Fréttablaðið - 26.05.2005, Page 6

Fréttablaðið - 26.05.2005, Page 6
6 26. maí 2005 FIMMTUDAGUR Ársskýrsla Amnesty International: Bandaríkin fá skömm í hattinn MANNRÉTTINDI Bandarísk stjórn- völd fá skömm í hattinn í nýrri skýrslu Amnesty International fyrir árið 2004. Þar eru sérstak- lega tiltekin mannréttindabrot á föngum í Guantanamo-flóa á Kúbu sem þar er haldið án dóms og laga. Í skýrslunni segir að við árslok 2004 hafi fleiri en 500 föngum af um 35 þjóðernum verið haldið án ákæru eða dóms vegna óstað- festra tengsla við al-Kaída- hryðjuverkasamtökin eða talí- banastjórnina í Afganistan. Einnig er sértaklega tekið fram að bandarísk stjórnvöld hafi nú leyft yfirheyrsluaðferðir sem stríða gegn sáttmála Sameinuðu þjóðanna gegn pyntingum. Jó- hanna K. Eyjólfsdóttir, fram- kvæmdastjóri Íslandsdeildar Am- nesty, benti á að Bandaríkjamenn hefðu orðið uppvísir af því að flytja fanga til landa þar sem mannréttindi eru ekki virt til þess eins að geta farið á svig við al- þjóðasáttmála án þess að eftir því sé tekið. Amnesty berst nú fyrir því að fangar í Guantanamo verði kærð- ir og fái lagalega meðferð ellegar látnir lausir. Nánar verður fjallað um ársskýrslu Amnesty í Frétta- blaðinu um helgina. - oá Strandsiglingaskip í banni í Vesturbyggð: Hafa ekki borga› hafnargjöld VANSKIL Hafnarstjórn Vestur- byggðar hefur ákveðið að hætta að þjónusta strandferðaskipið Jaxlinn, sem er í eigu Sæskipa ehf., vegna skulda útgerðarfé- lagsins við hafnir. Einnig er út- gerðarfélagið sagt ekki hafa sýnt nein viðbrögð við samn- ingaumleitunum Vesturbyggðar en hafnarstjórnin bauð Sæskip- um að fella niður áfallna drátt- arvexti ef samið yrði um greiðslu skulda fyrir lok mars- mánaðar. Málið var tekið upp á fundi hafnarstjórnar í síðustu viku þar sem ákveðið var, að sögn Guð- mundar Guðlaugssonar hafnar- stjóra, að leyfa Jaxlinum áfram að leggja að bryggju gegn inn- heimtu lögboðinna gjalda en starfsmenn hafnarinnar muni ekki þjónusta skipið. Guðmund- ur gefur ekki upp hvað Sæskip skulda mikið en fyrirtækið hef- ur frest til 10. júní til að gera upp eða semja um skuldina áður en hún verður send lögfræðingi til innheimtu. Jaxlinn skuldar einnig hafnargjöld í Ísafjarðar- bæ. Forsvarsmenn Sæskipa gáfu blaðamanni ekki kost á því að spyrja um fyrirhugaðar aðgerðir af hálfu útgerðarfélagsins. - oá Gengi› flvert gegn vilja Bush George W. Bush gæti beitt neitunarvaldi sínu í fyrsta sinn ef Bandaríkjafling samflykkir a› afnema takmarkanir á opinberum fjárframlögum til stofnfrumurannsókna. Fulltrúadeildin hefur fyrir sitt leyti lagt blessun sína yfir fla›. Reikna› er me› a› öldungadeildin geri hi› sama. BANDARÍKIN Fulltrúadeild Banda- ríkjaþings hefur samþykkt að af- nema takmarkanir á opinberum fjárframlögum til stofnfrumu- rannsókna. George W. Bush for- seti hótar að beita neitunarvaldi sínu verði frumvarpið að lögum í meðförum öldungadeildarinnar. Umræðurnar voru heitar í full- trúadeildinni í fyrradag um hvort afnema ætti þær takmarkanir sem Bush forseti setti árið 2001 á opinber fjárframlög til rannsókna á stofnfrumum úr fósturvísum. Þótt þingmennirnir hefðu venju samkvæmt skipst í tvær fylking- ar þá var skiptingin þverpólitísk. Þegar yfir lauk höfðu fimmtíu þingmenn úr röðum repúblikana snúist á sveif með þorra demókrata og frumvarpið var því samþykkt með 238 atkvæðum gegn 194. Deilan snýst um hvort réttlæt- anlegt sé að nota vísi að mannslífi til að þróa lækningar við alvarleg- um sjúkdómum á borð við Parkin- sons-veiki og sykursýki. Því voru umræðurnar í þinginu óvenju per- sónulegar þar sem þingmenn létu óspart í ljós trúarskoðanir sínar og fjölskylduaðstæður. „Í fyrsta sinn í sögu þjóðar okkar á að nota peninga skatt- borgarana til að eyða saklausum mannslífum,“ sagði Henry J. Hyde, repúblikani frá Illinois. Joe Barton, repúblikani frá Texas, kvaðst hins vegar styðja frum- varpið þar sem faðir hans hefði dáið úr sykursýki og bróðir úr lifrarsjúkdómi. 