Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.05.2005, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 26.05.2005, Qupperneq 36
FIMMTUDAGUR 26. maí 2005 það er þá satt, varaliturinn er það eina sem skiptir máli!“ „ Nýir LOVELY ROUGE varalitir, þeir klæða þig betur. Útsölustaðir | Hagkaup snyrtivörudeildir | Lyfja | Apótekið Grafarvogi | Apótekið Iðufelli | Árnes Apótek | Bjarg Akranesi | Jara Akureyri | Lyfjaval Mjódd SUMAR 2005 20 % AFSLÁTTUR Af jökkum, buxum og peysum 24.-28. maí Nánar á netsíðu: www.svanni.is SENDUM LISTA ÚT Á LAND SÍMI 567 3718 SKÓLAVÖRÐUSTÍG 10 sími 561 1300 Útskriftargjafir. Glæsilegt úrval skartgripa. SKARTHÚSIÐ Laugavegi 12, s. 562 2466 Útskriftargjafir Höfum mikið úrval af skartgripum, töskum og öðrum fylgihlutum fyrir útskriftir Ný sending af Pilgrim skartgripum – tilvalin útskriftargjöf Tískuvöruverslun Glæsibæ Sími 588 4848 Full búð af flottum sumarfatnaði Frábær verð. 50% afsláttur af völdum vörum Er nokkuð mikilvægara fyrir konu en handtaskan hennar? Í handtöskunni er allt hennar líf eins og ein vinkona mín sagði við mig á dögunum og ég hugsaði að það væri eins gott að hún týndi ekki töskunni! Í gegnum tíðina hafa töskur komið og farið en þó eru nokkrar sem lifa enn áratugum eftir að þær komu fyrst á markað. Það má til dæmis segja um Kelly-töskuna frá Hermès sem fær nafn sitt frá Grace prinsessu af Mónakó – en hún fékk töskuna 1958 og selst þessi gerð vel enn í dag, fjörutíu árum síðar. Önnur klassísk frá Hermès er Birkin-taskan sem Jane Birkin gerði meðal annars fræga og er margra ára biðlisti eftir henni (hún kemur við sögu í „Sex and the City“ fjórða árgangi – Sam- antha Jones fær eina fyrir Lucy Liu). Það hafa ekki ekki öll fyrirtæki hann- að klassískar töskur sem hafa notið vinsælda árum saman en sumum tískuhúsum hefur tekist á síðustu árum að skapa sér þannig sérstöðu og má nefna Dior-tískuhúsið og söðultöskuna „Saddle“ sem hefur selst í hundruðum þúsunda ef ekki milljóna eintökum. Til þess að ná sem mestum árangri býður tískuhúsið upp á margar gerðir af þessari tösku, úr leðri, og striga og með upphafs- stöfunum CD. Töskurnar úr striganum eru ódýrari og þannig er tryggt að efnaminni viðskiptavinir geta keypt töskuna. Sama hefur Gucci gert með góður ár- angri auk þess að bæta nýjum tösk- um við eins og hauskúputaskan fyrir tveimur árum. Nýjasta æðið er svo njósnataska frá Fendi en eftir er að sjá hvort þessar nýju töskur lifi nútím- ann af. Miuccia Prada tók við leður- vörufyrirtæki fjölskyldu sinnar og breytti því í stórveldi. Þekktustu tösk- ur Prada eru líklega nælontöskurnar sem fyrst voru svartar en hafa svo ver- ið framleiddar í fleiri litum. Nælon- striginn sem Prada notar tók Miuccia upp frá ítalska hernum og er einstak- lega sterkur. Það skýrir að einhverju leyti verðið á töskunum, en meðalstór taska kostar um þrjátíu þúsund krón- ur. Chanel-tískuhúsið hefur lengi gert það gott með bólstruðu ferköntuðu leðurtöskunni sem er með keðju í stað axlarólar, og framleidd er úr ýms- um efnum. Eftirlíkingarnar eru ófáar og hefur fyrirtækið H & M búið þær ófáar til. Ein fyrrverandi samstarfskona mín frá H & M sem eins og ég fór svo yfir í lúxusbúðirnar sagði þegar við fórum í lautarferð í Butt Chaumont garðinn í vorsólinni að hún vildi eignast tvær töskur, Kelly frá Hermès og bólstraða Chaneltösku. Og fái hún ekki bólstraða Chaneltösku á meðan hún er lifandi vill hún láta jarða sig með eina slíka. Mikilvægi handtöskunnar fyrir konuna nær því út yfir gröf og dauða. Úr háborg tískunnar BERGÞÓR BJARNASON SKRIFAR FRÁ PARÍS Bólstruð Chanel-taska í gröfina Vill hönnun sem dugir til eilífðar SEXTÁN UPPRENNANDI FATAHÖNN- UÐIR KEPPA UM STARF HJÁ HILFIGER. Hinn heimsþekkti tískuhönnuður Tommy Hilfiger ætlar að taka þátt í nýjum raunveraleikaþætti sem ber heitið The Cut. Í byrjun þáttanna munu sextán upprennandi hönnuðir búa saman í risíbúð í Soho í New York. Vikulega fá keppendur verkefni og sá sem stendur sig verst eða nær ekki að ljúka verkinu er sendur heim. Sem sagt dæmigerður raunveruleika- þáttar. Verðlaunin eru ekki af verri endanum enda eru þau starf við að hanna fata- línu fyrir Tommy Hilfiger sem sjálfur tryggir sigurvegaranum 250 þúsund dala árslaun – eða ríflega sextán milljónir króna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.