri hæðum hússins, en í risinu var Frímúrarareglan með fundarsali og má sjá merki hennar á einum kvisti hússins. Reykjavíkurapótek var á jarð- hæðinni frá 1930 til 1999, en veit- ingahús er nú rekið í húsnæði apó- teksins. Landsbankinn, Austurstræti 11 Danski arkitektinn Christian Thuren teiknaði elsta hluta Landsbankahúss- ins, en það var í nýendurreisnarstíl og byggt úr tilhöggnu múrhúðuðu grá- grýti. Það skemmdist mikið í brunan- um mikla 1915 og stóðu rústir þess óhreyfðar til 1923, þegar hafist var handa við endurbyggingu þess eftir teikningum Guðjóns Samúelssonar arkitkets. Hann sá einnig um hönnun á innréttingum bankans. Árið 1934 var haldin samkeppni um enn frekari stækkun bankans og vann Gunnlaug- ur Halldórsson arkitekt þá keppni með byggingu í anda funkisstefnunar. Húsið var friðað árið 1991. Heimildir: Leiðsögn um íslenska byggingarlist, 2000. Arkitektafélag Íslands. SPURNING VIKUNNAR á fasteignavef Visis Ætlar þú að ráðast í viðhald á húsnæði þínu í sumar? 61% Íbúðin Hverfið SPURNING SÍÐUSTU VIKU: Hvort ræður meiru um val á íbúð? 39% SELDAR EIGNIR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU* *Þinglýstir kaupsamningar, heimild Fasteignamat ríkisisins. 0 50 100 150 200 250 300 FJÖLDI 11/3-17/3 218 18/3-24/3 239 25/3-31/3 124 8/4-14/4 229 15/4-21/4 190 29/4-5/5 132 Áskirkja
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.