290 atkvæði fulltrúadeildar- þingmanna þarf til að forseti geti ekki beitt neitunarvaldi sínu en George W. Bush hefur lýst því yfir að hann muni gera það nái frum- varpið fram að ganga. Þá skoðun lét hann í ljós á blaðamannafundi í fyrradag umkringdur börnum sem höfðu verið ættleidd þegar þau voru enn á fósturstigi. Fastlega er búist við að frum- varpið nái fram að ganga í öld- ungadeildinni en skoðanakannan- ir benda auk þess til að þorri al- mennings sé hlynntur stofn- frumurannsóknum. Það er ekki síst stuðningur Nancy Reagan við rannsóknirnar sem hefur aflað málinu fylgis hjá íhaldssamari hluta þjóðarinnar. sveinng@frettabladid.is Skattsviksmál: Bent á fjár- málastjóra DÓMSMÁL Ríkislögreglustjóri hef- ur krafist refsingar til handa fyrr- verandi eigendum og forsvars- mönnum Allrahanda – Ísferða vegna brota á lögum um virðis- aukaskatt og staðgreiðslu opin- berra gjalda. Aðalmeðferð fór fram í gær en ákærðu er gefið að sök að hafa ekki staðið skil á tæplega fimmt- án milljóna króna kröfu Tollstjór- ans í Reykjavík. Báru ákærðu fyr- ir sig sakleysi þar sem fjármála- stjóri bæri ábyrgð á þeim vanskil- um sem urðu en samkvæmt laga- bókstafnum liggur ábyrgð í slík- um málum hjá framkvæmda- stjóra og stjórnarformanni. - aöe Umdeildar rannsóknir BANDARÍKIN Á síðustu árum hefur áhugi vísindamanna á stofnfrumum vaxið hröðum skrefum en stofnfrumur eru ósérhæfðar frumstæðar frumur sem geta bæði fjölg- að sér og breyst í sérhæfðar frumur, til dæmis brisfrumur og lifrarfrumur. Ef fundin verður leið til að rækta stofn- frumur og stýra þróun þeirra í sérhæfðar frumur binda menn vonir við að hægt verði að lækna ýmiss konar áverka og sjúkdóma á borð við brunasár, sykursýki og Alzheimer. Vísindamenn hafa unnið bæði með dýrastofnfrumur og stofnfrumur úr mönnum. Af þeim síðarnefndu eru frumur sem eru unnar úr fósturvísum taldar heppi- legri en þær sem finnast í beinmerg fullorðins fólks því þær eiga betri möguleika á að þróast í aðrar frumugerðir. Fósturvísar sem frumurn- ar eru teknar úr eru yfirleitt aðeins 4-5 daga gamlir og eru búnir til á tilraunastofum úr gjafaeggjum og sæði. Engu að síður benda gagnrýnendur slíkra tilrauna á að í þeim sé fólginn möguleiki til mann- legs lífs og hann sé friðhelg- ur, jafnvel heilagur. ■ NÝTT 7UP FREE Laust við allt sem þú vilt ekki! Ekki kaloríur Ekki sykur Ekki koffein Ekki kolvetni Ekki litarefni PRÓFAÐUNÝTT SYKURLAUST7UP FREE TÖLVUTÆKNI Telur›u a› íslenskir kaup- menn leggi óe›lilega miki› á föt og skó? SPURNING DAGSINS Í DAG: Eigum vi› a› byggja fleiri ál- ver á Íslandi? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 4,5%Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN 95,5% FYRRVERANDI FÓSTURVÍSAR Blaðamannafundur var haldinn í Capitol Hill á þriðjudaginn um stofnfrumurannsóknir. Til hans mættu börn sem höfðu verið ættleidd á meðan þau voru enn „fyrrverandi fósturvísar“, eins og stendur á bolum þeirra. Fósturvísarnir sem notaðir eru til stofnfrumurannsókna eru hins vegar aldrei teknir úr móðurkviði. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P STRANDFERÐASKIPIÐ JAXLINN Hafnar- stjórn Vesturbyggðar hefur nú tekið fyrir það að hafnarstarfsmenn þar þjónusti strandferðaskipið Jaxlinn vegna vangold- inna hafnargjalda. JÓHANNA K. EYJÓLFSDÓTTIR Framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International kynnti ársskýrslu samtakanna fyrir árið 2004. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA ÍSLAND Í FJÓRÐA SÆTI Ísland er í fjórða sæti í útbreiðslu breið- bands og njóta 18,3 prósent landsmanna þjónustunnar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Efna- hags- og framfarastofnunar Evr- ópu. Mest er breiðbandsvæðingin í Suður Kóreu, þar sem 29,4 pró- sent landsmanna eru áskrifendur.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.