Fréttablaðið - 26.05.2005, Side 41

Fréttablaðið - 26.05.2005, Side 41
Byggingarstíll húsa nútím- ans einkennist af funkis- stílnum, sem kallar á frek- ar einfalda hellulögn og minni gróðursvæði. „Síðastliðin 20 ár hefur BM Vallá hannað útlit garða fyrir fólk án endurgjalds með hjálp landslags- arkitekts. Með tilkomu þess hag- ræðis má segja að garðar fólks á höfuðbogarsvæðinu hafi tekið miklum breytingum frá því sem áður gerðist,“ segir Gunnar Þór Ólafsson, sölustjóri hjá BM Vallá. „Í dag erum við farnir að bjóða upp á þessa þjónustu á öllu landinu og við sendum garðarkitekta hvert á land sem er til þess að gera tillögur um hönnun garða. Garðarkitekt- arnir gera útlitsteikningu sem síðan er útfærð í tölvu og sýnd eigend- um. Að vonum eru verktakar mjög ánægðir með að fá fullunnin gögn í hendurnar þegar útfæra þarf hug- myndir. Segja má að þegar hellu- lagnir í görðum fólks fóru að taka breytingum hafi gætt nokkuð róm- antískra áhrifa, margir völdu brot- inn stein eða lögðu hellur í hringi í stað hefðbundinna beinna lína. Um leið má segja að hellum í görðum hafi almennt fjölgað á kostnað gró- inna svæða. Fólk er ekki lengur spennt fyrir því að eyða öllu sumr- inu í garðvinnu, það vill viðhalds- létta eða viðhaldsfría garða og geta farið frá þeim í sumarfríið.“ Gunnar Þór gat þess að í dag gæti að nokkru leyti afturhvarfs til eldri tíma í hellulögnum. „Í byggingar- stíl húsa nú, þar sem funkis-stíllinn er áberandi, kýs fólk frekar einfald- ari hellur, minni gróður og jafnvel möl á stórum hluta garðs síns. Ég verð einnig var við að eigendur íbúðarhúsa velta því meira fyrir sér að hellulagnirnar í garðinum séu í takti við byggingarstíl hússins. Einnig er algengara að fólk noti hellur í bakgarða sína. Hellurnar koma þá oft í staðinn fyrir palla, sem þurfa mun meira viðhald. BM Vallá hefur verið með hellusölu undanfarin 20 ár og á þessum tíma hefur myndast mikið úrval, sem gerir eigendunum auðveldara um vik að finna eitthvað við sitt hæfi,“ segir Gunnar Þór. 2 ■■■ { HÚS & GARÐAR }■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Þegar einu sinni er búið að byggja hús verður það ekki svo auðveldlega fjarlægt. Þegar sú staðreynd er höfð í huga skiptir miklu máli að vanda vel til verks. Eins og í öllum greinum er ákveðin framþróun í þekkingu, það besta er reynt að gera á hverjum tíma. „Hús eru alltaf nytjahlutir og mót- ast af þörfum fólks á hverjum tíma. Þau eru einnig hluti af ákveðnum stað og þess vegna eru þau bundin í tíma og rúmi. Gerð þeirra ræðst af viðhorfum, gildismati og þörfum á hverjum tíma,“ segir Pétur Ármannsson, arkitekt hjá Listasafni Reykjavíkur, sem þekkir vel til sögu byggingarlistar á Íslandi. „Út frá því er það mjög áhugavert að skoða hús og þau segja mikið um manninn og sögu hans þar sem þrívíð form koma mikið við sögu. Á hverjum tíma leitast menn við að leysa viðfangsefnið fyrir ákveðnar þarfir og fyrir ákveðna fjármuni. Þegar kemur að fagurfræðilega þættinum getur að líta ákveðna hringrás eða sveiflur. Ef litið er til sögunnar hefur pendúllinn verið að sveiflast frá agaðri skynsemis- hyggju eða naumhyggju yfir í and- stöðu hans, rómantík og barokk, jugend og art noveau. Í fyrra tilvik- inu voru menn að leita að einfald- leikanum og leita einfaldra leiða, en þegar sama hugsun er í gangi lengi verða menn leiðir á henni. Arkitektúr er jú nytjalist og menn móta húsin fyrst og svo móta húsin mennina. Það skiptir miklu máli að bygging- ar eldist vel, því arkitektúr er ekki list augnabliksins, byggingar þarfnast þess að verða betri með aldrinum. Góðar byggingar verða menn aldrei leiðir á að sjá, þó svo að þær séu skapaðar út frá tísku hvers tíma. Ef við tölum um þróun- ina á Íslandi, þá bendi ég á þá miklu breytingu sem orðið hefur á samfélaginu á einni öld. Torfhúsin eru sennilega okkar merkilegasti arkitektúr og hafa ef til vill ekki verið kynnt nægilega erlendis. Okkur hefur kannski ekki í húsum nútímans tekist að finna aftur sál- ina sem var í þeim. Seint á 19. öld kom alda þar sem menn náðu tökum á byggingu ís- lensk grjóts en steinsteypan kom í upphafi 20. aldar. Hún er endingar- góð og tiltölulega ódýr. Það er ástæðan fyrir því að steypan verð- ur okkar aðalbyggingarefni. Menn leituðu oft fyrirmynda í stein- steypuhúsum erlendis í byggingar- stílnum í upphafi. Á fjórða áratug aldarinnar rísa heilu hverfin í funkis-stíl. Síðan hafa ýmsar sveiflur og tilbrigði gengið hér. Það urðu ákveðin þáttaskíl 1930 þegar klassíski tíminn vék fyrir funk- sjónalisma. Um 1970 verður ákveð- in viðhorfsbreyting sem tengja má ‘68-kynslóðinni. Þá fara menn að meta gömul hús og það kemur tímabil þar sem menn verða frá- hverfir fagurfræði funksjónal- ismanns. Um líkt leyti kemur í ljós að steinsteypa var gölluð á tímabili og farið var að klæða hús. Á síðustu 10 árum hefur bygging- arstíllinn hins vegar verið að fikra sig aftur að funksjónalismanum, hvort sem menn telja þá þróun í átt til góðs eða ills. Mér finnst að Ís- lendingar séu kannski ekki komnir nægilega langt í byggingarlist, hún er ekki tekin nógu alvarlega. Bygg- ingarlist er viðfangsefni komandi ára og hér gefst okkur tækifæri til að búa til sérstakan stíl,“ segir Pétur. Tískusveiflur í hellulögnum Hús eru menningarfyrirbæri

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.